Morgunblaðið - 24.07.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.07.1955, Blaðsíða 2
2 MORGUNltLAÐIÐ Sunnudagur 24. júlí 1955 ] Hér sjásí leiðtogar fjór’/eldanna, j>eir Bulganin, £den, Eisenhmver og Faure. — t»að er ekki annað að sjá en vel fari á með þeiin Fisenhower og Butganin. tdward Chrankshaw: liissii hffgiist simdm ¥esiræniim þjéðnm 3 yiísj&mf Í>ÚSSAR hafa oíí sýnt, að I. þeir eru slyngir og slæg- ir stjórnmálamenn. Heíur þetta oft komiS skýrt fram, — nú seinast í Genf. Þeir hafa hugsjónir Lenins áreið- anlega í hávegum hæði í stóru og smáu. — Þeir álíta þaö skyldu súua að vinna að sigri kommúnismans um allan heiin — og þeir eru ekki vand- ir að meðulum. En það gæti kermó þeim í koll, að þeir taka ekki þrjú mikilvæg at- riði til greina: IFyrst og fremst það, að vetnissjirengjan heíur gert að engu eitt höfuðatriðið í kenningam Lenins: A8 kommúnisminn muni komast á á öllum löndum að undan- gengnu miklu „hruni ‘ í hverju landlnu á fætur öðru. Ef til siífcs „hruns“ kæmi yrðu kommúnisk lönd fyrir barðinu á því — ekki siður en hinn borgaralegi hluti heimsins, og ráðamenn i Kreml vita þetta. þó að þeir láti sem þeir viti það ekki. Það er því mikil þöri á að endurskoða hug- sjóuina. 2Annað er það, að ðloskva getur ekki gengið út frá því sem vísu að hafa yfirtök- in » hverju því landi, sem ger- ist kotnmúniskt að byltingu undan genginni — svo fór i Júgóslmvíu og jafnvei í Rauða Kína líka. Hér er því einnig þorf nákvæmrar yfirvegunar. 3J»Tiðja atriðið er það, að ráðamenn í Kremi neyð- así til að taka sér vesírænar þjóðir til fyrirmyndar í ýmsu. svo framariega sem þeir ætla sér að gera tvennt í senn: draga úr viðsjám „kalda stríðsins“ og styrkja aðstöðu sí.na hesma fyrir með því að bæta lifnaðarhætti almenn- ings. ★ J»ó að Krúsjeff og Bulganin ætiist alls ekki til þess, að stefmubreytingin vari, mun rás atburðanna ef tiL vill neyða þá til að haida þessari breyttu stefnu — EF Vestur- veidin verða eftir sem áður stí-rk. samtaka, árvök og fram ar öilu sveigjanleg. ------— ---r— -............ - 17 R ÆÐSTU menn stórveld- 1 anna gerðu grein fyrir sjónarmiðum sínum í upphafi Genfar-ráðstefnunnar, flutti Bulganin marskálkur lengstu ræðuna — og sú sáttfýsi, er virtist koma fram í henni, hefur skipt mönnum í tvo hópa. ® Er þetta tiltæki aðeins eitt herbragðið enn í „kalda stríðinu" milli austurs og Vesturs — ætlað til þess að fá svigrúm til að slá á ótta og tortryggni Vesturveldanna og til að draga úr þeirri ár vekni og stefnufestu, er olii því, að vestrænar þjóðir gerðu með sér öfiug varnarsamtök? © Eða er hér raunveru- lega um að ræða breytta stefnu, er á rætur sínar að rekja til einlægs samstarfs- vilja? ★ ★ ★ f> ESSAR tvær spurningar skipta J. hér megin máli. Og í Genf hafa vestrænir stjórnmálamenn enn orðið mjög ósammála um hver sé ætlun Ráðstjórnarinnar. Margir þeir, er teljast sérfræðingar í þeim málum, er varða Ráðstjórn- arrikin — þ. á. m. margir þeirra manna, er fyrstir