Morgunblaðið - 24.07.1955, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.07.1955, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 24. júlí 1955 Vísindalegnr rannsóknir tryggi grnndvöllinn að skógræktinni ÁÐUR en Jörgen Mathiesen, skógaeigandi, er sat afmælis- fund Skógræktarfélags ís- lands sneri aftur heimleiðis lofaði hann ritstjóra blaðsins að senda því stuttort álit sitt um skilyrðin fyrir skógrækt hér á landi. Því sendi hann eftirfarandi grein: NORÐMENN kunna vel við sig á íslandi. Hvarvetna mætir þeim vinarhót og gestrisni, er gerir það að verkum, að þeim finnst þeir vera eins og heima hjá vinum og frændum. Islend- ingar hafa mikinn áhuga á norsk- um málefnum. Þeir hafa mikinn kunnleika á sögu og flestir eru kunnugir norskum bókmenntum. Framkoma þeirra er blátt áfram, vinaleg og aðlaðandi. Er ég kom þangað sem gestur Skógrækárfélags íslands, fékk ég tækifæri til að sjá mikinn hluta af landinu. Menn kjmnast því að þama er þjóð á öru framfara- skeiði. Með tilliti til þess, hve landið er strjálbýlt, eru byggðir víðáttumiklir vegir. Hvarvetna reka menn augun í nýja skóla og ný hús eru reist í staðinn fyrir gömlu húsin er byggð voru úr torfi. Lögð er mikil áherzla á framræslu á löndum jarðanna en til þeirra framkvæmda er veitt- ur ríflegur ríkisstyrkur. Sem ferðamannaland hlýtur ísland að eiga mikla framtíð. ef vegabæt- ur halda áfram og nóg verður af gistihúsum. EINSTÆÐ NÁTTÚRUFEGURÐ Hvergi í heiminum hef ég heim sótt nokkurn stað er hefur upp á að bjóða, svo rnikla og sér- kennilega náttúrufegurð á til- tölulega takmörkuðu. svæði. Heit- ar uppsprettur og eldfjallamvnd- anir með mjög fjölbreytilegum fjalla- og hraunmyndunum. Svipur landsins er annað hvort heiðar eða græn engi, én yfir því öllu gnæfa hinir miklu jöklar. Úr jöklunum renna miklar elfur sem eru auðugar af lax og silungi. Náttúran er þar litauðug, grænir og rauðir litir í íjöllunum, brú.n- ir, gráir og svartir. Erfitt er að lýsa náttúrufegurðinni. — Menn verða að sjá hana, til þess að geta notið hennar. HEIMSÓKN TIL SKÓGRÆKTARFÉLAGSINS Tilefnið til íslandsferðar minn- ar var að Skógræktarfélag ís- lands hélt uop á 25 ára afmæli sitt, er haldið var hátíðlegt á Þingvöllum 26. júní. En þar var aðallega talað um skógrækt og framtíð hennar í landinu, sem og á ferðalagi mínu, er ég fór um mestan hluta landsins í fylgd með Hákoni Bjarnasyni, hinum ágæta og dugmikla skógræktarstjóra. BTRKISKÓGURINN OG SAUÐBEITIN Þegar landið var numið fyrir rúmlega 1000 árum var það frjó- samt og grænt, þakið birkiskógi frá fjöruborði allt upp að skógar- mörkum. H".ft var eftir norskum víkingi að á íslandi drypi smjör af hverju st.rái. Beitina, einkum sauðbeitina. hafa íslendingar not að sér í epí?n u.m aldirnar, þar eð möguleikar til akuryrkju eru takmarkaðar í landinu, vegna þess hve, það er norðarleea á hnettinum. En sauðheitin hefur gert það að verkum að skógarn- ir hafa evðst og bví miður eru ekki eftir nema litlar levfar af hinum upprunalegá skógi er get- ur heft uppblásturinn. HINN TSKYGGILEGO TTPP- BLÁSTTTR ÞARF AÐ STÖÐVA Afleiðingarnar af