Morgunblaðið - 02.07.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.07.1955, Blaðsíða 9
Laugardagur 2. júlí 1955 MORGVNBLAÐIB I i i MOLOTOV: Maður leyndarmálanna Eftir Edward Crankshaw Fjölbreyít og fróð- leg útvarpsdagskrá Ur skýrslu Vilhj. Þ. Gíslasonar úfvarpssfjóra -j EKKERT hafði heyrzt til rússneska utanríkisráð- herrans Molotovs í langan tíma, þar til hann fór í heim- sókn til Bandaríkjanna og tók þátt í hátíðahöldunum í tilefni af afmæli Sameinuðu þjóðanna. i Fyrirsagnir blaðanna höfðu flestar fjallað um Krúsjeff og Búlganin. Nokkra athygli vakti, að Molotov var ekki tekinn með í hina merkilegu sendiför, sem Sovétliðsoddarnir gerðu til Belg- rad í fyrra mánuði. Molotov var látinn dúsa heima eins og óþægur krakki, og eins var í fyrra, er þeir Krúsjeff og vinir hans héldu til Peking. ★ Þessar tvær ráðstafanir voru þó hinar mikilvægustu og merk- ir áfangar í utanríkisstefnu Rússa. Krúsjeff gerði samning við Kína á fundinum í Peking. Efni hans hefur ekki verið gert heyrum kunnugt, en ljóst er, að Rússar viðurkenndu kínverska kommúnista flokkinn sem sjálf- stæðan og valdamikinn aðila, er stæði jafnfætis rússneska komm- únistaflokknum, og Kína, sem sjálfstætt ríki, jafnt sem Sovét- rikin. Þessi ákvörðun var hin merk asta, því fram að þeim tíma hafði Moskva krafizt þess að vera Mekka allra kommún- istalandanna og að þaðan kæmi andleg og stjórnmála- leg leiðsögn, er síðan væri út deiit til leppríkjanna. — Á fundinum í Peking afsöiuðu kommúnistaleiðtogarnir sér raunverulega þessu forystu- hlutverki sinu. Á fundinum í Belgrad baðst Kremlstjórnin afsökunar á fyrri mistökum sínum í samskiptum sínum við Júgóslafíu, viður- kenndu Tító sem stjórnanda sjálf stæðrar Júgóslafíu og júgóslaf- neska kommúnistaflokkinn sem ffrjálsan og óháðan flokk. Samþykktir beggja þessara ráð stafana gengu í algert berhögg við þá stefnu sem Molotov hefir barizt fyrir og unnið að hin síð- ari ár. Því átti hann engan þátt í ráðstefnum þessum og var varla annars að vænta. Nú er hann þó loksins kominn til San Fransisco og enn er hann utanríkisráðherra Rússlands. En tónninn í ræðum Rússa í San Fransisco hefir verið gjörólíkur fyrri stjórnarstefnu Molotovs og svo mun víst líka verða um stefnu Rússa á Genfarfundinum, sem brátt fer nú í hönd. ★ HVER er þá þáttur Molotovs í hinni nýju stefnu, sem stundum hefir verið nefnd friðarstefnan? Ekkert öruggt svar er til við þeirri spurningu. Enn hefir hann ekki lýst yfir samþykki sínu eða stuðningi við hina nýju utanrík- stefnu Rússa. í síðasta skiptið, sem Molotov hélt opinbera ræðu, en það var skömmu eftir að Mal- enkov var velt frá völdum, gætti einstakrar óbilgirni og ósáttfýsi S orðum hans. Titó svaraði fullum hálsi um Biæl og Molotov varð að láta sér það lynda að svargrein Títós væri birt staf fyrir staf í Pravda, en nokkrir dagar liðu áður en mótmæli Molotovs kæmu þar á prent. Pravda er málgagn kommún- istaflokksins og Krúsjeff og rit- stjóri þess er Shepilov, sem er einn af tryggustu fylgismönnum Krjúsjeffs. Fór hann með honum og Búlganin til Belgrad. Vafa- laust er það orsökin til þess orð- róms, sem- undanfarið hefir verið á sveimi um að Sjepilov eigi að taka við utanríkisráðherraem- bættinu af Molotov innan tíðar. .. ★ Á DOGUM Stalins var það hann sjálfur, sem ákvað það einn manna hvaða utanríkisstefna skyldi rekin og síðan var það