Morgunblaðið - 19.07.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.07.1955, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 19. júlí 1955 1 X 3DC t ~=»g "^^ ^g^ ^«g "ag" 'ag ^g -atg HJONABANDSAST £FT/i? ALBERTO MORAVÍA Framh'aldssagan 34 girndar hennar, holdlegu munúð- ar og ótömdu þrá eftir holdlegu munaðarlífi. Ég verð, þegar hér er komið sögu, að skýra frá því, að ég þekkti í allri hegðun og breytni Ledu hið svikula og hverfula skjótræði til framkvæmda, sem brýst skyndilega út úr leyndustu afkimum samvizkunnar eins og beljandi fljót i eyðimörku. — Ég þekkti, með öðrum orðum, í þessum framkvæmdum eða at- höfnum, hinn ofsalega en skamm vinna hraða hinna ósjálfráðu brota á viðurkenndum reglum og fyrirmælum. Allt það, sem farið hafði á milli hennar og Antino hafði ekki haft minnstu áhrif á samband hennar við mig. Þessar leyndu ástir hennar og rakarans, sem sennilega mundu ekki lifa lengur en þetta nótt, og böndin árs gömlu, sem tengdu okkur saman, voru tveir, ólíkir hlutir. Ég var sannfærður um það, að ef ég talaði ekkert um þetta, rnundi Leda halda áfram að elska mig, sem hingað til og e. t. v. heit- ar: og ég þóttist líka viss um það, að á morgun mundi hún losa sig urdan áhrifum Antonio, ef hún vet þá ekki, nú þegar, búin að þyí. En þessar hugsanir, sem ekki megnuðu að hugga mig, þótt þær ættu að gera það, hryggðu mig jáfnvel enn meir. Þetta var enn ein sönnun á hæfileikaleysi mínu, veikleika mínum og vanmætti. I mínum augum hlotnaðist mér bæði skapandi list og konan mín fyrir ást, góðvild og skynsamleg- an velvilja, og ávextir þessarar veitingar mundu aldrei verða ást eða skáldskapur, heldur aðeins framganga kúgaðs og sæmilegs samsetningar, hálfvolg, siðprúð hamingja. Ekki fyrir mig sann- kallað snilldarverk, ekki fyrir mig dansinn á þreskiloftinu. Eg var, að fullu og öllu, ofurseldur meðalmennskunni. 'Á meðan hafði ég, hrakinn á- fram af hörmum mínum, eins og stferkum stormi, gengið yfir garð- inh, reikað inn í húsið, gengið uþp stigana og sezt aftur við störf min. Þarna sat ég með pennann í héndi, með pappírsörk fyrir fram an mig, en efst á hana hafði ég skrifað: „Kæra Leda". Þetta var hin endanlega og algera kveðja mín til konunnar minnar. Svo veitti ég því athygli, að ég var farinn að gráta, sárt og ekka- þungt. Ég veit ekkí, hve mikið ég grét. Ég veit aðeins það, að ég bæði grét og skrifaði samt(mis og einn ig, að tárin féllu á stafina, jafn- óðum og ég skrifaði þá, og eyddi þeim. Ég vildi segja henni það, að nú væri öllu okkar sambandi lokið og mundi því sennilega vera bezt að skilja fyrir fullt og allt, en er ég hugsaði og skrif- aði um þetta atriði, kenndi ég ó- bærilegs sársauka og varð þess var, að hugur minn og líkami risu sameinaðir í heild, öndverðir gegn þessari ályktun minni og töluðu máli sínu með óstöðvandi táraflóði. Ég fann, að ég var hénni fast bundinn og tengdur, að það skifti mig heldur ekki neinu máli, þótt hún hefði svikið mig og táldreg- ið og, að það skifti heldur ekki neinu máli, þó hún veitti framveg is öðrum mönnum ást sína og bííðu, en mér aðeins vingjarnlegt viðmót. i Ég reyndi að gera mér í hugar- lund, hvernig lífið mundi verða j áh hennar og ég vissi, að eftir ' evo margra ára sjálfsmorðshug- leiðingar, mundi ég án efa láta verða af því í þetta skifti. Engu að síður hélt ég áfram að skrifa og gráta og loks lauk ég við bréfið og skrifaði nafn við- takanda utan á. En er ég ætlaði að lesa það yfir, sá ég, að það var allt atað og kámugt af tárun- um og ég vissi, að aldrei mundi ég hafa kjadk til að senda það. Á þessari stundu sá ég glögg- lega veikleika minnar eigin skap- gerðar, skapgerðar sem aðallega einkenndist af vanmætti, sjúk- leika og eigingirni, og ég sam- þykkti það, þegar í stað. Ég vissi, að eftir þessa nótt, mundi ég verða miklu siðprúðari maður og hæverskari, og að, e. t. v. mundi ég geta, ef ég kærði mig um, kannske ekki algerlega breytt mér, en að m. k. bætt mig, þar sem ég hafði nú á þessari einu nótt fengið að vita meira um sjálf an mig, heldur en ég hafði fengið að vita, öll mín liðnu æfiár. Þess- ar hugsanir róuðu mig. Eg reis á fætur, gekk inn í s'vefnherbergið mitt og þvoði hin rauðu og þrútnu augu mín. Því næst fór ég aftur inn í les- stofuna og staðnæmdist úti við gluggann, sem sneri að flötinni, framan við húsið. Ég stóð þarna, a. m. k. í tíu mín útur, hugsaði ekki neitt og leyfði þögn og rósemi næturinnar að róa hugaræsing minn. Ég var