skógareyð- ingunni eru vafalaust þær að veðráttu landsins hefur hrakað. Þegar við heimsóttum skógivaxn- Gréðursetning framtíðarsksganna fari fram |rar sem veður og jarðvegsskilyrði eru faezt Þá er ykkur borgið,- segir Jörgen Hathiesen Jörgen Mathiesen ar hlíðar, fundum við það strax að þar var mildara veðurlag, en annars staðar, er við ferðuðumst um hin víðlendu bersvæði. En al- varlegast er, að jarðvegurinn er nú varnarlaus fyrir uppblæstri. Það er hryggileg sjón að sjáhvern ig mikill hluti landsins er orðinn að grýttri sandauðn eða fyrirsjá- anlega verður þannig sé ekki komið við vörnum. Jarðveginum skólar til hafs með þessum miklu ám, sem eiga upptök sín úr jökl- unum eða öðru fjalllendi lands- ins, ef hann ekki beinlínis fýkur út í veður og vind. Það er lífs- nauðsyn þjóðarinnar að stöðva uppblásturinn og hið mikla hlut- verk þjóðarinnar er að græða skóginn að nýju. Það hefur sýnt sig á mörgum stöðum að menn geta endurreist birkiskógana með því eina móti, að friða löndin fyrir beit, einkum sauðbeit. Jafn- vel á þeim stöðurn þar sem skóg- urinn hefur verið eyddur fyrir mörgum árum, kemur það í ljós, að ennþá leynist líf í rótum birk- isins, þó skógurinn sé fyrir löngu rótnagaður. FRIÐUNIN NÆGIR TIL VERNDAR FURUSKÓGINUM Vegna friðunarinnar einnar þá geta þessar leyfar af skógi vaxið til landvarnar, þó aldrei verði þar um að ræða fagurlimaðan, beinvaxinn skóg af þessum upp- runa. En shkur skógur kemur í veg fyrir áframhaldandi land- eyðingu og getur verið vörn fyrir nýgræðing af þeim trjátegund- um er fullnægja þjóðarþörfum af gagnviði. Svo virðist sem það sé íslendingum nauðsynlegt að korna sér upp birkiskógi til að tryggja uppvöxt barskóganna. NÝGRÆBINGURINN LERKÍÐ Tii að ala barrskóg á íslandi þarf staðfasta framsýni er Skóg- ræktarfélag íslands og aðrir ! opinberir starfsmenn gera sér j grein fyrir. Víða sá ég efnilega ; skógarreiti af lerkivið og norsku 1 greni, sitkagreni og furu m. a. J s.;m upprunnin er í Norður-Nor- egi. Að Hallormsstað hefur gróð- ursetning átt sér stað í samfellt 50 ár. Stærsta samanhangandi nýgræðan er að víðáttu 6,3 dek- arar frá 1937—39. Hún var prýðileg að vexti. Árið 1952 var meðalhæð lerkitrjánna 4,5 metr- ar og viðarvöxíurinn frá 1938— 52 var 0,3 teningsmetrar á ári á dekara. Hæsta tréð í þessari græðu er nú um 8 m hátt. Þetta sýnir að hægt er að framleiða skóg á íslandi. NYJAR TRJATEGUNDIR OG HENTUGASTI UPPRUNI ÞEIRRA Það sem gert hefur verið í skógrækt fram að þessu má aðal- lega telja undirbúning að tilraun um til að finna réttar trjátegund- ir og hentugastan uppruna þeirra er hentar bezt á þeim stöðum er á að nota til skógræktar í land- inu. Þetta starf er ákaflega mikils vert fyrir þjóðina, því ekkert er jafn skaðlegt sem ranglega fram- kvæmd gróðursetning. En slík mistök kosta tímatöf og vinnu en tilkostnaðurinn fer forgörðum. Auk þess sem mistökin gefa svart sýnismönnunum byr í seglin. Sabtimis því að skógræktarmenn irnir sjálfir geta, þegar illa tekst til, misst kjarkinn. VÍSINDALEG ÞEKKING NAUÐSYNLEG Vísindaleg þekking verður að skapa grundvöllinn fyrir skóg- ræktina. Það