Morgunblaðið - 14.07.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.07.1955, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLADiB Fimmtudagur 14. júlí 1955 j Framh'aldssagan 30 Hún greip um hana, las nafnið ■upphátt, en bar svo örkina að vör- um sér og þrýsti á hana kossi. „Jæja, ertu nú ánægður?" spurði hún að því loknu. Beint neðan við nafnið, bar nú örkin merki vara hennar — tvo rauða hálfhringi, líka tveimur blómk rónublöðum. Ég horfði á blaðið litla stund og •fann til innilegrar ánægjukennd- ár, en sagði svo, hægt og blíðlega: „Þakka þér fyrir, elskan, þetta ér gott“. Hún brá upp hendinni og strauk mér flausturslega um annan vangann, gekk svo til dyr anna og sagði fljótmælt: „Gangi þér verkið vel. .. Ég ætla að fara að sofa, mér finnst ég raunverulega vera þrevtt. .. Gerðu það fyrir mig að banka ekki á svefnherbergisdyrnar mín ar. Ég vil aðeins fá að sofa í næði .... til morguns, þá.... “. „Gott og vel, þú skalt fá næði til að sofa, unz næsti dagur renn- ur upp....“. Hún gekk út og var næstum búin að hrinda þjónustustúlk- unni um koll, sem kom í sömu andránni með kaffið mitt. Þegar hún var einnig farin, kveikti ég mér í vindling, settist við skrifborðið mitt, drakk tvo bolla af kaffi og tók svo, að end- higu, lokið af ritvélinni minni. Eg varð var við óvenjulegs mik- inn andlegan styrkleika hjá mér, líkast því sem höfuð mitt hefði nú inni að halda hreina, ná- kvæmna og algerlega ógallaða vélasamsetningu, í stað hinnar venjulegu, ruglingslegu og þung- lamalegu flækju óljósra og and- stæðra hugsana. Ég fann, að þessi vélasamsetn- ing útilokaði alla heimsku, stæri læti, ótta og hégómagirnd. Það var hið dýrmæta verkefni, ó- skemmandi og ópersónulegt, sem ég ætlaði nú að notfæra mér tii þess, að mæla, meta og fullgera verk mitt, er ég endurritaði það. Ég byrjaði nú á vélrituninni, með vindling á milli varanna og augun fest á pappírsörkunum. Ég hef ef til vill ritað fjórar línur, en þá lagði ég vindlinginn í öskubakkann, ýtti ritvélinni til hliðar, tók handritið og fór að lesa það. Ég var sérstaklega vakandi og skarpur í athugunum og nú, er ég ritaði fyrstu fjórar línurnar, þá varð ég var við tilfinninga ósanninda og lyga, sem voru al- veg ólíkar og nákvæmlega eins og hið daufa hljóð brotnandi glers. Með öðrum orðum, þá hvarflaði það öðru hvoru í huga minn, að sagan væri ekki aðeins fjarlæg því að geta nefnst snilld arverk, heldur væri hún verulega léleg. Eins og ég hef áður nefnt, þá hef ég nokkra bókmenntalega reynslu og reynist, þegar tilefni gefast, allgóður gagnrýnandi. — Ég fann, á þessari stundu, að með mínum núverandi, óvenju mikla Og framtakssama andlega stvrk- leika, þá voru gagnrýnishæfileik- ar mínir settir á svið, á pappírs- örkunum, sem ég hélt á. Orðin voru ekki lengur eingöngu orð heldur molar úr málmi, sem ég yar smátt og smátt að reyna eða fennsaka, með fullkomnum áreið anleika og vissu, með hjálp próf- steins míns eigins smekks. Ég las ekki söguna standslaust til enda, vegna þess, að ég vildi ekki daga uppi í hljóðfalli frá- sagnarinnar, en ég las kafla á víð og dreif, og þvi meira sem ég las, því órórri varð ég. — Nú sýndist mér ekki mögulegt, að ég dragi ranga ályktun. Sagan var öll léleg, ekkert gat bjargað henni. Skyndilega greip mig nærri vísindaleg áköf löngun eft- ir raunveruleikanum, hlutdrægn- islausum. Ég tók óskrifaða papp- írsörk, greip lindarpennann minn og byrjaði að hripa niður upp- götvanir mínar, eftir þvi sem þær i komu í huga mér, alveg eins og ég fór að, þegar ég hafði ein- hverja bók, til að gagnrýna. ! Efst á blaðsíðunni skrifaði ég, öruggri hendi: „Athugasemdir I við söguna Hjónabandsást eftir Silvio Baldeschi". Því næst dró ég strik neðan við þessa yfirskrift f og tók að semja athugasemdirnar i sjálfar. Ég fylgdi þeirri aðferð, að ég venjulega tileinkaði mér við samningu ritdóma minna — , það er, að sundurliða verkið í öllum þess margvíslegu útlitum og þá að lokum bræða saman allar þessar einstöku upppgötv- anir í einu, skiljanlegan úrskurð. Auðvitað ætlaði ég mér ekki að fara að rita grein um sjálfan mig, j en ég þráði það, mest af öllu að komast að einhverjum glöggum, lokaniðurstöðum viðvíkjandi mín um eigin bókmenntalegu og rit- starfalegu hæfileikum. Fjórtándi kafli. Þetta