Morgunblaðið - 15.07.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.07.1955, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIti Föstudagur 15. júlí 1955 it Útg.: H.Í. Árvakur, Reykjavík, Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgöarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vlgar. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinaaon. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlanda. í lausasölu 1 krónu eintakið. Frá Lækjargötu til Aðalstrætis FYRIR nokkrum árum var Lækjargatan breikkuð til mikillar prýði fyrir bæinn og hagræðis fyrir umferðina. Síðan sú framkvæmd var unnin hafa margvíslegar umbætur verið unn ar á öðrum götum bæjarins, þær breikkaðar, malbikaðar og fegr- aðar. Ýmis svæði hafa verið opn- uð og margvísleg viðleitni sýnd af hálfu bæjarfélagsins til þess að prýða borgina og skapa íbú- um hennar aukin þægindi. Öllum Reykvíkingum þykir vænt um hverja þá framkvæmd, sem gerir bæinn þeirra fallegri og snyrtilegri. Fólkið veit og skilur að Reykjavík er upphaf- lega byggð sem lítið þorp með þröngar og óreglulegar götur. En hún hefur stöðugt verið að stækka og verða myndarlegri og nýtízkulegri bær. Fjölmargt er hér þó ógert, sem framkvæmt hefur verið til fegurðar- og menningarauka í gömlum og rík- um borgum. Breikkun Lækjargötunnar var ein myndarlegasta framkvæmd, sem hér hafði sézt í gatnagerð. Lítil og þröng gata var víkkuð að miklum mun og vel og mynd- arlega frá henni gengið. Yfirgnæfandi meirihluti bæjarbúa fagnaði þessari bún- ingsbót á Miðbænum. Fólkið fann, að hin nýja gata var ekki aðeins fallegri heldur og miklum mun hagkvæmari fyr- ir það sjálft, umferðina og at- hafnalífið. . ílinar sögufrægu þúfur‘ En þeir menn voru þó til í Reykjavík, sem höfðu allt á horn um sér gagnvart breikkun Lækj- argötunnar. Þeir snérust beinlín- is gegn þessari umbót. Það mátti ekki skemma „hinar sögufrægu þúfur“ á nálægum túnum, sögðu þeir. Þess vegna mátti ekki breikka götuna. Ýmsir íslending- ar höfðu gengið um þessar þúfur og það var ókurteisi við minn- ingu þeirra að eyðileggja þær!! Nei, Lækjargötuna mátti ekki breikka, sögðu Tímamennirnir. Og svo réðust þeir á „íhaldið“ froðufellandi af illsku yfir því að það skyldi ætla sér að knýja fram þessa merkilegu umbót á útliti Miðbæjarins og aðstöðu umferðarinnar þar. Með svipuðum rökum hefðu Framsóknarmenn getað haldið því fram, að ósvinna hefði verið að byrgja lækinn, sem eitt sinn féll opinn um Lækjargötuna. — Margir ágætir íslendingar höfðu vaðið hann í æsku og síðan geng- ið yfir hann á brú. Þrátt fyrir það þótti það mikil umbót á sín- um tíma, þegar gatan var lögð og læknum lokað. Þróunin hefur með öðrum orðum gengið sinn gang. — „Hinar sögufrægu þúfur“ menntaskólatúnsins hafa horf- ið, túnið hefur verið sléttað og gert fallegra en áður. Á sumrum mæta nú tré og blómabeð þar augum vegfar- andans. Á slóðum Skúla fógeta En nú víkur sögunni dálítið vestur í bæinn, þar sem Skúli fógeti reisti „innréttingar" sín- ar. Einnig þar hafa forráðamenn Reykjavíkur viljað breikka göt- ur og fegra umhverfið. Þar hef- ur verið ákveðið að víkka Aðal- stræti, bæði vegna umferðarinn- ar og framtíðarskipulags Mið- bæjarins. Við þessa sögufrægustu götu bæjarins standa mörg göm- ul timburhús, sem auðsjáanlega hverfa. En með því skapast rúm fyrir breiða og fallega götu. Um Aðalstræti mun þess vegna ger- ast svipuð saga og um Lækjar- götu. Það mun breikka og verða bæjarprýði. Jafnframt mun um- ferðinni í Miðbænum verða að því mikið gagn. Almenningur í Reykjavík mun fagna þessari umbót, þegar hún er komin á, alveg á sama hátt og hann gladdist yfir breikkun og fegrun Lækjargötu. En sagan endurtekur sig einnig að öðru leyti. Framsóknarflokk- urinn er þegar byrjaður að skamma „íhaldið" fyrir að ætla sér að gera Aðalstrætinu svipuð skil og Lækjargötunni. Dag eftir dag hella Tíminn og „bæjarmála- sérfræðingar" hans sér yfir for- ráðamenn Reykjavíkur fyrir áformin um endurskipulagningu Aðalstrætis. Margt er