Morgunblaðið - 17.07.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.07.1955, Blaðsíða 16
Veðurútiii i dag: SV eða V kaldi eða stinnlngs- kaldi. Rigning öðru hvoru. wguttfiiftMfc 159. tbl. — Sunnudagur 17. júlí 1955 Reykjavíkurbréf á bls. *. Sverfur á Hofsósbúum vegna framleiðslustöðvunar tlnnið ai |iví, að bátarnir geti róið hið fyrsta HINN 6. júlí 1955 var í Hofsósi haldinn fundur, þar sem mættir voru, hreppsnefndin, stjórn verkamannafélagsins, stjórn út- vegsmannafélagsins og framkvæmdastjóri Kaupfélags Austur- Skagfirðinga, en það félag er eigandi þeirra fiskvinnslustöðva, sem ;6 staðnum eru. Aðaltilefni fundarins var hið nýja viðhorf í atvinnu- ínálum þorpsbúa, sem skapast hefur af því að róðrar hafa stöðvazt, Vegna þess að markaðsverð á ýsu hefur lækkað svo mjög, að fisk- *kaupendur sjá sér ekki fært að kaupa hana áfram fyrir hið skráða 'Verð. Fundurinn gerði svofellda elyktun: „Fundurinn skorar fastlega á hæstvirta ríkisstjórn að beita sér fyrir því, að þessari framleiðslu- «töðvun verði aflétt nú þegar, -með því að gera þegar í stað - ráðstafanir til að tryggja, að vinnslustöðvarnar geti tekið á móti ýsu til vinnslu á hinu samn- ingsbundna verði.“ Til stuðnings þessari áskorun sinni vill fundurinn benda á, að einmitt þessa mánuði — júlí— sept. — er aflamagnið að lang- mestu leyti ýsa, og loku skotið fyrir, að hægt sé að stunda róðra, ef ekki er hægt að koma þeirri fisktegund í verð. Hér á staðnum er aðeins um að ræða útgerð op- inna vélbáta, og byggist atvinna allra þorpsbúa á þeim afla, sem þeir færa að landi. Er því auð- sætt hvert neyðarástand hlýtur að skapast, ef róðrar stöðvast þá 3—4 mánuði ársins, sem unnt er að stunda veiðar á slíkum bát- um, þegar það er jafnframt eini tími ársins, sem fólk treystir á með atvinnuöryggi hér heima fyrir. Á öðrum tíma árs ríkir algjört atvinnuleysi í þorpinu, og verða þá allir, sem til þess hafa aðstöðu, að leita til ann- arra landshluta til að sjá sér og fjölskyldum sínum farborða. — Bregðist vonir um atvinnu heima fyrir einnig á þessum stutta tíma, hlýtur það að valda örum brott- fiutningi fólks úr byggðarlaginu fyrr en varir. Jafnframt vilja fundarmenn taka fram, að þó að vandamál það, sem hér hefur verið bent sérstaklega á, verði leyst með bráðum aðgerðum, er það engin framtíðarlausn á atvinnumálum þessa þorps. Til þess að tryggja afkcmumöguleika almennings og koma í veg fyrir fólksfækkun í mjög náinni framtíð, verða að koma til varanlegar ráðstafanir hins opinbera til að útrýma hinu árstíðabundna atvínnuleysi. Virð- ist eðlilegast að það sé gert með því að tryggja þeim fiskvinnslu- etöðvum, sem á staðnum eru, stóraukið verkefni t. d. með löndunum úr togurum á þeim tímum árs, sem róðrar opinna vélbáta hljóta að verða stopulir eða engir. ® m m kíBL. hefur snúið sér til for- manns Útvegsmannafélagsins á Hofsósi, Jóhanns Eiríkssonar, og spurt hann um atvinnuhorfur á staðnum. — Jóhann sagði, að at- vinna