Morgunblaðið - 06.07.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.07.1955, Blaðsíða 16
Yeðurúilif í dag: SV kaldi og skúrir Lisfahátíð í Vín Sjá bls. 9. Fjölbreytt leik- og óperustarfsemi á vegum Heimdallar í sumar Ýmsir beztu söngkraftar bœjarins og söngfólk kemur fram í Sjálf- stœBishúsinu 8 skip mcð 100-250 tunnur síldar Óhagstætt veður HEIMDALLUR, félag ungra Sjálfstæðismanna, hefir undan- farið í æ ríkara mæli beitt sér fyrir margháttaðri menningar- etarfsemi fyrir ungt fólk í bænum, með umræðufundum, fyrir- lestrum og tónleikum. Á morgun hefst nýr þáttur og mjög mikil- vægur í menningarstarfsemi félagsins. Hefir verið ákveðið, að félagið gangist fyrir fjölbreyttri leik- og óperustarfsemi í Sjálf- etæðishúsinu fyrst um sinn í sumar og haust. Verður flutt einn 6Öngleikur og tvö leikrit, þar sem fram koma margir af beztu og kunnustu leik- og söngkröftum höfuðstaðarins, svo sem Lárus Pálsson, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Þuríður Pálsdóttir, Kristinn Hallsson, Magnús Jónsson, Rúrik Haraldsson, Róbert Arnfinnsson, Valdimar Helgason o. 11. Einar Pálsson er forstöðumaður Leik- húss Heimdallar. LISTRÆNT SKEMMTANALÍF Undanfarin sumur hefir verið hér mjög lítið um uppörfandi og listrænt skemmtanalíf í júlí- og ágústmánuði og jafnvel fram eft- ir september. Hefir þessi fátækt 1 æðrá skemmtanalífi höfuðstað- arins orsakað óeðlilegt og jafnvel ekki alveg hættulaust ástand fyr- ir æskulýð bæjarins, sem þráir lífrænar og skapandi skemmtan- ir, en ekki tómleika og spillingu kaffihúsalífs og göturáps. Úr þessu hyggst félagið reyna að bæta með þessum þætti starf- eemi sinnar og hefir ekkert til Bparað að takast megi að gera þessa mánuði ársins jafnauðuga af góðum skemmtunum og vetrar nánuðina. Flytur félagið jöfnum höndum létta gamanleiki til þess að losa um heilbrigða hlátursþörf fólksins og ímyndunarafl og verk alvarlegs efnis. Mun hið sama ejónarmið ráða í vali söngleikja. „ÓSKABARN ÖRLAGANNA" EFTIR SHAW Annað kvöld verður frumsýn- ing á fyrsta viðfangsefninu, sem leikhúsið tekur til meðferðar, en það er ,.The Man of Destiny“_eft- ir Bernhard Shaw. Hefir Árni Guðnason gert þýðinguna og nefnist leikritið á íslenzku „Óska barn örlaganna". I.eikarar eru þeir Lárus Pálsson, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Róbert Arn- ■finnsson og Valdimar Helgason. ;Leikstjóri er Einar Pálsson og hefir Magnús Pálsson gert leik- tjöldin. Leikrit þetta er í einum þætti -og tekur sýning þess upp undir tiálfa aðra klukkustund. Leikrit- ið samdi Shaw árið 1895 og fjall- ^ir það um Napoleon, er hann 3agði fyrst út á frægðarbrautina. Ær þar skopast að ofurmennishug •mvndum tíðarandans og vitsmun um konunnar teflt gegn vits- ^nunum karlmannsins. Leikurinn ^erist í herför Napóleons á Ítalíu. -NEI-IÐ EFTIR HEIBERG Næsta viðfangsefni verður létt ur gamanleikur með söngvum, og •munu ýmsir kannast við hann frá gamalli tíð. Er hér um að ræða „Nei-ið“ eftir^ Heiberg. Leikrit þetta er fullt af glettni og léttri ■kýmni, og eru ofnir í það ■skemmtilegir söngvar eftir Bell- man. Gert er ráð fyrir að við- fangsefni þetta verði tekið fyrir j ágústmánuði. BASTIEN ET BASTIENNE EFTIR MOZART Síðasta verkefnið á þessu leik- fiumri verður svo söngleikur eft- Einar Pálsson ir Mozart, „Bastien et Bastienne”. Er þetta æskuverk Mozarts og er léttur blær yfir því og gáski, og margt um yndisfagra söngva. Gert er ráð fyrir, að söngleikur þessi verði sýndur í september. Eins og sjá má af framanskráðu er Heimdallur hér að hefja mjög mikið og merkilegt starf. Heitir félagið á ungt fólk og alla, sem unna góðri list og kunna að meta þessa viðleitni félagsins til þess að viðhalda heilbrigði og starfs- gleði unga fólksins, að sækja leik- og óperusýningar félagsins í sumar og hvetja aðra til þess að gerast þátttakendur í þessu merkilega menningarstarfi. ÞÚFUM, 5. júlí: — Túnasláttur er nú almennt hafinn hér og er | spretta góð. Rúning sauðfjárs er að verða lokið. — P. P. SIGLUFIRI, 5. júlí: — Síðdegis í dag var kominn strekkingur á síldarmiðin og þaðan tæpast fregna að vænta í kvöld. í dag barst hingað síld til sölt- unar af 8 skipum, sem voru með 100—250 tunnur síldar Var hún samkvæmt