Morgunblaðið - 10.07.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.07.1955, Blaðsíða 16
Veðurúflil í dag: SV kaldi skúrir. 153. tbl. — Sunnudagur 10. júlí 1955 Reykjavíkurbréf á bls. 9. Isl. hjúkrunarkona sem er frúboði farin fíl Efhiópíu 5GÆRMORGUN lagði ung hjúkrunarkona land undir fót -^g ferðinni er heitið til Konso- iylkis í Ethiopíu, en þar býður hennar mikið starf við ísl. trú- Tx>ðsstöðina þar, en hjúkrunar- konan hefur jafnframt hlotið kristniboðsvígslu. Hjúkrunarkon an er fröken Ingunn Gísladóttir, sem starfað hefur undanfarin ár í Fæðingadeild Landsspítalans. Hón er Skagfirðingur að ætt. í OSLÓ — í LUNBÚNUM Ingunn Gísladóttir lauk námi við Hjúkrunarkvennaskóla ís- lands árið 1949, en fór til Noregs að námi loknu svo og til Bret- lands, þar sem hún lagði stund á Inálanám. í Osló sótti hún biblíu iskóla. VÍGÐ í VATNASKÓGI Hún hefur tekið virkan þátt í eiarfsemi KFUK hér í Reykja- vík. Á hinu ísl. kristniboðsþingi «em haldið var fyrir tveim vik- vm í V^tnaskógi, bækistöð KFUM, hlaut fröken Ingunn krrstniboðsvígslu, sem séra Sig- tírjón Þ. Árnason framkvæmdi. Kr hún fyrsta íslenzka konan, sem slíka vígslu hlýtur. MIKIÐ STARF í kristniboðsstöðinni íslenzku í Konsofylki býður hennar gífur- legt starf, að því er Felix Ólafs- *on kristniboði, hefur skrifað. Þírr eru bágindi fólksins mikil og sjúkdómar herja þar sífellt. Fröken Ingunn Gísladóttir fór héðan til Lundúna, en þaðan er fórinni heitið beint til Kairo og síðan til höfuðborgar Ethiopiu, Addis Ababa, en þar mun hún hafa skamma viðdvöl og halda ton í landið til íslendinganna í kristniboðsstöðinni í Konsofylki. Reykja¥ikyrbær kaupir Aystalræti 1 Á Fundi bæjarráðs i fyrradag skýrði borgarstjóri frá, að hann hefði fest kaup á eigninni Austur stræti 1, samkv. bæjarráðssam- þykkt frá 15. júní og að beðið hefði verið um útnefningu mats- manna. Matsmenn eru útnefndir af borgardómaranum í Reykjavík eins og venja er þegar um opin- bert mat er að ræða. Þess skal gettð að þegar um venjulegt eignarmat er að ræða er lögskylt að greiða and virði hins eignarnumda út í hönd en hér hefur verið sam- ið fyrirfram við eigenda eign- arinnar um hagkvæma greiðsluskilmála á því kaup- verði, sem hinir dómkvöddu matsmenn meta að hæfilegt sé. Fröken Ingun. — Hennar býður mikið starf meðal innfæddra. 1609-17001. síldar saliaSar á Daivik DALVÍK, 9. júlí: — í dag hafa þessir bátar landað hér: Hannes Hafsteinn 600 Bjarni 450, Björg- vin 200, Baldur 200, Þorsteinn 150, svo og Guðfinnur, Keflavík 500, og Auður Akureyri 250. — Er þetta miðað við uppmældan afla úr bát. Um 100 tunnur af þessu síldarmagni hafa farið til fryst- ingar, en hitt saltað. Hér eru tvær vel útbúnar síld- arsöltunarstöðvar, Söltunarfél. Dalvíkur og Múli. Hefur hvor rúm fyrir um 50 sildarstúlkur, en að auki rekur svo höfnin þriðju stöðina og er gripið til hennar ef mikið berst að, t. d. eins og í dag. Þessi stöð er að mestu mönnuð söltunarliði frá Árskógsströnd. Hér munu í dag verða saltaðar milli 1600—1700 tn, en það er sama síldarmagn og barst hingað á síðustu síldarver- tíð. — Sipio. Dnglegir strákar voru á skólabátniiM Þórarni Gjöf Lingyaphone- stofnunariiiiiar lil Háskólans FYRIR skömmu fékk háskólinn heimsókn af forstjóra Lingua- phone-stofnunarinnar í Lundún- um, ungfrú K. Murphy og Birni Bjórnssyni stórkaupmanni, og færði ungfrú Murphy háskólan- um að gjöf Linguaphone nám- ekeiðið íslenzka, sem nú er að koma út eftir margra ára undir- búning, svo sem almenningi er orðið kunnugt. FYRIR nokkrum dögum komu ,,úr veri" drengirnir sem voru á sjóvinnunámskeiði Vinnu skóla Reykjavíkurbæjar, on þeir voru á vélbátnum Þórarinn og lærðu þar ýmislegt sjómennsku viðvíkjandi Er þessi starfsemi orðinn fastur liður hjá Vinnu- skólanum. Á yélbátnum voru 13 strákar, en í fyrsta róðri 15, því tveir hættu. Þeir voru einn mánuð við róðra og stunduðu þá handfæra- veiðar hér úti á miðunum. Voru drengirnir sérlega duglegir, að sögn skipstjórans, Karls Guð- mundssonar, og margt góðra sjó- mannsefna í þeirra hópi. Fór Karl miklum viðurkenningar- orðum um drengina er hann kom úr síðasta róðri og Magnús Sig- urðsson kennari tók á móti litlu