Morgunblaðið - 14.07.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.07.1955, Blaðsíða 8
I MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 14. júlí 1955 ormmMaMib Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavik. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur, Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinaron. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlanda. í lausasölu 1 krónu eintakið. i Islendingar vilja ekki borga svo há- an herkostnað fyrir kommúnista ÚR DAGLEGA LÍFINU EINS og kunnugt er voru hag- fræðinganefndir ríkisstjórnar- innar og Alþýðusambands ís- lands sammála um það á s. L vetri, að kaupmáttur launa hefði ekki rýrnað hér á landi s. 1. 2—3 ár eða frá því að desembersam- komulagið var gert árið 1952. Meginstefna þess var að hækka ekki grunnkaup en reyna þess í stað að lækka verðlagið og auka kaupmátt launanna. Óhætt er að fullyrða, að yfir- gnæfandi meirihluti þjóðarinnar hafi fagnað því að þessi leið var valin haustið 1952. Þjóðin hafði séð kapphlaupið milli kaupgjalds og verðlags og fundið þverrandi kaupmátt launa sinna Hún hafði einnig orðið að kenna á hafta- stefnunni, sem sigldi 1 kjölfar hallarekstursins og uppbótastefn unnar. Vöruskorturmn hafði skapað svartan markað, brask og spillingu. Vaxandi skilningur ríkti á nauðsyn þess að halda verðlaginu stöðugu. Fyrrverandi og núverandi ríkisstjóm hafði að mestu tekizt þetta. Þeim hafði jafnframt tek- izt að tryggja almenningi í land- inu næga og góða atvinnu og mjög batnandi afkomu. En einn hópur manna var þó til, sem leit þessa þróun óhýru auga. Það voru komm- únistarnir. Þeir sáu bráða hættu vofa yfir sér ef vel- megun og framfarir héldust áfram í landinu. Flokkur þeirra hafði beðið mikla ó- sigra við undanfarandi kosn- ingar. Skriðan var byrjuð að falla frá hinum fjarstýrða flokki á íslandi, að vísu tölu- vert síðar en í nálægum lönd- um. I . Yildu hindra velmegun og framþróun Kommúnistar töldu nú nauð- syn bera til að hindra áfram- haldandi velmegun og framfar- ir í landinu. Líklegustu leiðina til þess töldu þeir vera nýja dýrtíðaröldu og verðbólguskrúfu. Fyrsta skref þeirra til undir- búnings henni var að tryggja sér yfirráð í Alþýðusambandi fs- lands. Það tókst með aðstoð fyrrverandi formanns Alþýðu- flokksins, sem hugðist hefna sín með því á flokki sínum. Upp úr síðustu áramótum létu kommúnistar svo stærstu verka- lýðsfélögin hér í Reykjavík gera kröfur um stórfelldar kauphækk- anir. Jafnhliða tók hin komm- úníska stjórn Alþýðusambands- ins að sér forgöngu um myndun nýrrar ríkisstjórnar í landinu, ,,vinstri stjórnar", sem kommún- istar skyldu eiga aðild að. Þar rneð gat engum dulist að verk- fallið var orðið hápólitískt. Niðurstaðan varð svo sú, að langt og erfitt verkfall var háð. Þúsundir launþega biðu geysi- legt tjón. Kaupgjald hækkaði um 11% og grundvöllur var þar með lagður að nýju kapphlaupi milli kaupgjalds og verðlags. Er það sumpart þegar komið í ljós og mun sumpart gerast á kom- andi hausti er afurðaverð bænda hækkar lögum samkvæmt. Laimahækkanirnar étnar upp Þetta eru höfuðdrættir þess, sem gerst hefur í efnahagsmálum okkar á þessu ári. Kommúnistar kipptu grundvellinum