Morgunblaðið - 08.07.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.07.1955, Blaðsíða 14
* 14 MORGUNBLABIÐ Föstudagur 8. júli 1955 ^ HJÓNABANDSÁST EFTIR ALBERTO MORAVlA Framhaldssagan 25 Er hann snéri baki við mér og tók að snúa burstanum í sápu- slíálinni, fylgdi ég hreyfingum hans eftir með óþolinmóðum aug ufn og taldi sekúndurnar, sem liðu. «Asi minn og hungur fóru vax- andi með hverju andartakinu sem löð. i'Er Antonió hafði þyrlað sáp- rinni í þétt skúm, snéri hann sér v$ð og byrjaði að sápubera and- lp' mitt. Hann var frábær í því a|S maka andlit viðskiptavinarins í iT þykku, hvítu sápulöðri, en í iJptta skipti gerði leikni hans mér 13ca gramt í geði. í hvert skipti, s|m burstinn þaut yfir kinn mína, lált ég að nú væri það í síðasta sppti, en alltaf var sú tilgáta mín léng. Antonió byrjaði aftur og a||tur, alltaf með sömu, hægu hi'eyfingunum. fÉg veit ekki hversvegna, en skyndilega virtist mér það héimskuleg fjarstæða að liggja þprna í hægindastólnum, með ajíidlitið hulið sápuskúmi og það sém verra var, ég • áleit, að fýitonió væri vitandi vits að gera n*ig heimskulegan. Þessi síðastnefndi grunur minn var hlægilegur og ég kæfði hann þegar í stað niður. En hann sýn- ir, hversu hungrið hafði truflað njig- f Loksins, þegar hreyfingar bwrstans um andlit mitt, virtust aldrei ætla að taka enda, hrópaði ég óþolinmóður og argur: ,,Ég sagði yður að vera fljótur! .. og samt ætlið þér aldrei að hætta að klína þessari froðu framan í nlig!“ |Ég sá, að Antonió leit snöggv- ast til mín, björtum, undrandi aligum og því næst lagði hann frá sei' burstann og tók rakhnífinn, án þess að mæla orð. | Hann brá hnífnum á slípólina, eh laut svo yfir mig og hóf rakst urinn. Með sinni venjulegu leikni skóf hann sápuna og skeggið af liSegri kinninni og teygði sig svo fíam, til að byrja á vinstri vanga niínum, en við það þrýsti hann líkama sínum upp að handlegg n»ér. ' Ég gat ekki varizt því, að minn- ast ásakana Ledu. Það var eng- inn efi á því, að hann þrýsti líkama sínum upp að öxl minni og armlegg, um leið og hann laut yfir mig, og þessi snerting hans fyllti mig hamslausri reiði. ) Ég fann mýkt neðri hluta ístr- uhnar, sem ég sá fyrir hugskots- ahgum mínum sem loðna, vöðva- niikla og sveitta kúlu og nú loks, er ég skalf af viðbjóði, virtist mér ég skilja konuna mína. * Þetta var viðbjóður vissrar tegundar, sem ekki verður bæld- ur niður í eigin huga. Ég beið andartak og vonaðist til, að hann mundi hreyfa sig úr stað. En hann hvorki gerði né gat það, og skyndilega yfirsteig við- bíjóðurinn forsjálni mína. Með sjböggri hreyfingu færði ég mig Úr stað og á sömu stundu fann ég fjalt hnífsblaðið skerast inn í k|nn mína. ' Skyndilega braust út hjá mér hjrennandi hatur í garð rakar- a|is. Hann hafði kippt rafhnífn- Úm að sér og horfði á mig, undr- afidi og sem þrumu lostinn. Ég spratt á fætur, strauk hendinni upn kinnina, sem blóðið fossaði nú eftir og hrópaði, óður„ af l*æði. „Hvað ertu eiginlega að gfera, maður? .. Ertu genginn af vítinu?" *„En signor Baldeschi", stam- a® hann, „þér hreyfðuð yður .. þér kipptust mjög mikið við.“ „Það er ekki satt!