Morgunblaðið - 23.07.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.07.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 23. júlí 1955 or0jmí)laMti Útg.: H.1. Arvakur, Reykjavlk. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrg9«rm.> Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason fré Vigox< Lesbók: Arni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar KristinwaB Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlanda. 1 lausasölu 1 krónu eintakið Esnlægasta tillagan Nýtt hefti af Helgafelli komið út ! því eru greinar ,ljóð og pistlar um fa'stir NÝLEGA er komið út fjórða hefti Helgafells 1954. — Að venju er frágangur heftisins hinn prýðilegasti og efni girnilegt til fróðleiks, þótt þetta hefti sé minna en önnur og því færri lesmáls- síður. — Ritstjórar Helgafells eru Ragnar Jónsson og Tómas Guð- mundsson skáld. — Heftið er prentað í Víkingsprenti. HIN óvenjulega tillaga Eisen- howers forseta Bandaríkjanna á ráðstefnunni í Genf hefur vakið alheimsathygli. Er það hugsan- legt, að með henni sjáum við fyrstu glætu þess að vígbúnað- arkapphlaupinu verði hætt og hin stærstu stórveldi dragi úr öllum sínum herbúnaði. i Á fjölmörgum ráðstefnum ut- anríkisráðherra stórveldanna og einnig á óteljandi fundum, sem haldnir hafa verið á vegum S.Þ. hafa afvopnunarmálin verið tek- in til umræðu. Gallinn hefur að- eins verið sá að svo virðist sem fundarmenn hafi rætt þessi mál af of mikilli léttúð. Á ráðstefnunum hefur því miður borið of mikið á því að allskonar áróðurstillögur vaði uppi. Komið er ítrekað fram með ályktunartillögur um að eyðileggja öll vopn í heiminum o. s. frv. Þetta hefur allt verið svo laust í reipunum, að svo hef- ur virzt sem ráðamönnunum hafi ekki verið Ijós sú alvara og hætta sem er samfara vígbúnaðarkapp- hlaupinu. Fullkomin trygging Enginn getur ætlað að víg- búnaðurinn verði stöðvaður með öðru móti en því að all- ir aðiljar hafi fullkomna tryggingu fyrir því að eitt stór veldið eða fleiri geti ekki svikið gerða samninga og staðið að loknum slíkum samn ingsrofum eitt uppi í heimin- um sem vígbúið og voldugt ríki. En þessi möguleiki er stöð- ugt fyrir hendi, ef ekki fylg- ir í kjölfar afvopnunar sterkt og öruggt eftirlit með því að afvopnunarsamningar séu efndir. Allar tillögur um slíkt eftirlit hafa strandað á því að Rússar hafa neitað að leyfa alþjóðaeft- irlitsmönnum óhindraða för um Sovétríkin. Þeir hafa beinlínis borið því við að Sovétríkin séu lokað land og mörg þau svæði innan þeirra, sem útlendingar megi ekki lögum samkvæmt líta augum. ★ Og þá komum við að ráð- stefnunni í Genf. Á undan henni hafa gengið stöðugar yfirlýsing- ar æðstu manna stórveldanna um að núna ætli þeir þó í raun og sannleika að stefna að því einlæglega að koma á sættum í hinu kalda stríði, og fjarlægja óttann við nýja heimsstyrjöld. Það er mikið í húfi að ráðstefna þessi megi árangur bera. Á fyrri hluta ráðstefnunnar gerðist fátt markvert, sem benti til framfara í friðarátt. Að vísu er andrúmsloft á ráðstefnunni allt annað en tíðkazt hefur und- anfarið á stórveldaráðstefnum. Allir virðast minnsta kosti vinir á yfirborðinu. Fyrsta sporið En fyrsta raunhæfa sporið í átt til samkomulags felst í hinni athyglisverðu tillögu Eisen- howers. En það er efni hennar, að stórveldin reyni minnsta kosti örlítið að nálgast hvert annað. Hefja skuli nú þegar tak- markaða