Morgunblaðið - 21.07.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.07.1955, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 21. júlí 1955 MORGVNBLAÐIÐ 9 Bulganin er framkvæmdarstjór- inn — en markar ekki stefnuna SÁ, er að nafninu til heldur stjórnartaumunum í faendi sér í Rússlandi, er formaður æðsta ráðsins, sem almennt gengur undir nafninu forseti Ráðstjórn- arríkjanna. Stöðu þessari gegnir nú Voroshilov, fyrrverandi mar- skálkur — hann er orðinn 74 ára gamall og sættir sig því vafa- laust við að vera aðeins að nafn- inu til æðsti maður í KremL Framkvæmdavaldið er í hönd- um formanns ráðgjafaráðsins, sem venjulega er kallaður for- sætisráðherra Ráðstjórnarríkj- anna, og sá er nú Bulganin rnar- skálkur, sem verður fyrirliði fulltrúanefndar Ráðstjórnarinn- ar í Genf. • BULGANIN HVERFER í SKUGGANN En það vald, sem markar stefnuna í Ráðstjórnarríkjunum er miðstjórn kommúnistaflokks- ins — og framkvæmdastjórinn í þeim herbúðum er aðalritarinn Nikita Krúsjeff, er gegnir að vísu ekki ráðherrastöðu, en frá því Malenkov sSgði af sér em- bætti forsætisráðherra í febrúar í ár, hefir Krúsjeff komið fram sem óumdeildur leiðtogi og tals- maður lands síns — og forsætís- ráðherrann Bulganin hverfur í skuggann, jafnvel þar sem hann I ætti að koma fram sem fulltrúi framkvæmdavalds ríkisins eins og í Belgrad, er ráðamenn í Kreml sóttu Tító marskálk heim. Þegar um er að ræða undirritun sáttmála og samþykkta, er það Bulganin marskálkur, sem held- ur pennanum í hendi sér, en er gera á opinbera yfirlýsingu eða marka stefnu stjórnarinnar, kem- ur Krúsjeff fram á sviðið. • • • í Belgrad var enginn vafi á því, hvor var meiri áhrifamaður, en einmitt þar gafst einstakt tækifæri til að virða þá fyrir sér hlið við hlið. í fyrsta skipti síðan stjórnartíð Stalíns hófst, höfðu fréttamenn Vesturlanda færi á að virða fyrir sér ráðamenn í Kreml á stuttu færi — til þessa höfðu þeir aðeins séð þeim bregða fyrir við sérstök tæki- færi, en í Belgrad komu þeir fram daglega við ýmsar aðstæð- ur. Maðurinn, sem mest lét að sér kveða, hafði orð fyrir sendi- nefndinni og talaði með því valdi, sem sá hlýtur að hafa, er ræður yfir 200 milljónum manna, var hinn rauðbirkni, hvíthærði, þrekvaxni og mælski fyrrverandi kolanámuverkamaður frá Úkra- ínu. Krúsjeff hafði sig í frammi, á meðan Bulganin forsætisráð- herra hlustaði rólegur og brosti vinsamlega. Honum fór öðru vísi en Malenkov á undan honum — aldrei varð Bulganin óþolinmóð- ur yfir öllum þeim skyndiræðum, sem Krúsjeff flutti, hann reyndi aldrei að stöðva orðaflauminn af vörum Krúsjeffs og mótmælti honum aldrei. Hann tók þessu af hinni mestu rósemi hugans, hann virtist hafa góðlátlega skemmt- an af því að horfa á þennan framkvæmdasama starfsbróður sinn láta að sér kveða — Bulg- anin virtist njóta þess að gegna mikilvægri stöðu án þess að verða að bera hita og þunga ábyrgðarinnar. Þær spurningar, sem hljóta að vakna í huga hvers erlends frétta manns um, hverjir séu raunveru- lega ráðamenn í Kreml, eru ótal margar, t. d.: Er Zukov marskálk ur áhrifamikill? Er Molotov ein- dreginn fylgismaður hinnar nýju stefnu — og ef svo er ekki, hversu lengi fær hann að halda sínu embætti? Hvernig stendur á því, að Malenkov — eftir að hafa játað mistökin í embættisrekstri sínum — hefir komið aftur fram á sjónarsviðið og m a.s. látið þar nokkuð að sér Vveða? Veiti — efiir Edward Crankshaw Bulganin hlustaði rólegur brosti góðlátlega. og Krúsjeff engar frekari upplýsing ar um þessi atriði, getur hann ekki álasað erlendum fréttarit- urum fyrir að reyna að draga eigin ályktanir af rás atburð- anna. Og við bíðum í mikilli eftir- væntingu eftir að sjá, hvort Krúsjeff, framkvæmdastjórinn, leyfir forsætisráðherranum að taka ákvarðanir á eigin spýtur á ráðstefnu æðstu manna í Genf. • • • Það eru ekki mikil líkindi til þess, að svo verði. Einkum er það tvennt, sem einkennir embættis- feril Bulganins marskálks. — í fyrsta lagi hefir hann sýnt fram- úrskarandi hæfni til að fram- kvæma í öllum þeim embættum, er hann hefir gegnt. í öðru lagi virðist hann aldrei hafa átt frum- kvæðið að neinu. ic GLÆSILEGASTUR OG FÁGAÐASTUR AF RÁÐA- MÖNNUM í KREML Hann er 61 árs — einu ári eldri en Krúsjeff, en er þó miklu ellilegri og gæti vel verið rúm- lega sjötugur. Hann kemur ekki úr flokki erfiðisvinnumannanna eins og Krúsjeff og hann ber það líka með sér — hann er glæsi- legastur og fágaðastur af öllum ráðamönnum í Kreml — stoltur af hökuskeggi sínu og fallegum hörundslit sínum. Árið 1917 gerðist hann bolsé- viki, starfaði fyrst í stað með Cheka (leynilögreglunni), en fór síðan að vinna við iðnaðinn. Á BULGANIN er 1,65 m á hæð. Hann hefir fengizt við stjórn- mál í 24 ár, en gegnt embætti forsætisráðherra s.1. fimm mánuði. Hann talar engin er- lend mál, er kvæntur en á engin börn. Tómstundum sín- um ver hann hvað mest til að lesa sígHdar bókmenntir. Uppáhaldsréttur hans er kavi- ar, og eftirlætisctrykkir hans eru vodka og kampavín. Hann reykir mjög lítið. Viðurnefnið, sem menn almennt hafa gefið honum, er Diadiushka — litli föðurbróðir. Sú setning, sem honum er tömust, er: Okkar ágæti flokkur þessum tíma er Rússland var í svo brýnni þörf fyrir fytsta flokks framkvæmdastjóra til að skipuleggja hina gífurlegu aukn- ingu iðnaðarins, var Bulganin einmitt einn af þeim mönnum, sem svo mikil þörf var fyrir. Hann færði rafmagnsmál í Moskvu í nýtízku horf, og eftir að hafa gengt því starfi í níu ár var hann gerður borgarstjóri í Moskvu á árinu 1931 — og var það einkum gert í þeim tilgangi að fela honum að gera Moskvu að aðaliðnaðarborg Ráðstjórnar- ríkjanna. Bulganin gerði þetta — hann vann fyrst undir stjórn Kaganovitch og því næst undir stjórn Krúsjeffs, en Krúsjeff tók við af Káganovitch sem pólitísk- ur yfirmaður höfuðborgarinnar. * MIKILL SKIPULAGS- FRÖMUÐUR Það kom í ljós, að Bulganin hafði slíka skipulagningarhæfni til að bera, að árið 1937 var hann gerður bankastjóri ríkisbankans — sem er mjög virðuleg og á- byrgðarmikil staða — þó að hann hefði til þessa ekkert fengizt við fjármál. Tveim árum síðar fékk hann sæti í miðstjórn kommún- istaflokksins. Bulganin hafði hafið feril sinn sem skjólstæðingur Kaganovitch, er verið hafði hægri hönd Stal- íns -— en nú var Bulganin kom- inn inn í klíku Stalíns sjálfs. Á þessum árum kynntist hann einnig æðstu mönnum hersins. • • • Þessi fyrsta flokks fram- kvæmdamaður var hægt og hægt að færa sönnur á það, að hann væri einnig hæfur til að