Morgunblaðið - 14.07.1955, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.07.1955, Blaðsíða 11
' Fimmtudagur 14. iúlí 1955 MORGVNBLAÐIÐ 11 Jón Jónsson, Hvestu í Arnarfirði Hvalurinn ANN 7. þ. m. andaðist á Elli- heimilinu Grund, óðalsbóndi Jón Jónsson frá frá Hvestu í Arn- arfirði. Útför hans fer fram í dag frá kapellunni í Fossvogskirkju. Jón er fæddur að Hóli í Ketil- dalahreppi 30. okt. 1877. Hann var sonur Jóns Jónssonar og konu hans Margrétar Ólafsdóttur, sem bæði voru hinar mestu sæmdar manneskjur og framúr- skarandi greiða-hjón, sem öllum Vildu gott gera. Jón, faðir Jóns var sonur Jóns Magnússonar bónda á Hóii og Ástríðar Gísla- dóttur konu hans, er bæði voru mestu ráðdeildar- og heiðurs hjón, sem sýndu frábæra reglu- semi í búskapnum. Þau hjónin Jón og Ástríður fluttust með fjórum börnum sín- um, Magnúsi, Jóni, Elíasi og Jó- hönnu Jael, frá Núpi í Dýrafirði að Hóli í Arnarfirði árið 1831. Var Jón þá 7 ára gamall. Höfðu þá ættingjar Jóns Magnússonar búið að Núpi mann fram af manni að tveim ættliðum undanskildum, í kringum 300 ár. Þessir ættingj- ar bjuggu áður undan Magnúsi Magnússyni föour Jóns að Núpi. f byrjun 16. aldar bjuggu þar Hannes Eggertsson, hirðstjóri, er kvæntur var Guðrúnu, dóttur Bjöms Guðnasonar sýslumanns í Ögri, sem var einhver harðsnún- asti og voldugasti höfðingi lands- ins. Hann var sonur Guðna Jóns- sonar sýslumanns og Þóru, laun- dóttur Björns ríka hirðstjóra á Skarði. Eftir Hannes bjó að Núpi Egg- ert Hannesson hirðstjóri, sonur hans, voldugur auðmaður, og eft- ir Eggert Guðrún Hannesdóttir, systir hans, með manni sínum Þorláki sýslumanni Einarssyni bróður Gissurar biskups Einars- sonar, fyrsta lútherska biskups- ins á íslandi. Eftir þau tók við búi á Núpi, Gissur sonur þeirra, er líka var sýslumaður. Hann var giftur Ragnheiði dóttur Staðarhóls- Páls. En Gissur varð ekki lang- lífur, þvi hann fórst í snjóflóði á Hrafnseyrarheiði veturinn 1597, árið eftir að Þorlákur faðir hans dó. Þau Ragnheiður áttu tvo sonu, Jðn Gissurarson, sem bjó að Núpi og var kunnur fræðimað- ur, silfursmiður, sveitarhöfðingi og ágætur maður talinn, og Magnús bróðir hans, sem bjó í Lokinhömrum og var líka fræði- maður og sveitarhöfðingi. Ragnheiður móðir þeirra gift- ist fáum árum eftir lát Gissurar manns sins, séra Sveini Símonar- syni prófasti í Holti, og var þeirra sonur Brynjólfur biskup Sveinsson. Var því Brynjólfur biskup hálfbróðir beirra bræðra Gissurar og Magnúsar. Þegar Jón Gissurarson á Núpi dó 1646, slitnaði ábúð ættarinn- ar á Núpi um stund. Jón Giss- urarson átti aðeins einn son, sem Torfi hét. Hann gekk ungur í Skálholtsskóla undir handleiðslu Brynjólfs biskups föðurbróður síns. Hann ávann sér svo mikils álits hjá biskupi, að hann varð ástfólgnari fjölskyldu hans en nokkur annar maður. Torfi varð kirkjuprestur í Skálholti, en var eitt ár prestur á Hrafnseyri og síðan aftur kirkjuprestur í Skál- holti. Síðast var hann prestur og prófastur í Gaulverjabæ. Hann tók, eftir beiðni biskups, eiðinn af Ragnheiði dóttur hans, og var því þátttakandi í þeim mikla