Morgunblaðið - 24.07.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.07.1955, Blaðsíða 14
MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 24. júlí 1955 ] ' 14 HERRA ALVISS EFTIR W. 5. MAUCHAM Framhaldssagan 2 uppskafningslegur, en hins vegar virðist mér það sjálfsögð kurt- eisisskilda hvers ókunnugs manns, sem ávarpar mig, að nota ávarpið: herra, á undan nafni xnínu. Hr. Kelado notaði enga slília kurteisiskreddu. Nei, mér geðjaðist engan vegin að hr. Kelado. Ég hafði lagt spilin til hliðar, er hann settist við borð mitt, en nú, þegar mér þótti þessi fyrsta viðræða okkar orðin nógu löng, hélt ég áfram að leggja kapalinn. „Leggið þristinn ofaná fjark- ann“, sagði hr. Kelado. Ekkert er jafn gremjulegt, þeg ar maður er að leggja kapai, og það að vera sagt hvar leggja skuli hvert spil, sem upp er flett, áður en maður hefir haft ráð- rúm til að athuga það sjálfur. „Hann er að ganga upp! Kap- allinn er að ganga u.pp!“ hrópaði hann. „Setjið tíuna ofan á gos- ann“. Reiður og æstur lauk ég við kapalinn, en þá hrifsaði hann spilin til sín, umyrðalaust. „Hafið þér gaman að spila- göldrum?" „Nei, ég hata alla spilagaldra“ svaraði ég þykkjuþungur. „Gott og vel, ég ætla nú samt að sýna yður einn ágætan gald- ur“. — Hann sýndi mér þrjá, frekar en einn. En þá sagðist ég ætla að ganga niður í borðsalinn og taka mér sæti við borðið. „Ó, það er allt í stakasta lagi“, sagði hann. „Ég er þegar búinn að taka sæti frá handa yður. Ég hugsaði sem svo, að þar sem við byggjum í sama klefa, þá væri líka eðlilegast, að við sætum sam an við borðið." Nei, mér geðjaðist enganvegin að hr. Kelado. Þannig neyddist ég til að hafa hann sem sambýlismann alla daga og sitja þrisvar til borðs, við hlið hans, daglega. En við það bættist svo sú skapraun, að geta aldrei gengið eitt skref á þilfar- inu, án þess að hafa hann við hlið sér. Aldrei datt honum í hug. að nærvera sín væri vanþökkuð, og ekki var mögul. að sneypa hann eða snupra. Hann var sannfærður um, að hver maður væri stórlega glaður af því að hitta hann. Heima hefði ég getað hrint hon- um niður af tröppunum og skellt hurðinni í lás, við nefið á hon- um, án þess að honum dytti í hug, að hann væri óvelkominn gestur. Hann var fljótur að blanda geði við menn og er þrír dagar voru liðnir, þekkti hann hvern mann á skipinu. Hann vasaðist í öllu, annaðist sópun, stýrði uppboðunum, safn- aði saman peningum til verð- launa fyrir íþróttaafrek, kom upp skotskífum, stofnaði til keppni í knattleikjum, skipulagði hljóm- leika og undirbjó grímuböll. Hann var alltaf allsstaðar. Hann var vissulega umdeildasti maður skipsins. Við kölluðum hann herra Alvís og það jafnvel, er við töluðum við hann sjálfan. Hann virtist álíta það viðurnefni mjög mikið virðingarheiti. En það var samt við matborðið, sem hann varð mest óþolandi. Þá hafði hann okkur, samferðamenn sína, nærri heila klukkustund, á valdi sínu. Hann var fjörugur, gamansamur og málugur. Hann vissi allt betur en nokkur annar í og það espaði upp hégómagirnd hans, ef einhver var á öðru máli en hann. Hann vék ekki frá um- ræðuefninu, hversu ómerkilegt sem það kunni að vera, fyrr en hann hafði gert alla samþykka sér og samdóma, en aldrei hvarfl aði að honum sá grunur, að hon- um kynni að skjátlast sjálfum. Hann var ávallt sá pilturinn, sem kunni og vissi allt. Við sátum við borð læknisins og hr. Kelado hefði áreiðanlega getað haft allt, eins og hann vildi sjálfur, (því að læknirinn var maður latur og ég siálfur afskifta og kærulaus) ef maður nokkur, sem nefndur var Ramsay, hefði ekki setið við borðið. Hann var fullyrðingamaður, eins og hr. Kelado, og reiddist gróflega full- yrðingum Levantínes. (austur- landamannsins). Samræður þeirra voru í senn bæði bitrar og óþrjótandi. Ramsay var í þjónustu ame- ríska sendiráðsins á Kúbu, stór maður og kraftalegur, frá Mið- Ameríku, með hvapakennda fitu undir strengdri húð, svo að hin tilbúnu föt hans stóðu á beini. Nú var hann að fara til baka, til þess að taka aftur við starfi sínu, eftir’að hafa flogið til New York, til þess að sækja konu sína, sem dvalið hafði heima í eitt ár. Frú Ramsay var mjög fríð, lítil mannvera, skemmtileg í viðmóti og gædd ríkri