Hofsósbúa byggist á sjó- róðrum á opnum vélbátum. Nú hefur þessi eina atvinnugrein okkar stöðvazt vegna verðfell- ingar á ýsu, en hún er svo til eina fisktegundin, sem veiðist á þessum tíma ársins (júlí—sept.) Atvinna fólksins í landi er ein- göngu undir því komin, að bát- ar okkar rói, þegar gefur. Gefur því auga leið, að atvinnuleysi keldur innreið sína á staðinn, þegar ekki er hægt að róa. Nú hefur ýsan lækkað úr kr. 1.32 í kr. 0.80 hvert kíló. Orsök þe3s er verðlækkun á ýsu á heimsmarkaðnum. — Af þessum EÖkum voru allir bátarnir — 18 að tölu — settir á land 1. þ. m. og hefur ekkert verið fiskað síð- an, þótt vitað sé, að töluvert mikill fiskur sé kominn í fjörð- inn. Má því ímynda sér, hvert vandræðaástand er nú á staðn- um. ÞARF SKJÓTA LAUSN — Hvaða leiðir er þá hægt að fara út úr ógöngunum? — Auðvitað er nauðsynlegt að finna leiðir til þess, að sjósókn geti nú þegar hafizt að nýju og hefur nefnd manna verið send hingað suður í þessu skyni. Hef- ur hún rætt við ríkisstjórnina, Landssamband íslenzkra útvegs- manna og SÍS, en kaupfélagið á frystihúsið á staðnum. — Hefur nú verið ákveðið, að stjórn LÍÚ boði til fundar með ríkisstjórn, SÍS og Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna um vandamál smábáta- útvegsins og vænta Hofsósbúar þess, að aðilar þessir finni góða og skjóta lausn á þessu vanda- máli. — Að öðrum kosti fer fyrir Hofsós, eins og Sléttuhreppi á Ströndum, sagði Jóhann að lok- um. VmmifriSisr aftor í Eyjum KLUKKAN 11 á fösíudagskyöld- ið, eftir langa og stranga sátta- fundi frá því á sunmidagínn var, með litlum hvíldum, tókst að ná sættum í deilu hraðfrysfitiúsanna í Vestmannaeyjum og vélgæzlu- manna þeirra. Samningar tókust um að vél- gæzlumennirnir skulí fá sama kaup og greitt er vélgæzlumönn- um hér í Reykjavík, kr. 2600, auk þess kr. 125 á mánuði fyrir sér- stök aukastörf, sem þeir taka að sér. — Samningurinn gildi til 1. júlí 1956, en kjarasamningar ann ars landvinnufólks í Eyjum eru bundnir við 1. júní. Önnur atriði hins nýja samnings eru hliðstæð kjörum vélgæzlumanna hér í Reykjavík. Verkfalli vélgæzlu- mannanna hefur verið aflýst, en þá daga, sem vinna féll niður í frystihúsunum, önnuðust eigend- ur þeirra þar vélgæzlu, til að forða tjóni á milljóna verðmæt- um af frystum fiski. r Utför Fljóístungu- bæuda á morgun Á MORGUN, mánudag, fer fram að Gilsbakkakirkju á Hvítársíðu, útför Fljótstungubændanna, Berg þórs Jónssonar og tengdasonar hans Hjartar Jóhannssonar, er drukknuðu um fyrri helgi á sil- ungsveiðum. Hefst útförin við kirkjuna klukkan 3 eftir hádegi. Hinir stóru og veglegu vagnar, sem Noröurleiðir hafa nú tekið til flutninga á leiðinni milli höfuðborgarinnar og Akureyrar. í baksýn sést yfir Akureyri. (Ljósm. Vignir Guðm.) Mikið annráki á JVorðurleiðinni Nýir Norðurleiðavagnar aka nœtur sem daga Akureyri, 16 júlí: HLUTAFÉLAGIÐ Norðurleið, sem annast sérleyfisaksturinn milli Akureyrar og Reykjavíkur hefir nú tekið upp