Morgunblaðið - 26.07.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.07.1955, Blaðsíða 1
16 síður wsmðfitifoib IS. árgangor 166. tbl. — Þriðjudagur 26. júlí 1955 PrentsroISja Morgunblaðsins ," „Vopnahlé • Allur heimurinn t'agnar úrslitum Genfarráðstefnunnar og lítur á hana sem merkan áfanga á leið til friðar og öryggis. Bandarísku blöðin eru þó heldur varkár í dómum sínum um ráðstefnuna. — I forystugrein í New York Times í gær segir m. a.: „Þeir sem bjuggust við Iitlum ár- angri í Genf, urðu ekki fyrir vonbrigðum". • Þessi umsögn bandaríska stórblaðsins lýsir vel afstöðu blaðanna vestan hafs til Genf- arráðstefnunnar og úrslita hennar. Þau gæta þess að segja ekki of mikið, eru ekki bjart- sýn, — en finnst samt horfur góðar. Eitt blaðanna segir, að fjórveldaleiðtogarnir hafi „stöðvað skothríðina í kalda stríðinu og gæti bað leitt til þess, að utanríkisráðherrarnir semji um vopnahlé í haust". — Fæst blöðin eru þó svo bjart- sýn. • Annars eru bandarísku blöðin þeirrar skoðunar, að persónuleg kynni fjórvelda- leiðtoganna muni reynast heilladrýgst og marka dýpst spor. — Þau benda á, að Banda ríkjaforseti hafi fyrir nokkr- um mánuðum skorað á Sovét- leiðtogana að sýnda friðarvilja sinn í verki, en eftir tveggja daga dvöl í Genf hafi hann sagt: — Ég efast ekki um góð áform Sovétleiðtoganna. Ég er sannfærður um, að þeir reyna af megni að finna friðsamlega lausn á dcilumálunum. • Rússnesk blöð hafa fagn- að úrslitum Genfarráðstefn- unnar og segja, að hún sé fyrsta skrefið í þá átt að lægja öldur kalda stríðsins. Þau fara lofsamlctum orðum um leið- toga Vesturveldanna, birta myndir af Eisenhower og Bulganin saman og ræður vestrænu leiðtoganna. Hingað til hafa ræður kommúnistaleið toga aðeins verið birtar í rússnesku blöðunum, eink- um hinna kínversku kommún- ista. — Pravda sagði í gær, m. a., að leiðtogar Vesturveld- anna hefðu sýnt, að þeir vilji vinna að friði og tryggja öryggi allrar Evrópu í fram- tíðinni. • Málgagn kristilegra demó- krata (flokks Adenauers) i Vestur-Berlín, Der Tag, segir, að Vestur-Þjóðverjar muni láta mjög að sér kveða fyrir utanríkisráðherrafundinn í haust, svo að tillit verði tekið til óska Þjóðverja og engum geti blandazt hugur um, hverj ar óskirnar séu. — Málgagn kommúnistastjórnarinnar í Austur-Þýzkalandi, Neues Deutschland, segir i forystu- grein í gær, að fleiri verði að fjalla um sameiningu Þýzka- lands en „topparnir". Er eins og nokkurs uggs gæti í skrif- um blaðsins. • Frönsk blöð fagna ákaft úrslitum Genfarráðstefnunnar. Óháða blaðið Jornal de Dimanche sagði i gær: Au revoir hr. Eisenhower og hr. Bulganin — og kærar þakkir. Og blaðið bætir við: — „Á Genfarráðstefnunni var samið vopnahlé í kalda stríðinu". — Lýsa þessi ummæli vel afstöðu franskra blaða til ráðstefnunn- ar. Hafa vopnin verið slíðruð í kalda stríðinu? MAROKKÓ, 25. júlí — 7 manns létu lífið í Marokkó í dag, er lög- reglan skaut á kröfugöngumenn. leimurinn væntir þess, að Genf ar- ráðsHefnan