Morgunblaðið - 01.07.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.07.1955, Blaðsíða 9
Föstudagur 1. júlí 1955 MORGUNBLAÐIB 3 Páfi hefur oft sveiflað bann- sverðinu með góðum árangri Dr Benjamín Eiríksson: HINN 5. júlí s. 1. var lesin upp í öllum kirkjum Argentínu samhljóða yfirlýsing frá argen- tínskum biskupum. í henni sagði, að ef ríkisstjórnin setti ákveðin lög gegn kirkjunni, mundi banni Verða Iýst á leiðtoga ríkisins. Og ekki nóg með það, heldur yrði banni einnig lýst á alla þing- mennina, sem að lögunum stæðu, þá lögregluþjóna, sem beittu valdi til þess að lögin kæmu til framkvæmdar og þá blaðamenn, Bem dirfðust að verja þau. ♦ ♦ ♦ Er þetta í fyrsta sinn, sem kaþólska kirkjan hótar bannlýs- ingu á blaðamenn, en áður hafa vísindamenn og rithöfundar oft orðið fyrir barðinu á þessu hvassa vopni hennar. Nokkur mismunur er á bann- inu og getur það t. d. farið eftir því, hvort það er sett á einstakl- inga eða heil landsvæði. Hér verður ekki farið út í þá sálma, heldur verður orðið bann látið ná yfir öll hin ýmsu stig banns- ins. — Bannið er ævafornt vopn, ©g er það álit sumra, að það sé komið inn í frumkristnina frá Gyðingum, sem notuðu það ó- epart, ef svo bar undir. ♦ BANN GYÐINGA Bann Gyðinga var kallað „Cherem“, og var því skipt í Stórabann og Litlabann. —Þeir,1 Eem lentu í Litlabanni, fengu j ekki aðgang að sýnagógunum, en | hinir, s em bera þurftu kross Stórabanns, voru með öllu út- Ekúfaðir úr samfélagi Gyðinga. í — Bann Gyðinga var í heiðri haft, þótt tímar liðu, og eitt frægasta dæmi þess, að það hafi verið notað, er bannlýsingin á heimspekinginn alkunna Spinoza. Fyrst var hann settur í Litla- bann, en ári síðar í Stórabann, og var ástæðan sú, að Gyðingar gátu ekki unað heimspekikenn- ángum hans; þær féllu ekki sam- an við kreddur þeirra. í frumkristninni voru menn Eettir út af sakramentinu, ef þeir dirfðust að koma fram með kenningar, sem gengu í berhögg Við kristin fræði. Þá gat það og komið fyrir, að bannað var að jarða o. s. frv. ♦ BÆGÐIR ÚR SAMFÉLAGI MANNA Mest áhrif hafði þetta ægi- lega vopn kaþólsku kirkjunnar á Vesturlöndum á Miðöldum. Ef einhver aðalsmaður eða fursti var lýstur í bann af páfa, missti hann öll völd og áhrif, og þegnar hans þurftu ekki að hlýðnast skipunum hans, voru lausir allra mála við hann. Einnig urðu menn oft á tíðum friðlausir, ef þeir voru bannfærðir. Á þennan hátt urðu menn utanveltu við sam- félagið, og meiri háttar bann- færing gat jafnvel kostað þá lífið. ♦ í EILÍFU MYRKRI Páfinn lýsti banninu, en Peron gekk ofiangf inn í helgidóm kirkjunnar Peron forseti og Mayer Alce, borgarstjóri í Buones Aires, virða fyrir sér sundurrifinn fána, er kaþólskir skemmdarverkamenn rifu niður af einni stjórnarbyggingunni. einnig gátu biskupar og erki- biskupar gert það. Þegar bann- inu var lýst í kirkjunum, stóðu prelátar og prestar með kerta- Ijós, sem þeir köstuðu í gólfið í sama mund og bannlýsingin hafði verið lesin upp og tróðu það undir fótum sér. Skyldi það vera tákn þess, að hinn bann- færði væri nú í eilífu myrkri — eða a. m. k. þangað til páfi leysti hann úr banni. Þegar bannið var sett á heil landsvæði, var það nefnt „inter- dicturn". í kjölfar þess fylgdi