gegna pólitískum stöðum innan flokks- ins sjálfs. í síðustu heimsstyrjöld var hann aðal umboðsmaður ílokksins á aðalvígstöðvunum — einmitt þar sem Zukov var hers- höfðingi — og eitt af viðfangs- efnunum var að skipuleggja vörn Moskvu. Það var fyrir þetta starf, sem Bulganin hlaut marskálks- titilinn. Stalín valdi hann til að gegna áfram störfum Voroshilovs sem pólitískur yfirmaður Rauða hersins í heild. * SETTI A LAGGIRNAR LUBLIN-STJÓRNINA í PÓLLANDI Árið 1944 tók hann við em- bætti Voroshilovs í hermálaráðu- neytinu. Árið 1946 ¦— eftir að hafa um skeið gegnt ýmsum störfum þ. á. m. sett á stofn Lublin-stjórnina í Póllandi — var hann gerður að varnarmálaráð- herra, en þeirri stöðu hafði Stalín gegnt á undan honum. Stalín mun hafa valið Bulganin í þessa stöðu fremur en einhvern hinna nafnkunnu hershöfðinga — þar sem hann áleit þá vera orðna of vinsæla. En Bulganin virðist samt engu að síður hafa tekizt að halda góðri vináttu við hershöfð- ingjana. Að öðrum kosti hefði mátt ætla, að Zukov marskálkur hefði neitað að gegna embætti varnarmálaráðherra í stjórn und ir forsæti Bulganins. Þetta er saga manns, sem hefir til að bera mikinn dugnað (jg ódrepandi þrautsegju — hann hefir hinsvegar ekki til að bera áhrifamikinn persónuleika. Það er Krúsjeff sem sér fyrir því, Krúsjeff er sá, sem alltaf vill íeggja eitthvað til málanna, hann er mjög hugmyndaríkur, hefir ótakmarkað sjálfstraust og kær- ir sig kollóttan þó að hann verði að taka á sig mikla áhættu. En í fljótu bragði virðist Krúsjeff ekki geta verið slægvitur, hann treystir á sinn eiginn mátt og megin. • • • Engu að síður virðist hann vera einn af þeim, sem eru reiðu- búnir til að hlusta á aðra og læra af þeim — og er þetta mjög merkilegt skapgerðareinkenni hjá eftirmanni Lenins og Stalins. Og það er ekki ólíklegt, að hann geti lært margt af Bulganin, sem \ er mjög „diplomatískur". ' Frh. á bls. 11. Júní var óvenju rakur En slær júlí þá öll met? JÚNÍ-MÁNUÐUR 8.1. var óvenjulega óþurrkasamur. Sést þetta bezt af skýrslu veðurstofunnar, en þar segir að úrkomudagar í Reykjavík í júní-mánuði hafi verið, 21, en það er hvorki meira né minna en 7 dögum fleira en venjulegt er í júní-mánuðum. —¦ Þarna var rosinn þó ekki byrjaður fyrir alvöru og má búast við að úrkomudagar verði miklu fleiri í yfirstandandi mánuði. Að minnsta kosti hafa tæplega liðið nema einn eða tveir dagar á Suðurlandi svo að ekki hafi vætt. 12 MM RIGNING A DAG Veðurstofan segir, að þrátt fyr- ír þetta hafi magn úrkomunnar ekki verið eins mikið fram yfir meðallag. Það reyndist í júni- mánuði 58 millimetrar eða um 9 mm fram yfir meðallag. Af því féllu 12 mm til jarðar á einum degi, í miklu rigningunni 14. júní. Á Akureyri voru 19 rigningadag- ar en það er um 12 dögum meira en í meðalári. MEÐALHITI MÁNAÐAR HÁR Þrátt fyrir aukna rigningu var meðalhiti júnímánaðar nokkra meir en venjulegt er. Var meðal- hiti mánaðarins í Reykjavík 9,9" eða 0,3 stigum hærri en venjulegt er. Er undarlegt að meðalhitimv skuli verða hærri, þar sem menn rekur minni til þess að í norð- austan áttinni 11.