urðu til þess að vara vestrænar þjóðir við hættunní, er stafaði af stefnu Staiins á eftirstríðsárunum, (en afleiðingaraar af heimi urðu ófarirnar í Yalta) — trúa þvi statt og stöðugt, að þegar æðsti maður Ráðstjórnarinnar talar á vestræná vísu. eins og Bulganin gerði mánudaginn 18. júlí í Genf sé aðeins um áð-ræða snjallt til- tæki — eitt kænlegt herbragð enn í langvinnri, miskunnar- lausri sókn kommúnistanna í Kreml til að ná yfirráðum yfir sem flestum löndum heims. TILBRIGDI I ÞKIÐJA KAFLA OLÍKIR menn, sem hafa mikið O til síns máls, fyllast Örvænt- ingu, þegar þeir lenda enn einu sinni í þvi að rökræða þraut- reyndar staðreyndir, sem hvað eftir annað hafa komið fram í stefnu iáðamanna í Kreml — en allur heimurinn lætur eftir sem áður glepjast af fagurgala. Marg- ir þessara manna eru nú í Genf; þeir virða fyrir sér, fullir beiskju, ; Framh. á bls. 8 - I - M ■' 3 í l Skoðanamunur ÞEGAR í upphaíi Genfarfundarins inátti sjá, að itiikill skoðanaxnunur rikti í ýjiasum inálura miili Austurs og Vesturs. Einkum mátti heyra það á ræðum Eisenhowers og Buiganins. að djúp er staðfest miili Rússa og Banda- ríkjamanna í Þýzkalandsmálum. — Rússar komu þegar fram með sínar tillögur í öryggismálum Evrópu, og Vesturveldin létu ekki á sér standa. 1 2 3 4 TILLOGUE VESTLRVELDANNA: Frjálst sameinað Þýzkaland, sem má kjósa sér sjálft bandamenn, Þjóðverjar megi hafa 500 þús. masna her, eins og gert er ráð fyrir í Parísarsamningunum. Vesturveldin tryggi öryggi Sovétríkjanna — og komi á þann hátt í veg fyrir, að þeim stafi hætta af Þjóðverjum. Sett verði á fót ný stjórn i Þýzkalandj eftir frjálsar kosningar í öllu landinu. AF þessu má sjá, að það er skoðun Vesturveldanna, að sameinað Þýzkaiand verði að hafa leyfi til að ráða utan- ríkisstefnu sinni sjáift, eins og önnur sjálfstæð ríki. Vestur- Þýzkaland cr aðili að Atlantshafsbandaiaginu, eins og kunn- ugt er, en Vesturveldin ætlast alls ekki til þess, að skuld- binding Vestur-Þýzkalands í þessum efnum þurfi að ná til sameinaðs Þýzkaiands, þótt þeir séu aítur á móti þeirrar skoðunar, að sú verði ósk Þjóðverja. Ef svo yiði, að sameinað Þýzkaland vildi ganga í Atlants- hafsbandalagið, eru Vesturveldin reiðubúin að tryggja ör- yggi Sovétrikjanna og sjá svo um, að alit landið hafi ekki stærri her en gert er ráð fyrir, að Vestur-Þýzkaland fái samkv. Parísarsamningunum — eða 12 herdeildir. Næsta sporið: — að komast að samkemulagi við komm- únistarikin um sameiningu Þýzkalands og er nú unnið að því, þótt leiðíogar fjúrveldanna hafi ekki getað leitt málið til lykta í Genf. 1 2 3 TILLÖGUR RÚSSA: Sameinað Þýzkaland, hlutlaust í átökum síórveld- anna. Hætt verði við endurhervæðiugu landsins. Öryggissáttmáli milii Evrópuríkjanna verði undirrit- aður, Bandaríkin skulu einnig eiga aðild aö honum, svo og Þýzkaland. 