harmleik í Skálholti. Séra Jón, sonur Torfa prófasts, varð prestur að Breiðabólstað í Fljótshlíð. En Björn sonur séra Jóns Torfasonar fluttist svo að sunnan, því hann var fæddur í Fljótshlíð 1709, og settist á ættar- óðal sitt Núp. Hann giftist dýr- firzkri konu Guðrúnu Magnús- dóttur frá Haukadal. Þau áttu mörg börn og eru miklar ættir frá þeim komnar. Eftir Björn tók við búi á Núpi Magnús sonur hans. Hann átti þrjú börn, sem öll bjuggu þar Hinningarorð eftir hann. Lengst bjó þar Magnús Magnússon, sonur hans, sem bjó á Núpi fram á 19. öld, en hann var faðir Jóns Magnús- sonar, sem fluttist frá Núpi að Hóli 1831, eins og áður er sagt. Magnús Magnússon var giftur Jósabet Jónsdóttur prests frá Hrafnseyri, en hún var dóttir Þorkötlu dóttur-dóttur Páls sýslumanns Torfasonar, sem bjó á Núpi nokkuð af þeim tíma, sem ættliðurinn bjó þar ekki, og dó að Núpi 1720. Hann var sagður höfðinglyntur fjáraflamaður, en harðfengur og deilugjarn. Páll var ættfaðir þeirra Ballarárfeðga séra Eggerts og séra Friðriks Eggerz, og er komið út af honum margt merkisfólk. Árið 1884 fluttist Jón með konu sinni Margréti, búferlum frá Hóli að Hvestu. Var þá Jón Eldri 60 ára en Jón sonur hans 7 ára, og fluttist þá með foreldrum sínum að Hvestu. Var hann hjá þeim í Hvestu þar til faðir hans dó 1898. Fór hann þá að búa á Hvestu, föðurleifð sinni, og giftist 1898 Þórunni Jónsdóttur, dóttur Jóns Th. Johnsen óðalbónda á Suður- eyri í Tálknafirði og konu hans Þórdísar Jónsdóttur. Jón Th. Johnsen var sonur Þorleifs ríka kaupmanns á Bíldudal og konu hans Helgu Sigmundsdóttur, sem áður var gift Ólafi Thorlaciusi óðalsbónda í Fagradal, sonar Ólafs riddara Thorlaciusar á Bíldudal En Þórdís kona John- sens var dóttir Jóns skipherra á Steinanesi, bróður Þorleifs, og konu Jóns, Margrétar Sigurðar- dóttur, systur Jóns Sigurðssonar forseta frá Hrafnseyri. Þórunn, kona Jóns, var hið mesta val- kvendi, en því miður varð sam- búð þeirra hjóna stutt, aðeins þrjú ár frá því þau trúlofuðust, því hún dó árið 1900. Þau hjón áttu saman einn son, Magnús, bráðefnilegan og dugmikinn mann. Hann er vélamaður og stundar nú járnsmíði. Hann er giftur Petrínu Nikulásdóttur, á- gætri konu af breiðfirzkum ætt- um. Þau eiga 6 börn. Býr á Fálkagötu 20. Eftir að Jón missti Þórunni konu sína, var hann fá ár hús- maður í Hringsdal og var móðir hans þar hjá honum, þar til hún dó, 1904. Eftir það trúlofaðist hann Sesselju Guðbrandsdóttur, ættaðri af Rauðasandi. Voru for- eldrar hennar Guðbrandur Eiríks son og Veronika Árnadóttir, sæmdarhjón. Síðan var hann nokkur ár til húsa í Pétursvör í Hringsdal, en það er mannvirki til lending- arbóta, sem Pétur skipstjóri Björnsson hafði gert. Síðan keypti Jón Vörina og húsin og rak þaðan ára- og mótorbátaút- gerð milli 30 og 40 ár. Árið 1910 hóf hann búskap á eignarjörð sinni Hvestu og flutt- ist þangað. Árið 1911 giftist hann heitmey sinni Sesselju, sem var hjartagóð, hjálpsöm greiða- kona, sem ekkert mátti aumt sjá. í Hvestu bjuggu þau síðan 31 ár, þar til Sesselja dó 1942. — Með seinni konu sinni, Sesselju, átti Jón