Morgunblaðið - 02.07.1955, Síða 1

Morgunblaðið - 02.07.1955, Síða 1
16 síður Reykjavík tók ekki amalega á móti hinu danska landsliði, er það kom flugleiðis í gærkvöldi. Veðrið gat tæpast verið öllu betra. — Og væri óskandi að þannig yrði veðrið á sunnudaginn, er Danir og fslendingar leiða hesta sína saman á íþróttavellinum. — Ljósm. Mbl. Ól. K. M. Margir erlendir lœknar v/ð nám # Bandaríkjunum Snltið var gimsteinar Löng leit TVEIR afríkanskir svertingjar stálu 707 demöntum í fyrra sum- ar, sem kostuðu 40 milljónir franka. Þjófnaðurinn var fram- inn af blökkumönnum, er nefndust Rasmane og Amidon' - Stálu þeir gimsteinunum í skrifstofu flugfélags eins 8. júní 1954. AÐEINS SALT , Héldu þeir að demantarnir i væru matarsalt, er þeir gætu1 selt fyrir nokkur hundruð franka. Gáfu þeir nokkra þeirra vinkonu sinni, er var matmóðir 40 verkamanna í nálægum bæ. Henni líkaði ekki varningurinn og kastaði því gimsteinunum út á öskuhaug. Þar fann lögreglan þá, og þóttist hún himininn hafa höndum tekið, því að verðir lag- anna höfðu leitað að gersemum þessum í heilt ár. DÝRT SALT Þannig varð það ljóst að síð- ustu, að saltið var meira virði heldur en svertingjarnir og kunningjakona þeirra hugðu. INIerú i Belgrad Delí 1. júlí. — Frá Reuter-NTB. INDVERSKI forsætisráðherrann Nerú, sem er nýkominn í heim- sókn til Júgóslavíu, hefur rætt við Tító í Belgrad. Degi áður hafði Nerú verið gerður að heiðursborgara í Belgrad. Hann sagði, að Tító hefði stjórnað landi sínu á þá leið, að Júgó- slavía gæti auðveldlega rekið sjálfstæða stjórnarstefnu, sem þegar hefði sýnt sig, að bæri góðan árangur. Nerú sagði svo í ræðu sinni, að Indverjar reyndu að fylgja sjálfstæðri stjórnarstefnu og hefðu litið til Júgóslavíu í þeim efnum og lært margt af stefnu Títós. Ásamt öðrum námsmönnum NÆSTUM 40.000 erlendir námsmenn, fræðimenn og læknar dvöldust í Bandaríkjunum við nám í ýmsum greinum, á síðast- liðnum vetri. Voru nemendurnir frá 129 löndum. NEMA VERKFRÆÐI Eftirsóttustu námsefnin, sem meira en 7000 nemendur lögðu stund á, voru verkfræði og húmanistísk fræði. Næst á eftir komu: félags- og hagfræði, nátt- úrufræði, eðlisfræði, læknisfræði viðskiptafræði, uppeldisfræði og búnaðarfræði. Alþjóðamenntastofnun Banda- ríkjanna (International Institute of Education) skýrði frá þessu í nýútkominni skýrslu, sem gefin er út á hverju ári, og fjallar um erlenda námsmenn í Bandaríkj- unum, og önnur mál, er þeim við kemur. Samkvæmt skýrslunni var tala nemenda 34.232, þar við bætast 635 kennarar, við ýmsar menntastofnanir landsins og • 5.036 læknar, er stundað höfðu nám eða lækningar við sjúkra- bús í Bandaríkjunum. FÁIR EVRÓPUMENN Af heildartölu þessara manna komu 29% frá hinum fjarlægari . nusturlöndum, 37% frá Suður- Ameríku, 17% frá Evrópu, 16% • frá nærliggjandi austurlöndum • og 1 % frá eylöndum víðsvegar um heim. Nemendur frá 10 þjóðum voru fjölmennastir, þar af voru fimm flokkar þeirra frá Asíu, þ. e. Kín verjar, Indverjar, Japanir, Filips eyjamenn og Kóreubúar. Stórir hópar komu frá Grikklandi, ísrael, Þýzkalandi, Kúbu, Bret- landi, írak, Jórdaníu, Thailandi, Jamaika og Brasilíu og nam hóp- urinn frá hverju landi um sig meir en 500 nemendum. Við tvær Btofnanir voru innritaðir meira en 1000 erlendir nemendur, en það voru Kólumbíuháskólinn, er tók við 1254 nemendum og há- tkólinn í Kaliforníu með 1238 nemendur. MARGIR PRÓFESSORAR Við Tækniháskólann í Massa- chusetts nam tala erlendra nem- enda 11,6% af heildartölu allra innritaðra nemenda skólans. Við Cornell og Harvard nam tala þeirra 7% og við Kolumbiahá- skólann 5%. Skýrslan sýnir að 635 erlendir prófessorar, kennarar og fyrir- lesarar fá 50 löndum voru starf- andi við ýmsa háskóla í Banda- ríkjunum á s. 1. ári. 5.936 læknar frá 84 þjóöiöndum stunduðu nám eða lækningar við sjúkrahús í Bandaríkjunum. Nýtt flugskeyti framleitt r Alirifaríkt vopn Washington, 1. júlí. