Morgunblaðið - 09.07.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.07.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLADI9 Laugardagur 9. júlí 1955 HJÓNABANDSÁST EFTiR ALBERTO MQRAVÍA i Framh'aldssagan 26 vcifður það nú ekki nema í fáa daj|!a, vegna þess að við förum nú fljjðtlega héðan, eða er það ekki? -+Ég veit ekki, hvað kom eigin- Jeca yfir hann í dag, hann skar í kinnina með rakhnífnum . sjáðu hérna.“ Hún leit upp og horfði á sárið, þvi næst spurði hún: „Barstu eitt hvj|ið sótthreinsandi á það?“ |Já .... og ég get sagt þér það, aðöþessi skurður var aðeins not- aðör sem átylla, frá minni hendi. ..I. Raunverulega gat ég alls ekfii þolað hann stundinni leng- .. Þú hafðir algerlega rétt r þér“. vað áttu við með því?“ g sá, að ég gat ekki sagt frá lýsingunum um Antonió, án að segja skakkt frá því hven- ég hefði fengið þær og því lafe ég. „Ég talaði í morgun við Arpelo um þennan Antonió og égScomst að því, að hann er alger siðjeysingi. Svo virðist sem hann séjalþekktur sem slíkur, hér í ná- grjfnninu .... Hann ónáðar og ásfíþir allt kvenfólk. Þessvegna álsit ég, að þú kynnir að hafa haft á þéttu að standa, án þess þó að nc&krar sannanir séu fyrir hendi, og'þessvegna notaði ég þennan skíurð sem átyllu til brottrekst- urk“. Hún svaraði engu og ég hélt áffeam: „Samt er það skrýtið .. Ef|þert skil ég í því, að konum sk6li geðjast að honum — sköll- óttum, bleikum, stuttum og feit- um .... Hann er nú ekki beinlín- is neinn Adonis". „Fékkstu hentugan pappír inni í þorginni?" spurði hún. „ÍEkki fullkomlega .... en ég keypti dálítið af skrifpappír — hann nægir mér“. Ég fann, að lienni leiddist tal mitt um Antonió og beindi samræðunum í aðra átt, vísvitandi. „Ég ætla að byrja í dag á vélrituninni", sagði ég, „mér þykir bezt að vinna við það á kvöldin og næturnar .... Ég verð fljótari með því móti, að Ijúka við hana.“ Hún þagði og hélt áfram að snæða. Ég ræddi nokkra stund um bók mína og framtíðaráform og sagði þvínæst: „Ég ætla að tileinka þér þessa bók, vegna þess, að ég hefði aldrei getað lokið við hana án ástar þinnar“ og ég greip hönd hennar. Hún leit upp og brosti við mér. í þetta skipti var góð- vilji sá, sem ég svo oft þóttist verða var við í viðmóti hennar við mig, svo augljós, að jafnvel blihdur maður hefði orðið hans var. jpg mátti vart mæla eitt orð, og þa3: sem ég sat og hélt í hönd hennar, smádofnaði ákafi minn og fjaraði út. Hún brosti til mín, eins og móðir brosir við litlu barni sínu, sem hleypur til henn- ar, ljómandi af ánægju og segir: „Mamma, þegar ég verð stór, þá ætla ég að verða hershöfðingi". Og hún svaraði að lokum: „Og hvernig verður svo tileinkunin orðuð?“ Þessi spurning hennar líktist því, ef fyrrnefnd móðir spyrði barnið sitt, sem ætlaði að verða hershöfðingi, 'með umburðar- lypjdi: „Og í hvaða herfylki ætl- arðu að verða?“ ;Ég svaraði, frekar vandræða- lega: „O, eitthvað mjög hæversk- lcjga .... t. d. Til Ledu .. eða: T 1 konunnar minnar......Vild- irjSu kannske fá orðfleiri tileink- Utl?