Morgunblaðið - 01.07.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.07.1955, Blaðsíða 1
16 síður 43. árgangnur 145. tbl. — Föstudagur 1. júlí 1955 Prentsmlðja Morgunblaðsins BETRI KJÖR FYRSR MANNKYN □- -□ Kjarnakljúfur til sýnis í Genf Með bafnandi friðarhorfum berast tregnir um vonir manna um betri kjör með notkun kjarnorku til iðnaðar og lœkninga Bretar halda I kjarnorku- nýungum leyndum LONDON, 30. júní. — Bretar ætla að geyma sjálfum sér eigin leyndarmál um kjarnorkuna — leyndarmál, sem treyst geta að- stöðu Stóra Bretlands sem for- ustuþjóðar á sviði iðnaðar. Sir Anthony Eden skýrði brezka þinginu frá því, að Bret- ar hefðú gert samning við Banda- ríkin um gagnkvæmar upplýs- ingar um kjarnorkumál, en hann bætti því við, að samningurinn væri ekki bindandi fyrir einstök fyrirtæki í landinu og þau væru ekki skuldbundin til þess að láta í té upplýsingar, sem þau vildu ekki gefa. Samt sem áður myndi heimildin til þess að skiftast á upplýsingum vera mikilvæg fyr- ir báðar þjóðir. Brezk stórfyrirtæki eru sögð hafa varið sem svarar hundruð um milljóna króna til kjarnorku rannsókna. Brezkir verkfræðing ar og vísindamenn telja að ýms- ar uppgötvanir Breta um hag- nýtingu kjarnorkunnar taki því fram sem gerzt hefir í þeim efn- um í Bandaríkjunum og Rúss- landi. KNOXVILLE, Tennessee, USA, 29. júní. — Á naorgun verður lagt af stað í tveimur flugvélum með tilrauna-kjarnakljúf, sem sýndur verður á hinni miklu kjarnorkuráðstefnu, sem hefst í Genf 8. ágúst. Kljúfinn byggði ameríska kjarnorkunefndin (AEC) á mettima i Oak Ridge. Hann verður settur saman og Eisenhower Sær ekki friðarskipið Danir forusiuþjéð í kjarnorkumáium KAUPMANNAHÖFN, 30. júní. — Danir standa framarlega á sviði atomorkuvísinda, enda eiga þeir einn fremsta vísindamann í þeirri grein í heimi. Nú hefir Niels Bohr prófessor einnig tek- ið forustuna um það, að gera Danmörk að forustuþjóð um nýt- ingu kjarnorkunnar. í erindi, sem Niels Bohr flutti á norræna þingmannafundinum í Kristjánsborgarhöll í gær, skýrði hann frá því, að danska kjarnorkumálanefndin ætlaði að leggja til við dönsku stjórnina að sett yrði á stofn kiarnorkutil- raunastöð nálægt Kaupmanna- höfn. Lagt er til að byggður verði lítill kjarnakljúfur á næsta ári, en stærri kljúfur á næstu þremur árum. Ekki er gerlegt að spá neinu um það, sagði prófessorinn, hve- nær hægt verður að reisa orku- ver knúið kjarnorku til raf- magnsfrarUeiðslu í Danmörk. Þetta verður þegar hægt verður að reikna með því að rekstur- Inn geti borið sig, sagði Niels Bohr. Bohr vænti þess að tekin verði MPP samvinna milli Norður- lapdaþjóða um hagnýtingu kjarnorkunnar og að skifzt verði á þekkingu og reynslu milli þjóð- anna í þessum efnum. Brúarfoss lesfar AKRANESI, 29. júní — Hingað kom Brúarfoss í morgun og mun taka hér 650 lestir af hvalkjöti og 150 lestir af freðfiski og hrognum. ■—Oddur. WASHINGTON 30. júní. — Old- ungadeild Bandaríkjaþings hefur fellt heimild til þess að láta byggja verzlunarskip knúið kjarn orku. Eisenhowcr forseti hafði beðið um þessa heimild „til þess að geta sýnt öllum heiminum þau miklu gæði, sem hagnýting kjarnorku geti haft í för með sér“. Öldungadeildin felst á það sjónarmið herstjórnarinnar ame- rísku að smíði þessa skips myndi tefja fyrir smíði herskipa, sem knúin verða kjarnorku. Eisenhower lét svo um mælt í gær, að það, sem fyrir sér vekti væri að leiða öllum heiminum fyrir sjónir, en ekki aðeins Rúss- um, að hin miklu atómvísindi ættu eftir að bæta kjör manna. Ætlunin hefði