Morgunblaðið - 22.07.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.07.1955, Blaðsíða 16
Yeðurúflif í dag: S-V kaldi. Skúrir. 163. tbl. — Föstudagur 22. júlí 1955 Síldin Sjá myndasíðu á bls. 9. Síld á austur- og vestursvæðinu IKVÖLD fréttist til nokkurrar veiði hjá Kolbeinsey. Veður var sæmilegt síðdegis í dag, en Mokkur bræla var úti fyrir síðast er fréttist í gærkvöldi. Skipin sem yoru í síld við Kol- beinsey í gærkvöldi og tilkynnt böfðu um afla voru þessi: Bjarmi 400 tn., Reykjaröst 250, Auð_ur 500, Ingvar Guðjónsson 600, ís- leifur II 150, Mímir 250, Krap 180, Völusteinn 200, Mummi 500, Gull borg 150, Frigg 100, Jón Finnsson 250. Mörg þessara skipa höfðu kom ið með síld fyrr í gær og voru komin á miðin aftur. Síldin sem söltuð var í dag veiddist norð austur af Grímsey. Yfir 30 skip fengu síld, en veður spilltist um skeið í morgun og varð því minna úr veiði heldur en vonir stóðu til. Þessi skip komu: Ægir með 700 tn. (allt í frystingu), Flosi 400, Sæljón 350, Hilmir 350, Von KE 400, Sleipnir 400, Sæfari 200, Böðvar 250, Björn Jónsson 200. Saltað er á flestum plönum hér í dag. DALVÍK Fréttaritari blaðsins í Dalvik símaði í gær að sjaldan hefði sézt önnur eins síld á Sléttugrunni vestanverðum og í fyrrinótt. Þrír heimabátar voru búnir að landa síldinni kl. 6 í gær og voru þeir með: Hannes Hafstein 700 tuun, Björgvin 500 og Baldur 500. Von var á fleiri bátum í gærkveldi til Dalvíkur. HTISAVÍK í morgun um kl. 8 fór að hvessa skyndilega á miðunum út af Skjálfanda, en þar voru allmörg skip að veiðum. Misstu tveir bát- ar nætur sínar og annar missti nótabát að auki. Voru bátarnir Vonin GK frá Keflavík. Var hún á leið til Húsavíkur og var með 400 tunnur af síld innanborðs. Þegar hún var komin langleið- ina til Húsavíkur frá austursvæð- inu, stödd mjög djúpt út af Lund- ey kom skyndilega stór brotsjór á nótabátinn og færði hann í kaf svo hann kom ekki aftur upp. Var nófin í bátnum. Hinn báturinn var Hrafn Svein bjarnarson. Hann missti nótina en gat bjargað bátnum. Skeði það á svipuðum slóðum. ÓLAFSFJÖRÐUR 2 bátar, Einar Þveræingur 100, Sævaldur 130. Norður af Grims- ey. Bræla í morgun — lægði í dag. Allir bátar út aftur. RAUFARHÖFN FRÉTTARITARI Mbl. á Raufar- hófn símaði til blaðsins seint í gærkveldi og sagði að fregnir hefðu borizt um talsverða síld út af Þistilsfirði og Sléttu. — Væri síldin um 35 sjómílur undan landi, eða 4% klst. siglingu frá Raufar- höfn. Voru það norsk síldaveiði- skip, sem urðu fyrst vör við síld þarna, en íslenzku skipin væru ýmist komin á staðinn eða á leið- inni þangað. Væru sumir búnir að fá þó nokkuð af síld og hefðu til- kynnt komu sína til Raufarhafn- ar í nótt eða árla í dag. Má því búast við að mikið verði saltað á Raufarhöfn í dag. Höfðu nokkuð mörg skip fengið dágóðan afla við Kolbeinsey. — Annars sagði fréttaritarinn að fólkið, sem unn- ið hefði við söltunina væri orðið dauðlúið þar sem söltunin hefði verið svo samhangandi. — Sagði hann að nú væri mikil þörf á því að fá nýtt ólúið fólk, fleira