Morgunblaðið - 06.07.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.07.1955, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 6. júlí 1955 MORGUNBLAÐIÐ Frá vinstri: Jóhannes Helgason og frú, Valur, Sigurður, L. Storr fconsúll og frú. (Ljósm. Mbl.) Vínarborg, 27. júní. FÁAR borgir í heimi munu taka meiri stakkaskiptum eftir árstíðum heldur en Vín. Veldur því hinn óvenjumikli gróður, sem prýðir borgina og breytir stórum svæðum hennar að segja má í samfellda lysti- garða, þegar vorar. Þessi breyt- ing speglast í svipmóti og fasi íbúanna sjálfra. Hið andlega líf fær einnig á sig nýjan svip og nær hámarki í hinni árlegu tón- listar- og leiklistarhátíð borgar- innar, „Die Wiener Festwochen“, sem haldin er í júnímánuði ár hvert, nú í sjöunda skipti. Hefur hátíðin að þessu sinni verið mjög íburðarmikil og vel til hennar vandað; hér hefur mátt sjá og heyra margt það bezta, sem á boðstólum hefur verið fyrr í vet- ur, t. d. í leikhúsunum, og einnig mjög margt nýtt, og margir góð- ir gestir, skammt og langt að komnir, hafa sett sannan hátíða- svip á tónleika- og leikhúslífið eflir Jón Þórarinsson, fónskáid Sigurður Grímsson form. félagsins, afhendir Val Gíslasyni Silf- eirlampann. (Ljósm. Mbl.) frá afhendingu „Silfurlampans" EINS og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu, var „Silfurlampinn", verðlaun Félags íslenzkra leik- dómenda fyrir bezta leik ársins veitt í annað sinn í hófi er fé- lagið efndi til að Nausti fimmtu- dagskvöldið 30. f.m. Hlaut verð- launin að þessu sinni Valur . Gíslason fyrir leik sinn í hlut- verki Harry’s Brock’s í gaman- leiknum „Fædd í gær“. ViS at- kvæðagreiðsluna, er fram fór ánnan félagsins nokkrum dögum áður, hlaut Valur langflest stig, eða 475 alls, en næstir urðu Rúrik Haraldsson (Ed Dewry í Fædd í gær), Indriði Waage (Martin Vanderhof í Er á meðan er) og Baldvin Halldórsson (Beckmann í Lokaðar dyr). í hófinu afhenti formaður Fé- lags ísl. leikdómenda, Sigurður Grimsson, heiðursgestinum Val Gíslasyni, Silfurlampann ásamt blómvendi og heiðursskjali und- irrituðu af stjórn félagsins. — Gerði formaður í stuttri ræðu grein fyrir verðlaununum og þeim hug er að baki þeim lægi af hálfu félagsins. Þakkaði hann íslenzkum leikurum frábært starf um langt skeið við erfiðar aðstæður og Val sérstaklega fyrir mörg og mikil leikafrek og ágætt starf í þágu íslenzkrar leikmenn- ingar. Valur Gíslason þakkaði bann sóma er honum væri sýndur með þessum verðlaunum og þann góða hug til íslenzkrar leiklistar sem að baki þeim lægi. Jafnframt vék hann nokkrum orðum að starfsháttum leikarans yfirleitt og lýsti í því sambandi á mjög skemmtilegan og athyglisverðan hátt, hversu Harry Broch varð til að mótaðist í huga hans og starfi. Meðal annarra gesta tóku til máls Ludvig Storr ræðismaður og Jóhannes Helgason, forstjóri, en þeir, ásamt Magnúsi Thor- steinsson, framkvæmdastjóra og frú Sigríði Kristinsdóttur voru styrktarmenn Silfurlampans að þessu sinni. Haraldur Björnsson, leikari, er hlaut Silfuriampann í fyrra, — fyrstur manna, sat hóf þetta og einnig stjórn Félags ísl. leíkara. Eugene Ormandy þessar vikur. Enginn einn maður Leopold Stokowsky FRANCESCATTI, MILSTEIN BRAILOWSKI OG KIRKPATRICK Meðal annarra gesta má nefna fiðluleikarana Zino Francescatti, sem lék á einum tónleikum þrjá fiðlukonserta, eftir Bach (a- moll), Paganini (nr. 1) og Brahms, og Nathan Milstein, sem gerði fremur hversdagslegri efn- isskrá mjög fögur skil, þótt ekki gætti þar stórfelldra tilþrifa. — Loks er í þessum hópi að nefna Alexander Brailowski og síðast en ekki sízt ameríska harpsikord- leikarann Ralph Kirkpatrick, sem m. a. lék Goldberg-tilbrigði Bachs af ógleymanlegri snilld. Kirkpatrick er einn af sárafáum J Fyrsta grein Reykjavík, en bar öll að sama brunni: að lengra verði ekki komizt í átt til fullkomnunar i listrænum sönglagaflutningi. NÝ VERK — TURANGALILA