undan hinu stöðuga verðlagi. Verð- hækkanirnar hafa byrjað að éta upp launahækkanir launþega. Einstök verkalýðsfélög hafa und- ir forystu kommúnista haldið uppi áframhaldandi smáskæru- hernaði. f Vestmannaeyjum er nú hafið verkfall til þess að knýja fram helmingi meiri kauphækk- un en verkalýðsfélögin hlutu á s. 1. vetri eftir 6 vikna verkfall. Þannig hefna kommúnistar sín á íslenzku efnahagslífi. Þennan herkostnað verður ís- lenzka þjóðin að greiða fyrir að hafa fengið kommúnistum áhrif og völd í nokkrum stærstu verkalýðsfélögum landsins. Þær verðhækkanir, sem orðið hafa og sú verðbólguskrúfa, sem nú er að myndast er vissulega hið mesta áhyggjuefni og vand- séð, hvernig komið verður í veg fyrir uggvænlegar afleiðingar | hennar. Þjóðin stendur í miklum framkvæmdum, rafvæðingu lands ins og stórfelldum umbótum í húsnæðismálum. Verðrýrnun peninganna og vaxandi dýrtíð og verðbólga hlýtur óumflýjanlega að torvelda þessar framkvæmd- ir og skapa margvísleg vand- kvæði á vegi þjóðarinnar. íslendingar vilja halda áfram uppbyggingu lands síns og tryggja sér jafnframt batnandi lífskjör. En þeir verða að gera sér það Ijóst, að það er ekki hægt ef nokkrum skemmdarverka- í mönnum á að takast það, hvenær ; sem þeim býður við að horfa, að 1 setja efnahagslíf þeirra úr skorð- um, þverbrjóta öll lögmál þess og rífa niður það, sem byggt hef- ur verið upp. ERLEND stórblöð tala um „sumarfyrirsagnir" — fregn- ir sem komast á forsíður stór- blaðanna að sumri þegar fátt er stórtíðinda. Undanfarna daga hefir Margrét Bretaprinsessa tvisvar verið á forsíðu Norður- álfublaða, í annað skiptið í til- efni af því, að hún dansaði dátt heila nótt í dillandi samkvæmi um borð í skemmtisnekkju nafn- kunns lávarðs, á Thamesfljóti. í hitt skiptið var prinsessunnar getið vegna þess að hún hefir skrifað formála að bók um ballett, en bók þessi kemur á bókamarkaðinn í haust. ★ ★ ★ EN EKKI eru allar sumarfyrir- sagnirnar í þessum létta tón. — Síðastliðinn þriðjudag gat að lesa eftirfarandi fregn frá Nairn í Skotlandi, skv. Reuter: — Móðir og sex börn hennar voru meðal átta manna, sem týndust í aðflæði í gærkvöldi. Hópurinn hafði tjaldað á strönd Moray-f j arðarins í norðvestur- hluta Skotlands. Faðirinn, Mclntosh lá og hvíldi sig á klettaströndinni á meðan móðirin, Isabella, og börnin skvömpuðu í sjónum. Aðflæðið var mjög ört og er líða tók á daginn og fjölskyldan kom ekki aftur, gerði Mclntosh lögregl- unni aðvart. Börnin voru á aldr- inum frá tveggja til tólf ára. — ^Jditi Í&lcIcIl ti! Cje mci ur en Fram til þessa hafa fundizt sex lík. — ★ ★ ★ TÍÐINDI eins og þessi fylgja oft hitabylgjum, en ein slík hefir gengið yfir norðanverða Evrópu undanfarna daga. Hitinn hefir verið frá 24 upp í 38 gráður á Celsíus. Og nú líður senn að því að hitinn verði leiddur til Genf til þess að þýða „kalda stríðið". —■ Ráðgert er að ráðstefnan í Genf þar sem hittast „æðstu menn stórveldanna", „utanríkisráðherr ar fjórveldanna“, auk annars stórmennis, þ. á. m. þúsund blaðamanna og sjónvarpsmanna, standi í sex dagá, en það er mál manna, að Rússum muni takast að fá ráðherrana til þess að fram lengja dvölina í Sviss um heila viku. Þarna verða miklar og stórar