Morgunblaðið - 12.07.1955, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 12.07.1955, Qupperneq 1
16 síður W. árfancw 154. tbl. — Þriðjudagur 12. júlí 1955 PrentsmlSJa Morgnnblaðsint Adenauer: Utanríkisráðherrar Vesturveldanna þriggja „Skjótar úrlausnir mála.. hvorki hagkvæmar né varanlegar./4 ræðast við í París n. k. fimmtadag Bonn og París, 11. júlí. R. ADENAUER varaði í dag vestur-þýzku þjóðina við að vænta skjóts árangurs af Genfar-ráðstefnunni. Bað hann menn bíða þolinmóða átekta og bætti við: „Skjótar úrlausnir mála eru venju- lega hvorki hagkvæmar né varanlegar.“ Andakílsvirkjunin. — Þessi mynd sýnir stífluna efst í fossinum. Eins og af myndinni má sjá, er annað útrennslisrörið ónotað, en ætlunin er að stækka virkjunina á næstu árum. — Sjá grein á 9. síðu blaðsins í dag. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) 2. umræða bœjarreikninganna 1954: l Skuídlausar eignir bæjarsjóðs hafa hækkað um 140 milljónir síðan 1948 t Samanburður við rekstur ríkisins Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI í gær var reikningur Reykja- ** víkurbæjar fyrir árið 1954 til 2. umræðu í bæjarstjórn. Eins og áður hefur verið skýrt frá, þegar reikningurinn var lagður fram til 1. umræðu urðu tekjur bæjarfélagsins árið 1954 um 118.2 millj. kr. en rekstrarútgjöld 100,8 millj. kr. Rekstrarafgangur var notaður, ásamt öðrum tekjum bæjarsjóðs, sem ekki teljast rekstrartekjur, til verklegra framkvæmda og afborgana. Skuldlaus eign kaupstaðarins hækkaði um 25,7 millj. kr. og er nú orðin um 268 millj. kr. Er því fjárhagur Reykjavíkurbæjar undir stjórn Sjálf- stæðismanna mjög traustur. LÉTTVÆGAR ATHUGASEMDIR Aftan við reikninga bæjarins fyrir árið 1954 eru prentaðar óthugasemdir Eggerts Þorbjarn- ársonar, sem er kosinn endur- skoðandi reikninganna úr þeirra bópi. Þessar athugasemdir eru ínjög lítilvægar. Þær eru að tnestu leyti varðandi rekstur Bæjarútgerðarinnar, Rafmagns- veitunnar og Strætisvagnanna og fylgja svör forstjóra Bæjarút- gerðarinnar, rafmagnsstjóra og' borgarstjóra við athugasemdum endurskoðándans, þar sem þeir hrekja þær eða gefa viðeigandi skýringar. RÆÐUR A VÍÐ OG DREIF Það fór einnig svo á fundinum að athugasemdir minnihluta- flokkanna voru mjög fábreyttar og veigalitlar. Ræður bæjarfull- trúa þessara flokka snérust mjög um allt ánnað en reikningana sjálfa. Ingi R. Helgason (K) gerði nokkrar almennar athuga- semdir út af skrifstofukostnaði en berrti ‘fekfci ó nein einstök atriði, í því sambandi, sem lag- Frh. á bls. 2 Boyd og Makarios ræddust við NICOSIA á Kýpur, 11. júlí: — Brezki nýlendumálaráðherrann Lennox-Boyd fór i dag flugleiðis frá Kýpur til Lundúna. Ræddi hann við alla helztu ráðamenn þar, m. a. Makarios erkibiskup og leiðtoga þeirra eyjarskeggja, er vilja sameiningu eyjarinnar við Grikkland. Makarios fór síðan til Aþenu til að eiga frekari viðræð- ur við grísku stjórnina. Átti Lennox-Boyd m. a. viðræður við leiðtoga Tyrkja á eynni, en þeir eru andvígir sameiningu við Grikk land. Sagði Adenauer, að Vestur-^- Þjóðverjar vildu framar öllu j frið í heiminum og myndu gera sitt bezta, til að friður héldist. Lét Adenauer svo ummælt í ræðu, er hann flutti við opnun nýrrar málmbræðsluverksmiðju í Duisburg. 'k 'k 'k Fulltrúar Vesturveldanna, er setið hafa á fundum í París síðan s.l. föstudag og unnið að undir- búningi Genfarráðstefnunnar, hafa nú því nær lokið störfum sínum. Hafa þeir aðallega unnið að því að ákvarða stefnuskrár- atriði stórveldanna þriggja á ráð- stefnunni. Líklegt þykir, að utanríkisráð- herrar Vesturveldanna muni leggja síðustu hönd að þessum undirbúningi. Brezki utanríkis- ráðherrann MacMillan fer flug- leiðis til Parísar n.k. fimmtudag og mun þar eiga viðræður við bandaríska utanríkisráðherrann Dulles. Þeir munu síðdegis sama , dag ræða við Antoine Pinay, ut- anríkisráðherra Frakka. -k 'k k Þau höfuðatriði, er rædd hafa verið á undirbúningsfundum þessum eru: Sameining Þýzka- lands, öryggi Evrópu og alþjóða afvopnun. 