Morgunblaðið - 10.07.1955, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.07.1955, Blaðsíða 6
MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 10. .iúlí 1955 1 '-*' Farþegar og áhöfn í fyrstu millilandaflugferðinni. Myndin var tekin í Skotlandi skömmu eftir komuna þangað. Freinri röð talið frá vinstri: Sigurður Ingólfsson, vélamaður, F/O W. E. Laidlaw, Jóhann Gislason, loftskeytamaður og Jón Jóhannesson. Aftari röð talið frá vinstri: W/O A. Ogston, Smári Karlsson, flugmaður, Jó- bannes Snorrason, flugstjóri, Jón Einarsson, Hans Þórðarson og Robert Jack. Tíu ár síðan fyrsfa íifenika flugvéíin fór í farþegafiug milli landa En nú hefir miSliEandaflygið rofið langa einangrun þjóðarinnar. HINN 11. júlí 1945 er merkis- dagur í sögi-i íslenzkra flugsam- gangna. Þann dag flaug íslenzk flugvél í fyrsta skipti milli ís- lands og útlanda með farþega og póst. Með flugi þessu var stigið þýðingarmikið spor fram á við í samgöngumálum okkar íslend- inga. — Miklar fréttir fylltu Reykjavíkurblöðin um þessar mundir. „Esja" var nýkomin heim með 300 íslendinga, sem dvalið höfðu ytra öll stríðsárin. í>á var líka fyrstu síldinni land- að á Sigiufirði og því mikið um að vera fyrir norðan. Við flug- höfnina i Skerjafirði var einnig eitthvað að ske. Meðan vel flestir Eeykvíkingar sváfu værum svefni var í óða önn verið að undirbúa brottför Katalínaflug- báts Flugfélags íslands, sem lá við festar íiti á firðinum. í þetta skipti var ferðinni ekki heitið norður til Akureyrar eða vestur á firði, því nú átti að kanna nýjar og ótroðnar leiðir fyrir ís- lenzkar flugsamgöngur. DRAUMUR RÆTIST Um borð í Katalínaflugbátn- um, sem bar einkennisstafina TF-ISP, síðar nefndur „Sæfaxi" Og þó öllu oftar Pétur eða „Gamli Pétur", höfðu fjórir farþegar kom ið sér fyrir í sætum og áhöfn flugbátsins, alis sex manns, var sem óðast að búa sig undir flug- tak. Siglingafræðingurinn hafði áætlað flugtímann til Langsflóa í Skotlandi um sex klukkustund- ir. Á slaginu kl. 7,27 sveif flug- báturinn upp af Skerjafirðinum og þar með var fyrsta farþega- flugið milli íslands og útlanda hafið. Með því var blað brotið í sögu íslenzkra flugsamgangna. Dómurinn um það, að ís'Lendingar gætu sjáifir flutt farþega með eigin flugvélum milli íslands og unnarra landa var að rætast. & 1000 I TRYGGINGU Nokkur aðdragandi var að því, að F. í. hæfi flu'gferðir til Skot- lands. Árið 1944 festi félagið kaup á Katalínafiugbáti í Banda ríkjunum, og kom hann hingað til lands síðla sama ár. Bar hann einkennisstafina TF-ISP. Með kaupum þessarar flugvélar og þriggja annarra, sem fylgdu í kjölfarið árið 1945, má segja, að að aðstaða F. í. hafi stórurn batn- að til að víkka athafnasvið sitt og kanna nýjar leiðir. Snemma á árinu 1945 leitaði Flugfélag ís- lands hófanna um möguleika á að fara nokkrar reynsluflugferðir miili íslands og Stóra -Bretlands. Fóru málaleitanir þessar fram Framh. á bls. 10 Regnhlífar Regnkápur Rifskápur Poplinkápur Gaberdinkápur Peysufatafrakkar FELDUR H.f. Laugavegi 116 TOSKUR HANZKAR HÁLSKLÚTAR BELTI BUDDUR MOKKASÍNUSKÓR INNISKÓR RENNILÁS- TÖSKUR Verð frá kr, 58,00 FELDUR H.f. Austurstrœti 10. og Laugavcgi 116 KJOLAR og SUHtlAR- KÁPUR SPORTBUXUK, stuttar og síðar. SPORTSKYRTUR — BLÚSSUR JAKKAR — PEYSUR — PII.S SUNDBOLIR — SLOPPAR HATTAR — HÚFUR NÆRFÖT — NÁTTFÖT SNYRTIVÖRUR Flugmennirnir, Jóhannes Snorrason og Smári Karlsson, eftir komu Télarinnar Ul Largs-vatns. mmm Ný sendíng tekin upp eftir he*»ina. verest Tredliig Cstmpany Umboðs- og heildverzlun. Garðastræti 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.