4Sett verði á fót ný stjórn fyrir allt Þýzkaland. Fulltrúar frá austur og vestur hluta landsins skulu eiga sæti í henni. ★ ★ ★ SAMKV. öryggissáttmála Rússanna skulu 30 ríki í Evrópu hafa með sér landvarnasamstarf, svo að ekki komi til ill- inda þeirra í milli. Einnig vilja þeir, að Bandaríkjamenn eigi fulla aðild að slikum sáttmála. Þá felst einnig í þriðja lið, að Atiantshafsbandalagið veröi leyst upp, en Vestur- veldin eru andvíg því. Hafa leiðtogar fjórveldanna bent Rússum á það í Genf, að þeim stafi cngin hætta af þessu bandalagi vestrænna þjóða, *n. a. lagði Eisenhower á það rika áheralu og beindi þá einkum orðum sínum til fyrr- verandi sunherja síns og vopnabróður, Sjúkoffs landvarna- ráðberra. — Hugmyndir — © AFVOPNUNARMÁLIÐ var afgreitt á fjórða degi Genfarráðsteínunnar. Eng- ar samþykktir voru gerð- ar, settar voru fram hug- myndir og þær afgreiddar til afvopnarnefndarinnar. ★ Ekkert vakti eins mikla atliygli á Gengarráðstefn- unni og friðartiMögur Eis- enhowers, Bandaríkjafor- seta. Voru þær á þá leið, að Rússar og Bandaríkja- menn skiptist á upplýsing- um um herstyrk sinn og flugvéium annars aðilans verði jafnvel leyft að taka myndir lir lofti af her- stöðum hins. Rússar hafa ekki enn svarað friðartiliögum bandaríska forsetans, en af uramælum eins Sovétleið- togans í fyrradag má ráða, að þeir muni hafna tillög- unum. • AFVOPNUNARNEFNDIN er skipuð fulltrúum stórveld- p"na fjögun-a og ennfremur K'1 'iqda. Nefndin hefur setið á fundum endrum og sinnum í London undanfarna mánuði. ® Eitt fyrsta teiknið á himni um það, að stefnu- breyting væri að gerast lijá Sovétstjórninni í heimsmálun- um almennt, var tillaga frá Gromyko, fulltrúa Rússa, bor- in fram í Lundúnanefndinni 10. maí síðastliðinn. Höfuð- efni tillögunnar var það að herafli Sovétríkjanna, Banda- ríkjanna og Kína skyldí minnkaður, þannig að hann yrði ekki skipaður nema hálfri annarri milljón manna hjá hverri þessara þjóða og 650 þús. mönnum hjá Bretum og Frökkum. — Ennfremur skyldi sett bann við kjarnorku vopnum. Fyrri liðurinn vakti fögnuð meðal vestrænna þjóða, en sá síðari hefur þótt vafasamur, af því að ekki hafa verið sett fram skýr ákvæði um það, hvernig eftirlitið skyldi vera með því að þanninu gegn kjarnorkuvopnum yrði fram- fyigt. ★ ★ ★ ® Faure forsætisráðherra Frakka setti skömmu fyrir Genfarfundinn fram tillögu um að fé það sem sparaðist við takmörkun vígbúnaðar, yrði lagt lil hliðar og því var- ið til þess að bæta kjör hinna fátækustu þjóða. 9 Þannig stóðu málin í upphafi Genfarfundar. Þrjár nýjar „hugmyndir“ voru sett- ar fram á sjálfum fundinum, Hin viðtæka tillaga Eisenhow- ers um gagnkvæmt eftirlit Rússa og Bandaríkjamanna á vígbúnaði þessara þjóða. Og tillaga Breta um hlutlaust belti, þar sem engir herir verði, beggja megin við landamæri „austurs“ og „vest- urs“. Báðar þessar hugmyndir verða útbúnar í einhverju formi af utanríkisráðherrum fjórveldanna, og af borði þeirra fara þær í „hugmynda- pottinn“ hjá afvopnunamefnd inni í London. Eitthvað ætti að koma úr þeirri soðningu með haustinu,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.