bann við guðsþjónustum og yfir- leitt allri kirkjulegri þjónustu. Þetta bann hafði því oft lam- andi áhrif á hið daglega líf manna á miðöldum, eins og skilj- anlegt er, þegar það er haft í huga, hversu kristin trú mótaði þá allt liferni hvers kristins manns. En þá fyrst kastaði tólf- unum, þegar þetta bann var sett á ríka og volduga konunga. ♦ ALLT ENGLAND I BANNI Þegar páfi lagði allt England í bann 1208, vegna þess að hann átti í erjum við Jóhann land- lausa, varð konungur að láta í minni pokann. Einnig varð Þýzkalandskeisari að beygja sig fyrir bannfæringarvopni páfa og var nauðbeygður til að fara hina alkunnu Kanossagöngu sína, sem kunnugt er. Þetta var Hinrik konungur 4., og varð hann að standa í þrjá sólarhringa ber- fættur og illa til reika í klaust- urgarðinum, áður en páfi, Gregor Biskuparnir tveir, Manuel Tato og Ramon Novoa, sem vísað var pr landi í Argentinu, í ílughöfninni í Rómaborg. 7., tók við honum og leysti hann úr banni. ♦ INGEBORG DANSKA Dönsk prinsessa nokkur varð þess valdandi, að Filippus Ágúst Frakkakonungur var sett- ur í bann. Prinsessan var Inge- borg, dóttir Valdimars mikla. Konungurinn, sem hafði kvænzt henni af pólitískum sökum, skildi við hana eftir þriggja mánaða hjónaband. Neyddi hann síðan franska biskupa til að lýsa því yfir, að giftingin hafi verið ólög- leg og gekk síðan að eiga aðra konu, franska. Páfinn, Innocenti- us 3., þoldi ekki slíkan ósóma, lýsti konung í bann og raunar allt ríki hans. Lengi átti konung- ur síðan í deilum við páfa, en þeim lauk, eins og venjulega: — Frakkakonungur varð að láta í minni pokann, og Ingeborg, sem var í miklu dálæti hjá þjóðinni, tók aftur sinn fyrri sess. Hún lifði mann sinn, dró sig út úr öllu veraldarvafstri eftir dauða hans og gekk í klaustur. Interdictum tíðkast nú ekki lengur. Síðast var því beitt gegn Elísabetu I. Englandsdrottningu. Drottningin hafði gengið í ber- högg við kaþólsku kirkjuna, en hafði alla þjóðina með sér, enda voru Englendingar þá orðnir mótmælendur. Síðan hafa páfar einnig sleg- ið vindhögg, þegar þeir hafa sveiflað bannsverði sínu. Ástæð- an er sú, að hinir bannfærðu eru utangarðsmenn — hafa sagt sig úr samfélagi kaþólskra, áður en þeir voru bannfærðir. Svo hefir t. d. verið um leiðtoga nazista og kommúnista, sem páfi hefur bannfært. Kaþólska kirkjan get- ur aðeins sett kaþólikka í bann. Sama er uppi á teningnum, þeg- ar Gyðingar eru annars vegar. ♦ BANNFÆRING SVERRIS HAFÐI LÍTIL PÓLITÍSK ÁHRIF Yfirleitt hefir interdictum ekki haft mikil áhrif á Norður- löndum, enda var fjarlægðin mikil frá Róm og samgöngur slæmar, svo að bannlýsingin barst stundum ekki til þessara landa fyrr en eftir dúk og disk. Þegar páfi setti t. d. bann á Rómaborg og Rómverja 1155, hafði það önnur og meiri áhrif en er hann beitti þessu vopni sínu á Norðurlöndum. Þegar Sverrir konungur var bannfærð- ur hafði það lítil sem engin póli- tísk áhrif. Páfi notar ekki bannið í póli- FYRIR mánuði skrifaði ég í blöðin nokkur orð um greiðsluvenjur. Tilefni greinar- innar var það að fram hafa kom- ið opinberlega tillögur um það að taka upp póstgirokerfi. í grein minni taldi ég að æskilegt væri að komið yrði á greiðsluvenjum, sem almenningi wri