Morgunblaðið - 03.07.1955, Side 1

Morgunblaðið - 03.07.1955, Side 1
16 síður U. irgangar 147. tbl. — Sunnudagur 3. júlí 1955 PrentsmlSja lforgunblaðsins Uppdráltur, er sýnir Aðalstræfi framtíðarinnar Hér að ofan er mynd af tillöguuppdrætti skipulagsnefndar Keykjavíkurbæjar af ASalstræti, eins og það á að vera í framtíðinni. í forystugrein blaðsins í dag er rætt um breikkun Aðalstrætis og skipulag miðbæjarins.. íslendingum nauðsyn að treysfa viðskiptasambönd sín í austurvegi Úr ræðu Sngólfs Jónssonar við opnun rússnesk- tékknesku vörusýningarinnar í gær IGÆR kl. 2 e. h. var tékkneska og rússneska vörusýningin opn- uð við hátíðlega athöfn, er fram fór í Þjóðleikhúskjallaranum. Að sýningunni standa Verzlunarráð Tékkóslóvakíu og Rússlands. Er það í fyrsta sinn, sem þjóðir þessar efna til vörusýninga hér á landi. Sýningarnar eru til húsa í Miðbæjarbamaskólamim, Lista- mannaskálanum og í garðinum við Lækjargötu. Avörp og ræður Við opnunarathöfnina í gær flutti Eggert Kristjánsson stór- kaupmaður ræðu, en hann er for- maður heiðursnefndar sýningar- innar. Þá flutti Gunnar Thor- oddsen borgarstjóri ræðu og Ingólfur Jónsson verzlunarmála- ráðherra, en hann er verndari sýningarinnar. Þá talaði og sendifulltrúi Tékka, J. Zantovsky og sendi- herra Ráðstjórnarríkjanna, Pavel Ermosnin. Forseti íslands var viðstaddur opnunarathöfnina. Vörusýningarnar verða opnar almenningi í allan dag. RÆÐA VERZLUNAR- MÁLARÁÐHERRA Hér fer á eftir ræða sú sem Ingólfur Jónsson, verzlunarráð- herra flutti við opnun sýningar- innar. HERRA forseti íslands og frú! Góðir áheyrendur! yerzlunarráð Sovétríkjanna í Moskvu og verzlunarráð Tékkó- slóvakíu í Prag hafa sett upp hér I Reykjavík stórar og fjölbreyttar vörusýningar, sem verða opnað- ar í dag til sýnis fyrir almenning. Er það í fyrsta sinn, sem þessar þjóðir hafa vörusýningar hér á landi. Það er vissulega ánægju- legt, að viðskipti milli íslands og þessara þjóða eru á því stigi, að að talið hefur verið eðlilegt að leggja í þann kostnað og þá miklu fyrirhöfn, sem því fylgir að setja hér upp þessa stóru og glæsilegu sýningu. Við íslendingar vonum, að þetta sé vottur um ákveðinn fisetning og vilja þessara ágætu viðskiptaþjóða okkar að halda éfram viðskiptum við fsland, ekki aðeins á sama grundvelli og ver- ið hefur um skeið, heldur í aukn um mæli. Teljum við íslendingar það vera mikils virði, að svo megi verða. Það er enginn vafi á því, að þessar fjölbreyttu sýn- ingar geta treyst viðskiptasam- böndin milli landanna og stuðlað I að aukinni kynningu og stór- auknum viðskiptum. AUKIN RÚSSLANDS- VIÐSKIPTI Vörusýningar erlendis hafa um langt skeið verið taldar nauðsyn- leg tæki til þess að kynna al- menningi vörurnar og auðvelda kaupsýslumönnum viðskipti sín á milli. Hérlendis má segja, að þetta sé nýlunda; þótt innlendar iðnsýningar hafi verið hér síð- ari árin. Erlendir aðilar hafa fáir lagt leið sína hingað í því skyni, enda munu flestir þeirra hafa gert sér grein fyrir því, að. hér er þröngur markaður íyrir 1 erlendar iðnaðarvörur, þar sem þjóðin er mjög fámenn. Rétt er þó að geta þess, að síðastliðið ár var hér myndarleg finnsk iðn- sýning, sem vakti mikla athygli. Stuttu eftir stríðslokin voru tekin upp viðskipti milli fslands og Sovétríkjanna. Viðskiptin urðu strax allmikil, en féllu alveg niður á tímabili. Gerðu fslend- ingar ítrekaðar tilraunir til þess að ná viðskiptasamkomulagi aft- ur við Sovétríkin, en tókst ekki fyrr en á árinu 1953, undir for- ustu þáverandi utanríkisráðherra Bjarna Benediktssonar. f júní- mánuði sama ár náðist samkomu- lag um viðskipti milli landanna með samningi, sem undirritaður var 1. ágúst. Hafa viðskiptin síð- an stöðugt farið vaxandi, eins og síðar mun að vikið. Ingólfur Jónsson Viðskiptin við Tékkóslóvakíu hófust skömmu eftir stríðslokin og hafa staðið óslitið síðan og farið stöðugt vaxandi. Hafa við- skiptin milli íslands og Tékkó- slóvakíu farið mjög vel fram, ekki síður en milli íslands og Sovétríkjanna. Er það skoðun mín, að báðar þjóðirnar hafi haft gagn af viðskiptunum, sem nú hafa farið fram milli þjóðanna á nærri 10 ára tímabili. FLEIRI OG BETRI MARKAÐIR Samkvæmt viðskiptasamning- unum milli fslands og Sovétríkj- anna og íslands og Tékkóslóvakíu er gengið út frá vöruskiptum (clearing). Þó hafa Sovétríkin gfeitt nokkuð að undanförnu í frjálsum gjaldeyri og hefur það gert viðskiptin mun hagstæðari og