verið að friðarskip- ið færi til flestra hafna í heim- inum og hafðar yrðu um borð sýningar á hagnýtingu kjarnork- unnar, og notkun hennar í þágu læknavísinda. hafður til sýnis í Þjóðabanda- lagshöllinni. Bandarikin hafa undanfarið samið við meir en 20 þjóðir um að láta þeim í té kjamakljúfa af sömu gerð og verða sérfræðing- ar frá Oak Ridge á Genfarfáð- stefnunni til þess að sýna hvern- ig kjarnorka er framleidd. Mik- ill áhugi er að skapast víða um heim fyrir ráðstefnunni i Genf. Molotoff hjá Baruch WASHINGTON, 30. júní: — Molo toff heimsótti Bernhard Baruch, einn frægasta „kapitalista“ Bandaríkjanna, er hann var staddur í New York síðastliðinn þriðjudag. Baruch lagði á sínum tíma fram tillögur um eftirlit með atomvopnum í heiminum. Heim- sókn Molotofss þykir benda til þess að Rússum sé nú meiri alvara en áður um að koma á takmörkun vígbúnaðar. Ekkert miimst á Moskvuför Adenauers BONN, 30. júní — Vestur-þýzka stjórnin hefir svarað rússnesku stjórninni og kveðst vera reiðu- búin til þess að taka upp viðræð- ur um stjórnmálalegt, viðskipta- legt og menningar sumband við Sovétríkin. Stjórhln leggur tfl að undirbúningssahiningar fari fram milli sendiherra Þjóðverja og Russa í París. Ekkert er minnst á heimboð dr. Adenauers til Moskvu 1 svar- inu. En talsmaður vestur-þýzku stjórnarinar lét svo um mælt í dag, að ekki bæri að líta svo á að heimboðinu hafi með þessu verið hafnað. Nehru helðun- borgari BELGRAD, 30. júní — Nehru, inn indverski, er nú kominn í opinbera heimsókn til Júgó- slavíu og ætlar að hafa þar viku dvöl. Annað kvöld verður hann gerður heiðursborgari í Belgrad og situr síðan stórveizlu hjá Tító. Tító tók á móti Nehru á flug- vellinum og síðan óku þessir for- vígismenn „þjóða utan banda- laga“ í opnum bíl um fánum skreyttar götur höfuðborgarinn- ar. Engir fveir hugsa eins WASHINGTON, 30. júní. — Eisenhower forseti hefir látið svo um mælt, að hann þekki enga tvo menn, sem séu sammála um það, hvernig framkvæma skuli afvopnun í einstökum atriðum. Hann bætti því við að hann hefði sjálfur verið að kynna sér þetta mál um fjörtíu ára skeið. Harold Stassen aðstoðar for- setann nú við það að semja af- vopnunartillögur, sem Eisenhow- er ætlar að leggja fyrir Genfar- 50 þús. bílar bíða úlflutnings í Brellandi LONÐCMí, 30. júní — Verkfall hleðslumanna sem nú hefir stað- ið í 39 dag« hefur stöðvað 262 skip í 6 mikilvægustu höfnum Stóra-Bretlands. Samtals bíða pú yfir 50 þús. brezkir bílar útflutnings og hef- ir þetta slæm áhrif á gjaldeyris- búskap Bretú- Eden ræddi í gær við forvígis- menn verkalýðsfélaganna með það fyrir augum að leita ráða til í gær dró sig í hlé frá opinberum störfum i Bandaríkjunum Her- bert Hoover, fyrrverandi forseti, 81 árs gamall. — Hann hefir ver- ið i opinberri þjónustu um 41 árs skeið, venjulegast ólaunaður. Bretar viBja semja um Kýprus LONDON, 30. júní—Sir Anthony Eden, forsætisráðherra Breta, var fagnað bæði af stuðnings- mönnum og stjórnarandstæðing- um er hann tilkynnti í brezka þinginu í dag, að brezka stjórn- in hefði boðið Tyrkjum og Grikkj um á ráðstefnu til þess að ræða vandamál við botn Miðjarðar- hafsins, þ. á. m. Kyprusmálið. Eden sagði að ráðstcfnan myndi verða haldin „á næstunni", ef Tyrkir og Grikkir samþykktu. Heyra mátti á ráðherranum a3 hann gerði sér vonir um að draga myndi úr viðsjám á Kyprua við þessi tíðindi. Attlee, foringi stjórnarand- stæðinga, fagnaði tilkynningu forsætisráðherrans og óskaði þess að ráðstefnan yrði haldia sem fyrst. □- Furðufregnir