Morgunblaðið - 03.07.1955, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.07.1955, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 3. júlí 1955 300-400 manna kirkjukór verður Húsnæðisvandamál Kennara- ó Skúikollskótíðinni næsta ór Frá aðalfundi Kirkjukórasambands Íslands fA x\ sambands Islands var hald- Snn 25. júní s.l. á heimili for- inanns, Sigurðar Birkis, söng- ínálastjóra. Formaður setti fundinn, eftir Bð fundarmenn höfðu sungið Sálm. Ávarpaði hann fundinn og minntist á gildi hins íslenzka kirkjusöngs, og bauð fundar- inenn velkomna. — Fundarstjóri var kosinn séra Jakob Einarsson, prófastur, Hofi, og ritarar þeir 6éra Jón Þorvarðsson prestur í Reykjavík og séra Þorsteinn Gíslason, prófastur í Steinnesi. Á fundinum voru mættir eftir- taldir fulltrúar: Finnur Árnason, Akranesi, fyrir Kirkjukórasamband Borgar- fjarðar-prófastsdæmis. Jón ísleifsson, organisti, Rvík, fyrir Kirkjukórasamband Mýra-prófastsdæmis. Br. Pétur T. Oddsson, próf., Hvammi, fyrir Kirkjukóra- samband Dala-prófastsdæmis. Sr. Þorsteinn B. Gíslason, próf., Steinnesi, fyrir Kirkjukóra- samband Húnavatnsprófasts- dæmis. Sr. Helgi Konráðsson, próf., Sauðárkróki, fyrir Kirkjukóra- samband Skagafjarðarprófasts- dæmis. Jakob Tryggvason, organisti, Akureyri, fyrir Kirkjukóra- samband Eyjafjarðarprófasts- dæmis. Páll Halldórsson, organisti, Reykjavík, fyrir Kirkjukóra- samband S.- og N.-Þingeyjar- prófastsdæmis. Sr. Jakob Einarsson, próf., Hofi, fyrir Samb. austfirzkra kirkju- kóra. Frú Hanna Karlsdóttir, Holti, fyrir Kirkjukórasamband Rangárvalla-prófastsdæmis. Erlendur Jóhannsson, organisti, Hamarsheiði og Einar Sigurðs- son, organisti, Selfossi fyrir Kirk j ukór asamband Árnesprófastsdæmis. Guðmundur Þórarinsson, Kefla- vík, fyrir Kirkjukórasamband Gullbringusýslu. Þórhallur Björnsson, Reykjavík, fyrir Kirkjukórasamband Reykjavíkur-prófastsdæmis. Jónas Tómasson, tónskáld, ísa- firði, fyrir Samb. vestfirzkra kirkjukóra. Þá var ennfremur mættur for- tnaður sambandsins Sigurður Birkis, eins og áður segir, og stjórnarnefndarmaður sr. Jón Þorvarðsson, prestur í Reykja- vík. Formaður ílutti skýrslu stjórn- arinnar fyrir síðastliðið ár og gaf ýtarlegt yfirlit yfir starfið. — Skýrði hann frá því, að 12 kenn- arar hefðu verið á vegum sam- bandsins síðastliðið ár og starfs þeirra hefðu notið 58 kórar í samtals 73 vikur frá síðasta að- alfundi til þessa fundar. — Tvö kirkjukórasöngrnót voru haldin á árinu. Voru það Samband aust- firzkra kirkjukóra og Austur- Skaftafellsprófastsdæmis, sem að þeim stóðu. En frá árinu 1946 höfðu alls verið haldin 36 kirkju- kórasöngmót víðsvegar um land- ið. — Fjórir kirkjukórar voru stofnaðir s.l. starfsár — og 51 kirkjukór söng opinberlega utan þess að syngja við kirkjulegar athafnir. S.l. vetur nutu 15 organistar Og organistaefni kennslu í söng- Ekólanum. I Niðurstöðutölur reikninga sam bandsins voru kr. 43.683.71. Nið- urstöðutölur fjárhagsáætlunar fyrir árið 1955 voru kr. 49.960.81. Til Kirkjukórasambands íslands eru nú veittar kr. 35.000.00 á ári. Hvatti fundurinn stjórn sam- bandsins mjög eindregið til þess að leitast við að fá styrk þenn- an hækkaðan til muna, svo að hægt verði að styrkja ríflegar en áður kennslu og þjálfun kirkju- kóranna úti um landið. 