“ öskraði ég. „Signor Baldeschi", sagði hann næstum biðjandi, með virðulegri og nánast hrærandi hæversku þess manns, sem veit sig borinn röngum sökum. „Hvernig hefði ég getað skorið yður, ef þér hefð- uð ekki hreyft yður? Trúið mér, þér hreyfðuð yður .. en þetta er bara lítilræði — bíðið andartak.“ Hann gekk að borðinu, tók tappann úr lítilli flösku, náði sér í örlitla bómullarkúlu úr pakka, sem lá þar og vætti hana úr sótt- hreinsandi vökva flöskunnar. Óður af reiði hrópaði ég: „Hvað meinið þér með því, að kalla þetta lítilræði?.... Þetta er stór og Ijótur skurður“ og um leið og ég hrifsaði bómullina af honum, gekk ég út að speglinum. Hinn brennandi sviði, er vökvinn snerti rispuna, sleit öll bönd af æsingu minni: „Svo þetta er að- eins lítilræði, eða hvað?“ öskr- ' aði ég og kastaði blóðugri bóm- ullinni frá mér, i stjórnlausri bræði: „Þér vitið ekki um hvað þér eruð að tala, Antonió .... sjáið hérna — það er bezt fyrir yður að hypja yður út sem fyrst!“ „En, signor Baldeschi .... Ég er ekki búinn að raka yður enn- þá....“ „Það skiptir engu máli. Hypjið yður héðan og látið mig ekki sjá yður framar", hrópaði ég. ,.Ég vil ekki sjá yður hér oftar! Hafið þér skilið það?“ „En, signor Baldeschi..“ „Ekki eitt orð ennþá .... burt með yður og komið aldrei hingað aftur .. aldrei aftur .. út með yður — skiljið þér það?“ „Á ég að koma á morgun?“ j „Nei, hvorki á morgun né ' nokkru sinni hér eftir..Þetta ætti að nægja yður!“ Ég stóð hrópandi í miðri stofunni, með handþurrkuna ennþá bundna um hálsinn. Því næst sá ég hann hneigja sig lítillega, hæðnislega er mér óhætt að segja. „Eins og yður þóknast", tautaði hann, gekk til dyra og hvarf sjónum mínum. Er ég var orðinn einn, smárén- aði reiði mín. Ég tók af mér hand klæðið, þurrkaði sápuna af mér og skoðaði andlitið í spegli. Ant- onió hafði rétt verið að ljúka rakstrinum, þegar óhappið varð, svo að andlit mitt, burt séð frá hinum langa, rauða skurði, var slétt á að líta. Ég tók annan bóm- ullarhnoðra, vætti hann í vökv- anum og þvoði skurðinn vand- lega. Á meðan var ég að hugsa um hina undarlegu hvöt, sem or- sakað hafði brottrekstur rakar- ans og ég viðurkenndi fyrir sjálf- um mér, að ég hefði notað skurð inn einvörðungu sem tilefni — vel þegið tilefni. Sannleikurinn var sá, að mig hafði lengi langað til að reka hann frá starfinu og þessvegna gripið fyrsta tækifær- ið sem bauðst. Mér varð einnig ljóst, að ég gat ekki skýrt Ledu frá brott- rekstrinum, sem bænheyrslu við óskum hennar, vegna þess, að ég hafði haldið Antonió áfram í þjónustu minni, þrátt fyrir ásak anif hennar, sökum eigingirni minnar, og af sömu sökum hafði ég nú rekið hann. Við þessar hugsanir kenndi ég nokkurs sam- vizkubits og fór nú fyrst að sjá það, að ég mundi ekki hafa tekið eins mikið tillit til konu minnar og skyldi, í sambúð okkar, fram til þessa. Ég klæddi mig svo í jakkann og gekk niður til Ledu. Hún var inni í borðstofunni og sat við borðið. Við snæddum nokkra stund, í þögn, en því næst sagði ég: „Veistu það, að nú er ég búinn að losa mig við Antonió fyrir fullt og allt.