Morgunblaðið - 02.07.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.07.1955, Blaðsíða 2
MORGUN BLAÐIÐ Laugardagur 2. júlí 1955 mm wm Vií Torgeirsstaði í gær. Á efri myndinni vígslugestir við bjálka- 4coíam. Á neðri myndinni eru }>eir Guðmundur Marteinsson for- j -'♦ní«5ur Skógræktarfélags Reykjavíkur t. h. og T. Haarde, formaður ♦Jw-tniandsiaget. Þeir haida á milii sín á spjaldinu, sem skorið er i íwrkt og fest á yíir dyrura skálans, — Ljósm. Mbl., Ól. K. M. SMinenn vígðu bjáfkafcoía : sinn 9 Heiðmðrk í gærdag Nefndur eítir sendiheria þcirra hér 4j íftÓLSKININU i gær blökktu F<- Wið við hlið í niiðri Heið- ♦nörk, váð hinn norska skála þar tiorski og sslenzki fáninn, en til- efoið var að vígsia skálans fór •fonealega fram. Voru þar viðstadd 4r m. a. sendiberra Norðmanna {jer á lamdi og feiuir norsku gestir Nils Ringset óðalíibóndi og J.. Mafchiesen gósseigandi á Eiðs- veiEL Skálanum var valið nafn 4ð 'jthorgeirsstaðir, eftir Thorgeir Ándersson-Rysst sendiherra, sem étts hugmyndina að skálabygg- ðngtraai og hefur stutt fra.mgang tóálsins af ráði og (láð. Hin Mtlausa vígsíuathöfn hófet •OHtteð því að íormaður Nord- ♦riannslaget, T. Haarde símaverk- íræðingur, bauð gesti velkomna. rfíann rakti síðan upphaf máls 4>essa,. undirbúning þess og>fram- fzvænad. kJ J{». ÍSLANDSFOR Árið 1D51 kom Nils Ringset, sem sftá var forrcaður norsku skóg- ■ræktarfélaganna, hingað til ð.anás til að kynna sér skógrækt- arrnál ísiendinga. Þegar hann fór ^fiéðan af landi brott, hafði hann 4yntv orð sendiherrans, tekizt á •éiend r að útvega bjálkakofa, «em reisa skyldi í Heiðmörk. "Þegar heim kom fékk Ringset í Uíý með sér Mathiesen óðals- tiónda á EiSsvelli. En það varð -♦jijög til þess að málinu tókst að íylgja fram til sigurs, að Jörgen Mathíesen gósseigandi, skyldi leggja því lið. — En á jólum 1952 ttarst þáverandi formanni Nord- *nannslaget, Einari Farestveit, fikeyti frá Ringset, um að skála- inálinu væri borgið. — Norðmenn |>eir sem lagt hefðu fram fé til jþess að kaupa skálann, gáfu fé- langinu hann í jólagjöf. En þó ♦rikkur væri gefinn skálinn og Viann fluttur okkur að kostnaðar laCsu upp hingað, fyrir milli- göixgu sendiherrans, sagði T. IlaariSe, þá kostaði að reisa skál- erm alls um 30.000 krónur, en af Jþví hafa íélagar í Nordmanus laget lagt fram í frjálsum fram- lögum 2S.000. Haarde bað hina norsku gesti að færa gefendum heima í Nor- egi þakkir félagsins. Þá færði hann í nafni stjórnarinnar öllum þeim félögum og einstaklingum þakkir félagsins,- sem stuðlað hefðu að byggingu kofans og gef- ið ti! skálans ýmiskonar húsbún- að. VÍGSLULJÓH Bað hann síðan viðstadda að tsyngja vígsluljóð Torgeirsstaða, isem Ivar Orgland sendikennari ;hafði gert í tilefni vígslunnar. Þar song hver með sinu nefi og tókst vígslusöngurinn vel. — Fyrsta er- indið er svohljóðandi: Pa Torgeirsstaðir — Torgeirsstad to folk skat'saman gjesta og hand om venskapsbandi ta, sá