sendinefndir; með Eisenhower verða á annað hundrað manns, þar með taldir „smakkararnir“, og með Eden verða um 100 manns. Eisenhower hefir tekið á leigu 15 herbergja íbúðarhús 1 útjaðri Genfar, Eden ætlar að dvelja í glæsilegri íbúðarhöll, í RÓMABORG er um þessar Le Reposoir, en Rússarnir hafa mundir að hefjast kvikmyndun verið í nokkrum vandræðum, því á „Stríði og friði“, eftir Tolstoy. að höllin, sem þeir hafa venju- Audrey Hepburn fer með hlut- iega búið í, brann ekki alls fyrir verk Natasha. . löngu. VeU andi álrijar: MENNINGARLEYSI okkar ís- lendinga getur stundum kom ið fram á ýmsan hátt. En aldrei hélt maður þó, að það ætti eftir að skilja eftir sig merki í rússn- eskri gestabók. En það er aldrei að vita, hvað gerist! — Eins og kunnugt er, halda tvö ■kommún- istaríki austan járntjalds miklar vörusýningar hér í bæ. Er okkur sagt að það sé til þess að örva viðskipti þeirra við okkur, þótt ýmsir vilji halda því fram, að tilgangurinn sé raunar annar. En hvað um það, tíminn einn sker úr um, hvort Rússar hyggjast gleypa okkur með vörusýningaáróðri eða ekki. Við skulum a. m. k. ekki gleyma sögunni af Rauð- hettu, — mér sýndist hún líka vera á rússnesku bókasýningunni í Listamannaskálanum. Óumflýjanleg lögmál íslenzkt efnahagslíf lýtur ná- kvæmlega sömu lögmálum og efnahagslíf annarra þjóða. Það er þýðingarlaust fyrir okkur að afneita þeirri staðreynd. Við komumst ekki framhjá hennL Þegar útflutningsframleiðsla okk ar er rekin með tapi og ríkis- styrkjum eins og togaraútgerðin er nú, er þýðingarlaust að auka rekstrarkostnað hennar. Það vita kommúnistar líka mæta vel. En þeir vilja að framleiðslan stöðvist, umbæturnar í húsnæðis- málunum og rafvæðing landsins tefjist eða hætti. Þetta er þeirra takmark. Þetta er þeirra leið til myndunar „vinstri stjórnar" í landinu. En vill allur almenningur á íslandi greiða þennan her- kostnað fyrir kommúnista- flokkinn? Er hann ekki helzt til of dýr? Vili fólkið að um- hæturnar í húsnæðismálunum stöðvist, rafvæðingin hætti og atvinnuleysi og vandræði hefjist hér að nýju? Nei, íslendingar vilja þetta áreiðanlega ekki. En þá verða þeir að gera sér það ljóst, að þeir verða að snúast einhuga til varnar gegn verðbólgu og niðurrifsstefnu kommúnista. Sýningin er vogalega skemmtileg. EN það var ekki þetta, sem Vel- vakandi ætlaði að minnast á í dag. Hann hefur enga löngun til annars en hvetja menn að sjá , þessar sýningar kommúnistaríkj- ■ anna í þeirri trú, að allt verði j með felldu. — Við minntumst á ■ gestabókina áðan. Hún liggur frammi í Listamannaskálanum, og á sennilega að þéna þeim til- j gangi einum, að menn skrifi nöfn sín í hana, svo að unnt verði að sjá, hverjir og hversu margir hafa 1 séð hana. En viti menn. Hún er orðin útbíuð í alls konar subbu- skap eftir fjölmarga gestina, við nöfn þeirra standa alls konar yf- j irlýsingar, eins og t d.: sýningin ' er dásamleg; sýningin er vitleysa; niður með kommúnista; lifi kom- munisminn o. s. frv. Og ekki nóg með það, heldur eru alls konar afbakanir og málleysur inni á milli ósómans, eins og — sýning- in er vogalega skemmtileg, svo að dæmi sé tekið. Nöfn — og búið. HVAD á eiginlega svona menn- ingarleysi að þýða. — Hafa