Morgunblaðið - 24.07.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.07.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 24. júlí 1955 Qtg.: H.f. Árvakur, Reykjavfk. FrExnkv.stj.: Sigíús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarœ.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur, Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinjwcn. Ritstjérn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlanda. í lausasölu 1 krónu eintakið. Skipverjinn á Síidinni láfinn laus úr haldi Málinu frestað til liaustsins Hagsnnmir beggja að mjólkurbúið inegi þróast SUNNLENDINGAR fagna því að hið myndarlega mjólkurbú þeirra skammt austur af Selfossi hefur nú verið starfrækt í 25 ár. Þeir geta vissulega litið yfir happasæla starfsemi og óvenju- lega öra þróun. Ber þá að þakka þeim mönnum, sem gerðust frum kvöðlar að stofnun mjólkurbús- ins og sýndu því styrk og stuðn- ing. En þá sögu rifjaði Dagur Brynjúlfsson frá Gaulverjabæ upp í skemmtilegu samtali í Mbl. í gær. í upphafi var mjólkurbúið ætlað til að geta tekið á móti 3 milljón lítrum mjólkur á ári. — Töldu sumir þetta þó ofætlað, en nú er það staðreynd að búið tek- ur á móti 23 milljón lítrum ár- lega. Svo miklu magni hefur búið getað annað, að víSu með breyt- ingum á vélakosti og nokkrum bráðabirgðahúsum. En aðalstofn þess er hin gamla og fyrsta bygg- ing, sem gerð var af mesta höfð- ingsskap á þeirra tíma mæli- kvarða. Þrátt fyrir það hefur húsnæðið verið of lítið hin síðustu ár og það valdið hinum mestu erfið- leikum við móttöku mjólkur og vinnslu. Það er því vissulega fagnaðarefni, að nú er unnið að því að byggja algerlega nýtt mjólkurbú, sem geti annað full- komlega þeim þörfum, sem nú knýja á dyr og meira en það. Þetta er ekki síður fagnaðar- efni fyrir íbúa höfuðstaðarins, sem fá meginhluta allrar sinnar mjólkur og mjólkurafurða frá Flóabúinu. Hin nýja bygging þýðir að gæði mjólkurafurðanna verða meiri og þær heilnæmari. Borgarbúar og bændur standa sitt hvoru megin Mjólkurbús Flóamanna, aðrir sem seljendur og hinir sem kaupendur. Það er beggja hagur, að Mjólkurbúið megi þróast. Því að sannleikurinn er sá, að hvorugur getur án hins verið, bæjarbúinn, sem nýtur hinnar kostagóðu sunnlenzku mjólkur, né sunnlenzki bóndinn, sem fær sinn höfuðstól og ágóða greiddan með mjólkurpeningum. í þessu góða samstarfi kaupenda og seij- anda liggur framtíðar velmegun mikils hluta íslenzku þjóðarinn- ar. — Verður árangur af Genfar-ráðsfefnunni MENN bíða þess nú með mikilli eftirvæntingu, hverju rússnesku fulltrúarnir á Genfar-ráðstefn- unni svara hinni merkilegu til- lögu Eisenhowers forseta um upphaf að afvopnun og alþjóða- eftirliti með því að afvopnunar- samningar séu efndir. Það yrðu mikil vonbrigði ef rússnesku fulltrúarnir kynnu ekki að meta þá einlægni sem kemur svo skýrt fram í tillögu forsetans. En allir sjá, að hér getur tæplega verið um nein undirmál að ræða hjá honum, þar sem hann heitir Rússum hinum sömu kostum, að þeirra flugvélar megi fara í könnunarflug hvert sem þeir vilja yfir Bandaríkjunum. Ef Rússar tækju þessu boði, væri það ekki aðeins stórt spor í áttina til afvopnunar. Slíkt sam komulag um gagnkvæmt könn- unarflug ætti einnig að geta orð- ið upphaf að því að einangrun Sovétríkjanna væri rofin. Við ættum að mega vona, að frá þessu könnunarflugi yrði ekki stórt stökk yfir í það að Rússa- stjórn opnaði landamæri sín og gæti þá sagt að hún hefði ekkert að 'fela. Slíkt hefði stórkostlega þýðingu. Þá þyrftum við ekki eingöngu að styðjast við litaðar áróðursfregnir af ástandinu