Morgunblaðið - 06.07.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.07.1955, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIB Miðvikudagur 6 júlí 1955 ] i hjónabandsAst EFTIR ALBERTO MORAVÍA Framhaldssagan 23 Btrá, þar sem sveitabörnin léku sér á daginn. Skyndilega tók ég hana í faðminn og hvíslaði: „Leda .. heldurðu að það væri ekki betra hér, en inni í svefnherberg inu þínu?“ Og meðan ég talaði, reyndi ég að leggja hana mjúk- lega útaf, niður í grasið. Hún horfði á mig og hin glamp- andi augu hennar þöndust út af snögglegri og ákafri freistingu, «n svo bældi hún niður tilfinn- ingar sínar og svaraði: „Nei .. lieyið er svo óhreint. Auk þess eru stráin svo voðalega oddhvöss og ég mundi líka skemma káp- una mína“. „Kápan skiptir ekki neinu máli.“ „Svo hefur þú heldur ekki lok- ið við bókina þína ennþá“ bætti hún við og hló óvænt og ástleitið. „Daginn sem þú lýkur við hana, munum við koma hingað, um nóttina.... Ertu ánægður með bað?“ „Nei, ég er ekki ánægður með þjað. Þá verður ekki annað eins tunglsskin og núna í kvöld“. Blíðlega, en hikandi sagði hún: „Leyfðu mér nú að fara, Silvio". Því næst losaði hún sig mjúklega úr armlögum mínum og hljóp hlæjandi niður hæðina. Það var fjörlegur, barnslegur hlátur. ó- styrkur að vísu og bar keim þess ótta við freistinguna, er ég hafði séð brjótast fram í augu hennar áður. „Kannske voru þetta líka beztu úrslitin", hugsaði ég með mér, er ég hljóp á eftir henni, „hógvær neitun og heillandi hlátur“. Hún hljóp á undan mér, eftir veginum, sem lá á milli skemmti garðsins og vínekrunnar, en ég náði henni fljótlega og tók hana í faðminn. Tunglsskinið varpaði skuggum af okkur á jörðina, fvrir framan okkur, aðskildum, en þó sam- tengdum. Við gengum akveginn á enda og komum að framhlið hússins. Rafmagnsljósin loguðu nú aftur og franski glugginn á dagstofunni Var bjartur og vinalegur. Við gengum inn í húsið og beint upp á loftið. Hún gekk á undan mér upp stigann og aldrei hafði mér virst hún jafn fögur og nú, er hinar mjúku og þokka- fullu hreyfingar hennar leiddu í 3jós hinar leyndustu línur líkam- ans. Á stigapallinum snéri hún sér að mér og sagði glaðlega: „Ljúktu við söguna þína .... og þá munum við verða samferða ú t á þreskiloftið .. “ Eg kyssti á hönd hennar og hélt þvínæst til herbergis míns. Innan lítillar stundar var ég evo steinsofnaður. Morguninn eftir höfðu undar- legar tilfinningar æsings og ofsa kæti mig algerlega á valdi sínu. Konan mín var ennþá í fasta svefni, er ég steig upp í vagninn hjá Angelo og ók af stað, áleiðis til borgarinnar. Angelo hefur e. t. v. álitið það skyldu sína að ræða við mig um málefni byggðarlagsins og ég leyfði honum að masa án þess að hlusta á hann, en sökkti mér nið ur í hugsanir mínar. •Vagninn ók af stað niður eftir akveginum, þar sem fyrstu geisl- ar morgunsólarinnar voru þegar farnir að glampa. Því næst rann liann meðfram landamæragarð- inum og snéri loks inn á þjóð- veginn. Loftið var milt og hinn blíði Ijómi haustsins og fegurð þess birtist hvarvetna. Ég renndi aug- uaum yfir landið, sölnað og bleik fölt, og allt umhverfis mig var svo ólíkt því, sem það virtist í sóldýrð sumarsins. Hér var rautt lauf, sem þyrlað- ist af greinum vínviðarins í hægri golunni og þarna var iðandi net af sólargeislum og daufir skugg- ar á gömlum og gráum múrveggj um. Lengra í burtu flaug lævirki upp, flögraði stundarkorn um og settist svo á stóran moldarhnaus við veginn. ! Þarna voru skellur með blá- leitri eirgrænu á hvítum veggjum bændabýlanna. Þarna var mosi, gulur sem gull, á veðruðum þak- steinum lítillar kirkju, sem helzt líktist gamalli hlöðu, og þarna ' voru stór, græn akörn innan um , dökk laufblöð gamallar eikur, í sem skagaði út á veginn. i Ég gladdist af þessum og því- líkum atvikum, eins og þau hefðu einhverja ósegjanlega þýðingu og mér varð ljóst, að þessi háttur minn við að skoða hlutina, þar sem því var líkast sem ég elskaði þá alla, orsakaðist af hamingju minni, sem einnig var ný og ó- segjanleg. | Vegurinn lá nú upp fjallshlíð- ina og hækkaði óðum. Vagninn þokaðist áfram og nú hafði ég, í fyrsta skipti, tækifæri til að athuga hina fornu múrveggi, sem þverhníptir risu til lofts á efstu brún fjallsins. Skyndilega varð ég gripinn ein hverri ofsakæti, eins og þessir múrveggir hefðu verið takmark ! mitt, sem nú yrði mér loks sýni- legt, ekki aðeins takmark þessar- , ar stuttu morgunferðar, heldur . alls lífs míns. Vagninn fikaði sig hægt upp