sjómannsefnunum, sem síðar kunna sumir hverjir að verða nafnfrægir aflamenn Það var ungur sjómannssonur, Jóhannes Atlason, sem var afla- kóngur. Hann dró 559 fiska í tímabilinu, í einum róðri komst hann upp í rúmlega 100 fiska. Einn þeirra, upsi, var svo stór að hann náði mér í miðja síðu, sagði Jóhannes, og það var erfið- Jóhannes Atlason — einn daginn yfir 100 fiska. ast að eiga við upsann því hann hamaðist svo, meðan ég var að draga hann inn. Jóhannes er sonur Atla Þor- steinssonar skipstjóra, Sund- laugavegi 24. Á skólabátnum Þórarinn varð hlutur hinna ungu háseta um 1000 krónur og ókeypis fæði. Leikhús Heimdallar Kóbert Arnfinnsson og Lárus Pálsson í „Óskabarni örlaganna". Sjá leikdóm á bls. 7. — Ljósm. Mbl. Ól. K. M. Bernhard Shaw og land- helgisdeilan við Breta J Merkiieg Eýsing á baráiluaðferoum heimsveldissinna ÞAÐ er skemmtileg tilviljun, að á sama tíma sem klíka brezkra útgerðarmanna keppist við að útbreiða þá kenningu, að etginlega eigi Bretar miklu meiri rétt til fiski- wBhiwa i'mhverfis ísland en íslendingar sjálfir, þá skuli íslenzkum leikhúsgestum gefast tækifæri til þess að heyra bráðsnjalla lýsingu Bernhards Shaw á þvi, hvernig hans eigin þjóð hefur farið að því að leggja undir sig heiminn og sér- staklega sölsað undir sig yfirráð hafsins. En þess.a lýsingu getur að heyra í leikritínu „Óskabarn örlag- anna", sem Leikhús Heim- dallar sýnir í Sjálfstæðis- húsinu um þessar mundir við ágætar undirtektir. Bernhard Shaw. GETUR LAGT UNDIR SIG HEIMINN Shaw ritaði þetta leikrit árið 1895. Lætur hann aðalper- sónu þess, sjálfan Napoleon, þá lýsa Englendingum m. a. með þessum orðum: „En sérhver Englendingur er fæddur með þeim furðulega eiginleika að geta lagt undir sig heiminn. Þegar hann girnist hlut, segir hann aldrei sjálfum sér að hann langi í hann. Hann bíður þolinmóður þangað til yfir hann kemur — enginn Teit hvernig, sú brenn- andi sannfæring, að það sé siðferðiicg og heilög skylda hans að leggja undir sig þá sem eiga hlutinn, sem hann langar í. M getur ekkert staðizt hann". „Sem hinn mikli málsvari frelsis og sjálfstæðis allra þjóða leggur hann undir sig ög innlimar hálfan hnött- inn, og kallar það landnám--------" „Til að verja strendur eyjar sinnar setur hann prest um borð í skip sitt — dregur fána með krossi við hún og siglir heimsenda á milli sökkvandi og brennandi öllum, sem eru á öðru máli um yfirráð hafsins." KREFJAST „KRAFTMIKILLA AÐGERBA" Margt fleira merkilegt leggur Bernhard Shaw persómum sinum í þessu skemmtilega leikriti í munn um baráttu- aðferðir Breta. Hittist það mjög vel á að þessi lýsing skuli hljóma í eyrum íslendinga einmitt nú, þegar stærsta blað Bretlands, Daily Express krefst „kraftmikilla aðgerða brezku stjórnarinnar til þess að endurheimta rátt" brezkra útgerðarmanna til þess að fiska upp í landsteinum fslend- inga og taka brauðið frá munni minnstu þjóðar heimsins. í Reykjavíkurbréfi blaðsins í dag er rætt nánar um þessi mál. iiiiiiiigur Hr. ritstjóri! í TILEFNI greinar í Alþýðublað inu, laugardaginn 9. þ.m. með yfirskriftinni „Stórkostlegt brask í sambandi við innflutning rúss- nesku bílanna?" skal eftirfarandi tekið fram. Félag vort, Bifreiðar og land- búnaðarvélar h.f., en ekki Gísli Jónsson, er umboðsmaður fyrir rússnesku bifreiðarnar og hefur flutt þær inn. Það er rangt að bifreiðarnar séu eingöngu flutt- ar inn með grunnmálningu og að ætlast hafi verið til að innflytj- andi léti mála þær. Það er einnig gjörsamlega úr lausu lofti gripið, að gert hafi verið ráð fyrir í verð útreikningi yfir bifreiðarnar kr. 2.000,00 fyrir málningu, enda hefði blaðið að sjálfsögðu fengið um þetta réttar upplýsingar hjá verðlagsyfirvöldunum, ef það hefði kært sig um. Reykjavík, 9. júlí 1955 f.h. Bifreiðar og landbúnaðarvél- ar h.f., Guðm. Gíslason. „JáfRSHIÍð" 1 vafiiiii sfaður 1 Á FUNDI bæjarráðs í fyrradag féllst bæjarráð á þá tillögu lista- verkanefndar að velja „járnsmið"1 Ásmundar Sveinssonar mynd- höggvara stað á Bringunni vi8 Snorrabraut — Þorfinnsgötu. SKAKiiVÍGIÐ REYKJAVÍK "1 ABdnfFGI] ABeÐEFGH ] STOKKHÓLMUR ) 19. leikur Reykjavíkur: ') ¦ Rd3—bl ^J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.