sé upphal nýs tíma Síldaraflinn nú er minni en í fyrra en sennilega um mill jón kr. verðmætari IVIKULOKIN var búið að salta 81 þús. tunnur síldar, að því er Fiskifélag Islands skýrir frá. Er það 50 þús. tunnum meiri söltun en á sama tíma í fyrra. Annars er aflamagnið minna nú en s.l. sumar, en vegna þess hve söltun er miklu meiri er verðmæti afians talið meira nú. En segja verður að síldarvertíðin hafi verið léleg fram til þessa. LITIÐ I BRÆDSLU í skýrslu Fiskifélagsins segir að aflinn hafi verið við lok laug ardags sem hér segir. í sviga afli á sama tíma s.l. sumar: í bræðslu, mál 7,591 (107,678) í salt, tunnur 81,210 ( 33,856) í frystingu, tunn. 4,328 ( 7,341) MINNI AFLI Af þessu sést að aflamagnið nú er aðeins um 2/3 hlutar af afla- magni s.l. árs, en aflaverðmætið til útgerðarmanna er um 1 millj. kr. meira nú, enda hefur megin- hluti aflans verið saltaður. 145 skip hafa fengið veiðileyfi, en talið er að 13 þeirra muni ekki fara norður, svo að þátttak an verður um 130 skip eða um 60 færra en í fyrra. 75 SKIP YFnt 500 MÁL Núna hafa 130 skip fengið ein- hvern afla (í fyrra 181 skip), en af þeim hafa 75 skip (í fyrra 122) aflað 500 mál og tunnur eða meira. Hæsta skipið er Snæfell með' 3119 mál og tunnur. Jörundur er með 3035 mál og tunnur. Síldveiðiskráin er á bls. 2. Hverju svara Rússar ? LUNDÚNUM í gær: — Eins og kunnugt er, hafa Rússar ekki enn svarað til- boði Eisenhowers um gagn- kvæmar hernaðarupplýsingar Rússa og Bandaríkjamanna. — Tilboð þetta vakti geysi- mikla athygli um heim allan, en í Bandaríkjunum eru menn ekki á einu máli. Demókratar fögnuðu frið- artilboði Eisenhowers einum huga, en sumir republikanar eru heldur þegjandalegir. — Þeim finnst Eisenhower hafa gengið skrefi of langt til móts við Rússa. AUur heimurinn bíður nú í eftirvæntingu eftir svari Sov- étríkjanna við tilboði Banda- ríkjaforseta. Hér á myndinni eru: „Ike", forseti Bandarikjanna, Mammie for- setafrú og á bak við hana er sonur forsetahjónanna. — Með þeim á myndinni er utanríkisráðherra Bandarikjanna, John Foster Dullcs og fjölskylda. — Myndin er tekin í Genf, — „fimmtu heims- álfunni," eins og Tallerand komst að orði. Fjórveldaleiðtogarnir eru bjartsýnir og ánægðir með árangurinn Lundúnum. — Frá Reuter-NTB. GENFARRÁÐSTEFNUNNI lauk á laugardag, eins og kunn-1 ugt er. Leiðtogar fjórveldanna sátu á fundum fram eftir deginum og lögðu sig í líma til að ná samkomulagi, svo að þeir gætu birt samhljóða yfirlýsingu að ráðstefnunni lok- inni. Það tókst á síðustu stundu: ráðstefnunni lauk með samkomulagi leiðtoganna, — heimurinn stendur e. t. v. á krossgötum í dag. Það sem reið baggamuninn var samningslipurð, einurð og gott hugarfar, — leiðtogarnir komu til Genfar í góðum til- gangi, þá langaði til að finna lausn á vandamálum heimsins og á næstu mánuðum sjáum við, hvort þeim tókst það. Liðin eru tíu ár frá því að leiðtogar stórveldanna gáfu síðast út sameiginlega yfirlýsingu um heimsvandamálin. Það