þessi börn: 1. Friðrik, sem nú býr í Hvestu og er oddviti og sýslu- nefndarmaður hreppsins. Hann er búfræðingur frá Hólum. Hann er giftur Sigríði Þórðardóttur, fyrrverandi kennslukonu. Hún er mesta myndarkona, vel gefin. Hún er systurdóttur Boga Ólafs- sonar fyrrv. menntaskólakenn- ara og Gunnars Ólafssonar kaup- manns í Vestmannaeyjum og þeirra systkina. Þau hjón eiga 4 efnileg börn á lífi. 2. Guðbrand, sem er yngstur bræðranna. Hann er giftur Elínu Jósefsdóttur frá Ormskoti undir Eyjafjöllum, myndarkonu, sem hún á kyn til. Þau búa á Laug- arnesvegi 82. Guðbrandur stund- ar sjómennsku. 3. Þórunn Veronika. Hún dó á fermingaraldri. 4. Margrét, var gift Einari Bjarnasyni, miklum dugnaðar- manni. Þau bjuggu í Grænuhlíð, Kringlumýrabletti 13, þar sem Einar býr enn. Þau áttu saman 3 börn, sem öll eru á lífi. Mar- grét dó 13. júlí 1953. Hún var dugnaðar- og ráðdeildarkona. 5. Ástríður. Dó í Reykjavík 2. janúar 1952. 6. Jóna. Dó í Reykjavík 17. marz 1945. 7. Pétur. Á eitt barn á lífi. — Hann dó á Bíldudal. 8. Elías. Hann var giftur Krist- rúnu Kristófersdóttur, dugnaðar- konu eins og hún á kyn til. Þau eiga 3 börn á lífi. Kann dó í Pat- reksfjarðspítala. Öll þessi systkini voru táp-, þroskamikið og vel gefið mynd- arfólk. Eftir að Jón hafði misst Sess- elju konu sína, hætti hann fram af því búskap í Hvestu, en afhenti Friðrik syni sínum jörðina. — Fluttist hann þá til Bíldudals og dvaldi þar nokkurn tíma. En að þeim tíma loknum fluttist hann til Reykjavíkur, og hefur dvalið þessi síðustu 10 ár æfinnar hjá börnum sínum, mestan tímann þó hjá Margréti dóttur sinni og Einari Bjarnasyni, manni hennar, og stundaði ýmsa vinnu, aðallega smíðavinnu meðan heilsan leyfði, því hann var vel laghentur. jón var með hæstu mönnum á vöxt og samsvaraði sér vel að gildleika. enda afrenndur að afli eins og Gisli langafi hans hafði verið. Hann var hversdagslega dagfarsprúður maður og oft kát- ur og gamansamur. Hann var nýt inn og hirðusamur búmaður, eins og faðir hans og margir ætt- ingjar höfðu verið. Hann mun hafa mátt telja raunamann, eink- um seinna hluta æfinnar. Fyrst missti hann Þórunni konu sína, sem var hugljúfi hvers manns, sem henni kynntist, — frá ungu barni. Nokkuð mörgum árum seinna. deyr Þórunn Veronika dóttir þeirra Sesselju konu hans, efnileg og vel gefin stúlka, á fermingaraldri. En árið 1942 bvrj ar aðal raunastríðið á heimili hans, því það ár devr Sesselja kona hans, mjög sviplega og svo á næstu 11 árum deyja fimm börn hans, öll uppkomin og hvert öðru efnilegra. Má nærri geta hví lík ofboðslcg raun það hefur ver- ið fvrir hann að standast slíkt, og hvort sárin innra hafi ekki blætt, þótt hann í lengstu lög reyndi að láta sýnast. sem allt væri að utan fellt og slétt, þar til hjartabilunin varð kjarkinum yf- irsterkari. svo hetjan varð að hníga í valinn. Við Jón höfum verið í nágrenni hvor við annan síðan við vorum börn, höfum verið sambýlismenn milli 30 og 40 ár, starfað saman í mörg ár í nefndum og ýmsum félagsmálum fyrir hreppinn. — Man ég ekki til að nokkurt styggðaryrði færi á milli