skrýtið í kýrhausn- um. Nú segir Tíminn að það beri vott „óforbetranlegu íhaldi“ að vilja fegra bæinn, breyta þröng- um og allsendis ófullnægjandi götum í breiðar og fallegar göt- ur. Hins vegar sýni það frjáls- lyndi og víðsýni að standa gegn breytingunum og halda fast í hinar „sögufrægu þúfur“!! En hvað finnst ykkur, almenn- ingi í Reykjavík? Er það and- stætt hagsmunum Reykvíkinga að hinar gömlu og þröngu götur frá þeim tíma er Reykjavík var smáþorp, séu breikkaðar og fegr- aðar? Nei, það getur varla verið. UR DAGLEGA LIFINU HÖFUNDUR „Don Camillos" er nú kominn úr fangelsinu. Höfundurinn, Giovannino Guar- eschi, var, eins og mörgum mun minnisstætt, dæmdur í 20 mán- aða fangelsi fyrir meiðyrði um De Gasperi, þáverandi forsætis- ld)auLnn letri L en lorvunúnióminn ráðherra, og Einaudi, þáverandi forseta ítala. Guareschi hafði afplánað tvo þriðju hluta refsingarinnar er hann var látinn laus vegna góðr- ar hegðunar. Sjálfur neitaði hann að sækja um náðun. Myndin, sem hér fylgir, var tekin er Guareschi kom heim til sín úr fangelsinu, en þar biðu hans kona hans, dóttir hans og hundurinn hans. Don Camillo og Peppone hafa gert Guareschi kunnan um allan hinn menntaða heim. —★— SÍÐASTLIÐINN mánudag komu frá Kína til Hong Kong á heimleið, þrír bandarísku her- mannanna, sem á sínum tíma kusu að vera eftir í Kína, er-fanga skiptin fóru fram í Kóreu. Þessir þrír menn áttu nú ekki nein fög- VJU andi óLrifar: Ásteitingarsteinn Tímans En hvernig stendur á því að Tíminn hamast svona gegn upp- byggingu og fegrun Reykjavík- ur? Svar Tímamanna sjálfra við þeirri spurningu er það, að vegna þess að hús Morgunblaðsins eigi að standa við Aðalstræti þá megi alls ekki breikka það. En hvers vegna má Mbl. ekki fá húsnæði við Aðalstræti? Þeirri fyrirspurn svarar Tím- inn í gær á þessa leið: „Mbl. hefur unnið af miklum áhuga að halda við meirihluta Sjálfstæðismanna í Reykja- vík---------“ Það er lóðið. Þarna er komið að kjarna málsins. Vegna þess að Morgunblaðið styður Sjálfstæð- isstefnuna og það er að reisa sér hús við Aðalstræti má ekki breikka og fegra götur á slóðum Skúla Magnússonar!! Sjá nú ekki Reykvíkingar upp- Ijómað „frjálslyndi“ Tímamanna? Getur það nú farið á milli mála, að breikkun Aðalstrætis sé glæfraspil og framkvæmd ein- ungis í þágu „íhaldsins"? Tímamenn eiga bágt, mjög bágt. Þeir tíafa haslað sér völl í „hinum sögufrægu þúfum“. Sjálfstæðismenn, Morgunblað- ið og yfirgnæfandi meirihluti Reykvíkinga vinna hins vegar að því að byggja upp og fegra hina ungu íslenzku höfuðborg og í samræmi við kröfur og þörf hins nýja tíma. Það hlut- skipti er miklu betra. SVEINN sundmagi" hefir sent mér bréf um misnotkun á bil um ríkis og bæja. Fyrir skömmu, segir Sveinn sundmagi, hitti ég opinberan starfsmann, sem ég er málkunn- I ugur, og var hann í sumarleyfi sínu á flunkunýjum bíl. Bifreið þessi er eign ríkisins og er það nýbúið að kaupa hana handa embætti því, sem þessi maður vinnur hjá. Er það nú í fullu samræmi við lög og reglur íslenzka lýðveldis- ins, að hinir og þessir opinberir starfsmenn rússi í bifreiðum rík- isins um allar trissur í sumar- leyfum sínum? Er ástæða til þess, að ég og þú borgum sumarleyfi þessa fólks, sem virðist ekki hafa þá ábyrgðartilfinningu, sem því ber? — Ég mótmæli því, að skött- um mínum sé varið til þess að starfsmenn ríkisins mis- noti aðstöðu sína og fari með bíla ríkis og bæja, eins og þeir væru þeirra eigin eign. mm' Úrbóta þörf. VELVAKANDA eru þessi mál lítt kunn, en hann vill þó taka undir það með bréfritaranum, að nauðsynlegt sé að taka fyrir það,. að opinberir starfsmenn misnoti bifreiðir ríkisins. í því skyni ætti að merkja allar bifreiðir ríkis og bæja og takmarka notk- un þeirra við hið allra nauðsyn- legasta. — Þá fæ ég ekki séð, hvers vegna opinberir starfs- menn geti ekki notast við eigin bíla, eins og aðrir menn hér á landi. Bónlciðir til búða. FYRIR nokkrum árum hugðist ríkisstjórnin spara allmikla fjárfúlgu með því að minnka bif- reiðakost