Morgunblaðið - 19.07.1955, Page 1

Morgunblaðið - 19.07.1955, Page 1
16 siður Genfarráöstefnan var sett í gœrmorgun Kauphækkanirnar vegna verkfallsins kosta bæjar- sjóð 8Y2 millj. króna Kommúnisfar, krafar og Framsókn neifa að afla fekna fi! að borga verkamönnum kaup þeirra ÞAÐ er nú ljóst orðið að útgjöld bæjarsjóðs Reykjavíkur vegna kauphækkana eftir hina nýju kjarasamninga munu aukast um 8,6 miilj. kr. Vegna þessa verður ekki hjá því komizt að hækka útsvör sem því nemur. Var haldinn í gær auka-bæjarstjórnarfundur um þetta mál og þar samþykkt að gera þær breytingar á fjárhagsáætlun bæjar- ins, sem óhjákvæmilegar eru vegna þessara auknu útgjalda. + Það vakti nokkra furðu á bæjarstjórnarfundinum, að full- trúar kommúnista og Alþýðuflokksfulltrúinn Óskar Hallgrímsson, sem á sínum tíma stóðu fyrir hinum miklu kaupkröfum og verk- falli í marzmánuði s.l. sýndu nú það algera manndómsleysi að standa gegn því að fjár væri aflað til að greiða kauphækkanirnar sem um var sarnið í lok verkfallsins. Sérstaka atliygli vakti það að kommúnistar greiddu atkvæði gegn því að bæjarsjóður innti af hendi framlag sitt til Atvinnu- leysistryggingasjóðs, sem er um 3 milljón kr. Er þessi framkoma þeirra með öllu óskiljanleg, nema þeir ætlist til þess að Reykjavík rjúfi það samkomulag sem gert var til lausnar verkfallsins. LAUSN VERKFALLSINS Eins og menn rekur minni til var hið mikla verkfall á fyrri hluta þessa árs leyst með nokk- urri beinni kauphækkun, að vísi- töluskerðing var afnumin og einnig með því að stofnaður skyldi atvinnuleysistrygginga- sjóður með framlagi ríkissjóðs, baejarfélaga og atvinnurekenda. Hver maður hlaut að sjá það, að þetta samkomulag hlyti að hafa verulega aukin útgjöld í för með sér fyrir Reykjavíkurbæ, enda er það nú komið í ljós. Bæj- arfélagið getur þá með engu öðru móti en aukningu' útsvaranna staðið undir þessum aukna kostnaði. ÚTGJÖLD BÆJARSJÓÐS AUKAST En svo undarlega vildi til í gær, að bæjarfulltrúar kommún- ista og einn bæjarfulltrúi Al- þýðuflokksins, sem þó átti sæti í samninganefnd um lausn verk- fallsins komu nú allir eins og af fjöllum og létust ekki hafa haft nokkra hugmynd um að útgjöld bæjarsjóðs myndu aukast við kauphækkanirnar. Hér skal aðeins stuttlega gerð grein fyrir því hver útgjalda- aukning bæjarsjóðs af verkfall- inu og kauphækkununum er, en endurskoðunardeild bæjarins hefur samið greinargerð yfir það. 1) Framlag frá Reykjavík sem sveitarfélagi til atvinnuleysis- tryggingasjóðs 3 milljónir kr. 2) Hækkun á áætluðum launa- bótum. Er það m. a. hækkun sem stafar af breytingum á kaupi fastra starfsmanna og hækkunar á kaupi verkfræðinga. 1.1 milljón kr. 3) Kauphækkanir vegna kjara- samninga 29. apríl. — Auk þess framlag frá Reykjavík sem at- vinnurekanda til atvinnuleysis- tryggingasjóðs. 