'k ~k ~k N.k. laugardag munu utanrík- isráðherrarnir þrír gera ráð- herranefnd Atlantshafsbandalags ríkjanna nokkra grein fyrir þeirri stefnu, er þjóðir þeirra hyggjast fylgja á Genfarráðstefn unni. Þykir þetta tilhlýðilegt, þar sem þau mál, er rædd verða á Genfar-ráðstefnunni, varða mjög önnur A-bandalagsríki. Hitahylgia í V-Evrómi ■Á MIKIL hitabylgja sensur nú yfir alla Vestur-Evrópu, op steig hitamælirinn þar víSast hvar hærra en nokkru sinni áður á þessu sumri. 'fr I London mældist mestur hiti 25 stig á C. Hitanum fylgdi mlkiS þrumuveSur oft úrhellisrignlng, svo aS víSa fylltust göturæsin, og vatnsflaumur rann eft'ir götuntim. í Hollandi og Belgíu mældist hiti 26 stig á C, og veSurstofur vöruSu fólk viS yfirvofandi þrumuveðri. í París hefir hitinn veriS gífur- legur s.I. þrjá daga, og hefir fólk farið út úr borginni í stórhópunt til haSstaða og IeitaS út í skíigg- sæla skóga umhverfis borgina. Mikill hiti hefir verið á Norð- urlöndum undanfarna daga'. Mest- ur hiti mældist 32 stig á C, og spáS hefir verið meiri liita í Dan- mörku. OTTAWA, 11. júlí — Lester Pearson, utanríkisráðh, Kanada, mun fara til Moskvu í haust. Tjáði hann kanadiska þinginu í dag, að ekki hefði enn verið end anlega ákvr-ðið, hvaða dag hann leggi upp í Moskva-förina. — Molotov bauð Pearáon til Ráð stjórnarríkjanna, er þeir báðir sátu 10 ára afmælishátíð S. Þ. í San Francisco í s. 1. mánttði. Pravda: Rússneskir vís- indamenn sjálfumglailir AÐALMÁLGAGN rússneska kommúnistaflokksins, „Pravda“, hvatti á dögunum rússneska vísindamenn til að fylgjast nákvæmlega með fram- förum í vísindum annarra landa. Blaðið gagnrýnir jafnframt þá vísindamenn, sem séu „blindaðir af níhíliskum einstrengingshætti líti alveg fram hjá vísindum og tækni auðvaldsríkjanna." Þessa afstöðu mega rússneskir vísindamenn ekki taka — þeir eiga að læra af framförum ann- arra þjóða og afneita öllu, sem er óvísindalegt, segir blaðið enn- fremur. „Pravda" skýrir svo frá, að nokkur hópur rússneskra vís- indamanna vinni enn að við- fangsefnum, sem fyrir löngu hafi verið leyst í erlendum vísinda- stofnunwm. „Visindámenn ofcfcar feru um of haldnir sjálfSánægju og væru- kærni“, ski-ifar „Pravda“. Þingskipuð nefnd fer til Algier PARÍS, 11. júlí: — Nefnd, er franska þingið skipaði, fór í dag áleiðis til Algier til að rannsaka ástandið þar nánar. Mun för þfessi taka hálfan mánuð, og verður um- ræðunum í þinginu um Norður- Afríku slegið á frest, þangað til nefndin hefir gefið skýrslu sína. Undanfarinn sólarhring hefir fenn komið til átaka í N-Afríku milli franska herliðsins og þjóðernis- sinna. Skemmdarverk fara stöð- ugt í vöxt. í sprengingum, er urðu í Algier-borg og Casablanca í gær af völdum skemmdarverkamanna, beið fjöldi manns bana. Vfegna þessara skemmdarverka verður öll umferð í héruðum í Austur- Marokkó, er ligg.ia næst landamær um Algier, stöðvuð að næturlagi. Nehru á leið helm KAIRÓ og LUNDÚNUM, 11. júlí — Indverski forsætisráðherrann, Nehru, fór í dag frá Lundúnum til Kairó á leið heim úr Evrópu- för sinni. Á flugvellinum tjáði hánn blaðamönnum, að hann væri mjög bjartsýnn á þapn árangur, er myndi nást með Genfar-ráðstefn- unni. Kvaðst hann hafa orðið þess áskynja í för sinni, að allar Evrópuþjóðimar óskuðu þess ein- læglega, áð friður héldist. Egypzki forsætisráðherann Nasser, tók á ! móti Nehru á flugvellinum í • Kairó, og ræddust þeir við í dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.