Morgunblaðið - 23.07.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.07.1955, Blaðsíða 7
Laugardagur 23. júli 1955 MORGUNBLAÐ1Ð 1 Guðnwndur L. Friðfinnsson, Egilsá: Norðnrlandsvegur NÁTTÚRUHAMFARIR hafa nú að undanförnu verið með þvílík- um liætti og þeim afleiðingum hér í Norðurárdal að alþjóð mun kunnugt bæði af blöðum og út- varpi, enda allmargir fundið af þessu nærtækara og beizkara bragð. Nefni ég þá fyrst skriðuföllin í fyrra, þegar hlíðin um Fremri- Kot hljóp íram á nær því sam- felldum, stórum kafla og ýmist gróf fleiri metra djúp gil gegn- um þjóðveginn eða slétti af á öðrum svæðum, en steinsteypt brú á Valagilsá sópaðist burt og sást ekki urmull eftir. Olli þetta að vonum alvarlegum samgöngu- truflunum á einni fjölförnustu leið landsins og tjóni, sem nam um einni millj. kr. í endurbygg- ingu vegarins og Valagilsárbrú- ar. Nokkrum árum áður féllu og miklar skriður á nýlagðan þjóð- veginn í Silfrastaðafjalli og kost- aði það ríkið allmikið fé, en veg- urinn þó naumast jafngóður eft- ir. Nú í vor hafa enn gerzt þeir atburðir, sem naumast þarf á að minna, þar sem brúin á Kotá grófst gersamlega á kaf í möl og Valagilsá ónýtti með öllu mjög dýran varnargarð en lagði að nokltru leyti leið sína framhjá spánýrri brúnni. Olli þetta enn umíerðastöðvun og umferða- truflunum og ríki alvarlegu tjóni, og eru þó skemmdirnar langt frá að vera fullbættar enn og áfallahættan hin sama. | Nú á tæplega sex ára tímabili hefur því vegurinn um Kota- hlíðar og Silfrastaðafjall kostað ríkið nokkuð á aðra millj. kr. í viðhaldi, sem stafar af náttúru- j hamförum einum og er þó ekki fullbætt úr né jafngóður sem fyrr. | Á Norðurlandsvegi rar byggð ný brú á Norðurá fyrir fáum ár- j um, hefur sú brú ekki haggast enn, og er vonandi að svo verði framvegis En mönnum verður þó að spyrja: Hvað gerist næst? Á vegarkaflanum frá Varma- hlíð til Öxnadalsheiðar er ann- ars furðulega mikið torleiði og vegarstæði ótryggt víðar en í Norðurárdal. í Hólminum, skammt austan Varmahlíðar eru tvær brýr sem naumast eru fær- ar stærri ökutækjum nútímans. Á löngum kafla, svokölluðum Vallnabökkum, geisast Héraðs- vötn tíðum yfir þjóðveginn á vetrum, sópa burt ofaníburði vegarins og gera allt ófært eða illfært af ruðningi og krapa. Það sama gerist oft í vorflóðum. Þá hefur Djúpadalsá iátið eftirminni lega til sír> taka í vegamálum hér, því að þrátt fyrir sífelldar endurbætur varnargarða líður varla svo vor, að hún hlaupi ekki úr farvegi sínum og stérskemmir þá oft þjóðveginn. Er hér um að ræða fleiri kílómetra kafla eða nánar tiltekið veginn frá Djúpa- dalsárbrú til vegamóta við Héraðsvatnsbrú. Loks er það svo Helluá. En hún hefur stundum fallið úr farvegi sínum og yfir þjóðveginn með afleiðingum, sem ekki þarf frá að greina. Á Silfra- staðafjall hefur áður verið minnst en það er án efa langverst og hættulegast af þessu öllu. Má af þessu sjá, að ekki eru ýkjalangir kaflar af umræddu svæði, sem vegarstæði er alveg tryggt. Er því ekki vonum fyrr,; þátt farið ré að spyrja: Er engin önnur og betri leið til fvrir einn þýðingarmesta og fjölfarnasta1 veg landsins? Og svo er fyrir að þakka að þessu er hiklaust hægt að svara játandi. Frá Varmahlið liggur að sjálf- sögðu þjóðvegur suður hina fjöl-. býlu og blómlegu Tungusveit.' Og I sumar verður Svartá brúuð, á Dalsplássvegi, og er þa kom- inn akfær vegur í Dalspláss. en sú byggð er gengt Bólu í Blöndu- hlíð. Úr Dalsplássi er gott veg- arstæði að fyrirhugaðri Héraðs- 1 vatnabrú fremri hjá Tyrfings- stöðum eða Flatatungu, en hún hefui verið á bniarlögum nokk- ur ár og verður án efa byggð innan skamms, bæði til að tengja saman byggðir Skaga- fjarðardala, sem hefur þýðingu frá félagslegu sjónarmiði, og til að skapa svonefndum Kjálkabú- um beina leið til verzlunarstað- ar. Til brúar á Norðurá hefur ver- ið veitt fé á fjárlögum nú und- anfarin ár, og átti sú brú að byggjast í sumar. En vegna óvenjulegrar