á við og eitt andartak, er ég virti múrana fyrir mér, sá ég sjálfan mig, ekki eins og ég var þ. e. I persóna ruglingslegra og hverf- ulla hugsana og tilfinninga, held- ur gæddan hinni fyrirfram ákvörðu leyndardómsfullu og ein földu skapgerð, sem Sagan til- ’ einkar hetjum sínum. j Þessir miklu menn, sem ég dáði flytjendur hamingju, höfðu ferð- ast eftir samskonar vegi og þess- um, á morgnum sem þessum og undir sömu sól, af sama himni. Mikið úrval af bróderuðum léreftsbiúndum nýkomið. í þessari vissu virtist mér ég finna staðfestingu þess, að ein- hvern góðan veðurdag mundi ég sjálfur verði einn slíkur maður. Ég virtist sjá það fyrir í mikil- leik augnabliksins, um leið og ég lifði það. Þótti mér þetta gleggsta merk- ið um inngöngu mína til veldis og ódauðleika. Ég varð all forviða, er ég gerði mér það ljóst, að ég var að tauta fyrir munni mér, stundarhátt: . „Tuttugasti og sjöundi október, nítján hundruð þrjátíu og sjö“, hvað eftir annað og í takt við hin hörðu, áköfu og reglubundnu hófaslög hestsins, á leið sinn upp snarbratta hlíðina. Og mér fannst ^ sem hin hrífandi fegurð þessarar j dagsetningar, er ég bar greini- lega fram hvert einstakt atkvæði hennar, myndi fela í sér einhvers konar fyrirboða. Loks komum við, þótt hægt færi, að borgarhliðinu, sem var afar þykk múrsmíði þar sem hæst gnæfði grannur, miðalda bogi, er virtist logagylltur í sólskininu, en bændur sem ráku asna sína eða báru stórar kröfur, gengu inn um hliðið á undan okkur. Raunverulega var þessi morg- unn nauðalíkur öllum öðrum morgnum hér uppi á fjallinu, eins og hvarvetna annars staðar. Þegar komið var inn fyrir hlið- ið þvarr kæti mín að miklum mun, er vagninn ók yfir hnull- unga hinnar bröttu götu, á milli tveggja raða gamalla húsa. | Er við komum á aðaltorgið steig ég útúr vagninum, bað Angelo að hitta mig aftur þar á sama stað, eftir eina klukku- stund og fór svo að leita að. pappír þeim, er ég þarfnaðist. i Sú verzlun, er ég hafði í huga, var alllangt í burtu og veittist mér næsta tafsamt að finna hana, en loks, er þangað kom, reyndist enginn ritvélapappír fáanlegur, aðeins skrifpappír. Ég ákvað því, þótt óánægður væri, að kaupa hundrað arkir og bjóst við að geta klofið þær í sundur og gert þannig tvær arkir úr hverri einni. j Með pappírspakkann undir handleggnum gekk ég inn í Skólavörðustíg. PARADISARGARÐURINN 10 „Viljirðu komast þangað, þá fljúgðu með mér á morgun, en það verð ég annars að segja þér, að allt frá Adams og Evu dögum, hefur enginn lifandi maður þangað komið. Við Adam og Evu muntu víst kannast af biblíusögunum?" „Já, víst geri ég það,“ sagði kóngssonurinn. „Þegar þáu voru út rekin, sökk paradísargarðurinn í jörð Iniður, en hann hélt samt sínu hlýja sólskini, sínu gæðalofts- ilagi og allri sinni dýrð. Álfkvennadrottningin á þar heima. Þar er Sæluey, sem dauðinn stígur aldrei fæti á, og inndælt er þar að vera. Seztu á bak mér í fyrramálið, og skal ég hafa þig með mér. Ég er að hugsa um að það takist, en nú máttu ekki tala meira, því að ég ætla að sofna.“ Og nú sváfu þau öll saman. Snemma morguns vaknaði kóngssonurinn, og brá honum þá heldur en ekki í brún, því að hann var kominn hátt upp * yfir skýin. Hann sat á baki Austra, semhélt honum trausta- tökum. Svo hátt voru þeir komnir upp, að merkur og skógar og fljót og stöðuvötn, það var allt tilsýndar eins og stór litsettur landsuppdráttur. / „Góðan daginn!“ sagði Ausri. „Þér væri annars óhætt að sofa dálítið enn, því að ekki er mikið að sjá á flatneskjunni fyrir neðan okkur, nema ef svo væri, að þig langaði til að j telja kirkjurnar, því að þær standa eins og krítardeplar á græna borðinu.“ Það voru merkur og engi, sem hann kallaði græna borðið. NVKOIUIO Mikið úrval af alls konar TVÍD-EFNUM margar teg. og litir. AUSTURSTRÆTI 9 • S I M I 1116-1117 wnoi >■« FYRIRLIGGJANDI: SANTA CLARA SVESEÍJIiR 50/60 70/80 RÍJSÍI\iUR steinlausar 12 V2 kg. og pk. KUREiVIUR í pk. EPLI, þurrkuð BL. ÁVEXTIR J.Æ ynfoí fyóon &J(.v varan Steinbeck. Saga þessi segir frá skrttnum náungum sem hafast við í smáborg í Kaliforníu Er bókin um ævintýri þau sem þeir lenda í og hið einkennilega lífsviðhorf þeirra Lesandinn bókstaflega velt- ist um af hlátri yfir hverju einasta tilsvari karlanna. Önnur útgáfa af bók þess- ari, í þýðingu Karls Isfelds, fæst nú hjá bóksölum og kost- ar aðeins 25 kr. heft og 35 kr. innb. Fallega brúna húð án sólbruna. •**<• totíb s >UKU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.