Morgunblaðið - 09.07.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.07.1955, Blaðsíða 16
Veðurúllif í dag: SV-kaldi. — Úrkomulaust. Víða léttskýjað. 152. tbl. — Laugardagur 9. júlí 1955 Auslin 50 ára í dag. Sjá grein bls. 7. JSohkur síldveiði í nótt Mapúi Þ, Torfason próiessor í lögfræði 12-15.000 tunnur á laitd í gær. IFYRSTU aflahrotunni á síldarvertíðinni, í fyrrinótt, munu síld- veiðiskipin alls hafa fengið milli 12000—13000 tunnur síldar. Voru það alls um 50 skip, sem voru á veiðisvæðinu, er síldin tók að vaða þar í fyrrakvöld. Skipin voru að veiðum fram undir kl. 5 í gærmorgun, en þá tók að gráða. í gærdag bárust ekki fréttir a.f veiði, enda var flotinn nær allur ýmist á leið til lands ,eða þá t höfn að losa, eða á útleið aftur, að lokinni losun aflans. HINN 7. þ m. skipaði forseti íslands Magnús Þ. Torfason, lög- fræðing, prófessor í lögfræði við Háskóla íslands frá 8. júlí að telja.. Vélgœzlumannadeilan: VERÐUR SÍLD? Við fregnirnar af síldinni í gær •dag, vaknaði spurningin, hvernig síldin muni haga sér. Er hún á eins hraðri ferð eins og undan- farin ár, eða mun hún staldra eitthvað við? Þetta er spurning in sem menn spyrja nú og bíða Bvars við. Samkvæmt símtali við Rauf- arhöfn seint í gærkvöldi, var síld aftur farin að veiðast á Austursvæðinu. Voru all- margir bátar þar á veiðum og höfðu nokkrir fengið dálítinn afla. Gott veður var þá á mið- unum, logn og bjart. Sú síld, sem á land barst í fyrrinótt var mjög stór og vel feit. Fréttaritarar Mbl. í „síldar- bæjunum" á Norðurlandi símuðu blaðinu í gær um söltunina og afla skipanna, hver á sínum stað, og fer það hér á eftir: éLAFSFJÖRÐUR Fyrsta síldin kom hingað til Ólafsfjarðar í morgun. Var það Einar Þveræingur, sem kom með 240 tunnur. Síðar í dag hafa kom ið þrír bátar í viðbót. Eru það Stígandi með 400 tn. Egill með 100 tn. og Sævaldur með 130 tn. Síldin veiddist djúpt út af Sléttu. Er hún stór og falleg ef miðað er við það hve snemma á sumrinu þetta er. Sildin fer öll til söltun- ar. — J. Á. RAUFARHÖFN Eftirtaljn skip hafa landað síld til söltunar í nótt og í dag: Bára, Hnífsdal 300 tn., Hrafn Svein- bjarnarson 130 tn., Sigurfari, llornafirði 85 tn., Flosi, 208 tn., Björg, Eskifirði 120 tn., Helga 600 tn., Hilmir 200 tn... Gylfi 150 tn. Græðir 600 tn. í gær söltuðu þessar stöðvar «ftirfarandi magn síldar: Óskar Halldórsson h.f. 400 tn. Óðinn 300 tn. Hafsilfur 1000 tn. og Norð- ursíld 150 tn., Skor 450 tn. SIGLUFJÖRÐUR Saltað er hér á flestum plön- um í dag og allmikið á sumum. Jörundur fékk 1000 tn. út af Sléttu. Vitað er um 40—50 skip sem fengu síld í gærkvöldi frá 100 tn. til 1200 tn. Jörundur 1200 tn., Snæfell 900 tn,, Vörður 700 tn., Jón Finnsson 600 tn., Smári 500 tn., Akraborg 500 tn., Helga 600 tn., Von 400 tn, Guðbjörg 400 tn., Guðfinnur 400 tn. HÚSAVÍK Hér á Húsavík eru fimm sölt- unarstöðvar, sem allar eru til- búnar að taka á móti síld, sem heimamenn munu vinna við eins og á undanförnum árum. í dag var fyrsta síldin söltuð úr þessum bátum: Smári TH 48 tn., Pétur Jónsson 425 tn., Von TH 301 tn., Revkjaröst 72 tn. Þeir krefjast 11,5% Eiærri launa en starfsbræður þeírra í Bvík fá IVESTMANNAEYJUM situr allt við hið sama í hinni ískyggi- legu deilu hraðfrystihúsanna þar og Vélstjórafélagsins. ;— Ura helgina munu sáttafundir verða reyndir. REYKJAVÍK ABCDSFGB m&-m m&m ^ íáfÉH Hiii t t W' Æ A á wmm' Bá m s§ m, ~ ABCDSFGB STOKKHÓLMUR 19. leikur Stokkhólms: Dd2xBe3 30 svín kafna í eldsvoða Eldur í svlnabúi í Hafnarfirði HAFNARFIRÐI ÞAÐ MÁ segja að eldsvoðar gerist nú orðið ærið tíðir hér í bæ. Fyrir nokkru brann Skipasmíðastöð Hafnarfjarðar, eins og kunnugt er, og í fyrrinótt brann hér svínabú og drápust 30 svín af völdum reyks. Voru þau öll dauð þegar að var komið. Magnús Þ. Torfason Magnús Þ. Torfason er 33 ára að aldri, sonur hjónanna Kol- finnu Magnúsdóttur og Torfa Hjálmarssonar, bónda að Hall- dórsstöðum í Laxárdal í Suður- Þingeyjarsýslu. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og kandidatsprófi í lögum 1949, í bæði skiptin með mjög hárri fyrstu einkunn. — Magnús hefir undanfarin ár starfað sem fulltrúi hjá borgar- dómaranum í Reykjavík. 8 milli. króna verðlaun fyrir að finna atómsprengju WASHINGTON: — Öldungadeild Bandaríkjaþings hefir samþykkt tillögu um að verðlauna með allt að 8,2 millj krónum þann mann, sem uppgötvar að verið sé að reyna að smygla kjarnorku- sprengju inn í Bandaríkin. Fyrir löggjafanum vakir að koma í veg fyrir að hugsanlegt óvinaríki geti smyglað kjarnorku sprengjum inn \ landið, áður en styrjöld hefst.. Tillagan fer nú til fuiltrúadeildarinnar. Kjarnorkusérfræðingar halda því fram, að líklegt sé að ríki fjandsamleg Bandaríkjunum hafi nú þegar framieitt atomsprengj- ur, sem erfitt sé að finna við toll- skoðun. Eins og áður hefir verið skýrt frá, hefur Vélstjórafélagið boðað verkfail í hraðfrystihúsunum hinn 13. þ.m. Skelli það á, mun allur vetraraflinn í húsunum, 20—30 millj. kr. virði, eyðileggj- ast á örfáum dögum. BOÐIÐ SAMA OG í REYKJAVÍK Þegar í upphafi samningavið,- ræðnanna buðu vinnuveitendur Vélstjórafélaginu að öllu leyti sömu kjör og vélgæzlumenn hrað frystihúsanna hér í Reykjavík fengu, með nýjum samningi um miðjan júní s.l. í Eyjum hafa vél- gæzlumenn haft samskonar kjör og stéttarbræður þeirra í Reykja vík og slíkt skyldi haldast í hin- um nýju samningum. bílaáreksíra MARGUR bíleigandinn hefur nú miklar áhyggjur. Undanfarið hafa bílaárekstrar verið með fá- dæmum margir hér í bænum, án þess þó að veruleg slys hafi orð- ið á fólki Rannsóknarlögreglan fær nú daglega til meðferðar mikinn fjölda árekstrarkæra. Það er nærri því sammerkt með þeim öllum, að eftir á að hyggja, hafa bílstjórar sagt: Já, þetta var hreinn klaufaskapur hjá mér. — í öðrum tilfellum er ekið á menn í fullum rétti á bílum sínum. Meðal þeirra bíla, sem orðið hafa fyrir meiri og minni skemmdum upp á síðkastið, eru glænýir bílar sem menn hafa lagt allt sitt fé í og jafnvel meira en það, til þess að eignast. Sumir eigendur þess- ara bíla hafa orðið fyrir miklu tjóni. Það verður aldrei nógsamlega oft brýnt fyrir ökumönnum að vera árvakir við bílakstur, ekki sízt í hinni gifurlegu umferð, sem nú er, sagði rannsóknarlög- reglumaður við blaðið í gær. FOLKSBIFREIÐ EYÐILAGÐIST í BRUNANUM Það var um hálfsex leytið, að Helgi Þórðarson á Álfaskeiði, sem hugsað hefir um svínin, tók eftir því heiman frá sér, að eld og reyk lagði upp af svínabúinu, sem er skammt fyrir ofan svo- iiefndan Ólafsreit, nokkuð upp af Álfaskeiði. Gerði hann slökkvi liðinu þegar aðvart, en þá var töluverður eldur í norðurenda hússins, og reykur. Hús þetta var einlyft og alllangt, og höfðu ný- lega farið fram endurbætur á því. •— Einn af eigendum svínabúsins, en þeir eru sex, Alfreð Kristins- son, átti þar geymda gamla fólks- bifreið, og eyðilagðist hún með öilu í eldinum. Hún var óvá- tryggð. I.ANGT f VATN Mjög erfitt var þarna um vik hjá slökkviliðinu, með því að ein- ir 500 metrar eru í næsta vatns- hana og yfir hraungrýti að fara. Því tókst þó að bjarga um helm- ing hússins, en að öðru leyti eyði lagðist það mjög af eldi og vatni. — Svínabúið var vátryggt. Uppi eru raddir um það hér í Hafnarfirði, að margt bendi til þess, að um íkveikju hafi verið að ræða. ELDUR í HEYHLÖÐU Síðastliðinn fimmtudag var Slökkvilið Hafnarfjarðar kallað út á Álftanes, að bænum Hliði, en þar hafði kviknað í gömlu heyi í hlöðu, sem er áfast við íbúðar- húsið. Var