300—400 MANNA KIRKJUKÓR í SKÁLHOLTI NÆSTA ÁR Lagt var fram bréf frá undir- búningsnefnd Skálholtshátíðar 1956, þar sem óskað var eftir að Kirkjukórasamband íslands hlut- aðist til um að 10—20 manna kirkjukór, helzt úr hverju pró- fastsdæmi, mæti í Skálholti og annist sameiginlega kirkjusöng á hátíðinni. Er alls óskað eftir 300—400 manna kór, — og heitið í þvi sambandi nokkrum styrk upp í ferðakostnað söng- fólks úr fjarlægari héruðum. Var samþykkt í einu hljóði að verða við ósk undirbúningsnefnd arinnar. Stjórn sambandsins, svo og varastjórn og endurskoðendur voru endurkosnir, en í henni eiga sæti: Sigurður Birkis, söngmálastj., formaður. Séra Jón Þorvarðsson, gjaldkeri. Páll Halldórsson, org- anleikari, ritari. Jónas Tómasson, tónskáld, úr Vestfirðingafjórð- ungi. Eyþór Stefánsson, tónskáld, úr Norðlendingafjórðungi. Jón Vigfússon, organleikari, úr Aust- firðingafjórðungi, og Anna Ei- ríksdóttir, organleikari, úr Sunn- lendingaf j ór ðungi. Varastjórn: Páll ísólfsson, tón- skáld, varaformaður. Sigurður ísólfsson, organleikari, vara- gjaldkeri. Kristinn Ingvarsson, organleikari, vararitari. Séra Sig urður Kristjánsson, úr Vestfirð- ingafjórðungi. Jakob Tryggvason organleikari, úr Norðlendinga- fjórðungi. Séra Jakob Einarsson, prófastur, úr Austfirðingafjórð- ungi og Páll Kr. Pálsson, organ- leikari, úr Sunnlendingafjórð- ungi. Endurskoðendur: Þórhallur Björnsson, Reykjavík, og Bald- ur Pálmason, ftr., Reykjavík. Á fundinum komu fram radd- ir um það, að æskilegt væri, að almennur safnaðarsöngur ykist í kirkjum landsins, enda þótt sér- stakir söngflokkar væru starf- andi og leiddu sönginn. Að síðustu ávarpaði söngmála- stjóri fundinn, þakkaði fundar- stjóra og fundarmönnum gott starf og árnaði þeim allrar bless- unar. — Fundarstjóri þakkaði söngmálastjóra og óskaði þess, vegna kirkjusöngsins og yfirleitt söngmenningarinnar í landinu, að fá að njóta áhuga hans og starfs- krafta sem allra lengst. — Söng- málastjóri þakkaði og bað menn syngja sálm að skilnaði. skólans verði leyst Gagnger endurskoðun á framkvæmd Ríkisútgáiu námsbóka ! . • Morgunblaðið • MEÐ • Morgunkaffinu Silfurtunglið Dansað í kvöld til kl. 1. Hljómsveit José M. Riba. Aðgöngumiðar seldir kl. 3—4. Silfurtunglið. NÍUNDA uppeldismélaþing Sam bands íslenzkra barnakennara var haldið í Reykjavík 11.14 júní s.l. Landssamband framhaldsskóla kennara var einnig aðili að þing- inu að þessu sinni. Fjölbreytt og umfangsmikil sýning kennslutækja og bóka var í sambandi við þingið, eins og skýrt hefur verið frá í blöðum. Að loknu þingi var sýningin op- in almenningi í tvo daga. Við setn ingu þingsins flutti Bjarni Bene- diktsson, menntamálaráðherra, ávarp, og Magnús Gíslason, náms stjóri, flutti athyglisvert erindi um störf og tilgang skólanna. Frú Anne Marie Nörvig, sem er mjög þekktur danskur sálfræð ingur og er nú skólastjóri við til- raunaskóla í Kaupmannahöfn, flutti tvo fyrirlestra á þinginu. Erindi frúarinnar þóttu frábær- lega snjöll og kennurunum sér- staklega lærdómsrík. Margir þekktir skólamenn fluttu erindi u meinstakar náms- greinar og ýmsa þætti sýningar- innar. Þingið var eitt fjölsóttasta kennaraþing, sem haldið hefur verið hér á landi. Sóttu það nær 300 kennarar og skólamenn víðs vegar að af landinu. Síðasta þingdaginn sátu þing- fulltrúar hádegisverðarboð menntamálaráðherra. Forseti íslands, Ásgeir Ásgéirs- son, skoðaði sýninguna. ÁLYKTANIR gerðar á uppeldismálaþingi Sam- bands íslenzkra barnakennara og Landssambands framhaldsskóla- kennara í Reykjavík 11.