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB. I> ANDARÍSKI flugherinn tilkynnti í gær, að honum hefði U tekizt að framleiða vopn, sem myndi marka tímamót í hernaðarsögu Evrópu. Vopnið er flugskeyti, sem hægt er að skjóta yfir Atlantshafið, hvenær sem er. Bandaríkjastjórn tilkynnir, að þetta sé það vopn, sem sé hið hæfasta, er Bandaríkjaher hefur enn framleitt. MJÖG ÞÝÐINGARMIKIÐ «---------------------------- Harold Talbott, flugmálaráð- herra Bandaríkjanna, hefur skýrt svo frá í ársskýrslu Bandaríkja- flughers, að bygging þessa vopns hafi mikla þýðingu fyrir Vestur- Evrópu og Bandaríkin í framtíð- inni. Einnig sagði hann, að hin nýja flugvél, sem Bandaríkin hafa framleitt, Boeing-B 52, geti flogið lengra en aðrar flugvélar, sem bandaríski herinn hafi hing- að til haft yfir að ráða. Hvað borða Grænlendingar? KAUPMANNAHÖFN, 1. júlí — Sett hefir verið á stofn sérstakt matvælaráð fyrir Grænland. Á það að hafa hönd í bagga með því hvað Grænlendingar éta, og þykir ekki vanþörf á því. Grænlendingar hafa á undan- förnum árum orðið að sjá sér far borða án tillits til þess hversu kjarnmikil fæða þar er á boð- stólum. — Reuter. Sovétríkin æskja viðskipta við ísland MIKIL FRAMLEIÐSLA Þessi flugvél mun vera ein full- komnasta, sem framleidd er í veröldinni í dag, og ætlar banda- ríski flugherinn að auka fram- leiðslu á þessari flugvélategund innan skamms. Bandaríkjamaður Nikolai Bulganin hcldur sýningu í Reykjavík. sigraði BONN, 1. júlí: — Sjö Þjóðverjar voru dæmdir í dag af austur- þýzkum dómstóli fyrir að hafa njósnað fyrir Bretland í Þýzka- landi. Einn þeirra var dæmdur í ævilangt fangelsi, og hinir í 3— 15 ára þrælkunarvinnu. LUNDUNUM, 1. júlí: — Banda- ■ ríkjamaðurinn Tony Traben, vann heimsmeistarakeppnina í tennis í Wimbledon í dag með því að sigra Danann Kurt Niel- sen í úrslitunum. ! í fyrri kappleiknum sigraði Traben með 6 gegn 3 og í öðru j með 7 gegn 6, og 6 gegn 1 í þeim síðasta. — NTB. Bjóða margar vörur IDAG verður vörusýning Rússlands og Tékkóslóvakiu opnuð hér í Reykjavik. í gær voru blaðamenn boðnir til sýninganna og gengu þeir um sýningarsvæðið, sem er bæði bæði í Listamanna- skálanum og Miðbæjarbarnaskóla. Við það tækifæri fiutti fram- kvæmdarstjóri rússnesku sýningarinnar, S. P. Totschilin eftirfar- andi ávarp: SOVÉTSAMBANDIÐ stefnir stöðugt að þróun alþjóðlegrar sam- vinnu, þróun viðskiptatengsla við öil lönd á grundvelli gagn- kvæms hagnaðar. Einn vottur þessarar stefnu er þátttaka Sovét- sambandsins i alþjóðlegum vörusýningum. MARGAR SÝNINGAR j Alþjóðlegar sýningar á iðnað- J arvarningi gegna þýðingarmiklu hlutverki í þróun alþjóðavið- skipta. Þær gefa fulltrúum verzl- unar og viðskiptaheimsins kost á að kynnast alhliða hinum marg víslegu útflutningsvörum þeirra ríkja, sem þátt taka í sýningunni og gefa einnig skýra mynd af þróunarstigi efnahags og menn- ingar þessara landa. Á vörusýn- ingunum eru gerðir verzlunar- samningar, stofnað til nýrra við- skiptasambanda og gömul við- skigtasambönd treyst Með því að viðskiptaráð Sovét sambandsins, sem stuðla á að þróun utanríkisverzlunar Sovét- ríkjanna telur alþjóðlegar vöru- sýningar mjög mikilvægar tek- ur það ríkan þátt í þeim. Eink- um hefur það tekið þátt í al- þjóðlegum vörusýningum í lönd- um eins og Ítalíu, Frakklandi, Frh. á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.