ekkert að hugsa um Ledu og varð því dá- lítið hissa, er ég sá hana allt í einu, birtast í einu horni hins auða svæðis og hlaupa heim að húsdyrunum. Hún hafði lyft upp kjólpilsinu, til þess að eiga létt- ara með að flýta sér, og er ég virti hana fyrir mér, þar sem hún hljóp eftir glampandi mölinni, kom mér í hug, eitthvað, lítið, villt dýr, tófa eða hreysiköttur, sem þýtur laumulega til grenis síns, eftir árásarferð til hænsna- kofans. Þessi tilfinning var svo sterk, að mér fannst ég bókstaflega sjá hana, breytta í dýr, og í stutta stund átti ég, þrátt fyrir raunir mínar, erfitt með að kæfa niðri í mér hlátrinum. Skyndilega leit hún upp, án þess að hætta hlaupunum, og horfði upp í gluggann, sem ég stóð við. Augu hennar mættu mín um, og mér fannst ég sjá í þeim hugboð, eða grun um óskemmti- legan viðburð, leiðinlegar viðræð ur. Svo laut hún höfðinu aftur, ' nærri samstundis, og gekk inn í ; húsið. j: Hægt gekk ég frá glugganum ; og reikaði yfir að legubekknum, I þar sem ég fékk mér sæti, ein- ; hvern veginn örmagna, bæði á >¦¦ sálu minni og líkama, kvíðinn við V' það, sem í vændum var. Sextándi kafli. Litlu síðar opnuðust dyrnar og hún kom inn í stofuna. Ég þótt- ist greina einhverjar varnarað- gerðir í áleitnum hreyfingum hennar og ég gat varla varizt brosi, þótt skapið væri þungt. Hún staðnæmdist frammi við dyr og lét hendina hvíla á snerl- inum: „Hvað ertu að gera — ertu ekki að vinna?" spurði hún. „Nei", svataði ég, án þess að líta upp. „Ég fékk mér örstutta göngu úti í garðinum, af því að ég gat ómögulega sofnað", sagði hún og veitti mér þannig útskýringu, sem ég hafði ekki beðið um, „en hvað gengur eiginlega að þér?" Meðan þessi orðaskifti okkar fóru fram, hafði hún gengið inn að skrifborðinu, en greinilegt var, að hún þorði ekki að koma nær mér. Hún stóð við borðið og virti fyrir sér arkirnar, sem lágu þar á víð og dreif. Ég sagði með erfiðsmunum: „f kvöld gerði ég uppgötvun — úrskerandi og örlagaríka uppgötv un, sem sennilega mun hafa mik- il áhrif á allt mitt líf". Ég leit nú á hana. Hún stóð enn hreyfingarlaus við skrifborð- ið, starði á ritvélina, reiðileg á svip og með harðlega og stirðn- aða andlitsdrætti: „Hvaða uppgötvun var það?" spurði hún lágri röddu. ' í : PARADÍSARGARÐURINN 20 Og í því kyssti hann tárið af auga hennar og varir hans snertu varir hennar. j Þá dunaði skrugga svo dimmt og ógurlega, að slíkt hafði aldrei heyrzt fyrr, og allt hrundi saman: paradísin sökk með öllum sínum blóma, hún sökk svo djúpt, svo djúpt. Kóngs- sonurinn sá hana sökkva niður í svartnætti. Hún geislaði langt í burtu, eins og dálítil skínandi stjarna. Helkuldi fór um limi hans, — hann lét aftur augun og lá lengi sem dauður væri. Kalsarigning dundi niður í andlit hans, og nöpur vind- gola næddi um höfuð hans. Þá rankaði hann við sér. „Hvað hef ég gert?" sagði hann og andvarpaði. „Ég hef syndgað eins og-Adam. Já, syndgað, svo að paradís er sokkin þarna niður." Og hann lauk upp augum sínum. Stjarnan þarna langt í burtu, stjarnan, sem blikaði eins og paradísin horfna, — það var morgunstjarnan á heimninum. Hann reis upp og sá nú, að hann var í skóginum míkla nálægt vindahellinum, og sat vindamóðirin hjá honum. Hún var reiðileg og lyfti upp hendinni. „Undir eins fyrsta kvöldið!" sagði hún, „þetta grunaði mig alténd, Já, ætti ég þig. drengur minn, pá skyldirðu fara í pokann." „Já, í pokann skal hann fara," sagði Dauðinn. Það var sterklegur maður, aldraður, með ljá í hendi og stóra vængi á öxlum. „Hann skal lagður í líkkistu, en ekki núna. Skrifstofur okkar verða lokaðar vegna sumarleyfa á tímabilinu 23. júlí til 15. ágúst. SIGURÐUR HANNESSON & Co. Grettisgötu 3 — Sími 3429 Lokað vegna sumarleyfa til 8. ágúst. — VOLVO umboðið verður þó opið þennan tíma. Sveinn Björnsson & Asgeirsson Lokað vegna sumarleyfa frá 18. júlí til 8. ágúst. Opal kJ. Sælgætisgerð Lokað vegna sumarleyfa frá 20. júlí til 2. ágúst. Þ. Jónsson & Co. LOKAÐ til 6. ágúst vegna sumarleyfa. Heildverzlun Asgeirs Olafssonar Vonarstræti 12 ÞAKPAPPI PAPPASAUMUR S A U M U R 1"—6" Fyrirliggjandi. Sighvatur Einarsson & Co. Garðastræti 45 — Sími 2847 Vélsmiðjan Dynjandi Skipholtí 1 — Sími I Rennismíði Vélsmíði Þlbiusmíði Logsuða Rafsuða Gerum upp og smíðum varahluti í allskonar verksmiðjuvélar Dieselvélar Jarðyrkjuvélar Önnumst uppsetningu og viðgerðir á kælitækjum — 011 vinna framkvæmd með fullkomnum vélum-------

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.