—14. júní 1955: Þingið skorar á Alþingi og rík- isstjórn að leysa húsnæðisvanda- mál Kennaraskóla íslands svo fljótt sem verða má. Þingið telur óhjákvæmilegt, að gagnger endurskoðun á fram- kvæmd Ríkisútgáfu námsbóka fari fram hið bráðasta og að út- gáfunni sé tryggður fullnægjandi fjárhagsgrundvöllur til útgáfu kennslubóka fyrir allt skyldu- námið. Þingið skorar á yfirstjórn fræðslumála ög stjórnir kennara- samtakanna að hefjast nú þegar handa um að koma upp safni kennslubóka, handbóka og kennslutækja, þar sem kennarar og kennaraskólanemendur geti á hverjum tíma kynnt sér hið nýj- asta í þessum efnum. Þingið leggur ríka áherslu á, að kvikmynda- og skuggamynda- safn ríkisins verði aukið og bætt, og sérstakt kapp verði lagt á að afla íslenzkra mynda. Þá telur þingið, að forstaða safnsins og stjórn eigi skilyrðis- laust að vera í höndum reyndra skólamanna. Þingið felur stjórnum kennara- sambandanna að vinna að því: a) að aflað verði nýrra kennslu tækja með innflutningi og inn- 'lendri kennslutækjagerð. b) að hefja hið fyrsta leiðbein- ingarstarf um gerð þeirra kennslu tækja, sem kennarar geta búið GUNNAR JÖNSSOb máiflutnmgsskrifstofai. ÞingholtsstræL 8. — Sími 81259 áigurður Reynir Pétursson HægtaréttarlögmaSur. Laucravegi 10 Sími 82478 L- Símí 1 1 3 4 4 ! D JON BJAR MASON -< p J 1 r~ -)1 \Málflutningsstofa^ Lækjargötu 2 / til sjálfir, hver handa sér eða lát- ið nemendur sína gera. Þingið telur, að sú alvarlega hætta vofi yfir, að hinir hæfustu menn veljist ekki til kennslu- starfa, nema undinn sé bráður bugur að því að bæta launakjör kennara og aðbúð. Þingið tjáir þakkir sínar þeim aðilum, sem komið hafa upp og styrkt hina merkilegu og fróð- legu sýningu kennslutækja og lætur þá ósk í Ijós, að slíkar sýn- ingar verði framvegis haldnar svo oft sem kostur er. Mikið úrval af trúlofunar- hringjum, steinhringjum, eymalokkum, hálsmenum, skyrtuhnöppum, brjóst- hnöppum, armböndum o. fL Allt úr ekta gulli. Munir þessir eru smíðaöir 1 vinnustofu minni. Aðalstr. 8, og seldir þar. Póstsendi. kjartan ásmundsson guIlgmiSur. Sími 1290. — Reykjavik. BEZT ÁÐ AUGLfSA t MORGUNBLAÐUSU ISLENZK-AMERÍSKA FÉLAGIÐ Kvöldfagnaður verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu mánudaginn 4. júlí kl. b s. d. í tilefni af þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. DAGSKRÁ: Ávarp: Bjarni Benediktsson ráðherra Hljómleikar: Strengjakvartett Björns Ólafssonar Skopstæling, dans og dægurlagasöngur: Bandarískir skemmtikraftar. Dans. Aðgöngumiðasala sjá Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. STJÓRNIN 2 herbergi og eldhús \ 3 I ásamt baði, þvottaherbergi og góðri geymslu, er til sölu í nýbyggðu smáhúsi rétt við bæinn. Erfðafestuland 1 hektari. — Upplýsingar hjá Inga R. Helgasyni, lögfr. Skólavörðustíg 45 Sími 82207 4 IBIJÐ 2 herb. og elahús óskast strax eða 1. október — Fyrir- framgreiðsla eftir samkomulagi. — Uppl. J síma 5667. 6 manna Dodge gerð 1946, verður til sýnis og sölu á Fríkirkjuvegi 11 á morgun, mánudaginn 4. júlí, kl. 16—19. ■ , Ibúar i Miðneshreppi ; móttakið mitt hjartans þakklæti fyrir skilnaðargjöfina, | ■ a ! málverkið fagra. Oft mun ég minnast ykkar og ávalltj j með hlýjum huga. ; Margrét Jóhannesdóttir, hjúkrunarkona. Síldarstúlkur! Sddarstúlkur! vantar Óskar Halldórsson h. f. til Raufarhafnar. Þar sem söltun byrjar fyrr en vant er, eða strax og síld veiðist, þurfa stúlkurnar að gefa sig fram nú þegar. Upplýsingar gefur Gunnar Halldórsson, símar 2298 og 81580. Sigríður Ólafsdóttir, síma 154, Akranesi. Helgi Pálsson, kaupmaður, Akureyri og Martemn Tómasson, Vestmannaeyjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.