3 milljónir kr. 4) Útgjaldaaukning vegna vísi- töluhækkunar er áætluð um 1.5 milljón kr. Samtals nemur þessi beina út- gjaldaukning 8.6 milljón kr. Borgarstjóri gerði bæjarfull Erh. á bls. 2. Rússlandssérfræðingurinn Newsweek segir: Allir hötuðu Beria, — en hann hafnaði hungurstefnu Stalins og var skotinn Hvers vegna var Malenkov ekki líka skotinn ? ¥> ÚSSLANDSMÁLASÉRFRÆÐIN GUR bandaríska vikublaðsins Newsweek, Leon Volkov, hefur nýlega ritað grein um fall þeirra Bería og Malenkóvs og segist hann styðjast við nýjustu Skýrsíur, sem borizt hafa frá Rússlandi. - Volkov segir, að það sé nú augljóst mál, að Bería og Malenkóv liaíi verið nánir samstarfsmenn. — Eftir dauða Stalíns urðu þeir valdamestu leiðtogar Sovétríkjanna, tóku höndum saman í stjórn landsins og hugðust m. a. bæta kjör þjóðarinnar. Voru þeir orðnir leiðir á hungurstefnu Stalíns, og eins og menn muna, var því lýst yfir, þegar Malenkóv tók við völdum, að kjör almennings yrðu stórbætt. Þá segir og í grein Volkovs, að þeir félagar hafi haft í hyggju að sleppá þúsundum þræla úr fangabúðum og reyna að stjórna ríkinu án þrælabúðavinnu. GERÐU UPPSTEIT En fyrirætlanir þeirra mistók- ust með öllu, eins og kunnugt er. Bería var skotinn, Malenkov var látinn segja af sér forsætisráð- herraembætti og nýir leiðtogar tóku við. — Skömmu áður en Bería var drepinn, gerðu um 100 þús. fangar í þrælabúðunum í Vorkuta verkfall, en sérfræðing- um ber saman um, að slíkt hefði þeim ekki verið unnt nema ör- yggislögreglan hefði komið þeim til hjálpar. Sú var einnig raunin á: þegar öryggislögreglumennirn- ir í fangabúðunum fréttu um handtöku foringja síns, gerðu þeir uppsteyt, en bæði þeir og fangarnir urðu að lúta í lægra haldi. VINSÆLDIR BJÖRGUÐU MALENKOV Stefna Malenkovs- varð fljótt mjög vinsæl meðal almennings í Rússlandi. Segir Volkov, að það hafi bjargað honum frá dauða, en aftur á móti hafi hinir nýju leið- togar verið óhræddir að koma Bería fyrir kattarnef, þar eð hann og lögregla hans hafi verið ákaf- lega óvinsæl. — Þegar Malenkov hafði misst hinn vopnaða bak- hjarl sinn — rússnesku öryggis- lögregluna — var hann unninn og settur frá. ★ ★ ★ Þessar nýju upplýsingar Rúss- landsmálasérfræðingsins koma mönnum kannski nokkuð spánskt fyrir sjónir, því að hingað til hef- ir Bería ætíð verið álitinn einn Framh. á bls. 2 Leiðin til Genfar LEIÐIN til Genfar hefir verið löng og torsótt. — Helztu vörðurnar eru þessar: 8. febrúar: Malenkov lætur af embætti forsætisráð- herra. Bulganin tekur við. 5. apríl: Churchill dregur sig í hlé, áður en draumur hans um fjórveldafund verður að veruleika. — Eden tekur við. 9. april: Rússar tilkynna, að þeir séu fúsir að undirrita friðarsamninga við Austur- ríkismenn. — Um 300 fund- ir voru haldnir áður en Rússar tóku þessa ákvörð- un. 5. maí: Vestur-Þýzkaland öðl- ast sjálfstæði. 10. maí: Vesturveldin stinga upp á því, að fjórveldafund- ur verði haldinn. 15. maí: AusUjrrískir friðar- samningar undirritaðir. — Landið verður hlutlaust, og Molotov vlll, að Þýzka- land verði það einnig. 25. júní: Á 10 ára afmæli S. Þ. lýsir Molotov því yfir að Bandaríkin og Kanada geti tekið þátt í evrópsku varn- arkerfi, ef þau hafa hug á. 6. júlí: Eisenhower segir, að Vesturveldin séu fús til að breyta afvopnunartillögum sínum. 9. júlí: Moskvuútvarpið segir, að tími sé kominn til að hin- ir fyrrverandi bandamenn í síðustu styrjöld taki hönd- um saman. 