Morgunblaðið - 23.07.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.07.1955, Blaðsíða 16
Veðurófli! í dag: S-A kaldi, rigning. 164. tbl. — Laugardagur 23. júlí 1955 Mjóikurbúið Sjá greinar á bls. 6, 9 og 16. Líkan þetta sýnir framhlið hins nýja Mjólkurbús Flóatnanna eins og það mun væntanlega standa eftir 3—4 ár skammt austur af Selfossi. Skarphéðinn JóhannssOD ] husameistari hetur teiknað það en sverrir Ilaraldsson listmálari ráðið litasamstæðum. Fremst á myndinni vinstra megin verður hús fyrir skrifstofur, sölubúðir og húsvörð. Bak við það er ostagerðin, sem tekur mikið rúm. Stóra byggingin hægra megin er móttökustöð, smjör og skyrgerð. Bak við það er þurrmjólkurvinnsla og ketilhús. — Ljósm. G. Þórðarson. j M|ólkurbú Flóumunnu endurnýjur hús sín og hýr lullkomnustu tækjum Framkyæmdir þegar hafnar U‘ TM þessar mundir stendur yfir alger endurbygging á Mjólkurbúi Flóamanna. Framkvæmdir þessar svara til hinnar öru þróunar sem orðið hefur í héraðinu og er ætlað að nægja um allmörg komandi ár. Er þess vænzt að hin nýja mjólkurbúsbygging verði tilbúin eftir þrjú til fjögur ár. •fa í upphafi var mjólkurbúinu ætlað að geta tekið á móti 3 millj. kg. á ári. En svo ör hefur framleiðsluaukning mjóikur orðið á Suðurlandi, að s.l. ár var tekið á móti nærri 24 milljón kg. mjólkur. NYTT REIST I ÁFONGUM OG GAMALT RIFIÐ Vegna þessa hefur stöðugt orð- ið að endurnýja vélakost Mjólk- urbússins og nokkuð hefur verið bætt við húsakynni, en þó aðeins til bráðabirgða. Endurbygging Mjólkurbússins er þegar hafin. Hin nýja bygg- ing á að standa á sama stað og gamla búið. Verður hún reist í áföngum og gamla byggingin þá einnig rifin í áföngum eftir því sem þörfunum er fullnægt. EMÐURBYGGING ÞEGAR HAFIN Nú þegar hafa þessir hlutar hins nýja mjólkurbús verið reist- ir: Þurrmjólkurverksmiðja, stórt ketilhús með neðanjarðargöng- um fyrir gufupípur, fljótvirku flutningsbandi til móttöku á mjólkurbrúsum hefur verið kom- ið fyrir og nú síðast er í byggingu þriggja hæða hús fyrir osta- geymslur. Næsti áfangi er að bvggja hús fyrir skrifstofur og sölubúðir og að rífa núverandi j ostageymslur og byggja nýtt hús fyrir ostavinnslu. Síðan verður ráðist í smíði aðalbyggingarinn- ar, þar sem á að vera móttöku- stöð mjólkur, smjör- og skyrgerð o. fl. FULLKOMNUSTU VELAR VALDAR Samhliða endurbyggingu á hús um verður vélakostur allur end- urnýjaður og mjög fullkomnaður frá því sem verið hefur. Hafa sér- fræðingar búsins þeir Grétar Símonarson og Stefán Björnsson, ferðast víða um lönd til að velja allt það bezta til mjólkurvinnsl- unnar. Má t. d. nefna að fengin verða hin fullkomnustu ostagerð- artæki, þar sem mysan er sogin út úr draflanum með loftþrýst- ingi og fer allt fram í lokuðum geymum. Með þessum aðgerðum vonast stjórn mjólkurbúsins til að að- staðan batni til að sjá neytendum fyrir fjölbreyttum fyrsta flokks mjólkurvörum. lón Steinsrrímsson aftur- O kallaði skyndilega imtsókn tt' * J Hafði þó fengið