nokkra ný- breytni með ferðir sínar og hófst þetta um síðastliðna helgi. Félag- ið ekur nú frá báðum endastöðv- um bæði kvölds og morgna og fer þannig fjórtán ferðir á milli á viku hverri. Farið er frá Reykja vík kl. 8 árd. og kl. 10 ákvöldin og frá Akureyri kl. 9,30 árd. og kl. 9 síðd. Aðeins iiin 2500 tn. Meiðyrði og aðdróttanir gegn bygginganefnd Keldna ómerkar síldar gær SIGLUFIRÐI, 16. júlí — Eins og kunnugt er var komið sæmilegt veður á miðunum í gærkvöldi. Kunnugt er um að nokkur skip fengu þar afla, sem alls mun nema um 2500 tunnum síldar. Komu skipin langsamlega flest hingað með söltunarsíldina 6g hófst söltun snemma i morgun. Þessi skip voru með 100 tunnu afla og meiri: Hannes Hafstein 300, Grundfirðingur 300, Sveinn Guðmundsson 400, Aðalbjörg AK 450, Muninn II. 300, Keilir 250, Sigurfari Ve 300, Reykjaröst 180, Sjöfn 300, Einar Hálfdáns 200, Baldur Ve. 200, Þorsteinn EA 100, Bjarmi 100, Bjargþór 100, Vonin önnur 100, Svanur KE 300, Völusteinn 150 og Páll Þor- leifsson 100. — Nokkur skip voru með minni afla. Aðfaranótt laugardagsins var ekki veiðiveður á Austursvæð- inu og svo var enn í gærdag og skipin þar héldu áleiðis til vest- lægari veiðisvæða. TÍÐINDALAUST I GÆR f gærdag var tíðindalaust af miðunum og svo hafði verið frá því kl. 4 um nóttina. — Veður- spáin, fyrir allt veiðisvæðið í gærdag, var ekki hagstæð. Um miðja þessa viku ætti að Vera komið undir stórstraum á mið- unum. í fyrrakvöld varð bátur var við síld aðeins 15—20 mílur út af Siglufirði. Svo nærri landi hefur síldar ekki orðið vart í sumar. Báturinn náði um 20 tunnum í einu kasti, en á meðan kulaði á vestan og varð ekki úr frekari veiði. UNDANFARIN ár hafa birzt allmargar greinar í Mánu- dagsblaðinu þar sem borin eru á byggingarnefnd Tinlraunastöðv- ar Háskólans að Keldum stór- felld fjársvik, falsanir, blekking- ar og fleira af slíku tagi. Höfund- ur greina þessara er Sveinbjörn Kristjánsson trésmíðameistari. Hrakyrðum hans var hnekkt með birtingu opinberra vottorða m. a. frá aðalendurskoðanda ríkisins og dómsmálaráðuneytinu, Svein- björn hélt þó uppteknum hætti engu að síður, og gaf jafnvel út sérstakan pésa um málið. Hann hamraði einkum á því, að nefndin hafi blekkt The Roche- feller Foundation í New York, en stofnun þessi hefir, eins og kunnugt er, lagt fram mikið fé til tilraunastöðvarinnar og sýnt henni hinn mesta velvilja. ! ★ Það væri því hneyksli og til þess fallið að ríra álit ríkisins út á við, ef mönnum og blöðum héld ist uppi að bera opinberum trún- aðarmönnum ríkisins það á brýn ! alveg að ósekju að þeir blekktu stofnun sem þessa, jafnvel á glæpsamlegan hátt. Byggingarnefndin taldi sig því | ekki geta unað þessum stöðugu ofsóknum og höfðun máls var því ákveðin, gegn Sveinbirni í því skyni að fá illyrðunum hrundið með dómi og refsingu komið fram vegna þeirra, ef það mætti verða til þess, að hlé yrði á hinum ó- sæmilegu ásökunum hans. Fyrir nokkru er dómur geng- inn í málum