hlutverk Molotovs að finna leiðir og tæki til þess að framkvæma hana. í dag horfa málin allt öðru- vísi. Ljóst er þó, að síðan Malen- kov var velt frá völdum hefir það verið Krúsjeff, sem mestu hefir ráðið um utanríkismálin. Og ef dæma má eftir sifelldri þögn og fjarvistum hans þá hefir hann ekki enn fallizt á hina nýju utanríkisstefnu Krúsjeffs. Enn vitum við ekki hvort Molotov er látinn skipa utanríkisráðherra- embættið eingöngu vegna af- bragðs stjórnarhæfileika sinna og staðgóðrar utanríkismálaþekk- ingar, eða hvort hann framkvæm ir störf sin af sannfæringu og fullri einurð. Við vitum aðeins, að utan- ríkisstefna Sovétríkjanna er ekki lengur mótuð af einum manni eins og áður var. Áreiðanlegustu fregnir herma, að störf og áhrif utanríkismála- nefndar æðsta ráðsins hafi auk- Zukov marskálkur izt mjög frá því sem áður var. Formaður nefndarinnar er Suslov, einn af helztu stjórnmála fræðingum kommúnistaflokksins og helzti ráðunautur Krúsjffs í alþjóðamálum. , Víst er einnig, að áhrif Zukovs marskálks, sem nú gegnir em- bætti hermálaráðherrans og er gamall hermaður, eru víðtæk, en hann er maður hlynntur Vestur- veldunum og fróðastur um þau af öllum þeim, sem í miðstjórn kommúnistaflokksins sitja. Þýð- ing þess er að utanríkisstefna Sovétríkjanna er nú breytilegri en hún hefir nokkru sinni verið síðustu áratugina. Höfuðmarkmið hennar nú er að tryggja hag og veldi Sovétríkjanna, fremur en vinna að alþjóða byltingu sem áður fyrr. ★ ÁÐUR fyrr mátti treysta því, að Molotov talaði í nafni Stalins, sem hafði völdin í fiendi sér. Nú hafa veður skipazt öðru vísi í lofti. Lengur er ekki hægt að segja það sama. Því bíður hinn vestræni heimur með eftirvænt- íngu eftir því, sem Molotov mun láta frá sér fara um heimsmálin á næstunni, á Genfarfundinum og víðar. (Einkaréttur Mbl.) Lækkað ýsuverð orsakar róðrar- stöðvun í Húsavík HÚSAVÍK, 30. júní. — Smábáta- útgerð hefur undanfarin ár ávallt verið að aukast í Húsavík, en sá útvegur byggir afkomu sína að- allega á ýsuveiðum, sem venju- lega veiðist hér mikið yfir sum- arið. Nú hefur verð á þessari fiskitegund fallið mjög á erlend- um markaði, svo Fiskiðjuverið hér sér sér ekki fært að greiða það verð, sem sjómenn telja sig þurfa að fá. j Hefur því fundur í Samvinnu- | félagi útgerðar- og sjómanna í Húsavík, samþykkt að öllum bát- um verði nú lagt og ekki hreyfð- ir til róðra nema verðið á ýsu verði óbreytt frá því sem það var s.l. ár. Ennfremur samþykkti fundurinn eftirgreinda tillögu, sem send hefur verið til atvinnu- málaráðuney tisins: Fundur haldinn í Samvinnu- félagi útgerðarmanna og sjó- manna í Húsavík, 29. júní, 1955, samþykkir eftirfarandi, vegna þess ástands sem skapazt hefur með lækkuðu markaðsverði í Ameríku á frystum ýsuflökum, og ef fiskkaupendur sjá sér ekki fært að greiða útgerðarmönnum og sjómönnum meira en kr. 0,80 pr. kg. af slægðri ýsu með haus í stað 1.32 kr. áður. Skorar fund- urinn á ríkisstjórn íslands að tryggja útgerðarmönnum og sjó- mönnum lágmarksverð fyrir ýsu, sem ekki sé lægra en kr. 1.32 pr. kg. auk % innflutningsréttinda. Vill fundurinn benda á i þessu sambandi að fyllilega má gera ráð fyrir, miðað við reynslu und- anfarinna ára, að minnsta kosti helmingur þess sem hér fiskast síðari helming ársins, verði ýsa og lækkar þá heildarverð aflans til útgerðarmanna og sjómanna um rúmlega Vs hluta. í trausti