Morgunblaðið - 06.07.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.07.1955, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 6. júlí 1955 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlanda. í lausasölu 1 krónu eintakið. ÚR DAGLEGA LÍFINU Vinarhugur eða fláræði ALDREI síðan árið 1933 er Bandaríkin hófu stjórnmála- samband við Rússa, höfðu eins margir rússneskir virðingarmenn verið samankomnir í bandaríska sendiráðinu í Moskva sem í fyrra kvöld á þjóðhátíðardegi Banda- ríkjanna. Á þessum tímamótum flutti Krússjeff, ritari kommún- istaflokksins gagnmerka ræðu og lét þar í ljós álit sitt á mörgum alþjóðamálum, sem vakið hefir geysieftirtekt í Vestur Evrópu. Krússjeff hefir ljóslega haft Genf arfundinn, ráðstefnu æðstu manna stórveldanna 18. júlí, í huga, er hann flutti þessa hátíðar- ræðu sína í bandaríska sendiráð- inu. Kjarni hennar var sá, að Rúss- ar væru einlægir vinir og félag- ar Vesturveldanna í sókn þeirra til aukinnar velsældar og friðar í veröldinni og mæltu heilt og satt, er þeir létu sér slík orð um munn fara. ★ Við óskum eftir samkomulagi á Genfarfundinum, bætti Krússjeff við. Bað hann Vesturveldin að ræða við Sovétríkin sem jafn- ingja og með heiðarlegum huga, þá skyldi samkomulag nást um þau vandamál, sem rædd verða. Það má sannarlega segja, að vindurinn blási af annarri átt en verið hefir, ef leggja má trúnað á hinar einlægu fullyrðingar Krússjeffs. Hingað til hefir tónn- inn í ræðum Rússa á alþjóða vett- vangi verið fjarri því svo vin- gjarnlegur í garð Vesturveld- anna. Þar hefir gætt megnasta fjandskapar og tortryggni, þrátt fyrir sáttaumleitanir og vinarhug hinna vestrænu þjóða. Ræður rússneskra full- trúa á alþjóðaþingum og í S. Þ. hafa horið þessu hugarfari ljósan vott. Atlantshafsbandalagið er ein- mitt sjálfsvörn vestrænna þjóða, sem Rússar hafa knúið fram með slíkri haturssókn, sem einnig hefir oft verið nefnd „kalda stríð- ið“. ★ Samt sem áður mun eng- inn gleðjast meira yfir hinni skyndilegu stefnubreytingu Rússa, sem fram kom í sendi- ráðsræðu Krússjeffs, en allar vestrænar þjóðir. Því sannar- lega munu þær ekki verða grunaðar um græsku í alþjóða málum, eftir að þær hafa sín á milli háð tvo meginhildar- leiki á einum mannsaldri. En þá hlýtur sú spurning að vakna, hvort hér sé um raun- verulega hugarfarsbreytingu að ræða hjá Rússum, hvort þeir hyggist nú loks í raun og sann- leika bera klæði á vopnin og sh'ðra sverð hins kalda stríðs. Um það hafa allmargir viljað efast og sannarlega er ástæða fyrir vestrænar þjóðir til að vera á varðbergi gegn hinum skyndi- legu blíðmálum og óvænta við- hlæjandahætti Rússa. Hér skal aðeins drepið á nokkr- ar staðreyndir í þessu tilefni. í mikilli ræðu, sem Nikolai Bulg- anin forsætisráðherra flutti í maí á fundi iðnaðarmanna í Kreml ávítaði hann þá harðlega fyrir seinagang og skipulagsleysi í rússneska iðnaðinum, og kvað nú einsýnt, að ef ekki yrði algjör stefnubreyting, myndi sjöttu fimm ára áætluninni ekki lokið á tilskyldum tíma. Til þess þyrfti enn róttækar tækniframfarir og gagngerðar breytingar á fram- leiðsluháttum. Sú staðreynd er líka ærið at hyglisverð, að 1954 flutti Rúss land inn sjö sinnum meira magn af kjöti en árið áður, og var þar með í fyrra mesta kjöt innflutningsland heimsins. Og það eru reyndar fleiri lönd en , Rússland, sem búa við riðandi 1 efnahag. Ungverjaland