Morgunblaðið - 12.07.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.07.1955, Blaðsíða 16
Veðurúllif í dag: Breytileg átt og hægviðri. komulaust að mestu. Ur- 154. tbl. — Þriðjudagur 12. júlí 1955 Andakílsárvirkjun Sjá blaðsíðu 9. Alll kapp lagf á að búa í haginn fyrir nýbyggingar Viðfal við bæjarverkfræðing um framkvæmdir ÞJOÐVILJINN birti s.l. sunnu- dag mjög stóryrta grein um „slóðaskap og ræfildóm" við verklegar framkvæmdir bæjar- ins nú í sumar. Mbl. hefur átt tal við Bolia Thoroddsen, bæjarverkfræðing, út af þessari blaðagrein og feng- ið eftirfarandi upplýsingar: UNDIRBÚNINGUR * NÝBYGGINGA Mestur hluti af vinnukrafti bæjarins hefur farið í að sinna aðkaliandi holræsagerð og undirbúningi nýrra lóða. — Vegna þessa að nú er meira um nýbyggingar en nokkru sinni hefur verið nauðsynlegt að leggja alit kapp á slík störf. Ennfremur hefur verið byrjað á gatnagerð á Bragagötu og Furumel. Þess má geta að verk- fræðingar bæjarins eru nú farnir í orlof en koma aftur um n.k. mánaðamót. Verður þá haldið áfram við gatnagerð. „TILGANGSLAUST SNATT“ f Þjóðviljagreininni segir að starfsmenn við gatnagerðina hafi verið hafðir í „allskonar til- gangslausu snatti". — Ég kannast ekki við neitt slíkt, sagði bæjarverkfræð- ingur. Það hefur verið unnið að tilteknum, knýjandi verk- efnum og því verður haldið áfram. Þetta ætti að nægja til að leið- rétta stóryrði Þjóðviljans en það er táknrænt að þegar vinnuafli bæjarins er beitt að undirbún- ingi nýbygginga skuli Þjóðvilj- inn telja að því hafi verið eytt í „tilgangslaust snatt“! NÆG VERKEFNI Þjóðviljinn telur það hafa tafið fyrir framkvæmdum í sum- ar, að ekki hafi legið fyrir áætlun um hvaða verk skyldu unnin. Þetta er alrangt. Fyrir löngu hafa verið ákveðnar marg- víslegar framkvæmdir, sem enn er ekki lokið við, þannig að aldrei hefur skort verkefni né vitneskju um hvað vinna ætti. Grein Þjóðviljans er því einnig að þessu leyti tómt fleip- ISIorðmenn tapa skreiðarmörkuðutn í Nlgeríu og Italíu NORSKA blaðið Aftenposten skrifar nýlega fréttagrein um skreiðarsöluna til Afríku og horfur á áframhaldandi sölu þangað. Er nokkuð minnzt þar á ísland. Gott veður - Veiði ekki teljitndi í GÆRKVÖLDI var enn sem fyrr hagstætt vcður á síldarmið- unum og hefur veðrið verið að mestu óbreytt frá því fyrir helgi. Klukkan 10 í gærkvöldi höfðu ekki borizt neinar teljandi fregn- ir af síldveiðum skipanna, sagði Síldarleitin á Raufarhöfn. í gær- dag höfðu skip verið að kasta á torfur en þær voru svo þunnar að lítið hafðist upp úr hverju kasti. Þá hafði ekkert skip tilkynnt komu sína til Raufarhafnar með síld. Þar var nokkuð saltað á sunnudaginn og eins lítilsháttar í gærmorgun. r- Anægður með samskipti Islands og Luxemburs Ðóms- og samgöngumáiaráfherra Luxemburg og flugmálastjóri hér Norskur slyrkur NORSK stjórnarvöld hafa ákveð ið að veita íslenzkum stúdent styrk að fjárhæð 3200 norskar krónur til háskólanáms í Noregi næsta vetur. Æskilegt er, að um- •ækjendur hafi stundað háskóla- nám erlendis í eitt ár. Umsóknir sendist til mennta- málaráðuneytisins fyrir 10. ágúst næstkomandi. Mikil aðsókn að „leildiúsi