“ Án þess að líta upp frá matn- um, spurði hún: „Og hvernig ætl- arðu þá að hugsa fyrir daglegum rakstri?" „Ég ætla sjálfur að reyna að raka mig“, svaraði ég. „Enda 'Mmrarainnrtf’aVB * mnrwinmf'■ ■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■ ■ ■ ■ ■ ■■■ a ■rmtanBiDUB a i Byggingameistarar athugið | 9 ’■] Frá Strojexport, Prag, getum vér boðið yður j (■ til afgreiðslu nú þegar ýmsar gerðir af steypu- I |a hrærivélum ásamt vibratorum og öðrum : !■! ■] tækjum til bygginga. — Sérstaklega viljum : vér benda á hinar mikið eftirspurðu hræri- :j vélar 65 og 125 I. til hrærslu á pússningu. :j = HÉÐ!NN = — Sími7565 — á ■ ■1 >■* — Nýtt úrv al Amerískir léreltskjólor og sloppor Laugaveg 74 PARADISARGARÐURINN 12 Þar fóru þeir báðir ofan og réttu úr sér í mjúku grasinu, og blómin kinkuðu kolli móti vindinum, eins og þau segðu: „Ver heill aftur kominn!“ i „Erum við nú komnir í paradísargarðinn?“ mælti kóngsson urinn. | „Nei, nei,“ sagði Austri, „en nú verðum við þar bráðum. 1 Sérðu hamrabergið þarna og stóra hellinn, þar sem vín- teinungarnir hanga eins og stór, græn gluggatjöld? Þar eigum við að fara inn. Sveipaðu að þér skikkjuni. Hérna er steikjandi sólarhiti, en einu feti framar er nístingskuldi. Fuglinn, sem flöktír fram hjá hellinum, er með annan vænginn hérna úti í .brennandi sumarhita, en með hinn þarna inni í nístings vetrarkulda.“ „Svo þetta er þá vegurinn til paradísargarðsins?“ sagði kóngssonurinn. Nú fóru þeir inn í hellinn. Þvílík nepja! En það stóð ekki lengi. Austri breiddi út vængi sína, og lýsti af þeim sem skærasta eldi. En hvernig var hellirinn? Þar seytlaði vatnið niður af stórbjörgum, sem héngu yfir höfði þeim í fáránlegustu myndum. Ýmist var svo þröngt, að þeir urðu að skríða á fjórum fótum, ýmist svo hátt og vítt um sig eins og undir beru lofti. Það var líkast heljar- grafkapellu með steingerðum orgelum og steinþöglum pípum. „Við göngum víst á helvegi til paradísargarðsins,“ sagði kórfgssonurinn, en Austri svaraði engu orði og benti fram fyrir sig. Skein þá á móti þeim bláleitur bjarmi, ljómandi fagur. Grjótbjörgin uppi yfir þeim hverfðust hvað af hverju í þoku, og varð hún björt að lokum, eins og hvítt ský í tungls- skini. Auglýsing Athygli söluskattsskyldra aðilja í Reykjavík skal vakin á því, að frestur til að skila framtali til skattstofunnar um söluskatt fyrir 2. ársfjórðung 1955 rennur út 15. þ.m. Fyrir þann tíma ber gjaldendum að skila skattinum fyrir ársfjórðunginn til tollstjóraskrifstofunnar og af- henda henni atrit af framtali. Reykjavík, 8. júlí 1955 Skattstjórinn í Reykjavík. Tollstjórinn í Reykjavík Skrifstofustarf Ungur maður með verzlunarskóla- eða hliðstæðu prófi og góður í reikningi, getur fengið atvinnu nú þegar. Um framtíðarstarf getur verið að ræða. Umsóknir, ásamt upplýsingum um próf og fyrri störf, svo og mynd og með- mælum, sem verður endursend innan þriggja vkina, ósk- ast sendar afgreiðslu blaðsins merktar: „Skrifstofustarf —929“, fyrir 18. júlí n. k. Bytjgingameistari á Uurlamfi óskar eftir tilboði í starf. Tilboð sendist Mbl. fyrir 20. júlí merkt: „Starf — 923“. >K«

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.