verið mikils virði fyrir íslend- inga. Það er auðsynlegt fyrir ís- lendinga að vinna góða markaði fyrir framleiðsluvörur þjóðarinn- ar. En hins vegar er það miklum erfiðleikum bundið að gera við- skiptasamningana eingöngu á vöruskiptagrundvelli* Þjóðinni er nauðsynlegt að fá frjálsan gjaldeyri til ráðstöfunar hverju sinni, til þess að unnt sé að standa í skilum með greiðslur og aðrar . Framh. á bls. 2 Viðskiptalög, sem stuðla að bættu efnahagsástandi í heiminum Mikilvægur áfangi, segir Eisenhower WASHINGTON, 2. julí. ÍjUSENHOWER, forseti Bandaríkjanna, staðfesti í dag lög um J viðskiptasamninga. Sagði hann, að þessi lög gætu í ríkum mæli stuðlað að bættu ástandi í efnahagsmálum. — Aðalleiðtog- ar demókrata og repúblikana á þingi Bandaríkjanna voru við- staddir athöfn þá, er fram fór í hvíta húsinu, er lögin voru undirrituð. Eisenhower kvaðst vera mjög ánægður yfir, að lögin hefðu hlotið stuðning þingmanna beggja stjórnmálaflokkanna. STYRKJA VARNIR VINAÞJÓÐA Við þetta tækifæri sagði forset inn m. a.: Lög þessi eru mikilvæg ur áfangi í þróun utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Lögin munu stuðla að vaxandi öryggi á sviði efnahagsmála í heiminum. Þess vegna munu þau einnig styrkja varnir vinaþjóða okkar erlendis. Ég er sérstaklega ánægður með, að þessi lög voru studd af yfir- gnæfandi meirihluta þingmanna beggja stjórnmálaflokkanna, sagði forsetini* að lokum. Gagnkvæmur hern- aðarsamningur Þjóðverja og í stuttu máli LUNDÚNUM, 2. júlí: — Woolton lávarður hefir sagt af sér sem formaður miðstjórnar íhalds- flokksins í Bretlandi. í bréfi, sem hann ritaði Eden forsætisráð- herra, segir hann, að hann vilji fela embættið öðrum yngri mönn um. Woolton átti einna mestan þátt f kosningasigrum íhaldsflokksins árin 1950 og 1955. — Hann er 71 árs gamall. Jafnframt hefir hann gegnt störfum sem landstjóri Lancaster-héraðsins og ráð- herra án stjórnardeildar. í styrjöldinni gegndi hann störf um matvælaráðherra og vann sér álit og vinsældir fyrir skipulagn ingu sína á matvælaskömmtun- inni brezku. BONN, 30. júní — í dag var und- irritaður hér í borg gagnkvæmur hemaðarsamningur milli Vestur- Þjóðverja og Bandaríkjanna. — Bandaríkin skuldbinda sig til þess að leggja Vestur-Þjóðverj- um til vopn og vistir fyrir einn milljarð dollara gegn greiðslu, en Vestur-Þjóðverjar heita því að nota ekki þessi vopn nema til varnar og í samræmi við skuld- bindingar Norður-Atlantshafs- bandalagsins. Flugfélag ísiands með Lufthansa- umboð FLUGFÉLAG ÍSLANDS hefur nýlega verið veitt aðalumboð á íslandi fyrir þýzka flugfélagið Lufthansa. Mun F. í. framvegis annast sölu hérlendis á farmið- um með flugvélum Lufthansa, en félagið hefur nýlega hafið flugferðir á ný, eftir að þær höfðu legið niðri frá því í stríðslok. Lufthansa flýgur nú milli nokk- urra helztu borga Þýzkalands auk þess, sem félagið heldur uppi flugferðum til Lundúna, Parísar, Madrid og New York. — Þá mun Lufthansa annast alla afgreiðslu fyrir flugvélar Flugfélags íslands í Þýzkalandi og hefir einnig aðal- söluumboð fyrir F. í. þar í landi. Flugfélag íslands væntir góðs af samstarfi við hið nýendur- reista þýzka flugfélag, sem var eitt af stærstu í heiminum fyrir stríð. Er Lufthansa áttunda erlenda flugfélagið sem F. í. fær aðalumboð fyrir hér á landi, en hin félögin eru: British European Airways, finnska flugfélagið Aero, hollenzka flugfélagið KLM, belgíska félagið Sabena, SAS, Swissair og Trans World Air- lines. WASHINGTON, 2. júlí. — Eis- enhower forseti lét svo um mælt á blaðamannafundi, að það væri von sín að á Genfarfundinn kæmu frá Sovétríkjunum menn, sem hefðu vald til þess að taka ákvarðanir. Blaðamaður vitnaði til blaða- greinar, þar sem dregið er í efa, að Bulganin sé sá, sem valdið hefur í Sovétríkjunum og spurði forsetann um álit hans á þessu. Forsetinn var á sama máli um það, að hér væri úr vöndu að ráða. Enginn veit, hver er áhrifa- mestur í Sovétveldinu, sagði hann. Efasemdirnar, sem fram koma í blaðagreininni, eru senni- lega réttlætanlegar, bætti hann við. Guðmundur Kamban Hér birtist mynd sú af Guðmundi Kamban rithöfundi, sem Einar heitinn Jónsson myndhöggvari gerði og gaf Þjóðleikhúsinu á s. I. sumri nokkru fyrir andlát sitt. Var myndinni þegar komið fyr- ir í krystalssal leikhússins. — Þessarar gjafar var getið í dag- blöðum bæjarins á sínum tíma.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.