fólk úr Reykjavik til að salta, fólk gæti ekki varið sumarfríum sín- á heppilegri hátt heldur en að fara á söltunarplönin fyrir norð- an og þannig komast í nýtt um- hverfi og afla sér gágóðra tekna. Hægviðri var á Raufarhöfn í gær- kveldi, en súld. Fyrsta síldin AKUREYRI, 21. júlí: — Síðast- liðna nótt var landað fyrstu síld- inni á Akureyri. Mótorskipið Snæ fell kom inn á miðnætti með 650 tunnur. Af þessu fóru um 400 tunnur í salt, en hitt í frystingu. Saltað var hjá söltunarstöð KEA á Odd eyrartanga og var þar mikið líf í tuskunum fram undir morgun. Kýr í Arnessýslu folla ekkt í högum vegna kulda Alvarlegt úllii með heyskap Stokkseyri, 21. júlí. UNDANFARNAR vikur hefur mikill rosi og ótíð verið hér í Árnessýslu. Stórrignt hefur dag eftir dag, og flýtur allt í vatni hér á Stokkseyri. Stórir pollar eru í túnum og hey stendur Ef vér ættum að velja mynd er sýni bezt lífið hér í Reykjavík í sumar, þá yrði það helzt þessi, sem tekin er af H. Teitssyni, Ijósm. Mbl. á horni Lækjargötu og Austurstrætis í rigningunni í gær. — Reykjavík hefur sannarlega verið bær regnhlífanna í sumar. Þó eru það enn aðeins konurnar, sem eru svo skynsamar, að verja sig gegn úrkomunni með regnhlífum. Karlmennirnir ætla aldrei að læra að búa sig rétt og verða því oft gegndrepa. Nýkominn á miðin og var þegar handtekinn Fékk svo 74 þús, kr. sekf Akureyri, 21. júlí. Frá fréttaritara blaðsins. SÍÐASTL. nótt gekk dómur í máli A. W. Bruce, skipstjórans á brezka togaranum Valafell, sem tekinn var að veiðum í land- helgi austur af Melrakkasléttu s.l. mánudagskvöld. Var skipstjór- inn sekur fundinn og dæmdur í 74 þús. kr. sekt og afli og veiðar- færi gerð upptæk. Skipstjórinn áfrýjaði dóminum til Hæstaréttar. Árekstur ALLHARÐUR árekstur varð á milli tveggja bifreiða á Kefla- víkurveginum í gærkvöldi. Rák- ust þar saman stór áætlunarbif- reið frá Steindóri og vörubifreið frá Sandgerði. Skemmdist áætl- x;narbifreiðin mikið, en engin al- varleg slys urðu á farþegum. ÁREKSTURINN VARÐ OFAN VID FLEKKUVÍK Um áttaleytið í gærkvöldi varð mjög harður árekstur hjá vöru- bifreið frá Sandgerði og áætlun- arbifreið Steindórs, sem var á leiðinni frá Keflavík til Reykja- víkur, Var áreksturinn á vegin- um ofan við Flekkuvík á Vatns- leysuströnd. JÁRNIÐ FLETTIST AF ÁÆTLUNARBIFREIÐINNI Vörubifreiðin, sem var á leið suður, rakst utan í áætlunarbif- reiðina með þeim afleiðingum að járnið á hægri hlið .áætlunarbif- reiðarinnar flettist af á stóru svæði og festist við hornið á vörubifreiðarpallinum, og marg- ar rúður brotnuðu. Svo heppilega vildi samt til að engin teljandi slys urðu á farþegum, en nokkrir þeirra munu hafa skrámast lítil- lega. Vörubifreiðin var með full- fermi af fiski. Á ÞISTILFIRÐI Tildrög að töku togarans eru þau, að varðskipið Óðinn var á siglingu austrr frá Melrakka- sléttu undir kvöld á mánudag. Sá skipherrann, Árni Valdimars- son, þá hvar togari var innan fiskveiðitakmarkanna og virtist honum aðfarir hans grundsam- legar. Gerði hann þegar staðar- ákvörðun á togarann