var fyrir síðustu styrjöld, meðan auðvaldsskipulag ríkti þar, mesta kornforðabúr veraldar. Síðastliðið ár neyddist Ungverjaland hinsvegar til að , flytja inn mikið magn af hveiti frá Kanada. Má ungverska þjóð- in sannarlega muna tvenna tím- ana. Sama hörmungin hefur dun- ið yfir Pólland, sem fyrir stríð var eitt stærsta kornræktarland álfunnar. Það þurfti einnig s.l. ár að flytja inn mikið magn af korni. ★ ALLT ber því að sama brunni. Landbúnaðurinn í Rússlandi og leppríkjunum í Austur-Evrópu er að veslast upp og fullnægir fjarri því þörfum fólksins. Það virðist þegar orðið augljóst, að samyrkjubúskapur sé fyrirfram dauðadæmdur, jafnvel í mestu kornræktarlöndum álfunnar. Agrogord-skipulagið rússneska hefir greinilega beðið skipbrot. Og iðnaðurinn í Sovétríkjunum er líka ófullkominn og fullnægir hvergi kröfum hins nýja tíma, að því er Bulganin sjálfur hefir jafn vel játað. Því er sannarlega nokkur ástæða til þess að ætla, að bak við vinsemdarstefnu Rússa liggi ekki einskær hjartahlýja i garð Vesturveldanna heldur óskin um að fá frest til að rétta hina sökkvandi skútu aft ur á réttan kjöl og bæta úr ó- reiðunni í innanlandsmálum Austur Evrópu. Af þessum sökum skyldu fs- lendingar og aðrar vestrænar þjóðir hlýða með vakandi gagn- rýni á ræður rússnesku sendi- nefndarinnar á Genfarfundinum, og vera minnugir þess, sem að baki liggur. Það eru heldur ekki nema rúm þrjátíu ár síðan sjálfur Lenin sagði skýrt og refja- laust, að markmið kommún- ismans væri heimsbylting. Og enn hefir enginn Rússi gengið í berhögg við þá frásögn spá- mannsins. Ungir SjáHsfæðismenn Á SUNNUDAGINN héldu ungir Sjálfstæðismenn mikla hátíð í tilefni af 25 ára afmæli sínu. Allt frá öndverðu hafa þeir verið for- ystusveit stjórnmálaæskunnar í landinu og í röðum þeirra hefir verið að finna glæsilegustu æsku- mennina á hverjum tíma. Það er greinilegt tímanna tákn, að samtökin hafa jafnan eflzt af styrkleik og krafti ár frá ári og sú þróun heldur áfram. íslend- ingar eru minnugir uppruna síns. Þeir leita ekki í raðir annarlegra erlendra stjórnmálastefna, held- ur fylkja þeir sér um þau mark- mið, sem þjóðin öll hefir í heiðri haldið, allt frá því er hún fyrst byggði þetta land. IFREGN frá Nýju Delhi, Ind- landi segir svo þ. 2. júlí sið- astliðinn: í fimm þúsund og fimm hundr- uð metra hæð uppi í Himalaya- fjöllum hefur fundizt „vatn hinna dauðu“. Við strendur vatnsins hafa fundizt meir en 200 lík. Vara-ráðherra skóga- mála, Singh Negi, kom að þessu vatni ásamt leiðangri, sem hann stjórnar, en leiðangurinn hafði verið gerður út til þess að leita að sjaldgæfum gróðri. íbúar í grennd við vatnið eru skelfingu lostnir og segja að lík- in, sem geymzt hafa einstaklega vel, hafi legið við vatnið í sjö aldir. Þarna sé um að ræða lík manna er voru í veiðileiðangri með indverskum fursta. Leiðang- urinn tortímdist í snjóskriðu. Indverskur embættismaður í skógamálaráðuneytinu hefur upp lýst, að hann hafi komið að þessu vatni árið 1942 og gefið skýrslu um fund sinn til indversku stjórnarinnar. En þá var stríð í heimi og ekkert hægt að gera í þessu máli. Þessi embættismaður segir að likin séu að miklu leyti grafin í sand, sum svo djúpt að aðeins sjái á hár þeirra. Þau séu augsýnilega mjög gömul. Hann trúir þó ekki sögusögnum íbúanna í fjallahér- aðinu um aldur iíkanna. Líkleg- k V \Jatn daa&u Lnna ast telur