Morgunblaðið - 08.07.1955, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 08.07.1955, Qupperneq 1
16 sáður Fyrsfa síldin til Siglufjarðár 'áöfe ■ I síldarbænum barst fréttin eins og Ijúfur andvari frá manni til manns: fyrsta síldin er komin! M.b. Fróði frá Ólafsvík varð fyrstur með silfurfiskinn til Siglu- fjarðar, landaði 150 tunnum síldar að kvöldi s. 1. mánudags hja síldverkunarstöð Óskars Halldórssonar h.f. (Ljósm.: Hinrik Andrésson). Lokaundirbúningur að Genfar-ráðstefnunni hafinn PARÍS, 7. júlí. LOKAUNDIRBÚNINGURINN að Genfarráðstefnunni er nú haf- inn. Á morgun koma fulltrúar Vesturveldanna þriggja saman til fundar í Faris til að ganga endanlega frá viðbúnaðinum fyrir fund æðstu manna stórveldanna í Genf 18. júlí n. k. Nutting hurðorður í gurð Tékku • LONDON, 7. júlí’ — Tékk- neski sendiherrann í London var í dag kvaddur á fund Nutting, aðstoðarutanríkisráðh. Breta. — Ræddust þeir við í heila klukku- stund. Sagt er, að Nutting hafi vCrið mjög harðorður í þessum viðræðum, er fjölluðu um mál frú Sispera. Hún er brezkur rík- isborgari, gift tékkneskum manni, og tékknesk yfirvöld hafa um langt skeið neitað frúnni um heimfararleyfi ásamt þremur börnum hennar. • Nutting var ekki myrkur í máli um, að þessi hegðun tékk- nesku stjórnarinnar spillti mjög fyrir vinsamlegum samskiptum milli landanna tveggja. • Aðstoðarutanríkisráðh. skýrði frá því, í neðri deild þingsins í gær, að tékknesk yfirvöld hefðu lítið flytja frú Sispera brott af heimili hennar, og brezka sendi- ráðið ynni að því að fá upplýs- ingar um verustað hennar. — í Reutersfregn frá Prag segir, að hún hafi komið aftur heim til sín árdegis í dag. Sagt er, að hún hafi farið að heim- sækja börn sín, sem eru á tékk- nesku heimili. • Skýrði Nutting svo frá, að tékknesk yfirvöld hefðu nú fall- izt á að veita frúnni heimfarar- leyfi — en börnin fengi hún ekki að taka með sér. • - Alls um 390 brezkar konur cru nú búsettar í Tékkóslóvakíu, Póllandi, Ungverjalandi, og Rú- meníu. Níutíu og fimm þessara kvenna æskja þess að snúa til heimalands síns, og hefir brezka stjórnin gert ítrekaðar tilraunir til að fá því framgengt, fyrir þeirra hönd. Búizt er við að fulltrúi frá utanríkisráðuneyti V-Þýzka lands muni taka þátt í um- ræðunum á Genfar-ráðstefn- unni, þegar mál varðandi V Þýzkaland verða á dagskrá. Eitt aðalstarf fulltrúafunds þess, er hefst í París á morgun, verður að rannsaka nánar þær niðurstöður, er fulltrúar V- Þýzkalands og Vesturveldanna þriggja, komust að í Bonn ný- lega, er þeir ræddu möguleika á sameiningu Þýzkalands. Niðurstöður þeirra voru eins- konar „endurskoðun1 á „Eden- tillögunni“, er gerði ráð fyrir frjálsum kosningum í Þýzkalandi undir alþjóða eftirliti. Þessi til- laga Edens var rædd á Berlínar- fundinum á s. 1. ári. Fulltrúarnir munu einnig ræða afvopnunarmálin. Starf undir- nefndar SÞ hefir nú legið niðri um skeið, þar sem tillögur Rússa í afvopnunarmálunum blönduð- ust um of ýmsum málum stjórn- málalegs eðlis, svo sem samein- ingu Þýzkalands. Brezka stjórnin hefir lýst yfir þeirri skoðun sinni, að gera verði Ijósara, hvaða mál undirnefnd- in eigi að fjalla um, og hvaða mál heyri undir utanríkisráð- herra viðkomandi þjóða. „BráilabirgSa" vopnahlé á Formósusundum WASHINGTON, 7. júlí: — Banda ríski utanríkisráðherrann Dulles, hefir látið svo ummælt, að „bráðabirgða" vopnahlé sé nú komið á í Formósusundum. Þó að vognahléið eigi enn enga sam- þykkt að baki sér, er ástandið miklu betra á sundunum