þess að ríkisstjórnin sjái hversu alvarlegar afleiðingar þetta hefur fyrir smábátaútgerðina hér og annars staðar á landinu, treystir fundurinn því, að ríkisstjórnin verði við þessari áskorun eða geri aðrar ráðstafanir, sem jafn- gildi til úrbóta svo að ekki þurfi að koma til stöðvunar smábáta- flotans, sem annars er fyrirsjáan- leg. — Fréttaritari. BERLÍN, 30. júní — Innanríkis- ráðherra Austur-Þýzkalands, Willy Stoph, hefir beðist lausn- ar frá störfum. Hann verður áfram vara forsætisráðherra. Við störfum innanríkisráðherr ans tók Karl Maron, sem verið hefir til þessa yfirmaður fólks- lögreglunnar. Flogið yfir Kötlusvæðið NÆSTKOMANDI sunnudag, ef veður leyfir, efnir Ferðaskrif- stofa ríkisins til einstæðrar ferð- ar um svæði, sem aðeins fáir landsmanna yfirleitt sjá. Flogið verður austur yfir Mýrdalsjökul og Kötlu, og vegsummerki hlaups ins úr Kötlu verða skoðuð. Það- an verður síðan flogið yfir Græna lón að Öræfajökli, síðan norður Vatnajökul yfir Esjufjöll og norður að Öskju. Þar verður snú- ið við og flogið suður yfir Gríms- vötn, Lakagígi og Heklu. Leiðsögumaður í ferð þessari verður dr. Sigurður Þórarinsson og mun hann útskýra það mark- verðasta á leiðinni. U' TVARPSSTJÓRI hefir nýlega gert grein fyrir starfsemi út- varpsins og eru tekin hér upp helztu atriðin um skiptingu dag- skrárefnis og athuganir útvarps- stjóra um það. í útvarpinu er nú rekin um- ;fangsmesta tónlistar- og leik-, listarstarfsemi landsins, auk fyrir lestra og frétta og skemmtiþátta. 14 hljómsveitir léku (1954) í 136 skipti; 32 kórar sungu 50 sinnum, 80 einsöngvarar sungu 90 sinn- um, 450 fyrirlesarar fluttu 880 erindi, 90 leikrit voru flutt, 19 útvarpssögur, 2 fornrit, 74 mess- Vilhjálmur Þ. Gíslason, útvarpsstj. ur og margar kynningar á skáld- um og tónskáldum, 92 erindi um atvinnu- og efnahagsmál og rúm- lega 100 um náttúrufræði og landafræði. „Þó að útvarpið starfi að vísu meira fyrir opnum tjöldum og í alþjóðar áheyrn en flestar, ef ekki allar, aðrar stofnanir hér, já fer oft svo, að menn sjá og heyra fremur einstök sundurlaus atriði en heildina, og þó að ein- stök atriði dagskrárframkvæmd- anna séu að sjálfsögðu grundvöll- urinn, þá er oft ekki hægt að gera sér fulla grein fyrir dagskránni nema með því að heyra nokkra samfellu hennar, því að eitt dag- skráratriði bindur annað og eitt fyllir annað upp. ÁNÆGÐUSTU HLUSTEND- URNIR ERU ÞEIR, SEM HLUSTA MEST í haust gerði formaður útvarps ráðs, dr. Magnús Jónsson, ítar- lega grein fyrir vetrardagskránni og sú áætlun hefir í meginatrið- um verið framkvæmd. Útvarpið getur verið ánægt með það, hvern ig hlustendur hafa tekið þeirri dagskrá, undirtektirnar hafa ver- ið ágætar í heild sinni. Auðvitað eru alltaf einhverjir óánægðir með eitthvað, stundum með réttu, stundum af misskilningi og oft af því, að þeir hlusta lítið og samhengislaust. Beztu hlustend- urnir eru þeir, sem hlusta mest, og frá þeim eru að jafnaði fæst- ar kvartanir, en oftast sanngjarn- astar og þær, sem helzt er á að græða til leiðbeininga og úrbóta. Oftast eru þær umræður, sem fram fara um útvarpið, jafnvel þótt þær séu til gagnrýni, öllu fremur vottur um það líf, sem er í kring um útvarpið, og vottur um það, að menn vænta sér mik- ils af því, heldur en hitt, að menn hafi alvarlega horn í síðu þess. Athugasemdum og leiðbeiningum hlustenda er tekið hér með þökk- um, en