og reyndist hann 1 3 sjómílur innan hinnar nýju fiskveiðitakmarkana. togabi út Jók varðskipið nú ferðina og gerði að skömihum tíma aðra staðarákvörðun og sá skipherr- ann nú að togarinn var að veið- um og togaði í áttina út úr land- helgi. Skipstjóri togarans sagði síðar í rétti, að hann hefði togað Aust- suð-austur. FYRSTA VEIÐIFERÐIN Á 10. tímanum um kvöldið var varðskipið komið að togaranum og hafði stöðvað hann með því að skjóta fyrst þremur púður- skotum, en síðan einu kúluskoti, fram með kinnung hans. Við kúluskotið stöðvaðist togarinn þegar og gaf hljóðmerki. Kastaði varðskipið nú dufli við bakborðs síðu togarans er síðar var notað við staðarákvörðun. Togarinn var með stjórnborðstroll úti. Eft- ir að varpan var dregin inn héldu bæði skipin að duflinu og var þar gerð nákvæm staðar- ákvörðun og mældist það 0,3 sjómílur innan fiskveiðitakmark- ana. Síðan var haldið með tog- arann til Akureyrar. Togarinn Valafell er frá Grims by, var nýkominn á miðin og var þetta fyrsta „holið“ hans í þess- ari veiðiför, svo að aflamagnið sem upptækt var gert var lítið. undir stórskemmdum. HEYI HRÚGAÐ UPP HÁLFBLAUTU Fyrir um það bil viku síðan komú tveir flæsudagar og voru það einu þurrkdagar bessa mán- aðar. Hrúguðu þá menn upp tals- verðu af heyjum sínum hálf- blautum og hefur það staðið í göltum síðan. Síðan hefur ekki þornað af heyjum að undantekn- um hálfum föstudeginum s. 1. en um miðjan dag gekk á með rign- JJigu. SÚGÞIIRRKUN KEMUR EKKI AÐ NOTUM Nokkrir bændur hér hafa súg- þurrkunartæki, en þau hafa ekki komið að notum vegna þess að aldrei hefur verið það þurrt veð- ur að hægt væri að slá beint í súgþurrkun. Nokkuð hefur verið látið í vothey, en mest allt hey er úti. Sárafáir hafa náð að hirða í hlöður. Gras er mikið farið að vaxa úr sér, og hafa menn tekið þann kostinn að slá af og til, og láta heyið heldur hrekjast á tún- um en vaxa úr sér óslegið. KYR TOLLA EKKI I HOGUM Svo mikil hefur ótíðin verið, að kýr hafa ekki tollað í högum vegna kulda og rigninga. Hafa þær fallið mjög í nyt. Hafa marg ir bændur orðið að hýsa kýrnar að nóttinni og gefa þeim hey með beitinni. Alvanalegt er, að ekki hefur verið hægt að reka þær í haga fyrr en á miðjum dögum. —-Magnús. Utn ncsstu helgi verður héraðsmót Sjálfsiæðis- manna í Skagafirði SJÁLFSTÆÐISMENN í Skagafirði efna til hins árlega héraðs- móts síns næstkomandi sunnudag. Hefst það kl. 5 síðdegis að Bifröst á Sauðárkróki. ★ RÆÐUR OG LEIKÞÆTTIR Ræður og ávörp flytja þeir Ingólfur Jónsson, viðskiptamála- ráðherra, Páll Kolka, héraðslækn- ir, og sr. Gunnar Gíslason, Glaum- bæ. — Leikararnir Klemenz Jónsson og Valur Gíslason munu flytja •ileikþætti og Jóhann Konráðsson *syngja einsöng. • Að lokum verður dans stiginn. " Hafa héraðsmót Sjálfstæðis- •manna í Skagafirði undanfarin *ár verið fjölsótt og sýnt vaxandi fylgi Sjálfstæðisflokksins í sýsl- •unni. ------------ j BEIKJAVlK ? ABSSEFGa ; A * ® B I F G H ' STOKXHÖLMUl \ 27. leikur Stokkhólms a4—a5 J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.