Morgunblaðið - 17.07.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.07.1955, Blaðsíða 1
16 síður og Lesbók wiMaMtl* 43. árgangur 159. tbl. — Sunnudagur 17. júlí 1955 Prentsmiðja Morgunblaðsins Eisenhower segir við lcomu lil íslands: fer fil Evrópu í leit að friði 66 Mynd þessa tók Ijósm. Mbl. Gunnar Rúnar, þegar Eisenhower steig út úr flugvél sinni á Keflavíkur- velli. Fyrir framan forsetann er Mamie og því næst John sonur þeirra og ráðunautar forseta. vinstra megin gengur forseti íslands til móts við Eisenhower. Vaidabaráttan í Riísslandi er í algleymingi STJÓRNMÁIASÉRFRÆÐINGAR eru þeirrar skoðunar, að aldrei hafi komið betur í Ijós en nú, hversu mjög Sovétleiðtogarnir berjast sín á milli um vöidin. Má heita, að helztu mennirnir fari allir til Genfar, augsýnilega í þeim tilgangi, að enginn einn geti leikið aðalhlutverkið. Sérfræðingar benda á, að einn aðalmaðurinn í þessari valdabaráttu sé ritari rússneska kommúnistaflokksins, Nikita Krusjeff, en hann hafi ekki enn náð töglum og högldum, eins og hann ætli sér. Hann fer ekki sízt til Genfar til að sýna völd sín og áhrif. Leiðtogar Vesturveldanna fara áttað sig betur á því, hver er m. a. til Genfar til þess að geta hinn raunverulegi valdamaður í &RUSJEFF Rússlandi austur. Því viðvíkjandi má benda á, að þeir hafa einkum áhuga á að kynna sér framkomu og áhrif yfirmanns rauða hers- ins, Sjúkoffs, landvarnaráð- herra. Getur ráðstefnan varp- að nokkru Ijósi á það, hver afstaða Rauða hersins er til kommúnistaflokksins. TVEIR NÝIR ÁHRIFAMENN Það þótti tíðindum sæta, þeg- ar valdir voru menn í Æðsta- ráð kommúnistaflokksins fyrir skömmu. Sjúkoff var ekki val- inn né neinn annar fulltrúi Frh. á bls. 2. Verkfall í Antv erpen Endist kampavínsbrosið út alla veizluna. — New York Timea ANTVERPEN, 16. júli: — Und- anfarna daga hefir verið hafnar- verkfall hér í borg og taka um 17 þús. verkamenn þátt í því. — Kommúnistar standa að verkfall- inu, en verkalýðsfélög sósíalista og kaþólskra styðja það ekki. — Kommúnistar hafa komið því til leiðar, að verkamenn greiði at- kvæði með handauppréttingum, en leiðtogar sósíalista og kaþólskra halda því fram, að verkamenn mundu samþykkja að taka upp vinnu aftur, ef skrifleg atkvæðagreiðsla fari fram. Það hefir þó ekki orðið ofan á. í gær greiddu verkamenn aft- ur atkvæði um það, hvort þeir vilji taka upp vintiu á ný. Að- eins um 2000 verkamenn greiddu atkvæði og samþykktu ineð handauppréttingu að halda verk fallinu áfram. — Ríuter. Dvaldist í 2 klst. í Kef kvík í boði ríkisstjóraarkinar DWIGHT EISENHOWER forseti Bandaríkjanna kom í gær i síutta heimsókn til íslands. Dveldist hann í tvær klukkustundir á Keflavíkurflugvelli og snæddi hádegisverð í boði ríkisstjórn- ar íslands. Við komuna flutti h&nn stutt ávarp, þar sem hann lagði áherzla á það, að för hans til Genfar væri gerð í leit að friði. Eisenhower mælti m. a. á þessa leið: — Ég tel mig hafa verið mjög heppinn að för mín til . Evrópu gerði mér kleift að heimsækja íslendinga, sem hafa nú um langt skeið verið ágæt vinaþjóð okkar Bandaríkja- manna. Það er skemmtilegra veður og bjartara í Iofti núna heldur en síðast þegar ég heimsótti ykkur enda var þá miður janúar. Næst vék forsetinn nokkrum orðum að Genfar-ráðstefn- unni. Hann sagði m. a.: — Þessi Evrópu-för mín er gerð í leit að friði. Ég vona að okkur sem sitjum Genfar-ráðstefnuna muni takast að styrkja málstað friðarins í þágu allrar veraldar, svo að þjóðir eins og þér íslendingar, vér Bandaríkjamenn, allar þjóðir Atlantshafsbandalagsins, sem og allar aðrar þjóðir heims geti lifað kyrrlátara lífi í frelsi og í réttlæti. Ég tel það mikilvægt, að mér gefst nú tækifæri, að vísu aðeins í stuttan tíma til að ræða við ykkur íslendinga um sameiginleg vandamál okkar beggja. hafði numið staðar opnuðust dyr á hlið hennar og birtust í anddyr- inu andlit, sem eru íslendingum góðkunn af miklum fjölda frétta- mynda. Það var Eisenhower for- seti og eiginkona hans ,,Mamie" Eisenhower. Veifaði forsetafrúin brosandi til hins mikla mann- fjölda, er þarna hafði safnazt sam an til að fagna komu hins erlenda stórmennis. Að baki þeirra hjóna stóð hár og myndarlegur ein- kennisbúinn ungur maður, það er sonur þeirra John Eisenhower, sem er hermaður og herforingi að atvinnu eins og faðir hans. GLAMPAÐI A FORSETA- FLUGVÉL í SÓLSKINI Úrhellisrigning var á laugar- dagsmorgun og mjög lágskýjað á Keflavíkurflugvelli, svo að allt útlit var fyrir að erfitt yrði um lendingu þar. En þegar leið á ellefsta tímann létti upp og sáu viðstaddir, þegar einkaflugvél Eisenhowers forseta, Columbine II, flaug glampandi inn yfir völl- inn um stundarfjórðung fyrir ellefu. Fyrir framan flugvallarhótelið stóð fjölmennur heiðursvörður, sem í voru íslenzkir lögreglu- menn og hermenn, flugmenn og sjóliðar úr bandaríska varnarlið- inu á Keflavíkurflugvelli. Lúðra- sveit úr bandaríska flughernum lék þar. FORSETAFJÖLSKYLDAN BIRTIST Þegar flugvél Eisenhowers FORSETI OG RÍKISSTJÓRN ÍSLANDS HEILSA Er þau gengu niour iandgöngu brúna komu forseti íslands og frú ásamt forsætisráðherra Ólafi Thors og frú móti þeim og buðu hinn bandaríska forseta velkom- Frh. á bls. Z. Forseti íslands, Ólafur Thors forsætisráðherra, Bjarni Benedikts- son dómsmálaráðherra, Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra og frúr þeirra bíða komu Eisenhowers forseta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.