hafa menn skilið af reynzlunni í Noregi. Til þess að skóggræðslan ryðji sér til rúms í stórum mælikvarða, er nauðsynlegt að velja framtíðar- skógunum rétta staði. Landrýmið er mikið á íslandi, svo úr nógum stöðum er að velja, og þess vegna er áríðandi að byrja skógræktina þar sem skilyrðin eru bezt. Þá þurfa menn ekki lengi að bíða eftir árangrinum. Einnig í fjár- hagslegu tilliti. Sú aðferð gerir hættuna minni á því, að menn verði fyrir vonbrigðum í skóg- ræktinni. SAMVINNA ÞJÓÐANNA TVEGGJA BÁÐUM HAGUR Eðlilegt er að Norðmenn hafi áhuga fyrir íslenzkri skógrækt. Þjóðirnar báðar hafa mörg sam- eiginleg vandamál að leysa og vafalaust geta þær lært mikið hver af annarri. Skiptiferðir unglinga milli þjóðanna í þjón- ustu skógræktarinnar, sem nú hefur átt sér stað í nokkur ár, mun komp að varanlegu gagni. Athyglisvlrt er það. að ungir ís- lendingar.Tfjölmenna nú í skóga- skóla okkar Norðmanna. STÓRHUG ÞARF TIL Heimsókn mín til íslands varð mér ógleymanleg. Þar varð mér Ijóst hvílíkur stórhugur ber Js- lenzka skógrækt uppi og hve mikil nauðsyn það er fyrir þjóð- ina að koma því til leiðar, að skógar geti klætt landið að nýju. Jf 4ri setti í FYRRAKVÖLD fór fram í Sundhöllinni einskonar æfinga- mót fyrir þá, er nú æfa með þátt- töku í Norðurlandamótínu fyrir augum, en það mót fer íram í Osló í ágústmánuði. Á þessu æfingamóti setti Ari Guðmundsson tvö ísl. met. Synti hann 400- m skriðsund á 4:46,4 mín. en gamla metið er Helgi Sigurðsson átti var 4:57,6 mín. Millitími Ara á 300 metrum var 3:41,7 mín Það er einnig nýtt met. Helgi átti fyrra metið sem var 3:43,1 Þessi met Ara eru enn betri fyrir það, að hann synti á braut sem er 33 hs m en met Helga voru sett á 25 metra braut, en styttri brautir eru sundmönnum í hag. SUN CRDWN Sveskjur, stærðir 40/50 og 70/80 fyrsta flokks vara fyrirliggjandi. Bförgvin Sshram, heildverzlun Hafnarhvoli — Símar 82780 og 1653 Úfsalan byrjar á morgun ílaítar. blússur, slæður, kjólablóm og allskonar skraut. Hattaverzlun ísafoldar h.f. Austurstræti 14 (Bára Sigurjóns) VICKY III hjálparmótorhjólin hafa reynst fiábærilega vel á íslenzkum þjóðvegum. — Varahlutir eru ávallt fyrirliggjandi í öll VICTORIA hjól. — Ný sending tekin upp eftir helgina. — Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Söluumboðið í Reykjavík T ómstundabúðin Laugavegi 3 Aðalumboð: Everest Trariing Comgsany Umboðs- og heildverzlun — Garðastræti 4 OmdÍRidi o§ fræðsliinámskelð verður haldið að Jaðri dagana 14.—26. ágúst n. k. Kennsla fer fram fyrri hluta dags, en síðari hlutanum verður varið til útivistar og skemmtiferða um nágrennið Á kvöldin verða flutt fræðsluerindi af sérfræðingum um hin margvíslegustu efni. Dvalarkostnaður (fæði og húsnæði) verður ki. 25 á dag. Einnig geta þeir, sem vilja, skráð sig til að hlusta á kvöldfyrirlestrana og verða ferðir að Jaðri á hverju kvöldi. — Þátttaka er heimil öllum 12 ára og eldri. Væntanlegir þátttakendur geta sótt um námskeiðið og fengið nánari uppl. hjá Bjarna Kjartanssyni þ. gút., sími 81830. Þingstúka Reykjavikur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.