þessum, með þeim úrslitum að öll hin umstefndu ummæli voru ómerkt. ★ Við því hafði bygginganefndin búist, að Sveinbjörn léti sér segj- ast, er vottorð aðalendurskoð- anda og dómsmálaráðuneytisins voru birt og málshöfðun hefur því dregizt. Varð það til þess að fyrnd var refsing fyrir hin elztu ummælanna sem ómerkt voru, en dæmd refsing fyrir öll þau, sem ófyrnd sök var á. Jafnframt skal þess getið að blöðin: Alþýðublaðið og Varð- berg birtu nafnlausar greinar, er tóku að nokkru í sama streng og Sveinbjörn. Sérstök mál voru höfðuð af því tilefni. Dómsúrslit urðu að umstefnd ummæli voru ómerkt og refsing dæmd fyrir þau. Hefir félagið nú fest kaup á tveimur 36 manna Skania-Vabia bifreiðum til þessara ferða. Bif- reiðir þessar eru mjög fullkomn- ar að öllum búnaði. Eru þær með díselvél og svonefndum svefnsæt um. Hefir Bílaverksmiðjan 1 Reykjavík byggt yfir þær, en Stálhúsgögn smíða sætin. f tilefni þessa hafði fram- kvæmdaastjóri Norðurleiðar h.f. Ingimundur Gestsson boð inni að Hótel KEA s.l. laugardag fyrir fulltrúa útvarps og blaða, bæði frá Akureyri og Reykjavík og fleiri gesti. Hafði stór hluti gest- anna komið að sunnan með öðr- um hinna nýju vagna. Við þetta tækifæri héldu ræður þeir Bern- harð Stefánsson, alþingismaður, Þorsteinn Stefánsson, settur bæj- arstjóri, og Jón Ólafsson bifreiða- eftirlitsmaður, og Ágúst Hafberg, fulltrúi Landleiða h.f. Rómuðu þeir allir starfsemi Norðurleiðar og þökkuðu ötúla og góða þjón- ustu þess fyrirtækis. Ingimundur Gestssson framkvæmdastjóri, þakkaði hlý orð í garð félagsins og bauð síðan gestunum í öku- ferð austur í Vaglaskóg. Var ferð sú hin ánægjulegasta og gafst mönnum þar færi á að reyna ágæti hinna nýju bíla, sem munit vera meðal hinna fullkomnustu, sem notaðir eru á sérleyfisleiðurft hér á landi, svo og munu þeir fyllilega standast samanburð við samskonar bifreiðir á Norður- SkáflsoKsháfíðin erídag 1 DAG klukkan 1 síðdegis hefst austur í Skálholtstað hin árlega sumarhátíð Skálholtsfélagsins. — Hefur verið vel til hátíðarinnar vandað svo sem venja er. 1 gær var spáð batnandi veðri í austur-sveit- um. Ferðir verða frá Ferðaskrif- stofu ríkisins kl. 10 árdegis í dag. Skáksambaíidið fær styrk úr bæjarsjóði SKÝRT var frá því hér í blaðinu um daginn, að Skáksamband ís- lands myndi leita um stuðning bæjarsjóðs til að senda skák- menn á skákþing Norðurlanda Og heimsmeistaramót unglinga í Belgíu. Á fundi sínúm á föstudaginn samþykkti bæjarráð að leggja fram 15.000 kr. í þessu skyni. löndum. I' Norðurleið hefir með þesstt sýnt að aðalmarkmið félagsins er góð þjónusta við fólkið sem ferð- ast þarf milli Reykjavíkur og Ak- ureyrar, og eykur félagið enn & vinsældir sínar mtð því að bjóða aðeins fyrsta flokks vagna á þesa ari fjölfömu leið. — Vignir. -------------------- | SKÁIŒPCyiGID ^ HEYXJAVlK | AB'ðSSFGH 1 ■..m,A 12 AB6PHFGH ? STOKKHÓLMUB ] 25. leikur Stokkhólms: Rc3—d5 $

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.