í Sovétríkjunum, heldur gætum séð það með eigin augum. Afnám einangrunarinnar yrði einnig þýðingarmikil að því leyti, að hinir fjölmennu íbúar Sovétríkjanna fengju einnig að heyra ólitaðar og sannar fregnir af hinum miklu framfaramálum, sem á dag- skrá hafa verið á Vesturlönd- um. Afnám einangrunarinnar er fyrsta skilyrðið til þess að fjarlægja gruninn og tor- tryggnina. Leyfa öllum þjóð- um að hafa samband og sam- göngur sín á milli. Að þessu gæti hin merkilega tiilaga Eisenhowers Bandaríkjafor- seta stefnt, ef rétt væri við henni tekið. Þess vegna bíður heimurinn eftirvæntingarfull- ur eftir svari Rússa. Um leið er beðið eftir svari við spurningunni: — Verður árangur af Genfar-ráðstefn- unni? Fanga sleppt úr haldi cftir í ár FYRIR nokkru barst sú fregn frá Ungverjalandi að Mindszenty kardínála hefði verið sleppt úr haldi. í sex ár hefur þessi sak- lausi maður orðið að sitja í dyfliss um kommúnistastjórnarinnar og er hann nú orðinn farinn að kröftum, sjúklingur, sem á sér enga von afturbata bíður aðeins eftir því að dauðinn miskunni sig yfir hann. , Það rifjast upp fréttirnar sem bárust frá Ungverjalandi fyrri hluta árs 1949. Þetta var um líkt' leyti og samgöngubannið við Berlín stóð yfir. Þá heyrðist sagt frá því að æðsti maður kaþólsku kirkjunnar í Ungverjalandi hefði verið handtekinn og voru haldin, sýndarréttarhöld yfir honum. I Og þá gerðist sá undarlegi at-f burður, að hinn sterki forustu- ( maður kirkjunnar virtist í dóms- , salnum niðurbrotinn maður, [ kvaladrættir voru í svip hans og það leyndi sér ekki að hann hafði' orðið að sæta pyntingum í fang- elsinu. Og einnig gerðist það, að lesin var upp í réttinum „játn-, ing“ hans, þar sem hann játaði á sig alla hina furðulegustu glæpi. j Fram til þessa tíma hafði það verið þekkt, hvílíkum að- gerðum Rússar beittu I heima- landi sínu til að brjóta niður mótstöðuþrek sakborninga. Með Mindzenty-málinu varð það ljóst, að kommúnisminn myndi beita sömu ómannúð- legu meðferðinni, sömu pynt- ingunum í sérhverju því ríki þar sem þeir næðu völdum. Þessi atburður varð til þess að vesturlandaþjóðir skyldu bet- ur en áður hvílík hætta vofði yfir þeim og bundust þær skömmu síðar samtökum til verndar mannréttindum sín- um og menningararfleifð. IGÆR átti blaðið tal við ísleif Árnason, fulltrúa borgardóm- ara og spurðist fyrir, hvað liði rannsókn í máli skipverjans á Síldinni, sem játaði 11. júlí að hafa opnað botnlokur skipsins, er það var á siglingu með þeim afleiðingum að sjór streymdi inn í það. Varð að renna því upp í Kirkjusand við Reykjavík til þess að bjarga bæði mönnum og skipi. Skipverji þessi hefir und- anfarnar vikur setið í gæzluvarð- haldi, fyrst í Hafnarfirði en síðar í hegningarhúsinu við Skóla- vörðustíg í Reykjavík. í gær var hann látinn laus úr varðhaldinu. Rannsókn málsins er þó enn ekki lokið. Ekki hefir enn sannast hvort nokkur annar maður hafi verið í vitorði með skipverjanum um að sökkva skipinu. Sama daginn og gerð var til- raun til að sökkva bátnum átti að bjóða hann upp í Hafnarfirði til lúkningar veðskuld að upp- hæð 140.000 króna. Málinu verður frestað til haustsins en þá hefjast réttar- höldin aftur fyrir siglingadómi hér í Reykjavík. Aðstoð sem nemur 11 millj. punda til erlendra ríkjs WASHINGTON, 23. júlí. — Öld- ungadeild Bandaríkjanna hefur samþykkt, að — 11 milljón- um sterlingspunda — skuli varið til aðstoðar við erlend riki á næsta fjárhagsári. Þetta er ekki mikið lægri upphæð en forsetinn fór upphaflega fram á, að veitt yrði. Fulltrúadeildin hafði áður lagt til, að upphæðin