um dagskrárgerðina sjálfa munu þeir þó að jafnaði fara næst, sem margra ára reynslu hafa í þeim efnum. Það er þó sitt hvað, um að tala eða í að komast. Það er ekki einlægt eins, að taka uppskrift upp úr kvennafræðara og kokkabók, og hitt, að koma ull í fat og mjólk í mat, og á það eins við um útvarpsefni — frá því það er hugmynd eða ósk og þangað til það er orðið að framkvæmd og getur hljómað í 46 þúsund viðtækjum víðsvegar um landið. Útvarpað er rúmlega 9 klst. á hverjum degi. Viðtæki eru á rúm lega 38 þúsund heimilum, sums- staðar tvö eða fleiri. Flytjendur útvarpsefnis á ár- inu 1954 voru 807 og auk þess söngvarar í kórum og hljóðfæra- leikarar í hljómsveitum, alls um eða yfir 1800 manns. _________ HVAÐA EFNI FLUTTI ÚTVARPIÐ? Það flutti 880 erindi nær 45Ú fyrirlesara, 662 upplestra 250 flytjenda og 48 samtöl auk frétta- aukanna. Það flutti 15 heilar út- varps- og framhaldssögur, auk fjögurra framhaldssagna fyrir börn, tveggja fornrita og Passíu- sálmanna. Það flutti 48 leikrit um helg- ar, en alls 90 leikrit og leikþætti, sem 111 leikarar komu fram í. Það flutti 74 messur fjörutíu og tveggja presta og morgunandakt- ir. Það flutti barnatíma í hverri viku, búnáðar- og garðyrkju- þætti 34 sinnum, 30 húsmæðra- og heimilisþætti, 46 sinnum var talað um daginn og veginn af 38 fyrirlesurum, 31 sinni var flutt erindi frá útlöndum, auk þess 18 sinnum frá Sameinuðu þjóðun- um, 37 íþróttaþættir, 43 skák- og bridgeþættir, 12 ferðaþættir, 12 þættir frá hæstarétti o. fl. o. fl. af töluðu orði, og síðast en ekki sízt „Já og nei“ þátturinn. Þá kemur hinn meginþáttur út- varpsins: TÓNLISTIN Ýmiskonar hljómsveitartón- leikar og blönduð lög með söng voru flutt í 136 skipti af 14 hljóm- sveitum, annar samleikur, tvíleik ur o. fl. í 36 skipti og einleikur i 53 skipti, fluttur af 34 einleikur- um. 32 kórar sungu 50 sinnum, tvísöngur og kvartettar voru 42 sinnum og 80 einsöngvarar sungu 96 sinnum. Ótalin er þá öll sú hljómlist, sem leikin var af plöt- um. Af einstökum tónlistarþátt- um voru oftast fluttir óskalaga- þættir, tónskáldakynningar, óperukynmngar, auk kórsöngva og útvarpshljómsveita. Af þessu hygg ég nokkuð megi heyra fjölbreyttni útvarpsins og þær tilraunir, sem hér eru í ein- lægni gerðar til þess að fá marg- víslegt og gott efni og eitthvað' fyrir allra smekk og þarfir, svo að menn geti valið og hafnað, en kjarna kvölddagskrárinnar er reynt að hafa við sameiginlegt hæfi sem flestra heimila. Að síðustu er þá ónefnd ein- meginuppistaða dagskrárinnar, en það eru fréttirnar, fluttar fimm sinnum á dag, og reyndar oftar, þegar veðurfregnir, tilkynn ingar og þingfréttir eru taldar með, enda eru þær þá umfangs- mestu liðir dagskrárinnar. Sérstakar kynningar hafa ver- ið fluttar á íslenzkri tónlist og ís- lenzkum bókmenntum, þannig voru kynnt á árinu verk rúmlega 30 tónskálda. Flutt voru 38 erindi um bókmenntir og 45 um íslenzka tungu, lesnar 8 skáldsögur fs- lenzkra skálda og flutt 35 leikrit og þættir íslenzkra höfunda. Þó að fagrar bókmenntir séu að sjálfsögðu mikill þáttur dag- skrárinnar, er reynt að hafa efn- ið af sem flestum sviðum menn- ingar- og athafnalífs. Þannig voru flutt 92 erindi um ýmis atvinnu- og efnahagsmál og 70 um náttúru Ífræði og auk þess 32 um landa- fræði og önnur lönd. Um sögu Frh. á bls. 12. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.