Mörg ný og nýleg tónverk hafa verið flutt á hátíðinni og mjög misjafnlega girnileg til fróðleiks. Má þar m. a. nefna hina risa- vöxnu Turangalila-sinfóníu eftir franska tónskáldið Oliver Messi- aen, sem vakið hefur einna mesta eftirtekt og deilur af frönskum tónskáldum sinnar kynslóðar (f. 1903). Verkið er töluvert lengra en „Sögusinfónían“ eftir Jón Leifs, í 10 þáttum, og byggingu sinni samkvæmt fremur sinfón- ísk svíta heldur en sinfónía. Ekki sannfræðist undirritaður um þa& af þessu verki, að Messiaen sé sá Messías hinnar nýju tónlistar, sem sumir virðast telja. í Turan- galila ægir saman öllum stílteg- undum, sem þekktar eru í tónlist síðustu hálfrar aldar að minnsta kosti, en hinar vísindalegu út- reiknuðu rytmisku tilfærslur og breytingar, sem höfundurinn ’ sjálfur telur höfuðstyrk verks- ins, hverfa ýmist með öllu eða virðast algerlega út í hött. Þrátt fyrir þetta hefur verkið einn meginkost: Það er aldrei leiðin- legt til áheyrnar, og veldur því hinn litskrúðugi og að mörgu leyti snilldarlegi hljómsveitar- búningur þess. Þess verður að geta að lokum, að efni tónverks- ins, samkvæmt skýringum höf- undar, er ástin, bæði hin hold- lega og ástríðufulla og hin and- lega og upphafna, en á nafni þess kann ég ekki skýringu. PELLAS OG MELISANDE Annað franskt tónverk, sem núlifandi meisturum þessa ofur- getur komizt yfir nema lítið af ( viðkvæma og vandmeðfarna , því, sem hér hefur verið að sjá forna hljóðfæris, sem þó er ef viðburður er að heyra, þótt ekki og heyra, og oft hefur verið til vill hinn eini rétti farvegur sé það nýtt af nálinni, skipaði vandi að velja, enda verður hér fyrir klavermúsik Bachs og sam- heiðurssess á hátíðinni. Það var aðeins drepið á fátt eitt það tímamanna hans. markverðasta, sem fyrir augu og eyru hefir borið. ^halóh ar e^tirótrí&ómyndir, og einkum tvær þeirra HLUTVERK kvikmyndanna er ekki að bregða upp mynd af raunveruleikanum eins og hann er, heldur að sýna okkur hann, eins ■og hann gseti verið. Við eigum Ijósmyndatæknina til hins fyrra, að festa á myndflötinn liðna at- öurði og gleymd svipbrigði. í kvikmynd.inni felzt hinsvegar •annað og meira. Þar eykur leik- stjórinn listbragði sínu og innsæi við reynslu sína og hversdagsleik- •ann eins og hann gerist frá degi til dags. Somerset Maugham segir á ein- ■um stað í ævisögu sinnni, að ef rithöfundurinn ætti aðeins að skýra frá mannlífiniL, eins og hann sæi það á götunni, kynntist þvl á kaffihúsum eða í kvennadyngjum, •yrði frásögn hans harla lítil list, sundurlaus og ðsennileg. Miklu fremur gætum við nefnt það blaða mennsku, þar sem hlutlaus frá- sögn er kjarni hennar og inntak. Rithöfundurinn verður hinsveg- ar að taka efnivið sinn ur eigin reynslu og skeyta við hana ímynd sinni og hugarflugi, þar til úr fæst sú samfella í listrænni heild, sem við köllum skáldsögu. Annað mál er, að oft sýnist okkur frá- sögnin eða lcvikmyndin þá fyrst sönn, gædd rammakeim raunveru- leikans, er rithöfundurinn og leik- stjórinn hafa sniðið henni slíkan stakk og búið hana þannig í hend- ur þeim, sem listar þeirra eiga að njóta. Hinir ítölslcu raunsæismenn í kvikmyndagerð hafa á árunum frá styrjaldarlokum gerzt einarðir fylgismenn eins þáttar þessarar stefnu, sem þeir hafa á sinni tungu nefnt NEO-REALISMA. Viðfangsefnin í slikri kvik- myndagerð em gjarnan tekin úr lífi fátækari hluta þjóðarinnar, jafnvel þess, sem lifir við sult og seyru, og ekki sótzt eftir að gylla hversdagsleikann né slá um hann áru ímyndaðrar sælu og hamingju. Slílcrar myndir eru sannar og þær hafa líka flestar verið hugþekkar og borið vott um næman skilning á kjörum þeirra, sem við and- hverfu veraldarhamingjunnar eiga að búa. Hinu er ekki að leyna,, að nokkurrar gagnrýni hefir gætt á verkum neo-realistanna fyrir þá sök, að þeim hætti of mjög til að Frh. á bls. 12. PHILADELPHIA-HLJÓM- SVEITIN OG ORMANDY Þegar litið er í