yrði lækk- uð um einn fimmta. Norrænt fimleikamót NORRÆNT fimleikanámskeið verður haldið í Ollerup í Dan- mörku frá 31. júlí til 5. ágúst. Gefur skrifstofa ÍSÍ nánari upp- lýsingar um það. FYRIR nokkru sótti Pétur Hoff- mann Salómonsson um einkaleyfi til að hagnýta sér verðmæti, sem felast í öskuhaugunum. Sótti hann til bæjarstjórnarinnar um leyfið. Á fundi sínum á föstu- daginn ákvað bæjarráð að synja þessari umsókn. CORDELL HULL, fyrrverandi utanríkisróðherra Bandaríkjanna lézt í dag í sjúkrahúsi nálægt Washington Hann var 83 ára að aldri. Hann gegndi störfum utanríkisráðherra undir forsæti Roosevelts forseta, en sagði af sér vegna heilsubrests árið 1944. Hann hafði áður setið á þingi bæði í fulltrúadeildinni og öld- ugadeildinni. VJLk andi óhrifar: Um bílpróf og „bíladellu“ FYRIR nokkrum dögum barst mér bréf frá S S.S., svohljóð- andi: „Nú á dögum virðist kennsla bifreiðaaksturs vera á leiðinni að verða góður atvinnuvegur, því að sú venja virðist vera að skap- ast, að flestir unglingar, stúlkur jafnt sem piltar, taki bílpróf jafnskjótt sem þeir hafa aldur til — eða 17 ár. Er ekki nema allt gott um þetta að segja, því að sennilega mun álitið jafn sjálf- sagt í framtíðinni, að allir kunni að stýra bíla eins og nú þykir hlýða, að hver og einn sé syndur. En það er eitt veigamikið at- riði í þessu sambandi, sem ekki er neitt gleðiefni, a.m.k. ekki fyrir foreldra og aðstandendur all mikils hluta hinna nýbökuðu bílstjóra, þ.e. þess hluta þeirra, sem fyrir prófið eða jafnhiiða því, verða fyrir því óláni að taka sótt þá, sem nefnd hefir verið á slæmri íslenzku „bíladella", en það eru því miður ekki fáir. Ætti að banna HÉR sem víðar eru nefnilega „hákarlar í kjölfarinu", einkum hin síðari ár, síðan farið var að gera það að atvinnugrein að leigja út bíla — án bílstjóra. Er ekki annað við þá atvinnu- grein að athuga en það, að banna ætti skilyrðislaust, að viðlagðri refsingu að leigja út bíla ófjár- ráða unglingum, þ.e. yngri en 21 árs, og gæti ökuskírteinið verið þarna sönnunargagnið, sem farið yrði eftir. Allskonar óheillaráð ASTÆÐAN er sú, í örstuttu máli, að hjá mörgum ungl- ingum er ástríða eftir að aka að fengnu leyfi, svo rík, að þeir skirrast ekki við að grípa til alls- konar óheillaráða til fjáröflunar í því skyni og baka sér jafnvel oft með þv? fjárhagslegt öng- þveiti á svipaðan hátt og of- drykkjumenn og aðrir óreiðu- menn. Fylgifiskar: lausung og ó- sannindi gagnvart aðstandend- um, þegar út í ófæruna er komið. En lýgin er lastanna móðir. Er hér um mjög alvarlegt uppeldis- atriði að ræða og vildi ég því, með aðstoð Velvakanda, skjóta því til hlutaðeigandi valdhafa til vinsamlegrar athugunar og fyr- irgreiðslu. — S.S.S.“ Ekki leikfang eða „luxus“ JÁ, það er víst um það, að veg- farendur um götur Reykja- víkur hafa ekki komizt hjá að veita athygli öllum aragrúanum af kennslubifreiðum upp á síð- kastið — það er auðvitað ekki annað en eðlileg afleiðing af öllu bílaflóðinu inn í landið að undan- förnu. — Bréfritari minn S.S.S. vekur þarna máls á atriði, sem vissulega þarf athugunar við og um „bíladelluna" erum við öll sammóla um, að sé vægast sagt hinn mesti ófögnuður. Við þyrft- um helzt að geta komið inn þeim hugsunarhætti hjá unga fólkinu — og reyndar hjá sumum hinna eldri einnig — sem haldið er þessari „sótt“, að okkur ber ekki að líta á bifreiðina, sem leikfang eða „luxus“, heldur fyrst og fremst sem þarft og nauðsynlegt tæki í nútíma þjóðfélagi, sem við megum ómögulega misnota — til að þjóna hégómagirnd okkar og brasklöngun. — Við höfum, hvorki