Morgunblaðið - 09.07.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.07.1955, Blaðsíða 1
16 síður Samtal við fiskimálastjéra Skólað fyrír Geni “ VEIÐITÍLRAUNIR OG SÍLDARLEIT Ný leit að karfamiðum ALDREI í sögu fiskveiðanna hér á landi hefir verið lögð meirt áherzla á fiskileit og veiðitilraunir en gert er um þessar mundir. í siðasta mánuði fór togarinn „Harðbakur“ frá Akureyri til leita að karfamiðum við Norður- og Austurland og í fyrrinótt fór togarinn Jón Þorláksson í sömu erindum á svæðið undan austurströnd Grænlands. Loks lagði svo „Ægir“ upp í fyrrinótt i leiðangur til Norðuriandsins til síldarleitar og veiðitilrauna. Davíð Ólafsson fiskimálastjóri skýrði frá þessu á blaða- mannafundi í gær. Eru leiðangrar þessir kostaðir af atvinnu- málaráðuneytinu og að nokkru leyti af fiskimálasjóði í sam- ráði við atvinnumálaráðuneytið en við þá eru tengdar miklar vonir af öllum, sem við útgerð fást og sjóinn stunda. Sagan endurtekur sig— eftir 374 ár ALLIR kannast við söguna af því er Sir Walter Raleigh breiddi skikkju sína fyrir fram- an fætur Elísabetar I. Breta- drottningar, svo að hún gæti stig- ið þurrfóta inn í vagn sinn. Nú hefir sagan endurtekið sig. Skömmu eftir að Elísabet II, Bretadrottning, kom úr Noregs- för sinni heimsótti hún háskólann í Dundee í Skotlandi. Það hafði rignt um daginn og rauður dúk- ur hafði verið lagður frá aðal- dyrum háskólans að vagni drottn ingar. Fjórir læknastúdentar veittu því athygli að allmikið vantaði þó á það, að dúkurinn næði alla leið að vagninum. Þeir brugðu skjótt við, skutust fram hjá lögregluverðinum, fóru úr hinum skrautlegu jökkum sín- um og lögðu þá fyrir fætur drottn ingar, þá sex metra, sem á vant- aði. Hin unga drottning hikaði augnablik og leit til rektors há- skólans, sem var í fylgd með henni. Hann kinkaði brosandi kolli. Drottning brosti á móti og steig síðan hiklaust yfir jakkana og komst þurrfóta upp í vagn sinn, — eins og fyrirrennari henn ar fyrir réttum 374 árum. Rússar snúa afftir GENF, 8. júlí: — Sovétríkin til- kynntu í dag, að þau ætlu'ðu að taka sæti sitt að nýju í alþjóða heilbrigðismálastofnuninni. Þeir hættu störfum í stofnuninni fyrir sex árum. LEITAÐ NÝRRA KARFAMIÐA Það er ekki enn liðið ár síðan hin fengsælu karfamið, Jónsmið, út af Angmagsalik á austur- strönd Grænlands fundust, er togarinn Jón Þorláksson var þar að veiðum. Þá var mjög tekið að ganga á karfann hér við land. Nú er togarinn Jón Þorláksson, skipstjóri Ólafur Kristjánsson, farinn á Grænlandsmið á ný, til að leita nýrra karfamiða, sunn- an Jónsmiða. — Með togaranum er hinn nýbakaði doktor í fiski- fræði, dr. Jakob Magnússon, en hann hefir helgað sig karfa- rannsóknum. Kom hann hing- að til lands með þýzka rann- sóknarskipinu Anton Dohrn á dögunum, en í þeim leið- angri fór skipið á slóðir suhn- an Jónsmiða til karfarannsókna og þar er hugmyndin að dr. Jakob Magnússon stundi rann- sóknir nú. Verður togarinn 11 daga í leiðangri þessum. Það er mjög aðkallandi fyrir togaraflota okkar að finna ný karfamið, sem eru á nálægum slóðum og því getur þessi leið- angur markað sömu tímamót 1 karfaveiðum íslendinga og Jóns- mið í fyrra. Hér við land hefur karfaaflinn farið minnkandi og tekið er að ganga á Jónsmiða- karfann nú síðustu dagana, herma síðustu fregnir. En Jón Þorláksson mun láta íslenzku togarana fylgjast með leitinni. SÍLDARLEIT OG VEDÐI- TILRAUNIR ÆGIS í fyrrinótt lét varð- og rann- sóknarskipið Ægir úr höfn hér f Reykjavík. Var skipið nú sem síldveiðiskip á leið á vertíð, svo sem líka er raunin. Hann var með tvo nótabáta, herpinætur og síldardekk. Með skipinu er dr. Hermann Einarsson, en skipherra er Þórarinn Björns- son og nótabassi skipsins verður Ingvar Pálmason. Segja má, að hlutverk Ægis á síldarmiðunum verði tvíþætt. Með hinu fullkomna tæki sínu, asdic-tækinu, munu Æg- ismenn veita skipunum aðstoð við að leita að síld, sem ekki veður, en heldur sig á viðráðan- legu dýpi. Þá munu verða gerðar veiði- tilraupir. — Þær verða þannig