en á Öndverðu þessu ári. Dulles gerði þessa yfirlýsingu á þingnefndar- fundi í s.l. viku, og var hún gerð opinber í dag. Robertson, aðstoðarutanríkis- ráðherra um mál, er varða Aust- urlönd fjær, sagði á þessum þing nefndarfundi, að kommúnistar í Norður-Vietnam hefðu rofið Genfar-sáttmálann með því að efla herstyrk sinn mjög. Hann ásakaði einnig Norður-Kóreubúa fyrir að rjúfa vopnahlésskilmál- ana. Hefðu þeir aukið liðstyrk sinn og flutt inn þrýstiloftsflug- vélar. Stefna Breta á Genf- arráðslefnunni LONDON, 7. júlí. — Anthony Eden, forsætisráðherra Breta, gerði í gær í ræðu stuttlega grein fyrir þeim höfuð atriðum, er Bretar myndu hafa á stefnu skrá sinni á Genfarfundinum. Sagði Eden, að Bretar myndu ekki hopa hársbreidd frá þrem atriðum: 1. Þeir myndu aldrei fallast á, að Atlantshafsbanda- lagið yrði lagt niður. 2. Þeir myndu gera sitt bezta til að vináttusambandið við Banda- ríkin héldist óbreytt. 3. Þeir myndu vinna að friðsamlegri sameiningu Þýzkalands. Viðræður Nehrus Ferðafólki auðveldað að vomast til anna Nýjar reglur um vegabréfsáritanir ganga í gildi WASHINGTON, 6. júlí. FÓLK, sem ferðast til Bandaríkjanna í viðskiptaerindum eða á skemmtiferðalögum, mun komast að raun um, að það er nú miklu auðveldara að komast inn í landið, en áður hefur verið, þar sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur gefið út nýjar reglur í sambandi við vegabréfsáritanir fyrir fólk, sem þangað ferðast og eigi sezt þar að. og TítÓS Þessar breytingar miða að því að gera ferðalög fólks víðsvegar að úr heiminum auðveldari en áður var, eins og Eisenhower Bandaríkjaforseti komst að orði í orðsendingu til þingsins. Sendiráðum Bandaríkjanna hef ur verið falið að semja um þessi mál við stjórnir viðkomandi ríkja, og hafa þau fullt umboð BELGRAD, 7. júlí. — Skömmu eftir miðnætti í nótt bárust fyrstu fregnirnir um, hvað þeim Tító og Nehru hefði farið á milli í Belgrad. Munu þeir hafa orðið sammála um, að kínverka alþýðu lýðveldið ætti að fá aðild að SÞ — og allar aðrar þjóðir, er full- nægðu þeim skilyrðum, er sett væru fyrir aðild að SÞ Lýsa þeir yfir þeirri von sinni, að Genfar- ráðstefnan verði til þess að bæta sambúð þjóða í milli. Kveðast þeir álíta, að ástandið í heimsmálun- um hafi batnað að miklum mun undanfarna mánuði. Brezki nýlendumála ráðherrann til Kýpur LONDON, 7. júlí: — Fregnir frá London herma, að brezki ný- lendumálaráðherrann Boyd, fari ' flugleiðis til Kýpur um næstu helgi til að taka þátt í undirbún- ingsviðræðum fyrir ráðstefnu þá, . er Bretar, Grikkir og Tyrkir hyggjast halda með sér um Kýp- ur-málið. Ráðstefna þessi verður haldin í London og er ekki gert ráð fyrir, að hún hefjist fvrr en að Genfar-ráðstefnunni lokinni. Tillagan um fjölgun að- ilja að Evrópuráðinu verður rœdd í nefnd Sendiherra Júgóslava í París ræðir við framkvæmdastjóra Evrópuráðsins. STRASSBOURG, 7. júlí. AKVEÐIÐ hefir verið, að Evrópuráðið taki til nánari athugunar og umræðu tillöguna um, að aðildaríkjunum að ráðinu verði fjölgað. Hefir þessi tillaga þegar verið sett á dagskrá nefndar þeirrar, er fjallar um almenn málefni ráðsins. Hinn franski talsmaður nefnd- arinnar átti í dag tal við blaða- menn. Skýrði hann svo frá, að tillaga brezka utanríkisráðherr- ans, Harold MacMillans, yrði rædd í nefnd, en Macmillan hafði gert það að tillögu sinni, að Júgó slavía fengi aðild að ráðinu eða gæti a. m. k. sent áheyrnarfull- trúa. Kvað franski talsmaðurinn það líklegt, að fulltrúar annarra þjóða vildu