hann að hér sé um að ræða leiðangur kaupsýslumanna, sem verið hafi á ferð milli Ind- lands og Tibet og lent í snjó- skriðu eða sandskriðu. ❖ ❖ ❖ EINHVER frægasti radium vís- indamaður ítala heitir Mario Ponzio og er prófessor við há- skólann í Turin. Hann er nu sjötugur að aldri. Fyrir nokkrum dögum varð að skera af Ponzio annan handlegg- inn. Þetta var fórn vísindamanns ins til fræðigreinar sinnar. Áður var búið að skera af honum fingur og hluta af ann- arri hendi hans. STUNDVÍSI er ekki sterka hlið vor íslendinga og þó er margur maðurinn meðal vor sem þakkar velgengni sína í líf- inu stundvísi. Meðal sumra ann- arra þjóða er stundvísi ekki mik- ils metin og má þar til nefna Spánverja. Þeir krefjast yfirleitt ekki stundvísi, hvorki af sjálf- um sér né öðrum. Almennt gerum vér Norður- VeU andi áhrijar: MARGT er manna bölið, mis- jafnt drukkið ölið, stendur þar. Á. V. R. er e.t.v. eina fyrir- tækið hér á landi, sem skyldað er með lögum að hafa þjónustu sína ekki í fullu lagi. En fram- leiðsla henhar selst samt alltaf, hvernig sem viðrar og allt geng- ur. Menn eru alltaf jafnþyrstir, bæði þeir sem ráfa um götur og ganga undir nafninu rónar og hinir, sem „þykir sopinn góður“. Rónunum hefir verið gefið nafn- ið í fyrirlitingar- og háðungar- skyni, en menn skyldu frekar minnast þess, að þeir eru ekki endilega úrhrök þjóðfélagsins, heldur miklu fremur erfiðustu sjúklingar þess. Óvenjuleg tillitssemi! AÐ því er ég bezt veit, hefir Á.V.R. sýnt viðskiptavinum sínum mikla tillitssemi að einu leyti: hún gekkst fyrir því á sín- um tíma, að settur var ágætis flöskusnigill („korktrekkjari") utan á Nýborg, og hefir hann komið að góðum notum. A.m.k. hefir hann létt rónunum erfiða lífsbaráttu og aukið á „fegurð dagsins". — Nú hefir einn ágætur vinur minn bent mér á, að þetta mikla hjálpargagn og stærsta brennivínstákn landsins sé úr lagi gengið, þyrstum mönnum til angurs og ama, hinum sómakæru væntanlega til gleði og hvatning- ar. Vill hann, að nýr flöskusnigill verði settur á gamla staðinn, svo að rónarnir geti tekið gleði sína aftur. „Status quo“ EG er þó ekki sömu skoðunar og álít, að „snigilsmálinu" sé bezt borgið með því að hafa — „status quo“ við Nýborg! „í gegnum útvarp“! EFTIR landsleikinn við Dani, komu allmargir knattspyrnu- unnendur saman í Þjóðleikhúss- kjallaranum, þ. á m. voru nokkrir blaðamenn. Var landinn heldur daufur í dálkinn á þessu ágæta hófi, en þó staðráðinn í að láta engan bilbug á sér finna: „Það er þó alltaf búningsbót að bera sig karlmannlega", segir einhvers staðar. En hvað um það. — Sem menn eru nú þarna í salnum og skegg- ræða óhöpp kvöldsins, dettur ein- um blaðamanninum í hug, að það sé heillaráð að íslenzkir skori grænlenzkar selaskyttur í knatt- spyrnukeppni. — Já, gellur þá í Helga Sæmundssyni, — í gegnum útvarpið! — En þetta var áður en Akurnesingar vörðu heiður ísl. knattspyrnumanna með því að sigra danska liðið í gær með miklum glæsibrag. Spákerling í Tívolí HÚSMÓÐIR hér í bænum hefir skrifað mér og stungið upp á því, að Tívolí fái „raunverulega spákonu, helzt af sígaunaættum" álfubúar oss í hugarlund að Austurlandabúum liggi sjaldan á, þeir flýti sér hægt. í Banda- ríkjunum varð um daginn uppi fótur og fit, vegna þess að land- búnaðarráðherrann þar í landi j lét tiginn gest bíða eftir sér i nokkrar mínútur. Tíðindi þessi komust á forsíður