er það, sem ég skrifaði á nýju blaðsiðuna mína! Fyrst: Stíll og þá neðan við: sléttur. rétt ur og skrautlegur, en aldrei frum legur, aldrei persónulegur, aldrei ferskur. Fullur af daufri hvers- dagsmennsku, yfirgripsmikill þar sem hann ætti að vera stuttorður. Stíll án sérginkenna, stíll kost- gæfnislegs og iðins samsetnings, þar sem ekki fyrirfinnast hin minnstu merki skáldlegra tilfinn- inga. Annað: Mótunarhæfileiki. Enginn. Ákveður hlutina í stað þess að lýsa þeim, skrifar þá í stað þess að mála þá. Skortur á auðsæjum sannindum, rúmtaki og áreiðanleika, þrótti og afli. — Þriðja: Eðliseinkenni, neikvæð. Maður finnur, að ekki hefur ver- ið skapað af samúðarríkri hug- sýni, heldur stæld og eftirrituð verk náttúrunnar, með aðstoð og hjálp dómstóls, sem var óákveð- inn, efandi, myrkur og frumstæð ur. Það eru mínútumyndir, en lífvana athuganir, ekki lifandi, frjáls sköpun. Slík verk leysast í sundur, morkna niður, þau mót- mæla sjálfum sér, þau hverfa af blaðsíðunum og skilja aðeins nöfn sín eftir og þessi nöfn, hvort sem persónurnar eru nefndar Paolo eða Loranzo eða Elisa eða Maria, svíkja sína eigin blekk- ingu og óraunveruleika sinn vegna þess, að manni finnst sem hægt hefði verið að breyta þeim, án þess að vinna tjón eða mein. Þau eru ekki persónuleikar, að neinu leyti, heldur Ijósmyndir. Fjórða: Sálfræðilegur sannleikur. Aumur. Of mikil slægð, of marg- ar athugasemdir, sem ekki snerta málið né koma því við og of lítil almenn skynsemi. Maður finnur j að höfundurinn flytur sig að ut- í an og inn, af handahófi, ekki eft- j ir aðalbrautum sannleikans, held- ; ur um hliðarstíga hinna villandi rökleiðsla. Fimmta: Tilfinningar. Kaldar og hverfular, undir ólgu,! uppkomu og flótta, sem svíkur og leiðir í ljós eigin tóm og veik- j leika. Viðkvæmni, en ekki tilfinn ' ing. Sjötta: Samhengi. Illa dregið upp og búið til, óhugsað, flutt af ósamkvæmni, undanbrögðum, i léttmeti og öðrum óheiðarlegum brögðum, undir blæju sýndar- krafts og mjúkleika yfirborðsins. PARADÍSARGARÐURINN 16 Alpahornið ómaði svo djúpróma og angurblítt, og hjarð- maðurinn jóðlaði svo fagurlega niðri í dalnum. Þar næst beygðu bananatrén hinar löngu og slútandi greinar sínar yfir bátinn. Svartar álftir syntu á vatninu, og undarlegustu dýr og blómstur sáust á ströndinni. Það var Nýja Holland, fimmta heimsálfan, sem nú leið hjá með bláum fjöllum. Gat þar að heyra söng blótprestanna og horfa á villimennina, er þeir dönsuðu eftir trumbna- hljómi og beinpípublæstri. t Hinir skýháu pýramídar Egyptalands, kollhrundar súlur og svipmyndir, sem hálfar voru sandi orpnar, sáust líða fram hjá. Norðurljósin bröguðu yfir jöklum norðurheims- ins. Það var flugeldagerð, sem enginn gat leikið eftir. Kóngssonurinn var frá sér numinn af unun, og var ekki furða, því að nú sá hann hundrað sinnum meira en hér verður frá sagt. | „Og fæ ég nú að vera hér alla ævi?“ sagði hann. ' „Það er undir sjálfum þér komið,“ anzaði álfkonan. „Ef þú lætur ekki eins og Adam fyrrum, freistast til að gera það, sem bannað er, þá máttu vera hér um aldur og ævi.“ 1 „Ekki skal ég snerta eplin á skilningstrénu,“ sagði hann, ,.hér eru ótal ávextir, allt eins fagrir og þau eru.“ „Reyndu og prófaðu sjálfan þig, og kennirðu þig ekki nógu fastan fyrir, þá farðu með austanvindinum, sem kom með þig. Hann flýgur nú til baka og kemur hér ekki í hundrað ár. Sá tími mun þér ekki finnast lengri á þessum stað en hundrað stundir, en það er langur tími fyrir freistn- ina og syndina. ( Bezt að auglýsa í Morgunbiaðinu « ■ ■■■■■■ ■■■■■«•■■■■ IHI ■ ■ ■ ■BBI ■ MSTiiMrjunf■;■■ ■■ ■■» Tilkynning til holnfirzkrn mæðrn Við undirritaðar, sem tilnefndar höfum verið af bæj- arstjórn Hafnarfjarðar, til að hafa forgöngu um og ann- ast undirbúning að sumardvöl hafnfirzkra mæðra, ósk- um hér með eftir að konur þær, sem hug hafa á slíkri dvöl er verða mun í Kaldárseli í viku til 10 daga, komi til viðtals við okkur í ráðhús bæjarins í dag og á morgun kl. 6—9 síðdegis. Hafnarfirði, 14. júlí 1955 Sigurrós Sveinsdóttir Sigrún Sveinsdóttir, Soffía Sigurðardóttir. ua GOTT HERBERGI fyrir einhleypan óskast í Austurbænum. %OFNASMIÐJAN ClflM04.fl «9 • MVRIAVÍR -'(ÍILAN»9 SIMI 1340 1 REVKJAVIK ■JUt *■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.