var eftir Potsdamfundinn og vona menn, að Genfar- yfirlýsingin verði samstarfi þjóðanna til meiri heilla. Samkomulagið LEIÐTOGARNIR gáfu út sameiginlega yfirlýsingu að ráðstefn- unni lokinni. Hún er í þremur liðum og með henni er lagður grundvöllur að betri sambúð þjóða í milli og bent á leiðir til að leysa hinar alvarlegu deilur stórveldanna. Að vísu er ekki ráðið fram úr vandamálunum í yfirlýsingu leiðtoganna, en þar er ákveð- ið, hvaða deilumál eigi að leysa og á hvern hátt. í yfirlýsingunni segir m. a.: 1a. Stefna ber að því að gera öryggissáttmála fyrir alla Evrópu, setja hlutlaust belti á mörkum austur og vestur hluta álfunnar og hafa hemil á herbúnaði þjóðanna. b. Þýzkaland verði sameinað, þegar frjálsar kosningar hafa farið þar fram. Landið verði sameinað, eins og Þjóðverjar sjálfir helzt kjósa, — en þó þannig að öðrum þjóðum stafi ekki hætta af sameinuðu Þýzkalandi. 2Afvopnunarmálin verði tekin til umræðu og leyst í af- vopnunarnefnd S. Þ., sem boða á til fundar hinn 29. ág. næstkomandi. — Á að leggja tillögur Genfarfundarins til grundvallar, svo og viðræður leiðtoganna á ráð- stefnunni. 3Sambúð Austurs og Vesturs verði bætt. — Leiðtogarnir samþykktu að láta sérfræðinga sína rannsaka nákvæm- lega, á hvern hátt bezt verði að bæta sambúð ríkjanna. — Einkum vilja þeir örfa mjög verzlun og viðskipti milli Austurs og Vesturs og afnema allar hömlur á sam- göngum yfir Járntjaldið, svo að menn geti ferðazt óhindrað milli lýðræðis- og kommúnistalandanna. Slökuðu til EINS OG af þessu má sjá, hafa báðir aðilar slakað til í því skyni, að samkomulag mætti verða. T. d. vildu Vesturveldin láta ræða sameiningu Þýzkalands sér, en Rússar vildu aftur á móti láta öryggismál Evrópu allrar og Þýzkalandsmálin fylgjast að. — Þá á hlutlausa beltið rætur að rekja til tillögu Edens í Genf. Samkv. henni er gert ráð fyrir því, að Austur-Þýzkaland verði hlutlaust svæði í sameinuðu Þýzkalandi. A?anc!ursrík ráðslefna IYFIRLYSINGUNNI er stefnan mörkuð; leiðtogarnir hafa loks komið sér saman um, hvaða deilumál nauðsynlegt er að leysa. — Aftur á móti verður það hlutverk utanríkisráðherrafundarins, sem haldinn verður í október næstkomandi, að leysa deilumálin í smáatriðum. Utanríkisráðherrarnir hafa fengið fyrirmæli um, hvaða mál þeir skulu taka til umræðna og á hvern hátt þeir eiga að lejsa þau. — Eden sagði við komuna til Lundúna á sunnu- dag, að það hafi alls ekki verið verkefni leiðtogafundarins að leysa einstök atriði deilumálanna, heldur að marka stefn- una. Hin einstöku atriði bíði utanríkisráðherranna og kvaðst ráðherrann bjartsýnn um árangur, enda lofaði Genfarfund- urinn góðu. Hann hefði orðið árangursríkur og heilla- drjúgur. Ærið verk fyrir höndum FYRIRLESARI brezka útvarpsins sagði aftur á móti í gær, að menn skyldu hafa það bak við eyrað, að fjórveldaleiðtogarnir hafi ekkert vandamál leyst sjálfir, og óvíst sé með öllu, hver Frh. á bls. 2. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.