kímnigáfu. Sendiráðsþjónustan er illa laun uð og hún var jafnan mjög fátæk lega klædd, en hún vissi líka, hvernig hún átti að bera búning sinn. Maður gat ekki horft á hana án þess að verða snortinn af hæ- versku hennar og siðprýði, sem prýddi hana, eins og fagurt blóm í hneppslu prýðir flíkina. Kvöld eitt, meðan setið var undir borðum, beindist talið, af hendingu, að perlum í blöðunurh hafði mikið verið ritað um hinar fögru perlur, sem hinir slungnu Japanir voru að framleiða og læknirinn lét í ljós þá skoðun sína að þær hlytu óhjákvæmilega að valda verðlækkun á ekta perl- um. Hr. Kelado réðist, samkvæmt venju sinni, á þetta nýja sjónar- mið. Hann sagði okkur allt sem vitað var um perlur. Ég held að Ramsay hafi verið algerlega fáfróður um þessi efni, en hann gat ekki stillt sig, er hann fékk svo gott tækifæri til að skenza Kelado, og innan stund ar voru hafnar allheitar kapp- ræður. Áður hafði ég oft séð hr. Kel- ado æstan og ákafan, en aldrei jafn ofsafenginn og liðugan í deilum, sem nú. Loks stakk eitt- hvað það, sem Ramsay sagði, hann illilega, því hann barði í borðið og hrópaði: „Jæja, ég ætti þó að vita það, sem ég er að segja og tala um. Ég er nú á leiðinni til Japan, til þess að rannsaká’ náið þetta japanska perlumál. Ég er vel heima í öllum verzlunar- og viðskiptamálum og hver fróð- ur maður í þessum málum, mundi viðurkenna mín orð sem sann- leika. Ég þekki allar beztu og dýr mætustu perlur í heimi og veit allt um þær, sem er nokkurt vert.“ Þarna fengum við loks fréttirn ar, því að hr. Kelado, með alla mælskuna, hafði aldrei til þessa, nefnt atvinnu sína og æfistarf við nokkurn mann. DEPILL LITLI Hann gekk heim að einu húsinu, sem hann hélt að væri sitt hús. og kallaði við dyrnar. „Opnið, mér er kalt á fót- unum og langar til að koma inn. „En dyrnar voru lokaðar. Þegar hann hafði kallað lengi og hrópað „mjá, mjá,“ marg- sinnis og eins hátt og hann gat, opnaðist hurðin. En það var ekki mamma Óla og Lóu sem stóð í dyrunum, heldur önnur kona, sem var ósköp reiðileg á svipinn. „Svei, köttur kominn hingað,“ sagði hún og sló saman höndunum. „Þú heldur kannski að ég hleypi þér inn í mitt hús? Nei, ó nei. Hjá mér er svo fínt, að ég hugsa ekki um annað, o ggeri ekki annað, en að fægja gólfin mín, allan daginn, og engin lifandi vera má stíga á þau. Fuss, snautaðu í burt“ og hún sparkaði í Depil með öðrum fætinum, sem á var stór svartur og gljáandi skór. Depill flýtti sér í burt. Hjartað barðist í brjóstinu á hon- um af hræðslu við reiðu konuna. Og hann rataði ekki heim til sín. Beggja megin við götuna stóðu húsin í röðum, en hann þorði ekki að koma nálægt þeim, því kannski voru vondar manneskjur í þeim öllum. Æ, að ég hefði ekki hlaupið svona langt á eftir snjókorn- unum, hugsaði hann. Aldrei framar skal ég fara svo langt að heiman að ég rati ekki heim aftur. Þegar komið var kvöld var kettlingurinn litli enn að villast upp og niður eftir götunum, kallandi á Lóu og Óla. Þeir sem mættu honum sögðu: „Ósköp mjálmar þessi kettlingur,“ en enginn ansaði honum. því allir voru að flýta sér heim til sín. Allt í einu heyrir Depill að einhver var að syngja inni í næsta húsagarði. Og þegar hann gætti að, sá hann hvar stór svartur köttur sat inni í miðju garðinum og söng hástöfum Byggmgasamvinnufélag V.R. hefur í hyggju að reisa 4—6 íbúðir fyrir félagsmenn sína nú á þessu ári. Þeir félagsmenn, sem hug hafa á þessum íbúðxun, sæki um það skriflega til félagsiiis fyrir 1. ágúst n. k. Hollenzki 1 úrvalsskóáburður í TANA glösum, krukkum, túbum og dósum fæst í næstu búð. I Einkaumboð: HEILDVERZLUNIN AMSTERDAM Getum fyrst um sinn aigrett iöt með stuttum fyrirvara Fafapressan PerSa Hvergisgötu 78 | Afgreiðslumaður j Röskur afgreiðslumaður með góða reikningskunnáttu | ■ f ■] og rithönd, óskast nú þegar. — Fyrirspumum ekki : ■ svarað í síma. I h. mmmm & co. h.f. ! ■ : ; Hafnarhvoll — Reykjavík Mjallhvítar-hveitið fæst 'i öllum húðum SnowWliftni^ít^ 50 kg. 25 kg, 10 pund 5 pund J 5 punda bréfpoki 10 punda léieftspoki Hveitið er framleitt aðeins úr bezta hveitikorni Biðjið ávallt um „Snow White" hveiti ( M j allhvítarhveiti) Wessanen tryggir yður vörugæðin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.