hagkvæm- ari, heldur en þær 9>em nú tíðk- ast, og að forstjórar fyrirtækja og peningastofnanir hefðu for- gönguna. Hr. Haraldur Guð- mundsson, forstjóri Try&gingar- stofnunar ríkisins, hefir síðan gert athugasemd við skoðanir mínar og eru þær birtar í Morg- unblaðinu hinn 8. þ m. Skrif hans gefa tilefni til nokkurra frekari athugasemda. Grein mín var almennt um greiðsluvenjur, þótt ég nefndi Tryggingarstofnun ríkisins sem dæmi. Greinin var því ekki skrif- uð í þeim tilgangi að gagnrýna sérstaklega greiðslufyrirkomulag Tryggingarstofnunarinnar, því greiðslufyrirkomulag hennar mun véra það sama og tíðkast hjá flestum stofnunum. Útaf fyr- ir sig gefur það ekki tilefni til sérstakrar gagnrýni. Sú stað- reynd, að tillögur um að taka upp póstgiro hafa komið fram þykir mér benda til þess, að fleirum en mér þykir sem hægt væri að bæta um greiðsluvenjur þjóðarinnar. Tillögurnar eru því útaf fyrir sig óbein gagnrýni á Tryggingar- stofnun ríkisins ekki síður en skrif mín. Annars er það svo, að fólk sættir sig oftast möglunar- lítið við fyrirkomulag, sem það hefir vanist, svo lengi sem það þekkir ekki annað betra. Þannig má benda á það að sjómennirnir sættu sig við þá ótrúlegu þrælk- un, sem átti sér stað á togurunum fyrstu áratugina. Ég vil þakka forstjóranum fyr- ir þær upplýsingar, að Trygging- arstofnunin greiðir mánaðarlega upphæðir til um tíu þúsund manns. Það virðist að fyrirkomu- lagið sé þannig, að hinn fyrsta hvers mánaðar eigi tiu þúsund manns í rauninni að koma að Laugaveg 114, og taka þar við greiðslu í peningum. Tíu þúsund manns. í fæstum tilfellum mun heim- ilisfaðirinn geta fari, heldur mun húsmóðirin verða að fara. eða láta börnin, vini eða ættingja sækja greiðsluna, þar sem því verður við komið. Verulegur hluti þessara tíu þúsunda leggja leið sína á Laugaveg 114, já, sam- kvæmt reglunni — sama daginn. Nú er í landinu sérstök stofnun, sem innir af hendi þjónustu, sem á að koma í stað þessara mörgu ferða. Það er pósturinn. Ég stakk upp á því í minni grein, að greiðslur sem þessar væru inntar af hendi gegnum póstinn, enda held ég að mér sé óhætt að segja, að það fyrirkomulag sé haft í flestum vestrænum löndum. Póst urinn er látinn annast útburð á sendingum þessara stofnana. Aðal gallinn við núverandi fyr- irkomulag er það, að fólk á yfir- leitt mjög erfitt með að sjá af tíma til þess að fara á Laugaveg 114, til þess að sækja þá peninga, sem um er að ræða. Þar mun opið á þeim tímum, er flestir heimilis- feður eru í vinnu. Flestar hús- mæður hafa meira en nóg að starfa, ekki hvað sízt þær sem munu þurfa að koma á Laugaveg 114 vegna barnalífeyris og ann- ara styrkja. Sumar eru með smá- tískum tilgangi, heldur aðeins þegar honum finnnst gengið á hlut kirkjunnar. En vitanlega er slíkt pólitík út af fyirr sig. Deil- ur argentínsku stjórnarinnar og kaþólsku kirkjunnar hófust ekki fyrr en stjórnin tók að hafa af- skipti af málefnum kirkjunnar og skerða réttindi hennar. Við það geta leiðtogar hennar ekki unað. börn, sem erfitt er að fara með og erfitt er að fá gætt. Þegar þangað kemur er talsverður hluti hinna 9999 komnir í sömu erind- um. Þá þarf að standa og bíða. Ég held að mér sé óhætt að segja, að þetta sé flestu