skammsýni hefur skapast furðuleg togstreita um það mál, eða nánar til tekið, hvar brúin á að vera. Brú þessi hefur verið á brúarlögum all- mörg ár, og samkvæmt þeim ákveðin litlu framar en bærinn Egilsá, hjá svokölluðu Gvendar- nesi, en þar eru klappir beggja vegna ár, og af fagmönnum talið gott og öruggt brúarstæði, en vegna gífurlegs áróðurs örfárra manna gerðust þeir vmdarlegu atburðir í fyrra að 3:ðasta fjár- veiting í þessa brú var veitt til brúar á allt öðrum stað eða við svokallaðan Skeljrmgshöfða, sem er nokkru neðar á Norðurár- eyrum. En þar eru eyrar mjög breiðar og brúarstæði mjög óöruggt að dómi verkfræðinga, enda sú brú mjög miklu dýrari fyrir utan óútreiknanlegt viðhald. Nú vill svo til að bæirnir tveir sunnanmegin Norðurár, eru um einn fjórði hluti þess svæðis, sem einkum nýtur í framtíðinni af samgöngubót þeirri, er skapast við brú á Norðurá, en samgöngu- mál þeirra bæja eru óleyst eftir sem áður, þótt brúað sé af Skelj- ungshöfða, þar eð veglaust er sunnan ár „g Egilsá óbrúuð, en það er Þverá, er fellur í Norð- urá, skammt vestan samnefnds bæjar. Skal þess getið hér að samkvæmt áætlun vegamála- skrifstofunnar er talið að mjög nærri láti, að Norðurárbrú við Gvendarnes, verði svo miklu ódýrari en um Skeljungshöfða, að fyrir mismun á byggingar- kostnaði megi leggja veg sunnan ár milli þessara tveggja staða. Svo sem áður er sagt, mun nú vaknaðúr áhugi fyrir því að fmna hinum fjölfarna og þýðingar- mikla Norðurlandsvegi nýja og hagkvæmari leið, og hefur hér að framan verið bent á haná að nokkru. En hún er S stuttu máli þessi: Frá Varmahlíð suður Tungusveitarveg, um Dalspláss og Héraðsvatnabrú fremri, aust- im Norðurádal stmnanmegin Norðurár og yfir Norðurá á brú hjá Gvendarnesi, en þá er komið á Norðurlandsveginn gamla. Mur þetta sízt lengri leið en sú er far in er nú miðað við brú hjá Flata tungu. Og eru þá um leið levs' samgöngumál viðkomand byggða, því að bein leið skapas’ fvrir alla, hvort heldur farið e> til Sauðárkróks eða Akurevrar Sem nákunnugum manni, held éi mér sé óhætt að fullyrða, að veg arstæði er mjög gott á þessar leið og áfallalaust með öllu. Brý’ þurfa engar utan brú á Hérað' vötnin. Emlsá og Norðurá. en þæ- er hægt að bvggja milli klappa or brúarstæði því trygg. En alla’ þesar brýr verður að byggja ; náinni framtíð hvort eð er vegn; viðkomandi bvggða. Liggur n»* næst fyrir að athuga hvað með þessu vinnst. Ein fjölfarnastf þjóðleið landsins er laus við mjóu brýrnar í Hólminum. laus við yfirvofandi umferðastöðvun og umferðatruflun á Vallnabökk- um við Djúpadalsá Helluá og í Framh. á bls. 18 ísL bjálsíþióttamenn komu mönnam skemmtiiega á dvart II; ÍANN var ekkert lands- L keppnisiegur íþróttavöll- urinn okkar á Melunum í fyrrakvöid er landskeppnin í frjálsum íþróttum hófst. Poll- ar á hlaupabrautum og hvar sem stigið var svo blautt að skósóiar sukku í. Völiurinn var sem sé ekkert uppiífgandi. Eis samt sem áður varð hann vettvangnr einhverrar tvísýn- ustu og skemmtilegustu lands- keppni, sem hér hefur farið fram. Fyrstu tvær keppnis- greinarnar lífgnffu menn held- ur ekki upp — Holland vann tvöfaldan sigur í báðum. En svo fór, aff menn gengu léttir í spori niður Suðurgötuna — menn höfðu gieymt rigning- unni og bilaða hátalaranum á vcllinum og fyrirgáfu þulnum þar, sem var svo óskaplega mikið niffri fyrir aff fáir skildu þ ’ð sem hann ias — effa kall- affi. ★ ★ ★ Víst er um það, að ef þessi landskeppni getur ekki orðið upp haf nýrrar sigurgöngu ísl. frjáls- fþróttamanna, getur fátt orðið til þess. Meiri „upplyftingu“ getur engin íþróttagrein, sem verið hef ur í öldudal, fengið en þá, að standa svo góðri frjálsíþróttaþjóð og þekktri sem Holland er, á sporði. Þessi fyrri dagur landskeppn- innar var sannarlega „dagur ís- lands“. Mikið hafði verið bolla- lagt um úrslit og menn yfirleitt sammála um það að Hollending- ar væru mun sigurstranglevri, enda afrekaskrá þeirra — eink- um