framkvæmdar, að er síldartorfa kemur fram á asdictækinu, sigl- ir léttbátur frá Ægi og staðsetur torfuna nákvæmlega með dýpt- armæli, sem er í léttbátnum. —• Þegar því er lokið, koma nóta- bátarnir og kasta á torfuna um- hverfis bátinn. Nú eru nokkrir fiskibátanna Frh. á bls. 2. Eisenhower kemur á KeflavíkurflugvöU WASHINGTON, í gærkvöldi. EISENHOWER forseti kemur við á Keflavíkurflug- velli á leið sinni austur um haf, er hann fer á Genfar- ráðstefnuna. Hann leggur af stað í einkaflugvél sinni frá Washington n. k. föstudagskvöld og kemur við á Keflavík- urflugvelli fyrir hádegi á laugardaginn. Ef flugvélin heldur áætlun er gert ráð fyrir að forsetinn komi til Genf á laugardagskvöld. Ráðstefna stórveldanna í Genf hefst annan mánudag, þ. 18. júlí. Blaðafulltrúi Eisenhowers lagði af stað til Genfar þegar í dag. Sovétríkin hafa einnig byrjað mannflutninga til Genfar. „Stefna Sovétríkianna ekki byggð á veikleika44 — Eg vona, ef stríð verður aftur, að Sovétríkin og Banda- ríkin berjist þá hlið við hlið. — Eitthvað á þessa leið mælti Krúsjeff í garðveizlunni hja sendiherra Bandaríkjanna, Charles Bohlen, á þjóðhátíð- ardegi Bandaríkjanna 4. júlí síðastl. Myndin er tekin í garðveizlunni og sýnir Krúsj- eff lyfta brosandi glasi til konu sendiherrans, frú Bohl- en. Bulganin forsætisráðherra, horfir á, einnig mjög ánægð- ur á svip. London 10. júlí. SIR Anthony Eden, forsætisráðh. Breta, tók á móti Nehru, forsæt- isráðherra Indverja, er hann kom til Lundúnn í dag. Nehru sagði við komuna, að London „væri næstum síðasti áfanginn á leið sinni, sem legið hefði um löndin r i Austur Evrópu“. Nehru sagði, að ferðalagið um Austur Evrópu hefði staðfest þá sannfæringu sína, að þjóðir þar vildu frið. „En það væri rangt að áætla, að stefna -ovétstjórnarinnar í ut- anríkismálum væri byggð á veikleika*. sagði Indverjinn. Meðal þeirra, sem tóku á móti Nehru, var systir hans, Pandit, sem er sendiherra Indverja í Lon don og Krishna Menon, sérlegur sendiherra Nehrus. Nehru hefur tvo undanfarna daga verið í Rómaborg, og gekk þar fyrir páfa og ræddi við Segni, hinn nýja forsætisráðherra ítala. Nehru og Sir Anthony eru per- sónulegir vinir. Þeir munu ræða undirbúninginn undir Genfar- ráðstefnuna og byggja þar nokk- uðá reynslu Nehrus frá Sov- étríkjunum. 6.8 km falllilífar- stökk - án fall- PAU, Frakklandi, 8. júlí: — Franskir fallhlífarhermenn stukku í dag úr flugvél í 7.500 metra hæð yfir Pyerneafjöllum og létu sig falla 6.800 metra áður en þeir opnuðu fallhlífar sínar. Þeir segjast með þessu hafa sett nýtt heimsmet. Tíminn sem fallhlífarhermenn irnir voru í fallinu áður en þeir . opnuðu fallhlífarnar var frá 125 i— 132 sekundur. j Áður var fallmetið, án fallhlíf- ar, 6500 metrar, sett af sovétsk- um hermönnum. | Margir herforingjar og full- trúar flugfélaga voru viðstaddir. NýtefldumálaráS- herra Breta á Kýpur LONDON, 8. júlí: — Lennox- Boyd, nýlendumálaráðh. Breta, er kominn til Kyprus. Komu hans þangað hefir verið fagnað af eygjarskeggjum og Markarios, erkibiskup hefir látið í veðri vaka að ráðherrann muni m. a. ræða við sig. 30 sfiga hili í Noregi OSLO, 8. júlí: — Noregur er í bili eitt heitasta landið í Evrópu. Þar var í gær 30 stiga hiti á nokkrum stöðum, m. a. i Nesbyen í Hallingdal. Heitara en í Noregi var aðeins í tveimur löndum, Spáni 37 stig og Ukrainu 38 stig. Hitar ganga nú einnig í Dan- mörku, Svíþjóð og Finnlandi. f Kaupmannahöfn og Helsingfors var í dag 24 stiga hiti. Reshevsky skorar á Botviimik MOSKVA, 8. júlí: — Samuel Reshevsky skákmeistari Banda- ríkjanna, hefir skorað á Michael . Botvinnik skákmeistara Sovét- ríkjanna og heimsmeistara í skák j í 20 leika tafl um heimsmeist- aratitilinn. Reshevsky vill að 10 skákir verði tefldar í Moskva og 10 skákir í Bándaríkjunum. Reshevsky sigraði Botvinnik í skákkeppni, sém fór fram fyrir nokkrum dögum milli amerískra og rússneskfa skákmanna í Moskva. En g.rherísku skákmenn- irnir töpuðu í hópkeppninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.