Morgunblaðið - 10.07.1955, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 10.07.1955, Qupperneq 9
I Sunnudagur 10. júlí 1955 MORGUNBLAÐIB Rey kjavíkur bréf: Laugardagur 9. júlí Brezkir útgerðarmenn kaupa blaðarúm fyrir ohroður og rangfærslur um málstað íslendinga — Bjóða íslenzkum blöðum fé fyrir aðstoð við þá iðju — Hótaniir brezkra stjórnarblaða — Forysta atvinnumálaráðherra um viðtæka fiskileit — Þrenn landbúnaðarlög nýsköpunarstjórnarinnar — Stofnlánadeild frumbýlinga E 1*. i Auglýsingaherferð brezkra útgerðar- manna DEILAN um vernd íslenzkra íiskimiða er nú að komast á nýtt Btig. Samtök brezkra útgerðar- imanna hafa fyrir nokkru hafið auglýsingastríð gegn friðunarað- gerðum íslendinga í brezkum folöðum. Hafa þessi fésterku sam- tök varið offjár til þess að kaupa rúm í víðlesnustu blöðum Eng- lands undir róg og blekkingar um íslendinga. En útgerðarmannaklíkan hefur ekki látið við þetta sitja. | Hún hefur nú fyrir skömmu farið þess á leit við stærsta og útbreiddasta blað íslands, Morgunblaðið, að það birti „auglýsingu" hennar og taki ' þarmeð fé fyrir að koma rang færslunum og óhróðrinum um j íslenzku þjóðina og ríkisstjórn hennar á framfæri hér heima. Morgunblaðið hefur að sjálf- sögðu neitað að taka slíka „aug- lýsingu“ til birtingar. En það hefur talið rétt, að íslenzkur al- menningur ætti þess kost, að sjá <og kynnast með eigin augum, hvað það er, sem samtök brezkra útgerðarmanna hafa verið að aug lýsa og reyna að telja brezku þjóðinni trú um. í raun og veru felst þó ekkert nýtt í þessari aug- Jýsingu. Hún er endurtekning á sömu fjarstæðunum og sleggju- dómunum, sem útgerðarmenn í Bretlandi hafa haldið fram frá upphafi. Kjarni þeirra er sá, að ís- 1 lendingar geti ekki ákveðið að auka vernd fiskimiða sinna, nema því aðeins að þeir biðji Breta um leyfi til þess, og sé allra náðarsamlegast veitt það!! « „Hin hefðbundnu þriggja milna takmörk“ ENDA þótt staðhæfingar „aug- lýsingarinnar" hafi oftlega verið hraktar er þó ástæða til þess að athuga örfáar þeirra lítillega. í upphafi hennar er talað um hin „hefðbundnu þriggja mílna takmörk". Hér er um rakalausan þvætt- ing að ræða. Engin „hefðbundin þriggja mílna takmarkalína" hef ur verið hér til. Fram til ársins 1901 voru flóar landsins lokaðir fyrir veiðum útlendinga. Frá ár- ínu 1631—1859 voru fiskveiðar útlendinga jafnframt bannaðar innan línu, sem dregin var 24 og siðar 16 mílur frá ströndinni. Ár- íð 1859 voru þessi takmörk mið- uð við 4 mílur en flóarnir lokað- ír eftir sem áður. Það er fyrst í samningnum milli Dana og Breta frá 1901, sem þriggja mílna línan skýtur upp kollinum. Og þá eru flóar og firðir jafnframt opnaðir. Af þessu sést greinilega, að bollaleggingar brezkra tog- araeigenda um einhverja „hefðbundna þriggja mílna ' - línu“ er gersamlega út í blá- Aðdróttun um aukna lífshættu í AUGLÝSINGUNNI er ekki far- ið neitt dult með það, að íslend- ingar hafi með friðunarráðstöf- unum sínum stefnt lífi brezkra togaramanna í mjög aukna hættu. Er látið að því liggja að slys hafi þegar leitt af hinum nýju friðunartakmörkum. f áhuga sínum fyrir að læða því inn í huga brezks almenn- ings, að íslendingar séu með B R 1 T I S H TRAWLERS Grimsby 'Fleenvood hinn stóraukni innflutningur véla og nýrra tækja í þágu ræktunar, samgangna og bú- fýslu. Með hinni auknu véla- notkun hélt hinn nýi tími inn- reið sína í íslenzkar sveitir. Vegna hennar geta nú fámenu heimili rekið stórbir við lífvænlega afkomu. T. H E B R I I S S R A W S. i. I i D i l O Þetta er mynd sú, sem brezkir útgerðarmenn hafa látið fylgja „auglýsingu“ sinni í brezkum blöðum. Eiga hin skyggðu svæði í flóum og fjörðum að tákna hin friðuðu svæði, sem samtök brezkra togaraeigenda telja sig hafa verið ranglega „rænd“, með aðgerðum íslenzkra stjórnarvalda!! köldu blóði að tefla lífi brezkra sjómanna í stórhættu, sést félagi útgerðarmannanna yfir það, að ef um aukna hættu væri að ræða fyrir Breta, þá vofði hún ekki síður yfir ís- lenzkum togaramönnum. Nákvæmle^a sömu reglur gilda nefnilega um búlkun veiðarfæra þeirra og hinna brezku togara. í auglýsingunni kvarta togara- eigendur einnig mjög undan því að brezkir landhelgisbrjótar skuli hafa verið teknir og sektaðir síð- an hin nýju fiskveiðitakmörk voru sett. Það er rétt eins og þeim finnist það ókurteisi af Islend- ingum að verja hin friðuðu svæði fyrir veiðiþjófum! Þá er því lýst yfir, að íslend- ingar hafi hafnað öllum tilraun- um til samninga. Það er rétt, að íslendingar hafa talið sig geta gert ein- hliða ákvarðanir um þessi mál, í samræmi við alþjóða- reglur, á sama hátt og Norð- menn gerðu og Haagdómurinn staðfesti að þeir hefðu haft heimild til. En ríkisstjórn ís- lands hefur lýst sig reiðu- búna til þess að leggja málið fyrir alþjóðadómstól, að því til skyldu að málalok þar þýddu jafnframt lok löndunarbanns á íslenzkum fiski i Bretlandi, en tryggingu fyrir því hefur brezka stjórnin ekki ennþá treyst sér til hess að gefa. Hótanir brezkra stjórnarblaða ÞESS gerist ekki þörf að rekja efni þessa áróðursplaggs brezkra útgerðarmanna fre'kar. En það er ástæða til þess að benda á, að a.m.k. sum stuðningsblöð brezku stjórnarinnar hafa tekið rösklega undir staðhæfingar „auglýsing- arinnar“. T.d. kemst Daily Ex- press, sem er eitt útbreiddasta blað heimsins, að orði á þessa leið 2. júlí s.l.: „Fiskimennirnir (þ. e. brezk ir togaraeigendur) hafa góð- an málstað. Þeir verðskulda eins víðtækan opinberan stuðning og mögulegt er að veita þeim. Þeim ættu einnig að vera tryggðar kraftmiklar aðgerðir brezku stjórnarinnar til þess að þeir endurheimti rétt sinn.“ Þarna er ekki talað neinu tæpitungumáli. Daily Express skorar á brezku stjórnina að hefjast handa um „kraftmikl- ar aðgerðir“ til þess að samtök brezkra togaraeigenda „end- urheimti rétt sinn“. Hvað rétt? Auðvitað réttinn til þess að rányrkja islenzk fiskimið upp í landsteina. íslendingar eiga að sjálfsögðu engan rétt í þessum efnum, að dómi hins brezka stórblaðs!! Hin heimsveldissinnaða yfir- gangsstefna er sannarlega ekki grímubúin, hvorki í „auglýs- ingu“ togaraútgerðarmannanna brezku né ummælum Daily Express. Sem betur fer hafa sum brezk blöð tekið málstað okkar íslend- inga í þessu máli. Og stór hluti bresks almennings er með okk- ur. En útgerðarmannaklíkan heldur ofbeldisaðgerðum sinum og rógi áfram. Henni virðist verða allvel ágengt. Og brezka stjórnin lætur þar við sitja. Þannig „verndar" Stóra- Bretland hagsmuni minnstu lýðræðisþjóðar Evrópu, banda manns síns og „fornvinar“, eins og samtök togaraútgerð- armannanna orða það í „aug- lýsingu“ sinni. Það væri synd að segja að ísland og málstaður þess fengi ekki góða „pressu“ i Bret- landi um þessar mundir! Aldrei víðtækari fiskileit DAVÍÐ ÓLAFSSON fiskimála- stjóri skýrði frá því fyrir helg- ina að um þessar mundir væri haldið uppi víðtækari fiskileit af hálfu íslendinga en nokkru sinni fyrr. Er það atvinnumála- ráðuneytið og ÓJafur Thors for- sætis- og atvinnumálaráðherra, sem haftv hefur forgöngu um þær í samráði við stofnanir sjávar- útvegsins og vísindalega mennt- aða menn á þessu sviði. Einn togari leitar nú nýrra karfamiða við Grænland og varðskipið Ægir er nýlagður úr höfn til síldarleitar og veiðitil- rauna fyrir Norðurlandi. Hefur hann fyrr í sumar verið við rannsóknir fyrir norðan og aust- an undir forystu dr. Hermanns Einarssonar. Loks leigði atvinnumálaráðu- neytið togarann Harðbak frá Akureyri til leitar að karfamið- um út af NA og Austurlandi. Hefur sú leit enn ekki