“ „Nei, nei! Ég meinti ekkert sér- stskt með spurningu minni.“ Hugur hennar dvaldi áreiðan- Idga við eitthvað annað og ég dró til mín hendina, þagnaði og starði á trén úti fyrir glugganum. Ég var að hugsa um það að annað okkar ætti að rjúfa þögnina, en ekkert skeði. Þögn hennar var næstum úrskerandi og endanleg, hún virtist lokuð inni í eigin hugs unum og ekkert fús til að koma þaðan út. Til þess að leyna von- brigðum mínum eftir mætti, reyndi ég að bregða á glens og sagði: „Veistu með hvaða orðum einn heimsfrægur rithöfundur tileinkaði konu sinni bók? Hann orðaði hana á þessa leið: ,,Til kon- unnar minnar, en án fjarveru hennar hefði bók þessi aldrei ver j ið rituð“. J Hún brosti dauflega, en ég bætti við fljótmæltur: „En vitan- lega gegnir algerlega andstæðu máli með okkur .... Ég hefði aldrei getað skrifað bókina mína án nærveru þinnar." 1 Nú brosti hún ekki einu sinni. Ég gat ekki stillt mig lengur, en sagði: „Gott og vel, ef þú kærir þig ekkert um það, þá læt ég enga tileinkun fylgja bókinni." ( Einhver beiskja mun hafa kom ’ ið fram í rödd minni, því hún virtist átta sig, greip hönd mína og svaraði: „Ó, Silvíó, hvernig dettur þér í hug, að ég muni ekki kæra mig um það?“ j En í þetta skipti var góðvildin aftur of augljós, lík góðvild móð- urinnar sem svarar, þegar barnið segir óánægt: „Ef þú vilt það ekki, þá ætla ég heldur ekki að , verða hershöfðingi! Auðvitað vil ég að þú verðir það .. og ég vil J að þú vinnir sigur í f jölmörgum orrustum.“ | Ég fann, að þessar samræður ■ vöru árangurslausar og aftur i greip mig sama óþolinmæðin og sú, er Antonió hafði áður valdið og sem ég hafði kennt hungrinu um. Ég reis harkalega á fætur og sagði: „Ég held, að Anna sé þegar farin að bera kaffið út.“ TÓLFTI KAFLI Seinna, þegar hún var farin til að hvíla sig, gekk ég til skrif- stofu minnar, til þess að bvrja á vélrituninni. Ég kom ritvélinn: minni vel fyrir á borðinu, opnaði hana og setti lokið á gólfið. Hægra megin við vélina setti ég handrit mitt, en vinstra meg- j in við hana lagði ég hinar óskrif- ! uðu arkir og carbon-pappírinn. j Ég tók þrjár arkir af pappír, 1 stakk tveim örkum af carbon- I pappír á milli þeirra, stakk þeim inn í vélina og ritaði fyrirsögn- ina. En ég hafði ekki sett arkirnar í beina línu og fyrirsögnin hall- aðist á eina hliðina, en auk þess hafði ég gleymt að nota upphafs- , stafi. í Ég tók arkirnar þrjár úr vél- inni og setti aðrar þrjár í þeirra stað. i I þetta skipti var fyrirsögnin rétt rituð og rétt staðsett, en við nánari skoðun sá ég, að ég hafði snúið kalkepappírnum öfugt, svo að hin tvö eftirrit voru algerlega ónýt. | Gramur í geði reif ég arkirnar úr vélinni og setti aðrar í þeirra stað. í þetta skipti gerði ég tvö eða þrjú glappaskot, sem gerðu fyrirsögnina ólæsilega. | Allt í einu greip mig einhver óttatilfinning. Ég stóð upp frá borðinu, reikaði um stofuna og horfði á hinar gömlu grízku prent myndir, sem skreyttu veggina — s.s. „Kammerseekastalinn", „Ut- sýn yfir Y/eimar“, „Stormur á Starnbergvatni", „Hrynjandi Rhínar“. j í