afvopnun, sem setur þó hvorugan aðilja í neina hættu fyrst um sinn. Og komið verði á nokkru alþjóðaeftirliti með þv að slík afvopnun sé í raun og veru framkvæmd. Með tilliti til þess, hve Rúss ar hafa verið rnótfallnir því að leyfa alþjóðaeftirlit í lönd-! um sínum, er þetta byrjunar- eftirlit í tillögu Eisenhowers, það minnsta og vægasta sem hægt er að hugsa sér að komi að gagni. En það er fólgið í því að erlendum flugvélum verði heimilað að fljúga hvar sem er yfir Sovétríkin og virða fyrir sér úr lofti, hern- aðarmannvirki og liðssam- drátt ef nokkur er. Til þess að Rússar sjái að hér er ekki um bragð né áróðurs- efni að ræða, gerði Eisenhower þeim það tilboð að rússneskar könnunarflugvélar mættu á sama hátt fljúga yfir Bandarík- in og rannsaka hernaðarmann- virki þar. Og ætti að vænta þess að slík kaup kaups mættu verða til þess að sanna Rússum ein- lægan vilja Bandaríkjaforseta til að leysa þá þráskák sem löng- um hefur einkennt afvopnunar- málin. Þegar Eisenhower forseti kom við hér á íslandi stutta stund á leið sinni til Genf, sagði hann: „Ég fer á Genf- ar-ráðstefnuna í leit að friði“. Hann hefur nú þegar sýnt það með þessari einlægu úrslita- tillögu, að hann vill mikið til vinna að reyna að brúa það bil ósamlyndis sem hefur ver- ið svo djúpt milli austurs og vesturs. i Póliíiskt Mstæki FYRIR skömmu gekkst Félag ungra Sjálfstæðismanna, Heim- dallur, fyrir því að hefja leik- sýningar hér í bæ, og var tekið til sýninga í Sjálfstæðishúsinu eitt af leikritum hins heimsfræga rithöfundar G. B. Shaw. Þessi starfsemi Heimdallar var fjarri því að vera nein pólitísk áreitni. J Formaður og stjórn félagsins sáu , það að hér í höfuðstaðnum var þörf hollra og góðra skemmtana fyrir æskulýðinn. ! Það kom líka 1 ljós, að fjöldi fólks úr öllum áttum hefur sótt þessar leiksýningar og einnig var eftirtakanlegt, að leikdóm- arar dagblaðanna, af hvaða flokki sem þau voru birtu leik- dóma, sem allir voru mjög á eina leið um ágæti leiksýninga þessara og óvenju góðan leik. Um slík menningarmál sem leik- list átti pólitísk togstreyta að sjálfsögðu ekki að hafa nein áhrif. t En bíðum við, einn aðili var það sem sat súr úti í homi og nagaði neglur sínar. Það var ritstjóri Framsóknarblaðsins. — Það eitt birti engan leikdóm og var blint af pólitísku ofstæki. Síðan hefur blaðið hafið svo fá- ránlega rógsherferð gegn þessari hollu skemmtun, að það er því sjálfu til athlægis. Hægt er að sýna Tímanum I framkomu hans í ofurlitlum spé- spegli. Hún er álíka eins og ef (öll dagblöðin í Reykjavík neit- uðu að birta leikdóma frá Þjóð- ; leikhúsinu vegna þess, að leik- hússtjórinn er samvinnuskólasoð- inn Framsóknarmaður. Þannig ætti ekki að blanda saman póli- tík og listum. EFNIÐ Efni þessa nýja heftis Helga- fells er sem hér segir: Forystu- greinin fjallar um listamennina og þjóðina. Þá er Kveðja til Dan- merkur, ljóð eftir Tómas Guð- mundsson, greinin Eigum við að rækta kaffi í Ecuador? eftir Niels Dungal, Kaupverð gæfunnar, verðlaunasaga Helgafells eftir Jón Dan, Ferð til Útgarða — úr Kalivala í þýðingu Karls Isfelds og greinin Nútímalist á Norður- löndum í þýðingu Þórhalls Þor- Rigning í dag ★ í GÆRKVÖLDI spáði veður- stofan því, að rigna myndi hér í Reykjavík, einkum seinnihluta dags, svo ekki blæs byrlega fyrir þá, sem ætlað hafa hér út úr bæn- um um helgina. Orsökin til hinnar þrálátu átíð- ar