borið árangur. Hér er vissulega um merki- lega starfsemi að ræða. Þáttur tækni og vísinda verður sí- fellt þýðingarmeiri í starfi sjómannsins. Með nýjum tækj- um tekst að sigra ýmsa erfið- leika, auka framleiðsluna og létta störfin. Okkur íslendingum bætist nú nýir og vel menntaðir vísinda- menn til starfa í þágu sjávarút- vegsins. Við þá eru tengdar miklar vonir. Er það vel farið að forystumenn þjóðarinnar hafa góðan skilning á gildi hinna hagnýtu vísinda fyrir athafna- líf og alla afkomu hennar. Þrenn lög, er varða landbúnaðinn ÞAÐ er athyglisvert, að þau þrenn lög, sem mestu máli hafa skipt fyrir landbúnaðinn á und anförnum árum voru öll sett fyrir frumkvæði nýsköpunar- stjórnarinnar. Eru það lögin um landnám, nýbyggðir og endur byggingar í sveitum, Ræktunar sjóðslögin og raforkulögin. Á grundvelli þessarar löggjaf- ar hafa orðið stórfelldar fram- farir í sveitum landsins. Ný og vönduð íbúðarhús hafa verið reist á fjölda bændabýla, gripa- hús byggð og túnræktin stór- aukin. í skjóii raforkulaganna hafa raftaugarnar tekið að teygja sig út um sveitir landsins. Hyllir þar nú undir stórframkvæmdir, sem marka munu tímamót í þess um þýðingarmiklu málum. Merkilegasta framkvæmd nýsköpunarstjórnarinnar í þágu landbúnaðarins var þó Stofnlánadeild frumbýlinga EITT alvarlegasta áhyggjuefni sveitafólksins eru erfiðleikar ungs fólks á að hefia búskap. Hér vantar tilfinnanlega lána- stofnun, sem láni frumbýlingum. Hugmynd Sjálfstæðismanna um stofnlánadeild fyrir frumbýlinga hefur ekki ennþá komist í fram- kvæmd. En brýna nauðsyn ber til þess, að ungt fólk, sem áhuga hefur fyrir búskap, eigi kost meiri stuðnings en það á nú Það kost- ar mikið fé að kaupa bústofn, byggja upp hús og eignast nauð- synlegar vélar og tæki til bú- skapar. Engin lánastofnun hefur tekið það sérstaklega að sér að leysa úr lánsfjárþörf ungra bændaefna. Veðdeild Búnaðarbankans hefur verið máttlítil, enda þótt stund- um hafi verið veitt til hennar nokkurt fé. Það er óumflýjanlegt, aff setja á stofn stofnlánadeild fyrir frumbýlinga, eins og Sjálfstæðismenn hafa flutt til- lögur um á undanförnum ár- um. Hún verður að lána til kaupa á jörðum, bústofni, vél- um og tækjum. Með því skap- ast auknir möguleikar fyrir ungt fólk til þess að setjast að í sveitunum og taka þátt í því landnáini, sem framtíð þjóðarinnar byggist á í ríkum mæli. ÁðaHundur Arnesingafélagsins AÐALFUNDUR Árnesingafélags ins í Reykjavík var haldinn x Tjarnarcafé fyrir skömmu. Formaður félagsins, Hróbjart- ur Bjarnason, stórkaupmaður gaf skýrslu um störf stjórnarinnar á síðastliðnu ári. Hafði starfsemi félagsins staðið með blóma á ár- inu og hagur þess batnað. Um 40 nýir félagar bættust við á árinu. Meðal þess, sem félagið hafði tekizt á hendur, var að láta prenta og gefa út fimm sönglög eftir Sigurð Ágústsson í Birtinga holti, og eru þau væntanleg á bókamarkaðinn næstu daga. Samkvæmt tillögu stjórnarinn. ar var Kolbeinn Guðmundsson fyrrum hreppstjóri og sýslunefnd armaður frá Úlfljótsvatni kjör- inn heiðursfélagi. Hafa þrír menn áður verið kjörnir heiðursfélag- ar Árnesingafélagsins. Eru tveir þeirra látnir, þeir Eiríkur Einars son, alþm. frá Hæli og dr. jur. Einar Arnórsson, hæstaréttardóm ari. Hinn þriðji er Guðjón Jóns- son fyrrum kaupmaður á Hverfis götu 50, sem var lengi formaður félagsins. Stjórn félagsins var öll endur kosin, en hana skipa: Hróbjartur Bjarnason, formaður, Guðjón Vigfússon gjaldkeri, Guðni Jóns- son, ritari, Helga Gissurardóttir og Þorlákur Jónsson. í skemmtinefnd voru kosin frú Sigrún Guðbjörnsdóttir, frú Mar- grét Sveinsdóttir og Óskar Sigur- geirsson. Að loknxim aðalfundarstörfum skemmtu menn sér við dans og samræður um hríð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.