ríkisins. Var þess farið á leit við viðkomandi aðila, að þeir létu bifreiðir embættisins af höndum, en Velvakanda er að- eins kunnugt um einn, sem varð við þeirri bón; þáverandi rektor Háskólans, Alexander Jóhannes- son prófessor. Kom það raunar engum á óvart, því að hann er einhver dugmesti og skyldurækn asti embættismaður. ríkisins. — Allir aðrir héldu ríkisbílum sín- um, og ekki vitum við til þess, að bifreiðakostur ríkisins hafi verið minnkaður upp á síðkastið. Ónýtir nælonsokkar. ¥ TNG húsmóðir hér í bæ skrifar U mér um nælonsokka. Hún seg ir, að það sé orðið ómögulegt að fá góða nælonsokka í verzlunum hér í bæ. Þeir séu allir bráð- ónýtir og „hrynji utan af fótun- um á manni“, eins og hún kemst að orðið. Áður fyrr hafi verið hægt að fá fallega og sterka nælonsokka og mátti nota þá all- oft, án þess að þeir röknuðu upp. Vill unga húsmóðirin, að innflytj endur ráði bót á þessu og flytji inn sterkari og betri sokka. Það hljóti að vera hægt að fá þá ein- hvers staðar. — Er ég a. m. k. viss um, að allir eiginmenn lands- ins taka undir þessa ósk frúar- innar. 4crki8, Bem landiS U —?(■ ur orð um Kína eða kommún- isma. ' Þeir sögðu við blaðamenn I Hong Kong, að þeir væru reiðu- búnir til þess að taka út refsingu sína í Bandaríkjunum, jafnvel I þótt þeir yrðu að fara í fangelsi. Mennirnir heita Lewis Griggs, i Otho Bell og William C. Cowart. * Cowart hafði orð fyrir þremenn- ingunum. Cowart sagði „að jafnvel dauð- inn væri betri heldur en komm- únisminn“. —★— Um ástæðuna til þess að hann neitaði að fara heim eftir Kóreu- styrjöldina, sagði Cowart: „Ég hafði verið stórbokki í fangabúðunum og ég vissi að margir samfangar mínir voru mér óvinveittir. Ég gerði nokkrar vitleysur, en við skulum ekki fara út í það mál núna.“ „Ég var hræddur um að mér myndi verða þunglega refsað, og ákvað þessvegna að fara til Kína.“ „Ég geri ráð fyrir að óhætt sé að segja að það hafi verið krakk- ar, sem urðu eftir en karlmenn, sem fóru heim.“ —★— Griggs sagði að félagar sínir í fangabúðunum (á meðan á stríð- inu stóð) hefðu borið á sig þær sakir að hann hefði skrifað róg um þá heim, til Bandaríkjanna. En „ég var líka sannfærður um að kommúnisminn væri hið rétta og mér fannst ég verða að fara til Kína“. En "feíðar uppgötvaði hann að mikið bil var á milli þess „sem þeir segja heiminum og þess, sem þeir raunverulega gera“. „Staðirnir í Kína, sem þeir sýna umheiminum eru ekki slæmir — heldur ekki góðir. En staðirnir sem ekki eru sýndir heiminum eru mjög slæmir — djöfullegir. —★— Cowart var spurður að því, hversvegna Kínverjar hefðu sleppt þeim lausum. Cowart sagði að þeir félagar hefðu unnið 1 sveit við þung kjör og þar hefðu Griggs og belgiskur maður reynt að flýja. En þeir voru handsam- aðir og öllum hópnum var komið til vinnu í verksmiðju í Kaifeng í Honan. Þaðan tókst þeim þó enn að flýja, en voru handsamaðir og fluttir til Peking. f Peking kom- ust þeir í samband við brezka sendifulltrúann, sem sendi fregn- ir af þeim til Hong Kong. „Ég held að þetta sé aðalástæðan til þess að við sluppum“, sagði Co- wart. —★— Þegar heim kemur til Banda- ríkjanna eru helzt horfur á þvi að þremenningarnir sleppi við þungar refsingar. Menn hallast helzt að þeirri skoðun að þeir hafi gerzt brotlegir af tómum barnaskap. —★— FRÁ Bonn, Þýzkalandi er símað: Þýzkur tannsmiður hefir fengið böggul frá Englandi og f bögglinum voru tæki, sem hurfu úr lækningastofu hans í Bleck- ede, í grennd við Hamborg, árið 1945. í bréfi, sem fylgdi, skrifar brezki hermaðurinn, sem tækin tók, á þessa leið: — Tækin í böggli þessum voru tekin úr lækningastofu yðar árið 1945. Ég skila þeim heilum og með innilegri beiðni um fyrir- gefningu. Svona hlutir gerðust í þá daga, en ég er feginn því að geta skilað aftur hinni réttmætu eign yðar. Með einlægum kveðj- um, yðar Ónefndur. P.S. — Ég gerðist kristinn árið 1949. —★— Ónefndur var í þrjá mánuði að leita uppi hinn rétta tannsmið, dr. Hans Schlúter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.