fitugreiningu 15,9%, og er pað svipað fitumagn og er síld veiddist á öndverðri síldar- vertíð i fyrra og hitteðfyrra. — Síldin veiddist á djúpmiðum. — Bátarnir voru þessir: Sjöstjarn- an, Helga, Fram AK, Völusteinn, Mímir, Guðbjörn NK, Akraborg, Garðar EA, Særún og Víðir, Garði. Héðan býr sig nú til síldveiða ms. Ingvar Guðjónsson, sem verið hefir á togveiðum. —guðjón. Dreng bjargað - Hættulej>ur leikur ö KEFLAVÍK, 5. júlí: — í gær- kvöldi munaði mjóu, að hættu- legur leikur 6 ára drengs, hefði kostað hann lífið. Þetta gerðist um kl. 6. Þá veittu menn því athygli, inni í Njarð- víkum, hvar lítinn fleka sem á var drengur, bar skjótt frá landi. Meðal þeirra, sem skjótt brugðu við var frændi drengsins og heitir sá Einar Þórisson 18 ára, Njarð- víkingur. — Hafði hann komið hlaupandi ofan í fjöruna. Þar lét hann binda við sig band og lagði til sunds. En flekann hafði borið langt frá landi og synti Einar rösklega eftir honum. Var hann kominn 300 metra út, er bandið náði ekki lengra og þeir, sem í landi voru urðu að sleppa endan- um. Við flekann var Einar orð- inn svo þreyttur, að hann gat ekki náð landi aftur. En menn í landi höfðu þá brugðið við og skotið út trillu. Komu þeir stuttu síðar frændunum til hjálpar. Slikt sem þetta, hefir komið fyrir nokkrum sinnum áður hér syðra, en svo vel hefir tekizt að ekki hafa slys orðið. En foreldrar og aðstandendur barna ættu að brýna fyrir þeim, að leika ekki þenna hættulega leik. —Ingvar. Fjölbreytt héraðsmót Sjálfstæðis- manna í Dalasýslu um næstu helgi SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Dalasýslu efna til héraðsmóts um næstu heigi. Verður mótið haldið í Búðardal og hefst kl. 4 síðdegis. Bjarni Benediktsson, dóms- málaráðherra, flytur aðalræð- una á héraðsmótinu, en auk þess flytja ávörp þeir Friðjón Þórð- arson, sýslumaður, og Páil V. G. Kolka, héraðslæknir á Blönduósi. Guðmundur Jónsson, óperu- söngvari, syngur með undirleik Fritz Weisshappel, en auk þess skemmta þeir Árni Heigason frá ( Stykkishólmi og Sigvaldi Indriða son. — j Að lokum verður dansleikur jog leikur hljómsveit fyrir dans- inum. Héraðsmót Sjálfstæðismanna í Dalasýslu hafa jafnan verið mjög vel sótt og er ekki að efa, að svo verði einnig í þetta sinn. Guðbjörg Þorbjarnardóttir Lárus Pálsson 1 Róbert Arnfinnsson Valdimar Helgason Danirnir fara ekki ósigraðir Akurnesingar unnu þá í gær í GÆRKVÖLDI tryggðu Ak- urnesingar að danska knatt- spyrnuliðið fer ekki héðan ósigrað í afar skemmtilegum leik sigruðu Skagamenn Dan- Cuniiar „Nuw í útvarpinu ÚTVARPSHLUSTENDUM mun í kvöld gefast tækifæri til þess, að heyra Gunnar „Nu“ Hansen, lýsa þeim óskemmtilega landsleik milli Dana og íslendinga á sunnu daginn var Hefir mörgum leikið hugur á að heyra til þessa kunna 'þróttafréttaþuls danska útvarps- ins, sem fyrir lýsingar sínar á hverskonar íþróttakeppnum hef- ur hlotið mikla frægð. Áður en hann lýsti landsleiknum var hann fyrir danska útvarpið í Lundúnum og lýsti bar heims- meistarakeppninni í tennis. Lýs- ingu hans af landsleiknum verð- ur útvarpað kl. 10,30 í kvöld. Komm í Lands- bókasafnið THE BOOK OF KELLS, sem pró fessor Delarger afhenti nýlega forseta íslands sem vinargjöf frá ríkisstjóm írlands til íslenzku þjóðarinnar, hefir nú verið af- hent Landsbókasafni íslands. Þessi fagra og dýrmæta bók verður til sýnis í dag og næstu daga í lestrarsal Landsbókasafns- ins. ina með 2 mörkum gegn 1, sem þeir Þórður og Ríkharður skoruðu í miðjum fyrri hálf- leik, en þá léku Akurnesingar undan veðrinu, vindi af suð- austri- Einkum þótti mönnum mark Ríkharðs, sem hann skot aði af svo sem 10 metra færi, lallegt Þegar mörkin voru skoruð ætlaði hrifningaaldau aldrei að líða hjá og barst hún mönnum gegnum hvassviðriS til eyrna, sem voru niður I Austurstræti. Aage Rou Jen- sen, fyrirliði Dananna, skoraði hið eina mark Dananna, með skalla mjög líkt og fyrsta markið í landsleiknum á dög- unum. — Þrátt tyrir óhagstætt veður var gífurlegur mann- fjöldi áhorfenda, sem héldn glaðir heim að leikslokum I ringingunni. ------------í SKÁKEIHVfGIÐ 1 'REYKJAVÍK | ABCDEFGH *, ABCDEFGHl STOKKHÓLMUR | 18. leikur Stokkhólms Del—d2 J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.