í hlaupum mun betri en okk- ar. ★ ★ ★ En svo eru það hiauparar okkar á miilivegalengdum og langvegalengdum, sem koma á óvart. Þeir sigra menn sem ! eiga fyrir betri afrek á skrám. Hver er ástæffan. Einfaldlega sú, aff okkar hlauparar á þess- um vegalengdum eru betri en tímar þeirra, sem þeir ná hér heima segja til um. Þeir eru nær undantekningarlaust að j keppa í rigningu og gegn j stormi, á vondum og þungum brautum. Vlff höfum vanmetið okkar hlaupara. Við verðum emkanlega þó hiaapararnír Þórir sigrar í 400 m hiaupinu á glæsiiegum tima. Horður varS þriðji og sézt hann lengst til vinstri. — Ljósm. Bj. Bjarnleifsson. nú að gefa þeim kost á aff reyna sig við eðlilegar aðstæð- nr. Þá mun ekki standa á af- rekum sem eftir verður tekið i’íffa. um iönd. ★ ★ ★ Og þessar línur eiga fyrst og fremst við Svavar Markússon, Þórir Þorsteinsson og Kristján Jóhannsson, þó fleiri mætti nefna eii:s og Sigurð Guðnason, sem þó er þeim enn nokkuð að baki. Það er fyrst og fremst þessir menn, sexn gerðu fyrri dag landskeppn- innar við Holland að „degi ís- lands“. Það mætti vel launa þeim með því að gefa þeim kost á góð- um aðstæðum — eða finnst mönn um afrek þeirra ekki einhverra „lauria“ verð? 1500 m hlaupið vai' skemmti legasta grein kvöldsins. Sig- urður hafði forystu fyrstu 800 m, þá tók Svavar við, en Hol- lendingar fylgdu fast. Þegar einn hringur var eftir taka hollenzkir forystuna, en Svav- ar vissi hvað hann söng fór aftur fram fyrir er 300 m voru eftir og var hinn öruggi sigur- vegari — og Sigurður náði öðr um Hollendingnum. Tími Svavars er arinar bezti tími íslendings og hann er fyrstur til að hlaupa undir 4 mín. hér heima. Við betri að- GlæÁiie^ui' var sigur Svavars i iouu m ulaupiuu. itreð áuu in enua- spretti gerði hann „út af við“ Hollendingana báða. — Ljósm. Bjarnl. Bjarnleifsson. stæður sighr met Óskars sinn sjó. Vafalítið hafa Hollendingar ver ið enn öruggari um sigur í 400 m hlaupinu. Þeir hafa í sumar átt 6 menn undir 50 sek. — ísland engan. En það er aðstæðunum að kenna. Þórir hljóp fallegt og vel útreiknað hlaup. Hann vissi hvað hann mátti bjóða sér og sigraði með meiri yfirburðum en nokk- urn hafði órað fyrir — einn undir 50 sek. Tími hans við aðstæðurn- ar í fyrrakvöld samsvarar ágæt- um tíma á Evrópumælikvarða við beztu aðstæður. Kristján átti harða raun í 10 km. hlaupinu. Og fyrir hans að- gerðir var þetta „hálftímahlaup" ein skemmtilegasta keppni kvöldsins. Hring eftir hring hafði Kristján forystuna. Annar Hol- lendingurinn gaf sig en þá hófst einvígi milli Kristjáns og Verra og á milli mátti ekki sjá fvrr en snúran var slitin — og það gcrði Verra, eftii' glæsilegar tilraunir Kristjáns til að vinna sigur. ★ ★ ★ Úrslit annarra greina urðu ekki eins óvænt. Valbjörn og Heiðar voru öruggir í stangar- stökkinu — báðir náðu betri ár- angri en þeir áttu fyrir og voru auk þess öruggari á lægri hæð- unum en Hollendingarnir. Köstin voru „íslenzkar grein- ar“ sem vænzt var. Þórður með met í sleggjukasti og Hallgrímur hinn öruggasti í kringlukastinu, 'pó árangur hans væri ekki eins íóður og búast mátti við — og úldir það raunar um alla kringlu kastarana. Einnig á það við um angstökkið — árangurinn var élegri en vænzt var, en búast má við að aðstæðurnar ráði þar \okkru um, a.m.k. var það eng- mn einn stökkvaranna sem var nistækur — heldur frekar allir, Styttri hlaupin, sem eitt sinn oru okkar sterkasta hlið, er nú ■kkar „veiki punktur", — boð- ílaupið þó undanskilið, sem var igætt. Það vantar einhvem leista í okkar spretthlaupara nú. \smundur á hann í sér, en skort- ,r enn æfingu til að ná sér upp. ' fyrra á Evrópumótinu sigraði Vsmundur Hardevelt, þann er nú igraði. En þá var æfing Ásmund ir betri. Og sannast þá enn einu sinni, að æfingin er fyrir öllu. Fáum við menn til að æfa, þá verður oltkar íþróttahrevfing sterk. A. ot. Effir fyrri dag landskeppninnar:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.