er, hve lægðir þær, sem koma sunnan úr hafi, fara óvenjulega hratt. Er lítið, sem ekkert bil á milli þeirra. Engar horfur eru á batnandi veðri í bráð. gilssonar. — Þá eru pistlar um listir og fleira eftir ritstjórana og Sigurð Þórarinsson. Humarveiði slunduð (rá SJekkseyri STOKKSEYRI, 21. júlí: — Þrír bátar eru nú gerðir út héðan frá Stokkseyri á humarveiðar. Er Þetta í fyrsta skipti sem þær eru stundaðar héðan. Aflinn hefur verið unninn í hraðfrystihúsi Stokkseyrar. Gæftir hafa verið tregar, en reytingsafli þegar gefið hefur á sjó. Aðrar veiðar eru ekki stund- aðar hér sem stendur. — Magnús. Si ozLci ótíclarueAíÁin ct^brciCýÉóCýóÁ Síldin of feit til söltunar ★ SKOZKA síldarvertíðin stend ur nú sem hæst. Hefir hún gengið prýðisvel að þessu sinni, eftir því sem brezka fiskveiðitímaritið „Fishing News“ skýrir frá. Hita- bylgja, sem gengið hefir um land- ið að undanförnu hefir þó nokkuð minnkað eftirspurnina eftir síld- inni. Skozka sumarsíldin er mest- öll veidd í bræðslu, sökum mark- aðsins og ástands síldarinnar. Á norðausturströnd Skotlands hef- ir síldin, sem veiðst hefir verið \Jeiual2andi ólri^ar: NYLEGA rakst ég á smágrein í danska dagblaðinu „Poli- tiken“, sem vakti ánægju mína. Greinin fjallaði um komu danska knattspyrnulíðsins, sem var hér á landi fyrir skömmu og er okk- ur öllum í fersku minni. Eigin- lega er þetta nokkurs konar bréf frá dönsku knattspyrnupiltunum, sem þeir sendu héðan til heima- lands síns á meðan þeir dvöldu hér. — Er það skemmst frá að segja, að þeir fara þar afar vin- samlegum hrifningarorðum um ísland og viðtökur þær, sem þeir fengu hér í hvívetna. — Þeir höfðu farið upp á Akranes og í leiðinni skoðað hvalveiðistöðina í Hvalfirði — og tekið fyrir nef- ið! Þeim þótti skemmtilegt að heimsækja Sundhöllina í Reykja vík og lýstu ánægju sinni yfir leik og samvinnu við hina ís- lenzku íþróttabræður sína. Dagblöðin og norræn samvinna OKKUR þykir alltaf ánægju- legt að lesa lofsamleg um- mæli um ísland — og okkur sjálfa í erlendum blöðum, þótt margir vilji svo vera láta sem þeim liggi í dæmalaust léttu rúmi, hvað um okkur er sagt út á við. — Eg dreg enga dul á, að mér fannst því ánægjulegra að lesa þessa smágrein í hinu um- rædda danska blaði, sem við ís- lendingar erum slíkumvinsemdar votti heldur óvanir úr þessari átt. — Því að sátt að segja finnst okk- ur ósjaldan ástæða til að kvarta undan því, hve góðgirni og vin- semd dönsku dagblaðanna í garð okkar íslendinga er af skornum skammti — vissulega þó með mörgum heiðarlegum undantekn ingum. — Og með tilliti til nor- rænnar samvinnu, þessa fallega hugtaks, sem við allir viljum að nái sem bezt fram að ganga í raunveruleikanum — á hverra færi frekar en einmitt dagblað- anna í hverju landi er það að efla hana og styrkja í raun og framkvæmd? Kunnu ekki að meta ÞRÍR ferðalangar frá Belgíu — allt konur — voru staddar niðri við Ferðaskrifstofu á tali saman — sennilega um veðrið, svo skemmtilegt sem umræðu- efnið hefir verið þessa dagana! Þá bar þar skyndilega að einn góðglaðan úr Hafnarstrætinu, sem þótti hann sjálfur svo sem ekkert blávatn — veifandi einni fagurlagaðri með ,.gull-bolzi“ að innihaldi yfir höfði sér. — Og ekki vantaði heldur örlætið og gestrisnina, né hugulsemina að hressa upp á skap þessara vesl- ings útlendinga, sem sunnlenzka rigningin var sennilega í þann veginn að draga úr síðustu