menn vanizt því, að opinberar gestabækur séu útbíaðar, eins og villimenn hafi farið þar höndum um? Álíta menn það almenna kurteisi að ríða við bjöllubeizli um sýningasalina — eða hvað? Nei, gestabækur eru til þess, að menn skrifi nöfn sín í þær. Búið. Þar þarf engar yfirlýsingar. Og ef menn vilja endilega „opna sig“ fyrir Rússanum, níða þá eða pissa upp í bagga þeirra, geta þeir gert það á annan hátt, t. d. með því að yrkja þakkarkvæði í Landnemann eða níðkvæði í Samvinnuna — en alls ekki í gestabókina! Kirkjutónleikar í Hafnarfjarðarkirkju. HIÐ nýja orgel í Hafnarfjarðar- kirkju er hinn mesti kosta- gripur, enda mun það vera full- komnasta og bezta orgel, sem til er hér á landi. — Hefir Velvak- andi nú verið beðinn um að koma þeim skilaboðum til réttra aðila, að mönnum gefist tækifæri til þess að hlýða á kirkjutónleika þar í kirkjunni, áður en langt um líður. Er þessu hér með kom- ið á framfæri. Var auglýst. FYRIR skömmu var hér í dálk- unum minnzt á það, að stundum skorti á, að forráða- menn kvikmyndahúsanna aug- lýsi, hvenær myndirnar eru sýndar í síðasta skiptið. Var Róm kl. 11 tekin sem dæmi, en hún var sýnd I Gamla biói fyrir skömmu, eins og kunnugt er. Nú hefir forstjóri kvikmyndahúss- ins, Hafliði Halldórsson, bent mér á, að vitlaust sé, að myndin hafi ekki verið auglýst í síðasta sinn. Sannleikurinn er sá, að hún var bæði auglýst í Vísi og Út- varpinu, þótt það hafi kannski farið fram hjá ýmsum, en auð- vitað var ekki hægt að auglýsa í morgunblöðunum á mánudag. Er þetta leiðrétt hér með. vferkið, sem »J!ir landlX ★ ★ ★ EINN er sá maður, sem á sinn mikla þátt í því, að stór- veldaráðstefnan er haldin í Genf, en kemur þar þó hvergi nærri. — Tveir stjórnarandstæðingar spurðu Eden að því á þingi fyrir , nokkrum dögum, hvort hann ætlaði ekki að bjóða Sir Win- ston S. Churchill að vera í fylgd með sér til Genfar. Eden kom sér hjá því að svara spurning- unni beint. ★ ★ ★ UM CHURCHILL er sögð eftir- farandi saga í bók, sem heitir „Your England“ og er eftir Sir Robert Bruce Lockhart. Bókin kom út í fyrradag: — Churchill var að vinna að stríðsendurminningum sínum og þurfti að fá upplýsingar. Hann hringdi í Ismay lávarð, ráðgjafa sinn í hermálum: — Vinur, sagði Churchill, — ég er í dálitlum vandræðum með kaflann um Sýrland. Ég er ekki ' alveg viss um atburðarásina. Ég i væri þér þakklátur, ef þú létir mig hafa stutt yfirlit, \eins og 2000 orð. Gott væri að fá það um tíuleytið í kvöld. Ismay lávarður svaraði: — Sjálfsagt, þetta skal ég gera, herra, en ég er hræddur um að ég eigi bágt með að gera það I fyrir klukkan t-íu i kvöld. Halda , á stórt kvöldverðarboð í kvöld og ég á að stjórna því og halda þar ræðu. — Það gerir ekkert til, kæri vinur, sagði Churchill blíðlega. — Ekkert Iiggur á, alls ekkert ,Iiggur á. Ég get alveg eins beðið , þar til klukkan 10 í fyrra- ' málið.... ★ ★ ★ LOCKHART segir frá því, að her togafrúin af Windsor — þáver- andi Mrs Simpson — hafi átt hug myndina að því að konungssyn- irnir fjórir (Edward VIII. kon- ungur og hertogarnir af York, Kent og OMi^esteri stóðu heið- ursvörð 1 föður síns, Georgs -----0~ V., cr hann lézt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.