dei fár aldri bresta! I brorskapsánd vi samla er; og norsk og kíandsk lyder her, nár i várt arbeid gagn vi gjer og gildt i lag fa festa! Er gestir höfðú lyft glösum, skýrði T. Haarde formaður, frá því, að Nordmannslaget hafi af- hent Einari G. Sæmundsen fram- kvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjaivíkur, íykil að húsinu. Það ætti ekki aðeins að vera fyrir jNorðmenn, heldur og til þess að : auðvelda starfsmönnum Skóg- ræktarinnar störfin í mörkinni í misjöfnum veðrum, að geta þá ieitað skjóls þar. Að lokuin bar Haarde fram þá ósk að skálinn megi ætíð verða óræfeur vottur um norska menn- ing. Þessu næst kvaddi sér hljóðs Guðmundur Marteinsson form. Skógræktarf élags Reykj avíkur. Hann sagði að er byrjað var að úthluta félögum græðíreitum í Heiðinörk hefði það verið félag- inu til mikiliar ánægju að Nord- mannslaget skyldi hafa verið í tölu hinna fyrstu til að nema land i Helðmörk. Hann kvað það á- nægjulegt að sjá þennan skemmti Frh. á bls. 12. : Leirböðín í H?era- gerði iefein !il sfaria HVERAGERÐI, 14. júní. — Eins og að undanförnu rekur Hveragerðishreppur nú leirböð, og er þetta 5. árið, sem þau eru starfrækt — Héraðslæknirinn, Magnús Ágústsson, mun í sumar annast eftirlit með sjúklingun- um, sem böðin sækja. Þá mun Hótel Hveragerði geta tekið á móti gestum til lengri eða skemmri dvalar. Það er óþarfi að fjölyrða um hina miklu heilsulind svo margir eru þeir, sem þekkja undramátt leirbaðanna. Margir sjúklingar, sem hingað hafa leitað, hafa ver- ið svo illa farnir er þeir hafa komið, að þurft hefur að bera þá frá og til leirbaðanna. en eftir nokkur skipti hafa þeir getað gengið sjálfir heilbiigðir. — Bað- vörður er Sigurður Árnason. eins og að undanförnu. Framh. af bls. 1 Indlandi, Danmörku, Sýrlandi. Grikklandi, Þýzka alþýðulýð- veldinu, Austurríki, Kína, Indó- nesíu, Tvrklandi og fleiri lönd- um. , Sovétsambandið hefur áhuga j á að stofna til víðtækra viðskipta sambanda við öll lönd heims. Samfara stöðugum vexti iðn- aðar og landbúnaðar í Sovét- rikjunum vex áhugi sovézkra verzlunarfyrirtækja á útflutn- ingi iðnaðar- og landbúnaðar- vara til annarra landa. Sovétrikin flytja út fjölmarg- ar tegundir af iðnaðarvörum, neyzluvörum og hráefnum. Með hverju ári vex útflutningur á sovézkum vélum og margvísleg- um útbúnaði fyrir allar greinar iðnaðar. Um fjölbreytni hinnar sovézku útflutningsframleiðslu geta menn gert sér nokkra hug- mynd á vörusýningunni, sem opn uð verður í Reykjavík 2. júli 1955. Sovétsambandið hefur einnig áhuga á að kaupa ýmsar neyzlu- vörur, hráefni og iðnaðarvarning frá öðrum löndum Verzlun Sovétríkjanna við ís- land á jafnréttis grundvelli er báðum löndum í hag. Fram- kvæmd þessara viðskipta eftir grundvallarreglum um gagn- kvæman hagnað og jöf',uð beggja aðilja mun stuðla að því að styrkja og auka viðskiptatengsl- in milli landanna. MIKIL EFTIRSPLRN I Sovétríkjunum er eftirspurn eftir islenzkum