tilkynningu um ITMSÓKNARFRESTUR um bæjarfógetaembættið í Kópavogs- 1 kaupstað rann út hinn 15. þ. m. Um embættið sóttu þessir lög- fræðingar, samkvæmt því er blaðið hefur fengið upplýst hjá dóms- málaráðuneytinu: Benedikt S. Bjarklind, fulltrúi tollstjórans í Reykjavík. Björn Sveinbjörnsson, fulltrúi bæjarfógetans í Hafnarfirði. Guðlaugur Einarsson, héraðsdómslögm. í Reykjavík. Guðmundur Ingvi Sigurðsson, fulltrúi sakadómarans í Reykjavík. Gunnar A. Pálsson, hæstaréttarlögm. í Reykjavik. Jón Eiriksson, skattstjóri í Vestmannaeyjum. Jón P. Emils, héraðsdómslögm. í Reykjavík. Jón Steingrímsson, sýslumaður, Borgarnesi. Sigurgeir Jónsson, fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu.. Þórhallur Pálsson, fulltrúi borgarfógetans í Reykjavík. Embættið hefur enn ekki verið veitt, en Morgunblaðið hefur 6annfrétt, að Jóni Steingrímssyni hafi verið tilkynnt, að hann myndi fá veitingu fyrir embættinu og hafi hann þá afturkaliað umsókn sína. Veður hamlaði vei en fór batnandi 14000 tunnur saltaðar í gær úr 50 skipum IGÆR komu um 50 skip að landi og höfðu þau innanborðs 14.000 tunnur síldar, sem öll var söltuð. í fyrrakvöld var talsvert mikið uppi af síld á vestursvæðinu, allt út undir Kolbeinsey og var síldin á allstóru svæði. Þykir góðs viti að hún skuli vera svo vestarlega. Þá sá síldarleitarflugvélin einnig síld djúpt út af Haga- nesvík, en vegna þess að hvessti af suðvestri fengu þó ekki fleiri en 50 skip síld um nóttina. í allan gærdag var bræla á miðunum og strekkingur á djúpmiðum, bermir fregn frá Jörundi, sem lét reka við Kolbeinsey. Horfur voru á batnandi veðri seinnihluta nætur og nú með morgn- inum. Eftirfarandi heildaryfirlit um síldaraflann og nýtingu hans til þessa símuðu íréttaritarar Mbl. seint í gærkvöldi. Raufarhöfn FRÁ Raufarhöfn er símað að vitað sé um að þessi skip hafi fengið síld í fyrrinótt og í gær- dag: Mímir ís. 200 tunnur, Helga 800, Reynir 100, Þráinn 150, Svanur Sh. 200. Seint í gærkvöldi voru þau 10—15 skip sem lágu inni að halda aftur út á miðin, þar sem veður fór batnandi. Sólskin var og góðviðri í gærkvöldi. Um 17—18.000 tunnur hafa ver ið saltaðar frá byrjun á Raufar- höfn. Um 4—5.000 mál hafa farið í bræðslu. Siglufjörður Ekki er fyllilega hægt að segja um hve mikið hefir nú verið salt- að af síld á Siglufirði. Á þriðjudagskvöid hafði ver- ið saitað í 28.285 tunnur en sú tala mun nú komin yfir 30.000 tunnur. Hæsta söltunarstöðin er Pólstjarnan og hefir þar ver- ið sallað í 3.500 tunnur. 1 gær komu þessi skip til Siglu- fjarðar með síld í salt: Ingvar Guðjónsson 800 tunnur, Isleifur 200, Jón Finnsson 200, Reykjaröst 450, Mummi 500, Gullborg 150, Páll Pálsson 300, Baldur 200, Hvanney 500, Sjöfn 300, Þor- björn 450, Þórunn Ve. 850, Erl- ingur 300, Stefnir 350, Snæfell 400, Snæfugl 400. □- -----------------------□ í gærkvöldi spáði veðurstof- an að lægði á miðunum norð- anlands og gerði bjart og goll veiðiveður i nótt og fram cftir degi. I*á væri liætt