töluverður eldur í hey- inu og lagði mikinn reyk upp af því og inn í íbúðarhúsið. Tókst fljótlega að slökkva eldinn, og urðu tiltölulega litlar skemmdir. — G. E. ílngir Sjálístæðismenn hyggjast reisa Jóni Þorlákssyni myndastyttu Hann var einn mesti stjórnmálaskörungur þjóðarinnar EINS og kunnugt er, hélt stjórn Sambands ungra Sjálfstæðis- manna hátíðlegt 25 ára afmæli sambandsins. Var hátíðin haldin í Þrastaskógi um síðustu helgi og fór hið prýðilegasta fram. VILJA HEIÐRA MINNINGU JÓNS ÞORLÁKSSONAR í ræðu, sem Magnús Jónsson alþm., formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, hélt á samkom unni, skýrði hann frá því, að ung- ir Sjálfstæðismenn hefðu ákveð- ið að safna fé í styttu af Jóni Þorlákssyni fyrrum ráðherra og bórgarstjóra í Reykjavik. Jón Þorláksson var, sem kunnugt er, fyrsti formaður Sjálfstæðisflokks ins og einn mesti stjórnmálaskör ungur, sem hér hefir verið. — Vilja ungir Sjálfstæðismenn heiðra minningu þessa mikils- virta formanns flokks síns með því að gefa Reykjavíkurbæ styttu af honum. LEITAÐ STUÐNINGS Ekki er enn ráðið, hvaða lista- maður gerir styttuna, enda mál- ið á byrjunarstigi, en vonast er til þess, að menn bregðist vel við, þegar leitað verður til þeirra um stuðning. EKKI TIL VIÐTALS! Þessu var gjörsamlega hafnað. Sögðust vélgæzlumennirnir ekki vera til viðtals um slíka samn- ingaH — Hér skal þess getið, að með hinum nýju samningum vél- gæzlumanna hraðfrystihúsanna hér í bænum var mánaðarkauþ þeirra ákveðið kr. 4186, en um það hafa vélgæzlumennirnir i Eyjum tilkynnt að þeir myndu ekki semja upp á. — Þeir krefj- ast nú kr. 4669 mánaðarlauna, sem er um 11,5% hærra en starfs bræður þeirra í Reykjavík fá. Þá krefjast þeir í Eyjum, kr. 23,35 í tímakaup. Er það hvorki meirá né minna en kr. 3,10 hærra kaup en iðnaðarmenn með 4 ára nám að baki fá annarsstaðar á land- inu! — Sérmenntun vélgæzlu- manna er 4 mánaða námskeið, en ekki nærri allir, sem starfa í hraðfrystihúsum landsins, munu hafa tekið þátt í slíku námskeiði. Það fer ekki milli mála, þegar á þetta mál er iitið, að hér er um hreina misbeitingu á verkfalls- réttinum að ræða, þeim rétti, sem hingað til hefur verið borin fyllsta virðing fyrir hér, sem og í öllum lýðfrjálsum löndum. IÍR leikur við Svíaua kL 5 í dag f DAG leikur KR fyrsta leikinn gegn sænska liðinu Hacken frá Gautaborg, sem kom hingað á föstudagskvöldið. Leikurinn hefst kl. 5,00 á íþróttavellinum. Lið KR verður þannig: Guð- mundur Georgsson — Hreiðar Ársælsson, Guðbjörn Jónsson — Hörður Felixson, Hörður Óskars son, Helgi Helgason — Ólafur Hannesson, Sigurður Bergsson, Þorbjörn Friðriksson, Gunnar Guðmannsson og Reynir Þórðar- son. Lið Hacken er þannig: Runð Lutander — Gösta Magnusson, Sven Nyman — Sen Agne Lars- son, Leif Sjören, Conny Simonsen — Bert Fagerman, Sonny Kjell- gren, Rolf Anderson, I. Kurt Nielsson og Sture Jufors. Þetta er 3. knattspyrnuflokkur- inn sem kemur í heimsókn til KR í þessum mánuði, en nú erU einnig hér á þess vegum 2 drengja flokkar frá Bagsværd í Dan- mörku. Leika þeir á KR-vellinum í dag kl. 2.00, fyrst III. A og síðan III. flokkur C, en það lið var ein- mitt í heimsókn í Bagsværd f júní-mánuði. j’ _ Rán í Svíþjéð ^ STOKKHÓLMI, 8. júlí: — Lög- reglan eiti í kvöla tvo menn sern rænt höfðu kvengjaldkera, á leið til pósthúss, 50 þús. sænskum kr. Líflátsdómur á 50 mínúlum STAFFORD, Englandi: — Líf- látsdómur var kveðinn upp hér á þriðjudaginn, eftir einhver stytztu réttarhöld í morðmáli f sögu Bretlands. Réttarhöldin stóðu yfir í tæpar fimm mínútur. Sakbomingur, 33 ára gamall byggingaverkamaður játaði strax sök sína. Hann hafði myrt vá- tryggingasölumann í febrúar s.L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.