16. júlí: Utanríkisráðherrar Vesturveldanna ræða undir búning fjórveldafundar í París. Utanríkisráðherrar Atlan tshaf sbandalagsrí k j - anna koma saman til fund- ar til að ráðgast um Genf- arfundinn. Óeirðir í Casablanka CASABLANCA, 18. júlí — Mikl- ar óeirðir hafa verið hér í fjóra daga . samfleytt. — Hófust þær með því, að Evrópumenn réðust inn í Arabahverfin og fóru þar með ránum og rupli, drápu menn og misþyrmtu. ★ Síðan hefir hin mesta ógnar- öld verið i landinu og hafa 63 menn? verið drepnir, 14 Evrópu- búar iog 49 Arabar. — Er ekkert lát á óeirðum og útlitið síður en svo gott. —Reuter. r I anda Locarno- samþykktarinnar GENF: — Mikið er um það rætt að bornar verði fram á Genfar- ráðstéfnunni tillögur um öryggis- bandalag í Evrópu í anda Loc- arno-Samþykktarinnar frá 1925. — Aðal atriði Locarno-samnings- ins voru þessi: 1) Fimm ríki — Þýzkaland, Belgíu, Frakkland, Bretland og Ítalía — tóku að sér að varðveita friðiiin í Vestur-Evrópu. 2) Bretland og Ítalía voru Frh. á bls. 2. Leiðtogar f jórveldanna flutfu allir ræður og lýstu viðhorfum sfjórna sinna Einkóaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB. GENF, 18. júlí — í morgun var Genfarráðstefnan sett í Þjóðabandalags höllinni gömlu. — Eisenhower, for- seti Bandaríkjanna, var í forsæti og stjórnaði þessum fyrsta fundi „hinna fjög- urra stóru“, enda er hann eini þjóðhöfðinginn, sem ráðstefnuna situr. — Ráð- stefnan hófst með því, að Eisenhower flutti ræðu, en síðan töluðu leiðtogar^hinna landanna þriggja, Faure, forsætisráðherra Frakka, Eden, forsætisráðherra Breta og loks Bulganin, for- sætisráðherra Ráðstjórnar- ríkjanna. Þegar Eisenhower kom í fund- arsalinn heilsaði hann öllum full- trúum Rússa með handabandi, en gekk fyrst að sínum gamla vini, Sjúkoff hermálaráðherra. Rædd- ust þeir við stundarkorn, og segja fréttamenn, að þeir hafi einkum spurt um fjölskyldumál hvors annars. — Eins og kunnugt er, kynntust þeir eftir stríðið, þegar þeir höfðu báðir aðalbækistöðv- ar sínar í Þýzkalandi. Tókst með þeim góð vinátta, sem ætíð hefir haldizt síðan. KRUSJEFF — HÆGRI HÖND BULGANINS Eins og kunnugt er, fór Krus- jeff með Bulganin til Genfar og urðu nokkur vandræði út af því, hvar hann skyldi sitja. f morgun var fram úr þessu ráðið, og sit- ur hann hægra megin við Bulg- anin. Fundinn í morgun sátu einnig utanríkisráðherrar fjór- veldanna, þeir Dulles, MacMill- an, Molotov og Piney. Þá hafa leiðtogarnir með sér 10 sérfræð- inga, sem eru þeim til aðstoðar á fundunum. KURR HJÁ RÚSSUM í ræðu sinni sagði Eisenhower m. a., að eitt helzta vandamálið, sem leysa þyrfti, væri sameining Þýzkalands í eitt ríki. Þá sagði forsetinn einnig, að Bandaríkja- menn litu svo á, að allar þjóðir ættu að kjósa sér eigið stjórnar- far. Það væri skoðun Bandaríkja manna, að þjóðunum austan Járn tjalds hefði ekki verið gefinn kostur á því. Viidu Bandaríkja- menn, að þessu yrði kippt í lag hið fyrsta. — Fréttamenn segja, að nokkur kurr hafi orðið í rúss- nesku herbúðunum, þegar forseti Bandaríkjanna minntist á þetta mál, enda hafa þeir lýst því yfir áður, að þeir vilji ekki ræða það í Genf. ÖRYGGISLEYSI \' KOMMÚNISMANS Eisenhower bætti því við, að útþenslustefna kommúnismans hefði haft ótta og örvæntingu í för með sér, og yrði nú að finna leiðir til að stöðva hana, svo að hægt væri að lægja öldur kalda Frh. á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.