útflutningsvör- m Einungis samkvæmt síðasta viðskiptasamningi íslands og Sovétríkjanna keyptu Sovétrík- in 30.000 tonn af fiskflokum og 165,000 tunnur af sí-ld frá ís- landi. InnfJutningur á íslenzkum vörum til Sovétríkjanna óx árið 1954 um 43,5% miðað við það sem hann vrar árið 1953. Sovézkar vörur finna góðan markað á íslandi, og útflutning- ur þeirra þangað árið 1954 var •neir en' fimm sinnum meiri en árið 1933. Heildarrnagn verzlunarinnar milli Sovétríkjanna og íslands jókst og varð 2,3 sinnum meira L þessu sama tímabili. Sovétsambandið mun frani- vegis leitast við að efla og auka viðskiptatengslin við ísland á grundvelli gagnkvæms hagnaðar, Sovétsambandið mun beita öllum kröftum sínurr. til að efla og stuðla að þróun alþjóðlegra viðskiptatengsla og eðlilegrar al- pjóðaverzlunar, sem skilyrðis- Jaust mun verða til að draga úr penslunni i alþjóðamálum og efla friðinn í heiminum. Viðskiptaráð Sovétsamband6- ins og þau útflutningsfyrirtæki, sem þátt taka í þessari vörusýn- ingu vona að sýning á sovézkum vörum í Reykjavík þjóni því marki að stuðla að aukinni þró- un verzlunarviðskipta milli landa okkar, og að hún megi einnig treystá vináttu Sovétrílfjánna og íslands. Þýzki orgelsmiðurinn Paul Muncl að leggja síðustu hönd á hið nýja orgel í Hafnarfjarðarkirkju. — Ljósm. G. Ásgeirsson, Minnzt40 ára afmælis Hafnarfjarðarkirkju Eitt tnesta orgel 9andsins vígt við það fæðtifæri HAFNARFJARDxLRKIRKJA var vígð 20. des. 1914 af herra Þórhálli Bjarnasyni biskupi. Voru þvi 40 ár liðin frá vígslu- degi hfennar 2ö. des. s.l. En frestað var að minnast þessara tima- móta í sögu kirkjunnar, þar til lokið væri að setja i hana nýtí orgel, sem söfnuðinum verður afhent til eignar við hátíðarguðs- þjónustu n,k. sunnudag (3. júlí). KIRKJUNNI HÆFA BORIZT MARGIR FAGRIR MUNIR i Rognvaldur Glafsson húsa- meistari gerði uppdrátt af Hafn- arfjarðarkirkju, en hann teiknaði margar af fegurstu kirkjum þessa lands. SÓknarmenn lögðu sig almennt mjög fram um að gera kirkju sína sem veglegasta og höfðu útgerðarmennirnir Ágúst Flygenrtng og Einar Þor- gilsson forgóngu í því. Ýmsir af niunum Hafnarfjarðarkirkju eru j úr Garðakirkiu, en hún var lögð niður, þegar Hafnarfjarðarkirkja var fullgerð, en margt hefur kirkjunni verið gefið síðan af fögrum búnaði og munum, bæði frá einstokum mönnum, en þó sérstaklega frá kvenfélagi kirkj- unnar, sem var stofnað árið 1930. Hefur það unmð ómetanlegt starf jkirkjunni til fegurðarauka og jprýði, þau 25 ár, sem það hefur jstarfað. M. a. gaf kvenfélagið kirkjunni forkunnar fagra altar- isgrípi á 20 ára afmæli hennar og nú hefur það gefið gólfábreið- ur á allt gólf kirkjunnar og á söngloft og dregla á stiga og minnzt á þann hátt fertugsaf- mælis hennar. Seinasta gjöf kven félagsins til kirkjunnar voru 50 fermingarkyrtlar, sem voru teknir í notkun á þessu vori. í stjórn kvenfélagsins eru frú Mar- grét Gísladóttir, form., frú Guð- finna