húsinu ríkti djúp og alger þögn, gluggahlerarnir voru hálf- luktir og hið daufa Ijós í her- berginu hvatti mann til svefns. Ég fann, að ég var þreyttur og illa undir starf mitt búinn, svo að ég lagði mig því, á harðan legubekk í myrkasta horni her- bergisins. Ég teygði hendina yfir á smá- borð, hlaðið allskonar glingri og tók upp rauða minnisbók í leður bandi með gylltum kili, gamlan minjagrip frá árinu 1860. Hinn fyrri eigandi hennar hafði teikn- að á hverja blaðsíðu, litla penna- mynd af landslagi — mjög áþekk ar í fábreytni sinni, prentmynd- unum á herbergisveggjunum. Undir hverri mynd var rituð einhver athugasemd á frönsku. Ég horfði á landslagsmyndirnar, eina eftir aðra, og las margar PARADISARGARÐURINN 13 Og nú lék um þá Ijúfasti loftblær, hreinn og hressandi sem á fjöllum uppi og angandi eins og þar, sem rósir gróa í dölum niðri. , Á ein rann þar, og var hún fagurtær sem himinloftið sjálft, og fiskarnir voru skínandi sem gull og silfur. Léku þar niðri í vatninu purpurarauðir álar, og sindruðu af þeim . eldneistar í hvert sinn, er þeir hreyfðu sig. I Vatnsrósablöðin ljómuðu af litaskrauti regnbogans, og blómið sjálft var rauðgulur, brennandi logi, sem nærðist j af vatninu, eins og lampaljós af olíu, ' Marmarabrú var á ánni, stæðileg og stöðug, en svo hag- lega gerð og fínt úthöggin sem hún væri úr knipplingum og glertölum. Lá brú þessi yfir á Sæluey, þar sem paradísar- garðurinn var í öllum sínum blóma. | Austri tók kóngssoninn í fang sér og bar hann yfir um. ; Þar sungu blóm og blöð hina fegurstu söngva frá barnæsku ^hans og sungu þá svo dásamlega vel og fagurt, að engin ,rödd hér á jörðu getur sungið jafnfagurt. ) Voru það pálmaviðir eða risavaxnar vatnsplöntur, sem f greru hér? Svo safamikil og stórvaxin tré hafði kóngsson- iurinn aldrei séð á ævi sinni. j Það hengu og hinar undarlegustu vafningsjurtir í löngum : sveigum, líkast þeim, sem myndaðar sjást með litum utan- máls í gömlum helgramannasögum eða eru flúraðar í þeim kringum upphafsstafina. Crosse & Blackwell ltd í ^lösum og flöskum: Malt edik Olive olía FRENCH CAPERS Rose syrop Mayonnaise Salad Cream Cheí tómatsósa Branston sósa (fisklsósa) Chef sósa Worchestersósa Sveppasósa Sandwich spreað í pckkum: Tea ..VEDDA“ Matarlím p|pf||J, Jelly Cristals, i jarðirberja, ffjl m hindberja, appelsinubúðingar. í dósum: yjm #. mj j í Lyftiduft t: «> Krydd, allskonar Custard Powder AHar þessar heimsþekktu vörur höfum við fyrirliggjandi. H. BEHTSSOfll & CO. H.F. Hafnarhvoll — Sími 1228 "YMHHMfti Vörubílstjórafélagið Þróttur Merki á bifreiðar félagsmanna fyrir árið 1955 verða afhent á stöðinni frá 9.—20. júlí Ath. að þeir, sem ekki hafa merkt bifreiðar sínar með hinu nýja merki fyrir 20. júlí n. k. njóta ekki leng- ur réttinda sem fullgildir félagsmenn og er samnings- aðilum Þróttar eftir það óheimilt að taka þá til vinnu. STJÓRNIN. Sjá Jbú óhreina vaskinn! en sá munur að hreinsa með VI Hi VIM hreinsar allt fljótt og vel K-U A96 1151

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.