um benzínhækkun UNDANFARNA daga hafa ver-1 það innan ríkisstjórnarinnar, að ið á kreiki allskonar fregnir , hækka benzíntoll og þar með um það í bænum, að í undirbún-1 útsöluverð á benzíni. Fregnir ingi væri geysileg verðhækkun þær sem út hafa verið bornar á benzini. Hefur það jafnvel flog: um gífurlega hækkun á benzín- ið fyrir, að til stæði að hækka verði eru því gjörsamlega til- benzínlíterinn um hvorki meira hæfulausar. né minna en heila krónu. • Af tilefni þessa söguburðar ' • Auglýsing frá stjórn verðjöfn- snéri Mbl. sér í gær til viðskipta-! unarsjóðs eftir birgðaskýrslum málaráðherra og forsætisráð- j frá benzínútsölum mun eiga ein- herra og spurðist fyrir um það, hvern þátt í fyrrgreindum sögu- hvað hæft væri í þessu. Fékk' sögnum. En slík skýrslusöfnun blaðið þá þær upplýsingar, að, fer fram vegna útreiknings á alls ekki hefði verið minnst á I verðjöfnun lögum samkvæmt. Spennandi skákkeppni í GÆR hófst í Moskvu skák- keppni milli Bandaríkjamanna og Rússa. Tefldar verða 4 urn- ferðir á 8 borðum, og eigast við, eins og að líkum lætur, snjöll- ustu skákmenn þjóðanna. í fyrstu umferð varð biðskák á fyrsta borði miíli Resevskys (US) og Botvinninks. Talið var að sá fyrrnefndi hefði meiri sig- urmöguleika. Á öðru borði vann Smisloff (Rússl.) Bisgunier, 3. b. jafntefla milli Bronsteins (Rúss- land) og Evans, 4. D. Byrne (US) og Geller biðskák, 5. R. Byrne ! (US) og Keres biðskák. 6. Tam- anioff (RússL) Kashdan bið- skák, 8. vann Kotov (Rússl.) Steiner. —• Dr. Euwe (Holland) er yfirdómari. Engin genghfelling LONDON, 30. júní: — Einn aðal- fulltrúi Butlers fjármálaráðherra lýsti yfir því afdráttarlaust í brezka þinginu í dag, að ekkert væri hæft í þeim orðrómi, að ráðgerð væri gengisfelling á sterlingspundinu. OrðrómUr þessi hefir komizt á kreik vegna þess að gull og gjaldeyrisforði Breta hefir minnkað undanfarið, en það stafar einkum af minnkandi út- flutningi, vegna verkfalla járn- brautar- og hieðslumanna. Frökkom léilir PARÍS, 30. júní: — Frakkar dróu andann léttar í dag er útlit var fyrir að hægt verði að koma í veg fyrir verkfall 12 hundruð þúsund opinberra starfsmanna. VerkfalKð myndi hafa lamað starfsemi pósts og síma, tollvfi'r- valda og sjúkrahúsa. Verkalýðsfélag kaþólskra fór í dag að dgami jafnaðarmanna og afturkallaði v-'rkfallsskipunina. Ólíklegt er a@ Komn*únist%r hefji vokfallið einir. Sovét-Rússar f orðast negra WASHINGTON, 30. júní—íbúða- bygging í Washington, sem ver- ið hefir um langt skeið eftirlætia húsnæði starfsmanna sendiráða Sovétríkjanna, hefir skyndilega djittið úr náðinni, að því er blaS- ið Washington Star skýrir frá l dag. Negrafjölskyldur eru að flytja í bygginguna, en sovét- starfsmennirnir að flytja út. í byggingunni eru 18 íbúðir og starfsmenn sovétsendiráðsins hafa búið í þessum íbúðum frá því að síðara stríðinu lauk. Þar til fyriv mánuði bjuggu sovétfjöl- skyldur í 13 af íbúðunum. í fimm íbúðum bjuggu amerískar fjöl- skyldur, hvítar. En fyrir mánuði ákvað eigandinn að leigja jafnt blökkumönnum sem hvítum. Á samni stundu byrjuðu sovétstarfs mennirnir að áegja upp íbúðum sínum. Ellefu sovétfjölskyldur eru þegar fluttar burtu og búist er við að hinar tvær fari næstu daga. JERUSALEM, 30. júní: — Búist er við því að David Ben Gurion taki aftur við embætti forsætis- ráðherra í Israel, að loknum kosningum sem fara eiga fram þar 26. júlí n.k. Moshe Sharett hefir myndað stjórn til bráðabirgða, eða fram yfir kosningar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.