stórblaðanna með stórum fyrirsögnum. Hinn tigni gestur var U Nu, forsætisráðherra Burma. Hann kom í heimsókn til Benson land- búnaðarráðherra og honum var boðið í móttökuherbergi ráðherr- ans, ásamt fylgdarmönnum sín- um, þ. á. m. sendiherra Banda- ríkjanna í Burma. Nú liðu nokkr- ar mínútur og landbúnaðarráð- herrann lét ekki sjá sig. U Nu lét þá orð falla á þá leið, „að hann gæti hiít ráðherrann síðar“, og fór leiðar sinnar. Ekki var annað talið boðlegt en að ráðherrann léti blöðum 1 * té langa skýringu á þessari ó- stundvísi sinni. í fáum orðum var skýringin á þá leið, að er- lend sendinefnd hafi verið stödd hjá ráðherranum kl. 4, er for- sætisráðherra Burma bar að garði. Þessi erlenda sendinefnd tafðist hjá ráðherranum þar til kl. 4.04. En biðin var U Nu of löng. ' Ameríski ráðherrann sá á bak U Nu er hann hvarf inn í lyft- una á leið burtu. UM þessar mundir er ár liðið frá því að byltingin var gerð í Guatemala í Mið-Ameríku og kommúnistinn Arbenz, sem fór með völd í landinu var gerður landflótta. Arbenz mun nú vera búsettur í Sviss eða Sovétríkj- unum. | En Carlos Castillo Armas, mað- urinn, sem stóð fyrir byltingunni, mun á næstunni leggja niður al- ræðisvald það, er hann hefur haft í Guatemala um eins árs skeið. Fyrir nokkrum dögum lauk störfum sérstök stjórnskip- unarlaganefnd og næst eiga íbú- | ar Guatemala yrir höndum að kjósa til þings, samkvæmt hin- um nýju stjórnskipunarlögum. I í efnahagsmálum hefur rofað til fyrir íbúum Guatemala síð- ustu mánuðina. j Frá aðalfundiRK! Segir hún, að annað sé með öllu óviðunandi í jafnágætum skemmtigarði og Tívoli. — Vona ég, að hún fái ósk sína uppfyllta, því að sennilega mætti koma þessu í kring. Keppni í golfleik. LOKS er hér bréf frá J. S. — Hann vill, að komið verði á golfkeppni í Tjarnargolfinu, og er þess fullviss, að það yrði afar- vinsaélt. — Segir hann, að þarna sé jafnvel hægt að koma á firma- keppni og skal ég ekkert um það segja, en skýt málinu til þeirra, sem hafa áhuga á því. Merklð, eem klæffir landil. AÐALFUNDUR Rauða kross ís- lands var haldinn 3. júlí s.l. á Akureyri. I upphafi fundarins var minnst tveggja stjórnarmeð- lima Rauða krossins, sem látist höfðu á síðasta starfstímabili, þeirra próf. Jóh. Sæmundssonar og Hallgríms Benediktssonar, stórkaupmanns. Heiðruðu fundar menn minningu þeirra með því að rísa úr sætum. Formaður framkvæmdaráðs, Oddur Ólafsson, yfirlæknir, gaf skýrslu um starfsemi Rauða kross ins síðustu tvö ár gat þar m. a. um rekstur sjúkraskýla, forgöngu um sumardvöl barna og safnanir til styrktar nauðstöddu fólki inn- an lands og utan, en þeirra mest var Grikklandssöfnunin. Formaður Rauða kross íslands, Þorsteinn Scheving Thorsteins- son, lyfsali, var endur-kos- inn og einnig þeir sjö, er áttu að ganga úr stjórn, en séra Jón Auðuns og Óli J. Ólason, kaupm. voru kosnir í stað þeirra stjórn- armanna, er létust á árinu. Formaður framkvæmdaráðs var kjörinn dr. Gunnlaugur Þórð arson í stað Odds Ólafssonar, er baðst undan endurkjöri. Fram- kvæmdaráðið var endurkosið, nema hvað Oddur Ólafsson tók 'sæti dr. Gunnlaugs Þórðarsonar. Fundurinn samþykkti að leggja fram 25 þúsund krónur til undir- búnings Sjúkraflugs frá Akur- eyri. Ennfremur var samþykkt áskorun til heilbrigðisstjórnar- innar um að hraða svo sem verða Framh. á bls. 1*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.