kjark tóruna. — Og hinn hugumstóii íslendingur vatt sér með tígulegu gæsa-göngulagi að einni hinna belgisku og hugðist leggja gjöful- an stút að munni hennar — en hvílíkur gikksháttur í konunni, hún vék sér hreinlega undan og vildi ekkert með gull-bolz eða gestrisni hafa! En áhorfandinn spurði á með- an sjálfan sig í þaula, m. a. hvern- ig hinni erlendu konu væri inn- anbrjósts, eða hvaða áhrif þessi framkoma hins norræna víkings- niðja hefði á álit hennar og virð- ingu fyrir þjóð hans? Réttur hlutur á réttum stað MIKIÐ skelfilega eru þær Ijót- ar, þessar plastikhettur, sem gripið hafa um sig eins og farald- ur á höfðum kvenþjóðarinnar hér í höfuðborginni upp á síðkastið", sagði ungur maður við mig nú á dögunum. Eg snerist öndverð- ur gegn árás hans — eða herra minn trúr! — hæfir annað betra veðrinu eins og það hefur verið að undanförnu, eru ekki einmitt þessi höfuðföt, þótt þau gangi ekki sérlega í augun, hinn rétti hlutur á réttum stað? Og svo er það annað góðu menn! gleymum ekki, að plast-hetturnar leysa regnhlífarnar — skelfinguna miklu — að miklu leyti af hólmi. Þess vegna finnst mér hver kven vera með slíkt höfuðfat, sem ég mæti í þvögu á þröngri gangstétt, gyðju líkust! — Það er nógu oft skammazt yfir prjáli og pjatti stúlknanna okkar, þótt við látum þær í friði með það, sem þær taka upp gagnlegt og skynsamlegt — efi'. finnst ykkur það ekki í einiægni? svo feit, að hún hefir ekki þótt öll hæf til söltunar. •jk Niðursuðurverksmiðjur hafa hinsvegar tekið mikið af síldinni til vinnslu, en hún hefir þótt prýðileg sökum íitu í niðursuð- una. Reyksíldarkaupmenn og fersksíldar hafa líka keypt nokk- uð magn af bátunum, en sökum hitanna er markaðurinn enn ekki kominn í eðlilegt horf. ★ Þýzk skip hafa undanfarið verið á ýmsum höfnum á strönd- inni og tekið síldarafurðir. Fyrir skömmu lestaði Osterlek 350 tonn af síldarolíu, sem það fór með til Hamborgar. Á þremur höfnum hefir verið landað síld fyrir samtals 130,000 ensk pund. Væntamenn þess í Skotlandi, að hinar góðu síldar- gæftir haldist þar áfram. Landlega í Sfykkis- STYKKISHÓLMI, 21. júlí: — Heyskapur hefur verið lagður nið ur hér í bili vegna ótíðar. Hefur verið leiðindaveður hér stöðugt og rigningar undanfarið. í nótt var mikið hvassviðri. Þrír bátar stunda reknetjaveið- ar héðan og hefur afli verið all- góður þegar gefið hefur. Voru bátarnir með um 160 tunnur úr síðasta róðri. Sem stendur er landlega. Vegir hafa spillst talsvert við rigningarnar og er vegurinn út á Skógarströnd illfær vegna bleytu nú sem stendur. Aðra vegi hefur ekki sakað að mun. — Árni. Afburðalaxveiði víða Sunnanlands ÁGÆT veiði hefir verið í flest- um laxveiðiám það sem af er þessu sumri. Afburðaveiði hefir verið í ánum í Borgarfirði og alls staðar sunnanlands í júlí- mánuði. Árnessýsla er þó undantekning. Þar hefir veiði verið óvenjulítil. Ástæðan til þess er máski að mjög mikið vatn er í ánum, og hafa veiði- félögin þar eystra ekki náð lax- inum vegna þess, hve erfitt hef- ir • reynzt að halda veiðilögnum niðri sökum vatnsmagnsins. Norðurlandsárnar hafa verið sæmilega góðar, en Laxá í Þing- eyjarsýslu þó ekki meira en i meðallagi Vesturárnar hafa ver- ið í meðallagi. í Elliðaánum hafa um 3000 laxar verið fluttir upp fyrir stíflu í sumar, en þar hafa nú yfir 1000 laxar komið á land til þessa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.