okkar, hvers til annars, öll þessi ár. Var það þó ekki af því, að við værum skaplausir, en við munum hafa Framh. af hls. 9 Reykjavíkur. Það er herramanns matur, eins og þið vitið. Kjötið er aftur á móti flutt í sérstaka kæli- klefa, en síðan er því ekið til hraðfrystingar á Akranesi og flutt út sem dýrafóður. Talsvert er einnig etið í Reykjavík. — Já, ég þykist nú vita það. Ég hefi aldrei komizt upp á lag með að borða það. — Hver fjan. ... Og þið fáið áreiðanlega hvalkjöt á eftir! — Hvalkjöt??? — Já, en við skulum sjá, hvérnig fer, það drepur ykkur ekki! — Nú, það, sem af er þessari vertíð hafa ver- ið flutt um 30—40 tonn af hval- kjöti til Reykjavíkur og um 600 tonn út. ★ ENGINN ÚRGANGUR Hvalurinn er loks limaður sundur, sem kallað er, þ. e. hann er sagaður niður í bita sem eru hæfilegir í suðupottana. — Þeg- ar planvinnunni er svo lokið og blessaður hvalurinn er kominn í suðukatlana, er lýsið skilið í skilvindu og mjölið unnið í sér- stökum mjölvinnsluvélum. Nú er farið að bæta eimuðu límvatni í | mjölið, svo að unnt er að fullnýta allt hráefnið. Má segja, að eng- . inn úrgangur komi frá verksmiðj unum — nema þá hreint vatn. — i Það er merkilegt. En hvernig ' þykir þá mjölið? — Það er hið i prýðilegasta skeppnufóður, að ' næringargildi eins og síldarmjöl. j Það er mest allt flutt út. í fyrra sumar var mjölframleiðslan 880 tonn, en er nú orðin á þessari vertið 400—500 tonn. ★ ★ ★ Við erum komnir út aftur. Föt- in eru límd við okkur af rigning- unni. Nú er hann samt hættur að rigna. I — Það rignir þá ekki alltaf hér í Hvalfirði. — N-ei, hélztu það? — Já, ég var farinn að halda það. Hvað átti maður svo sem að halda annað? Við svipumst um eftir Hvalnum. Hann siglir rösk- lega út fjörðinn, kannski eins og hvalur sé á ferð. Nei, héðan synd- ir enginn lifandi hvalur. Það er af og frá. — Eigum við ekki að koma að borða, strákar? segir Jafet. — Hvalkjöt? — jú, og ég sem.... ★ ÞUNNAR FLÍSAR OG MIKILL LAUKUR Aldrei hefi ég getað borðað hvalkjöt fyrr — og það með góðri lyst. — Maður verður að mat- reiða það af vandvirkni, segir ráðskonan, Kristensa Kristófers- dóttir, þegar við hittum stúlkurn- ar frammi í stóru, hreinu og vist- legu eldhúsinu. Það verður að vera í næfurþunnum buffstykkj- um. — Með miklum lauk, bæti ég við. — Já, miklum lauk. ★ ★ ★ Á meðan við snæddum, spurði ég Jafet nokkurra spurninga í við bót lesendum blaðsins til fróð- leiks. — Hversu margir menn reynt að stilla það og jafna, ef einhverjar misfellur voru og á því mun einlægt fara bezt í mannlíf- inu. Jón stundaði sjómennsku með búskapnum og var formaður, bæði á árabátum og vélbátum. Hann var heppinn aflamaður og góður og gætinn sjómaður og stjórnari. Heimili þeirra Hvestuhjóna var viðurkennt gestrisnisheimili. Var talið sjálfsagt að hver mað- ur, sem bar þar að dyrum, kæmi inn og fengi góðgerðir, hvort sem hann var æðri eða lægri stéttar. Ég tel Jón hafa verið stórbrot- inn drengskaparmann eins og hann átti kyn til. Blessuð sé minning hans. Einar Bogason, frá Hringsdal. vinna í allt hér á hvalvinnslustöð inni og á