fljótu bragði yfir tónleikaskrá hátíðarinnar, vekur það óhjákvæmilega at- hygli, hversu hlutur Bandaríkja- manna, sem hingað til hafa lengst af verið taldir fremur þiggjandi en veitandi á tónlistar- sviðinu, er þar mikill og vegleg- ur. Er þar fyrst að nefna heim- sókn Philharmonisku hljómsveit- arinnar frá Philadelphia og stjórnanda hennar, Eugene Orm- andy. Hélt hljómsveitin hér tvenna tónleika við fádæma fögn- uð og mikið lof í blaðadómum, enda mun það vera staðreynd, að beztu hljómsveitir vestan- hafs, svo sem Philadelphia- og Bostonarhljómsveitin, standa raunverulega framar frægustu hljómsveitum Evrópu að minnsta kosti að tæknliegri fullkomnun, fágun og nákvæmni. Ormandy stjórnaði auk þess einum tónleik- um með Philharmonisku hljóm- sveitinni hér. STOKOWSKI Annar gestur að vestan var Leopold Stokowski, sem stjórn- aði Philharmonisku hljómsveit- inni í Vín á opnunartónleikum hátíðarinnar, og kom þá í fyrsta skipti fram opinberlega hér í borg. Ekki kunnu Vínarbúar að meta hljómsveitarútsetningar hans á orgelverkum Bachs, og önnur sinfónía Brahms, sem þeir telja sig þó þekkja til nokkurrar hlítar, þótti þeim hljóma ókunn- uglega undir tónsprota Stokow- skis. Hins vegar þótti hann gera Tschaikowski stórum betri skil á síðari tónleikum, og vel var hin- um hvíthærða en spengilega öldungi fagnað af áheyrendum. SEEFRID OG FISCHER-DIESKAU Enginn einstakur listamaður, sem fram hefur komið á hátíð- Dietrich Fischer-Dieskau inni, mun hafa hlotið meira per sónulegt lof heldur en Dietrich Fischer-Dieskau. Hann kom hér fram á tvennum tónleikum ásamt hinni glæsilegu austurrísku söng- konu Irmgard Seefrid, og sungu þau „ítölsku söngvana" eftir Hugo Wolf; voru bæði á sviðinu samtímis, hvort með sinn undir- leikara, og sungu til skiptis, eftir því sem efni söngvanna gaf til- efni til. Það er að vísu ekki heigl- um hent að heyja slíkt einvígi við Fischer-Dieskau, enda stóðst Seefrid ekki raunina til fulls, þótt hún sé á sínu sviði tvímæla- laust ein hin ágætasta söngkona núlifandi og auk þess gædd fá- gætum persónuleika og yndis- þokka. Um Fischer-Dieskau voru blaðaummæli fáorð hér eins og í óperan Pelleas og Melisande eft- ir Debussy, að þessu sinni flutt á venjulegum tónleikum, án tjalda og búninga — og án leik- rænna tilburða. Ágætir söngvar- ar frá óperunni í Paris sungu aðalhlutverkin og var flutning- urinn undir stjórn André Cluyt- ens í alla staði mjög vandaður og vel heppnaður. Þegar Pelleas og Melisande var flutt í fyrsta skipti, rétt eftir aldamótin, stóð óperutónlist álfunnar algerlega í merki Wagners: Tristan og Is- olde var hið ósigraða og ósigr- anlega meistaraverk sinnar teg- undar. Debussy var meðal hinna fyrstu, sem gerðu uppreisn gegn. þessu ofurefli, og árangurinn kemur fram í þessari einu óperu hans. Ofsalegar tilfinningar, sem í Tristan fá ótæpt útrás, eru hér vandlega beizlaðar og tamdar, og persónulegur tónlistarstíll Debussys auðkennir hvert smá- atriði verksins. Þó hlýtur áheyr- andinn að undrast skyldleikann milli Tristans og Pelleasar. Efni beggja:- Gamall maður kvænist ungri konu, sem fær ást á yngra manni nákomnum; ósigrandi ör- lög; leyndardómsfullt samband ástar og dauða. Músikin: „Óend- anlegt iag“, órofinn víxlsöngur persónanna; engin „aría“, sam- söngur eða kór; meira að segja „Leitmotiv" Wagners hefur líka hjá Debussy sínu hlutverki að gegna, þótt með nokkuð öðrum hætti sé. Bæði verkin eru alger- lega rómantísk í eðli sínu; kjarni málsins er bara sá, að auk þess er annað algerlega franskt og hitt algerlega þýzkt, og gæti hvorugt verið neitt annað. Þess vegna er einnig eðlilegt, að Trist- an tali til norræns áheyranda auðskildara og áhrifaríkara máli, þótt hin fínlegu og nærfærnu vinnubrögð franska meistarahs hljóti einnig að vekja aðdáun. (Framh.). J- Þ. j ListahátíÖ i Vínarborg |

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.