Sigurðardóttir, ritari, og frú Ingileif Sigurðardóttir, gjald- kerh BRETT5NGAR Á KIRKJUNNI Á s.L ári fóru fram miklar breytingar og umbætur á kirkj- unni. Söngloft var stækkað og styrktarstoðir settar í orgelstæði, kirkjan var máluð að innan hátt og lágt og kórloft og veggfletir skrautmálað. Eiríkur Einarsson arkitekt hafði yfiiximsjón með öllum breytingum, en verkið unnu Trésiniðja Revdals, Vél- smiðja Hafnarfjarðar, Júlíus Þorkelsson málaram. og synir hans, rafvirkjarnir Þorvaldur Sigurðsson og Jón J. Guðmunds- son, en hjónin Gréta og Jón Björnsson skrautmáluðu og leið- beindu um litaval. Þá hefur Jón Gíslason útgerðarmaður gefið kirkjunni forkunnar fagran ljósa hjálm til viðbótar tveimur er fyrír voru. Eftir allar þessar um- bætur eru menn á einu máli um það, að Hafnarfjarðarkirkja sé ein fegursta kirkja landsins. ORGELSÖFNUNIN ! GEKK VEL Hafnarfjarðarkirkja eignaðisft þegar í upphafi pípuorgel og var slíkt hljóðfæri þá aðeins til i Dómkirkjunni í Reykjavík. En fyrir þremur árum var kosin 6 manna nefnd er tók að sér aS vinna að því að afla fjár til kaupa á nýju hljóðfæri til kirkj-i unnar. Adolf Björnsson banka- fulltrúi varð formaður nefndar- innar, en aðrir nefndarmenn, Stefán Jónsson, forstjóri, Bene- dikt Tómasson skólastjóri, sr. Garðar Þorsteinsson, Guðmundur Gissurarson, forseti bæjarstjórn- ar, og Páll Kr. Pálsson organisti, Leitaði nefndin til safnaðar- manna og annarra velunnara kirkjunnar og urðu undirtektir svo almennar og höfðinglegar, að nú er svo komið, að komið er i kirkjuna vandaðasta kirkjuorgel, sem til er hér á landi, og hafa þegar safnazt 4/5 hlutar af and- virði þess. Hefur formaður nefnd arinnar sýnt frábæran dugnað og fyrirhyggjusemi í forystustörf- um. Þá hefur bæjarstjórn Hafn- arfjarðar heitið að greiða frani- vegis úr bæjarsjóði 50% af lýs- ingar- og upphitunarkostnaði kirkjunnar, svo að auðið sé að hafa ætíð jafnan hita í kirkjunnl vegna hins verðmæta hljóðfæris. í sóknarnefnd eru Gestur Gamalíelsson kirkjugarðsvörður formaður, Jón Gestur Vigfússon, sparis.ióðsgjaldkeri, ritari, Magn- ús Guðjónsson útg.m., gjaldkeri, Ólafur Tr. Einarsson útgerðar- friaður og Jóel Fr. Ingvarsson, skósmíðameistari og er hann jafn framt meðhjálpari og umsjónar- maður kirkjunnar. Ólafur H. Jónsson kaupm. er safnaðarfull- trúi. Fvrsti prestur Hafnarfjarð- arkirkju var sr. Árni prófastur Björnsson og eftirmaður hans er sr. Garðar Þorsteinsson. — Fyrsti organleikari kirkjunnar var Frið- rik Bjarnason tónskáld. en eftir- maður hans Páll Kr. Pálsson. N.k. sunnudag verður hið nýja orgel vígt við hátíðareuðsþjón- ustu í kirkjunni, en á eftir býður sóknarnefnd öllum kirkiugestum til kaffidrykkju í Alþýðuhúsinu. NÝJ 4 ORGELIO ' I Hið nýja orgel Hafnarfjarðar- kirkju er með 30 raddir, sem skiptast þannig: Fótspil: 7. Aðal- verk: 9. Skápverk 8 og krónverk 6, (alls 30) raddir. Fvli á n 19 !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.