skipunum? — Þeir eru eitthvað á' ánnað hundrað og eru flestir af Akra- nesi. En auðvitað eru þeir- víðar að og hafa margir verið hér ár eftir ár. Eins og þú kannski veizt, er þetta 8. vertíðin; fyrirtækið hóf nefnilega starfsemi sína 1948. - — En hvað eru hvalveiðiskipin mörg? Þau eru fjögur. Hafa fengið upp í 8 hvali á sólarhring, en stundum fáum við ekki nenta 1—2. Við getum alltaf fylgzt með ferðum skipanna, því að við höf- um sendistöð í skrifstofunni. — Hve miklar gjaldeyristekj- ur eru af hvalnum á ári? — S.l. ár voru þær um 12 millj. króna, miðað við fob-verð. — Segðu okkur svo að lokum, Jafet. Hvað geta verkamennirnir hér fengið hátt kaup? — Það getur orðið geysihátt, segir Jafet og brosir kankvíslega til okkar, um leið og við kveðj- um hann og þökkum honum góð- ar móttökur. ★ ★ ★ Þyrill var enn þungbúinn, þeg- ar við ókum af stað. Það var byrj að að rigna aftur og við vorum fegnir að skríða upp í bílinn. —• Við höfðum skoðað merkilega starfsgrein í dag. — Fyrst í stað voru Norðmenn á öllum skipun- um og jafnvel í landi líka, en nú skipar íslendingur hvert rúm. Hér hafa duglegir menn ráðizt í miklar framkvæmdir, og gengur reksturinn vel undir öruggri handleiðslu Lofts Bjarnasonar út gerðarmanns. Hér var mikil höfn frá 1340 og fram á miðja 15. öld, og á síð- asta hluta 14. aldar var Hvalfjörð ur sennilega fjölsóttasta höfn landsins. Hér var vafalaust stund- uð mikil síldveiði fyrr á öldum, að minnsta kosti liggur svo nefnd Síldarmannagata upp úr botni Hvalfjarðar. Hún er nefnd í Harðarsögu, þögul en merkilcg heimild um það, að hér hafi áður verið líf í tuskunum og starfað af kappi. Er því gott til þess að vita, að enn skuli vera starfað og lifað af kappi í botni þessa þrönga fjarðar, þar sem Þyrill hallar stöðugt undir flatt og á í sífelld- um erjum við þokubakkana. M. — Jóhann Sæmundsson Framh. af bls. 7 og þá voru mér sögð þau ótíð- indi, að sennilega mundi Jóhann ekki lifa fleiri afmæli en þetta. Ég kom til hans á afmælinu hans og gekk hann á móti mér eins og endranær, faðmaði mig að sér, og bauð mér til stofu. Á heimilinu var sama hlýjan og venjulega, en Jóhann var að kveðja. Við sátum tveir einir saman um stund, og þá sagði Jó- hann við mig: „Þú hefir heyrt hvernig komið er fyrir mér, er ekki svo?“ Ég sagðist því miður hafa fregnað slæmar fréttir. „Já, sagði hann, „ég hefi séð svo marga deyja úr þessum sjúk- dómi, og það er ekki meira fyrir mig að deyja úr honum en þá“, og svo rétti hann mér höndina, og sagði, „en barizt skal þar til yfir lýkur, og svo ekki meira um það“. Þannig var Jóhann óbreyttur fram á seinustu stund, látlaus og æðrulaus. Honum fannst sér ekki vandara en öðrum um að deyja, en honum fannst sjálfsagt a5 berjast til þrautar. Siðustu orku sína notaði hann til þess að búa í haginn fyrir þá ástvini síná, sem nú syrgja hann mikið. Jóhann minn, þalcka þér inni- lega fyrir vináttu þína og allar þær mörgu skemmtilegu stundir, sem við höfum átt saman á heimili þínu og annars staðar. Þinn einlægur, Pétur Eggerz.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.