við rigningu og brælu. □-------------------------□ Ólafsfjörður Síldaraflinn, sem landað hefir verið á Ólafsfirði er 3.450 tunnur, sem skiptast þannig: Jökull 1750, Söltunarfélag Ólafsfjarðar 1700. Frystar hafa verið um 100 tunnur. í dag kom Stígandi með 400, Kristján 150, Einar Þveræingur 80. — Frá ÓÍafsfirði eru 6 bátar gerðir út á síld. Þórshöfn Á Þórshöfn er aðeins ein sölt- unarstöð og hefir hún saltað í um 2000 tunnur síldar. í gær kom þangað báturinn Víðir frá Eski- firði með um 700 tunnur síldar. Sólskin var og afbragðsgott veður á Þórshöfn í allan gærdag. Húsavík 1 gær var saltað á öllum sölt- unarstöðvum á Húsavík. Þessir bátar komu með síldina: Pétur Jónsson 100 tunur, Muninn 2. 300, Græðir 200, Vörður 100, Hagbarð- ur 200, Völusteinn 150, Hilmir 250, Þorbjöm 400 og Guðbjörg 350. Ekki er vitað um bve heildar- magnið var mikið í gær sem á land hefir borizt á Húsavík, en s.l. mánudag höfðu verið saltaðar þar 4000 tunnur, en nú munu hafa verið saltaðar þar á 6. þús- und tunnur. Hrísey I Hrísey hefir nokkuð verið saltað af síld. Togarinn Jörundur hefir lagt þar upp, en hann er nú aflahæsta skipið. Tvær söltunar- stöðvar eru starfandi í eynni og munu þær samtals hafa saltað hátt á 3000 tunnur. Dalvík 1 gær og fyrrinótt lönduðu þessi skip á Dalvík: Auður 530 tunnur, Fagriklettur 360, Hafsteinn 380, og Bjarmi 600. Mest af þessari síld hefir farið í salt og hefir ver- ið saltað hér nær samfleytt síðan 8. júlí og oftast unnið nótt og dag. Heildarmagnið, sem borizt ð/ í gær í nótt hefir á iand í salt er 8.400 tunnur. Mest hefir verið saltað hjá Sölt- unarféiagi Dalvíkur 4.700 tunn- ur og ntun hún vera hæsta sölt- unarstöðin á landinu. Múli 2.700 tunnur og Höfn 1.000 tunnur. 1 gærkveldi var sunnankaldi á Dalvík og bjart veður en engar líkur taldar á að veiði yrði í nótt, enda engar fregnir borizt af síld. Sólfaxi lenii á Egils- slaððflygvelli SÓLFAXI ein af skymasterflug- vélum Flugfélags íslands, flaug I gær til Egilsstaða. Er þetta í fyrsta skipti sem skymasterflug- vél lendir á Egilsstaðaflugvelli. Tilgangur flugsins var sá að kanna lendingarskilyrði stórra flugvéla á vellinum í varalend- ingar skyni. Lendingin tókst ágætlega og var völlurinn þurr og góður. Sólfaxi mun fara í dag til Egilsstaða aðra ferð, fullskip- aður farþegum. Golfmeisfarsmáfíð 1 BÆJARKEPPNIN í golfi milli Akureyringa annars vegar og Reykvíiúnga og Vestmannaey- inga hins vegar fór þannig, að Akureyringar un,nu með 14%' gegn 3% vinning. Öldungakeppnina vann Jakob Gislason, Ak. á 83 höggum, en öldungakeppnina að írádreginnl forgjöf vann Stefán Árnason, Ak. á 79 höggum nettó. BEYKJAVlK AB0QXFGH sb ym?>. r- ' M ps ! i m. m S J á a i e a e f g a STÐKKEÖLHUl 27. leikur Reykvíkinga: ) Bc8—d7. ] Hvítnr lék síðast nokkurskonar biðleik, þar sem mannvinningur var ekki mögulegur með Bxc6, þar sem svartur eflir hxc6 og Rd6 vinnur ekki ínann vcgna milliskákar á dl. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.