Heim- dallar“ ÖNNUR sýningin á „Óskabarni örlaganna“ eftir Bernhard Shaw í „leikhúsi Heimdallar“ fór fram s.l. sunnudagskvöld. Var þá svo mikil aðsókn að leikritinu, að fjöldi manns varð frá að hverfa f kvöld er þriðja sýning og föstudag hin fjórða. Útlit er fyrir, að mjög mikil aðsókn verði að sýningu þessa skemmtilega leikrits, enda hefur það hlotið frábæra dóma hjá þeim, scm hafa séð það. KOMIN eru í nokkurra daga heimsókn hingað til lands, Victor Bodson, dóms- og sam- göngumálaráðherra Luxemburg- ar og frú, svo og flugmálastjóri, i Pierr Hamer og frú. — Komu 1 þau hingað á sunnudagskvöldið með Loftleiðaflugvélinni frá Lux emburg, en gestirnir eru hingað komnir í boði flugmálastjórnar og Loftleiða. Við komu sína hingað lýsti Bodson ánægju sinni yfir því að vera kominn og geta endurgold- ið heimsókn ísl. flugmálaráðherr ans, Ingólfs Jónssonar. Hér hefði hann (Bodson) verið fyrir tæp- lega 3 árum er undirritaður var loftferðasamningur milli íslands og Luxemburg. — Hann kvaðst sannfærður um að hin nánu sam- skipti millí þessara tveggja smá- þjóða á sviði flugmála, myndi færa báðum nokkurn hag og við- skiptalegan ávinning. Hann kvað starfsemi Loftleiða í Luxemburg hafa farið mjög vel af stað og þar binda menn miklar vonir við framkvæmd loftferðasamnings- ins, sem mjög hefur bætt allar samgöngur til og frá landinu. í gær fóru gestirnir flugleiðis norður í land og í dag munu þeir fara austur fyrir Fjall. UGGUR í NORSKUM „Norsk skreið missir nú mark- aði í Afríku," stendur þar. „Bæði íslendingarnir, Færeyingar og Suður-Afríkumenn selja skreið ódýrar en við Norðmenn á mark- aði, sem við einir réðum yfir fyr- ir nokkrum árum“. Þessar upplýsingar eru frá hin um kunna kaupsýslumanni, Gustav Knutsen, og komst hann þannig að orði í tilefni af fregn- um um að norska skreiðar- markaðinum hrakaði nú mjög á Ítalíu. Knutsen þessi er nýkom- inn frá Nígeríu. Það er frjósamt og gott land, segir hann, 30 millj. íbúa eru þar og hröð þróun í öll- um málum. Bæirnir vaxa óðfluga og íbúunum fjölgar mjög. AUKA MJÖG SAMKEPPNINA En norska skreiðin hefir und- anfarið tapað mörkuðunum vegna þess hve verð hennar hefir verið hátt. Nú verðum við hinsvegar að leggja þunga áherzlu á sam- keppnina, því það er ekki enn •of seint að vinna afríska mark- aðinn aftur. Brátt kemur að því, að erfitt eða ómögulegt verður að vinna skreiðarmarkaðinn fyrir Norðmenn. VANDRÆÐASALA Annað alvarlegt atriði í skreið arsöluimálunum, er að stór •evrópisk verzlunarfyrirtæki Nígeríu hafa selt norska skreið á verði, sem er langt fyrir neðan allt meðallag. Firmun hafa keypt skreið þessa á venjulegu verði, geymt hana of lengi, svo skordýr hafa náð að skemma hana og 'SÍðan selt hana á lága verðinu. Eru Norðmenn mjög uggandi ■sökum þessa og hyggjast stöðva alla skreiðarsölu til þeirra firma sem svo hegða sér. r Agæll héraðsmól Sjálfslæðis- manna í Dalasýslu Mikill áhugi í héraðinu ffyrir efflingu Sjálfslæðisfflokksins HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna í Dalasýslu, sem haldið var í Búðardal s.l. sunnudag, var mjög fjölmennt. Sótti það fólk víðsvegar að úr sýslunni og fór það í öllu hið bezta fram. Friðjón Þórðarson sýslumaður setti héraðsmótið með ávarpi en Elís Þorsteinsson, formaður félags ungra Sjálfstæðismanna stjórnaði samkomunni. Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra flutti aðalræðu mótsins og var ræðu hans ágætlega tekið. Páll Kolka héraðslæknir flutti einnig ávarp við beztu undir- lektir. SKEMMTIATRIÐI , Guðmundur Jónsson óperusöngv, ari söng einsöng við undirleik Fritz Weisshappel. Þá skemmtu þeir Árni Helgason og Sigvaldi Indriðason frá Skarði með gam- anvísum og upplestrum. Undirleik Svíar unnu Val í gær í GÆRKVÖLDI léku Gautaborg- ararnir á móti liði knattspyrnu- fél. Vals. Unnu Svlarnir leikinn með 1:0 og var leikurinn að flestra dómi heldur bragðdaufur. Svíarnir settu sitt mark á 2. mínútu fyrri hálfleiks. Áhorfendur voru 2000—3000, enda hið fegursta veður í gær- kvöldi hér í bænum. fyrir þá annaðist frú Camilla Kristjánedóttir. Að lokum var dansað. Veður var hagslæU og skemmti fólk sér ágætlega á þessu myndarlega héraðsmóti Sjálfstæðismanna í Dölum. Hef ur það sjaldan eða aldrei verið jafn vel sótt og að þessu sinni. Ríkir mikill áhugi í Dalasýslu fyrir eflingu Sjálfstæðisflokks- Milli þeirra Agnars Kofoed Hansen flugmálastjóra (lengst til V.) og Sig. Magnússonar blaðafulltrúa Loftleiða (lengst til h.) standa þau Victor Bodson ráðherra og frú, næst Sigurði, og Pierre Hamer og frú. Myndin var tekin við komu þeírra, á Reykjavíkurflugvelll á sunnudagskvöldið. (Ljósm. P. Thomsen.) 10 þús. kr. verðlaun fyrir leikþátt sem fluttur yrði a Skálholtshátíðinni 1956 UNDIRBÚNINGSNEFND Skálholtshátíðar hefur ákveðið að stofna til verðlaunakeppni um leikþátt, ,sem ætlazt er til, að sýndur verði á Skálholtshátíðinni 1956. Leikurinn skal fjalla um atriði úr kirkju- og menningarsögu þjóðarinnar, vera óbrotinn að sviðsetningu og eigi taka lengri tíma til sýningar en 35—50 mín* útur. HOLSF J OLLUM, 11. júlí — Hólsfjallabændur eru nú að byrja túnaslátt. Hér hefur verið góð sprettutíð undanfarinn hálf- an mánuð. — Miklar kalskemmd ir eru hér í túnum eftir vorhret- ið. Þær skemmdir eru þó miklu neiri á Jökuldalnum og þar mun enn liða nokkur tími unz tún verða það vel sprottin að sláttur geti hafizt. — Víkingur. Veitt verða verðlaun kr. 10 þús. og kr. 3 þúsund fyrir þá tvo leik- þætti, er dómnefnd telur bezta, enda fullnægi þeir þeim kröfum, er hún gerir til þess að leikþætt- irnir teljist verðlaupahæfir. Leikþættirnir skulu komnir í hendur formanni hátíðanefndar séra Sveini Víking, Reykjavík, eigi síðar en hinn 1. nóvember 1955 kl. 12 á hádegi. Þeir skulu vera vélritaðir, nafnlausir, en þó greinilega auðkenndir. Nafn höf- undar fylgi í lokuðu umslagi merktu hinu sama auðkenni og leikritið. Hátíðarnefndin áskilur sér fram yfir hátíðina allan umráða- rétt yfir þeim leikþáttum, sem verðlaun hljóta, bæði til prent- unar og flutnings án sérstaks end Uigjalds til höfundanna. SKAKEiHVÍGID REYKJAVÍK An /« T> « n Mi \j jli xj r is IIA W/. á tm. a pg á mfo. * ÉH! * ■ A m m é I ■ á á ABCÐEFGH? STOKKHÖLMUR 1 20. leikor Stokkhólms: -J d5xc6 j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.