—13. júní snjó- aði í f jöll og hiti var nálægt frost- marlíí. Miklar óeirðir urSu í SuiffOMi í ffxr Ngo Dinh Diem kveður kommúniska æsingamenn írá N-Viefnam eiga sök á óeirðunum Saigon, 20. júlí. TIL mikilla óeirða kom í Saigon í dag, en einmitt í dag er eitt ár liðið síðan vopnahléssáttmálinn var gerður í Genf og Viet- nam skipt formlega í tvö ríki. Margir menn fórust og all- margir slösuðust alvarlega. Nefndin er skipuð fulltrúum frá Indlandi, Póllandi og Kanada, og hafa íbúar Suður-Vietnam áfellzt nefndina fyrir að draga um of taum kommúnista í Norð- ur-Vietnam. Forsætisráðherra Suður-Vietnam, Ngo Dinh Diem, kveður kommúniska æsingamenn frá Norður-Vietnam hafa átt sök á óeirðunum. • • • Viðræður áttu að hefjast milli stjórna Suður- og Norður-Viet- nam í dag samkvæmt Genfar- sáttmálanum, en engar fram- kvæmdir urðu á því, og þykir lík- legt, að þær munu dragast nokk- uð úr hömlu. Múgurinn, er safnazt hafði sam an á götum borgarinnar, réðist inn í þau tvö gistihús, er vopna- hlésnefndin hefir til umráða. Fulltrúar nefndarinnar sluppu að mestu ómeiddir, en múgurinn gerði aðsúg að indverska aðal- fulltrúanum og var hann alla hart leikinn. • • • Rændi múgurinn og ruplaði í stöðvum - nefndarinnar, braut rúður, mölvaði húsgögn og hafði á brott með sér mikið af skjölum nefndarinnar og dreifði þeim um göturnar. Kveikt var í tveim bif- reiðum fulltrúanna, er stóðu fyr- ir utan gistihúsið. Lögreglunni tókst að dreifa manngri'ianum með táragasi og púðurskotum. Heimsóttu stöðvar JSið- .66 mingarmnai í Lundúnum Sáfu og Háslúkuþing á Englandi NÝLEGA eru þeir Pétur Sigurðsson og Brynleifur Tobíasson komnir heim úr för um EngJand. Þar heimsóttu þeir aðal- bækistöðvar hreyfingar þeirrar, sem á íslenzku hefur verið nefnd Siðferðisvakningin (M.R.A.) og sátu ráðstefnu með forystumönn- um hennar á Englandi og víðar að úr veröld. BÆTT SAMVINNA Heimsóttu þeir aðalstöðvarnar, sem eru í gömlu lávarðasetri í Lundúnum. Voru þar saman komnir merkir menn frá mörg- um þjóðlöndum, m. a. einn af bankastjórum alþjóðabankans, þeldökkur ráðherra frá Brezku Afríku. Hefir hreyfingin m. a. beitt sér fvrir bættri samvinnu hvítra manna og svartra í þeim löndum, þar sem samskipti þeirra hafa verið nokkurt vandamál. MERK HREYFING Siðferðisvakning hefir aðal- stöðvar sínar í bænum Caux í Svisslandi, en hreyfingin er stofnuð af Bandaríkjamanni ein- um, sem Buckman nefnist og lif- ir hann enn í hárri elli. Mark- mið Siðferðisvakningarinnar er að hafa bætandi og þroskandi áhrif og kenna mönnum að leysa deilumál sín, t. d. verkföll og millirikjamál á friðsamlegan og hógværan máta. Að heimsóknihni í Lundúnum lokinni, héldu þeir félagar lengra suður á England og komu til bæjarins Bournmouth, en þar var haldið alþjóðahástúkuþing. Voru þar samankomnir 1600 fulltrúaF- úr 4 heimsálfum, en flestir vom Svíarnir, yfir 9 hundruð talsins. Er blaðið átti tal við Pétur Sig- urðsson lét hann hið bezta yfií förinni og árangri hennar. Mikið hey í Skagafirði SAUDÁRKRÓKI, 20. júlí — Slæm heyskapartíð hefur verið hér frá sláttarbyrjun, fram að þessum tíma. Stöðug vestanátt með úrkomu. í dag hefur brugð- ið til norðanáttar og er allgóð flæsa, en lítið sólfar. Bændur eiga mikið hey úti, en sama sem ekkert í hlöðum. Sem stendur, lítur út fyrir áframhaldandi norð anátt og þurrk. — Guðjón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.