gjarna ræða, hverjar líkur væru á aðild Austurríkis, Spánar, Svisslands og Portúgals að ráðinu. ★ ★ ★ Benti hann á, að þrír mögu- leikar kæmu til greina fyrir þær þjóðir, er vildu standa í sam- bandi við ráðið — ef þær ekki fengju fulla aðild að því. Þeir gætu tekið óbeinan þátt í starfi ráðsins sem einskonar banda- menn þess, fengið áheyrnarfull- trúa eða verið viðstaddir umræð- ur um sérstök málefni — er vörð- uðu viðkomandi þjóð — í boði ráðsins. ★ ★ ★ Kvaðst hann álíta, að eitt fyrsta skilyrðið fyrir friði í heim- inum væri, að leppríkin yrðu frelsuð undan áþján kommúnista, og Rússar kveddu heim allan þann herafla, er nú væri stað- settur í A-Evrópuríkjunum. En sérstök nefnd Evrópuráðs- ins hafði í álitsgerð sinni talið þetta eiga að vera eitt af fjórum höfuðatriðum, er vestrænar þjóð- ir hefðu á stefnuskrá sinni í Genf. Hin atriðin voru: Alþjóða afvopn un, sameining Þýzkalands og frjálsar kosningar þar í landi, og stofnsetning Bandaríkja Evrópu og skyldu löndin austan járn- tjalds vera aðilar að þeim — sem og aðilar að Evrópuráðinu. Sendiherra Júgóslavíu í Frakk landi, sem er fyrrverandi utan- ríkisráðherra Júgóslava, kom í dag til Strassbourg frá París. Hann ræddi í dag við fram- kvæmdastjóra Evrópuráðsins. til þess að gera samninga á breið- um grundvelli sem auðvelda munu gagnkvæm ferðalög milli Bandaríkj anna og þeirra landa, sem samið er við. • 60 MILLJ. ÚTLENDINGA HEIMSÓTTU BANDA- RÍKIN S. L. ÁR í skýrslu ráðuneytisins segir m. a.: Á fjárhagsárinu 1954 árit- uðu bandarísk sendiráð 400.000 vegabréf fyrir fólk, sem ekki var innflytjendur. Margar þessar á- ritanir giltu í fleiri en eitt skipti. Samtals áttu erlendir ríkisborg- arar meir en 60 milljón heim- sóknir til Bandaríkjanna á s. 1. ári. Um það bil 250.000 manns flytjast til Bandaríkjanna árlega til fastrar búsetu. Þessar nýju reglur eru fólgn ar í því, svo framarlega sem viðkomandi persóna ekki er innflytjandi, að vegabréfs- áritunin er aðeins stimpill I vegabréfi viðkomandi, sem gefur til kynna, hver ferða- maðurinn er og staðfestif ennfremur, að hann sé ekki innflytjandi. •—• Þessi áritun gildir í langan tíma í einu, nema því aðeins að ástæðurnar fyrir ferðalaginu breytist og handhafi ætli sér t. d. að gerast innflytjandi. Er þetta gert til þess að reyna að gera vegabréfsáritanir eins ein- faldar og unnt er — eftir að áritunin er fengin þarf viðkom- andi aðili ekki frekar að leita til bandarískra sendiráða, á með- an áritunin er í gildi. NÝJA FYRIRKOMULAGIÐ VAR TIL 27 LANDA Þessar nýju reglur öðlast þegar gildi í 27 löndum, sem ekki krefjast vegabréfsáritana fyrir bandaríska þegna, og eru það eftirtalin lönd: Argentína, Austurríki, Bolivía, Kanada, Chile, Kúba, Danmörk, Frakkland, Bretland, Þýzkaland, N-írland, Grikkland, írland, Italía, Lichtenstein, Lux- emburg, Monacco, Holland, Nor- egur, Portúgal, Spánn, Surinam, Svíþjóð, Sviss, Tangier, Thailand, Uruguay og Belgía. Belgía krefst ekki vegabréfs- áritana, ef fólk dvelur tvo mán- uði í landinu eða skemur. Rússar greiða tjónið að há BANDARÍSKA stjórnin hefir fallizt á það tilboð Ráðstjórnar- innar, að Rússar greiði helming þess tjóns, er varð, þegar Rúss- ar skutu niður bandaríska flota- flugvél yfir Beringsundi 23. júní s.l. Stjórn Bandaríþjanna hélt því fram, að flugvélin hefði ekki flogið yfir rússneska landhelgi, en Ráðstjórnin kvað flugvélina hafa flogið yfir rússneskt yfir- ráðasvæði. — Reuter-NTB.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.