fólki mjög þreytandi og ógeðfellt. Þetta á við um margar opinber- ar stofnanir. Bíða og standa, standa og bíða. Við skulum nú athuga, hvaða kostir eru við breytt fyrirkomu- lag, frá sjónarmiði stofnunarinn- ar sjálfrar. Kosturinn er fyrst Og fremst sá, að hægt er að vinna að greiðslunum allan mánuðinn. - Ávísanir er hægt að útbúa all- an mánuðinn, þótt þær séu ekki sendar út fyrr en um mánaða-r mótin. Eins og ástandið er nú hlýtur að þurfa stóran hóp af fólki til að annast greiðslur til hinna tíu þúsunda um mánaða- mótin, og líklegt að þörfin fvrir störf þessa fólks sé minni aðra daga mánaðarins. Sé pósturinn látinn annast út- burðinn, fær viðtakandinn ávís- un sína sem bréf. Ég tel að öllu leyti ástæðulaust, að ávísanir af því tagi, sem um er að ræða, yrðu sendar í ábyrgðarpósti, enda mun. það hvergi tíðkast. í flestum til- fellum mun um að ræða 200 til 700 króna upphæðir, að minnsta kosti upphæðir, sem eru innan við 1000 krónur. Hitt er svo annað mál, hvort ekki væri þörf á því, að auka póst þjónustuna, enda hægara að gera slíkt, þegar pósturinn fær aukin verkefni, og meira er af honum krafizt. Sem dæmi um umbætur má nefna, að það er aðkallandi að koma fyrir læstum póstkössum £ hverju húsi, helzt við hverja íbúð, eins og tíðkazt meðal ann- arra þjóða. Sá sem helzt ætti að hafa forgöngu um þetta mál er pósturinn sjálfur, t. d. með því að láta gera almennilega póst- kassa, sem stæðu fólki til boða að kaupa, og jafnvel mætti gera það að skyldu. Það er erfitt fyrir ein- staka húsráðendur að hafa for- gönguna, og eðlilegast að póst- stjórnin gerði það. Þegar ávísunin er komin til viðtakenda, þá er næsta skrefið að fá peningana. Hafi viðtakandi bankareikning getur hann sent ávísunina í bankann í bréfi. Hafi hann ekki bankareikning, þá ligg ur beinast við.að hann fari me'ð ávísunina í banka. Ef þangað er langt, þá getur hann notað ávís- unina sjálfa til greiðslu, því að forstjórinn dregur ekki í efa að hægt muni að nota slíkar ávís- anir til venjulegra greiðslna. Við- takandi greiðir með ávísuninni. og þá oftast til aðila, sem þekkir hann, t. d. kaupmanni, sem hann verzlar við. Ávísun, sem gefin er út af opinberri stofnun, eins og Tryggingarstofnun ríkisins, mundi auðvitað gilda alls staðar sem peningar. Hvað við kemur því, að rétti aðilinn fái borgun- ina, þá er kaupmanni, eða öðr- um, sem tekur við henni, ekki vandara en Tryggingarstofnun- inni að ganga úr skugga um það, að réttur aðili eigi í hlut. Það þarf ekki frekari greiningu á við- takanda peninganna hjá kaup- manni heldur en á afgreiðslu Tryggingarstofnunarinnar. Sama gildir auðvitað ef ávísunin er inn leyst í banka. Að lokum þetta: Mér finnst for- stjórinn gera allt of lítið úr þeirri fyrirhöfn, sem það i dag. kostar fólk að fara á opinberar skrifstof- ur (Tryg'gingarstofnun ríkisins er aðeins ein af mörgum) standa þar og bíða afgreiðslu, og að þetta er fólk, sem á erfitt með að evða tíma sínum þannig, auk óþæg- indanna. Hins vegar finnst mér hann mikla alltof mikið fyrir sér örðugleikana á því að taka upp bætt greiðslufyrirkomulag, eitt- hvað í líkingu við það, sem tíðk- azt hjá nágrannaþjóðunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.