fjárhagslega eða siðferði- lega, efni á slíku. Þökk fyrir bekkina YMSIR hafa látið í ljós velþókn un sína á bekkjunum þrem- ur, sem nýlega hefir verið komið fyrir við biðstöð strætisvagnanna við Rauðarárstíg. Hvílíkur mun- ur að geta tyllt sér í þægilegt sæti og beðið þar vagnsins róleg- ur í sátt við tilveruna og göngu- lúna fætur. Ósköp væri það nota- leg tilhugsun, mættum við búast við, að fleiri slíkir fylgi á eftir. Framh. af bls. 2 hvernig Bulganin með sinni fág- uðu framkomu og góðlátlegu brosi reynir að leika aftur sama leikinn til að afla trausts Vest- urveldanna —- en hér er sami leikurinn leikinn aftur með of- urlítið breyttum tilsvörum og sviðsetningu. „Og einmitt á þessu sama stigi málsins komum við til skjalanna síðast,“ varð einum þessara manna að orði. INN Á NÝJAR BRAUTIR? ÐRIR sérfræðingar, sem einn- ig eru margfróðir, eru ósam- þykkir. Þeir álíta, að dauði Stal- ins hafi leyst úr viðjum ýmis öfl í Rússlandi og vakið í brjóstum núverandi valdahafa í Kreml , breytt viðhorf og ný markmið, er eigi sér nægilega djúpar ræt- ur til að beina stefnu Ráðstjórn- arinnar inn á nýjar brautir. Hvor hópurinn hefur rétt fyrir sér? Það er mjög mikilvægt að finna svarið, þar sem það hlýtur að móta alla afstöðu Vesturveld- anna til Ráðstjórnarríkjanna og j öryggismála Evrópu í heild —■ 1 svo að ekki sé minnzt á Asíu- málin. Ég er persónulega þeirrar skoðunar, að rökræðúm um það, hvort hér sé um að ræða her- bragð af hendi ráðamanna í Kreml eða breytta stefnu, séu byggðar á röngum forsendum. MOLOTOV — HULDUMAÐUR ÞAÐ, sem hvað mest áhrif hafði í Genf á stjórnmálafréttarit- ara, sem gamlir eru í hettunni, var sú staðreynd, að ráðamenn í Kreml óku í opnum bifreiðum til ráðstefn- unnar og veifuðu með höttum sínum til mannfjöldans, er safnazt hafði saman á göt- unum. Þeir minntust þess, að fyrir einu ári í þessari sömu borg hafði Molotov utanríkisráðherra, verið ekið í laumi og mesta flýti eftir götum borgarinnar á rússneska vísu — bifreiðin var ekki aðeins lokuð heldur var glerið í bílrúð- unum einnig litað, svo að ekki væri hægt að eygja, hver sat 1 bifreiðinni. Þessi áhrifaríka breyting kom mér ekki á óvart, þar sem ég var áhorfandi að því sama í Belgrad, og þegar leiðtogarnir komu aft- ur heim frá Belgrad til Moskvu, létu þeir gera sér opnar bifreið- ir, og Nehru ók skömmu síðar um götur Moskvu í opnum vagni og veifaði til forviða mannfjöld- ans, sem hafði aldrei séð Stalin í eigin persónu á hans hröðu, laumulegu ferðum um borgina. — Af svip manna hefði mátt ætla, að Rússar tryðu því ekki, að stjórnmálamaður kynni að veifa í kveðjuskyni. SJÁLFUM SÉR TIL GAGNS ÞAÐ, sem meginmáli skiptir í þessu smáatriði er þetta: Krúsjeff og Bulganin eru að reyna að afla sér trausts með- al vestrænna þjóða — sjálf- um sér til gagns — þeir hafa hvorki velferð Vesturveld- anna eða heimsins í heild i huga. Vissulega vilja þeir, að Vesturveldin sofni á verðin- um um varnarsamtök sin. Þeir vilja, að Bandaríkin hætti öll- um afskiptum af málum Ev- rópu. Þeir ætla sér að sýnast svo sanngjarnir, að sundrung komi upp meðal vestrænna þjóða um, hver sé raunverulega ætlunin með breyttri stefnu Ráðstjórn- arinnar. Og framar öllu vilja þeir vinna á sitt band Asíu-ríkin, sem mörg hver hafa til þessa ekki tekið ákveðna afstöðu með austri eða vestri, með því að láta líta svo út, að vestrænar þjóðir séu ósamvinnuþýðar — en Rúss- ar séu hins vegar alltaf að bera fram tiilögur um bætta sambúð; en þeim sé bara sífellt liafnað. THSff"-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.