Morgunblaðið - 26.07.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.07.1955, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 26. júlí 1955 MORGUNBLAÐIÐ 9 BÆ ■'JDABÝLIN TVÖ SEM ERU SAMAN UM RAFSTÖÐINA Dalshöfði StöSvarhúsið Seljaland Allar ljósmyndir með grein þessari tók Úlfar Ragnarsson, héraðlæknir á Kirkjubæjarklaustri. Skaftfellingar hafa verið brautryðjendur Rafmagn er handa öllum lands- mönnum — hvar sem þeir eiga heima — hvort sem arinn þeirra stendur innst í dal eða yst á ínesi — rafmagn handa öllum það er verkefni dagsins — það er dagskipan fólksins — það er heit- strenging þjóðarinnar við sjálfa sig. Og það þarf enginn að efa það, að þessi kotroskna þjóð, hún mun standa við þessa heitstrengingu. Áður en áratugur verður liðinn hefur líklega þetta undur gerst: birta, ylur og önnur lífsþægindi rafmagnsins verða eign hvers Jheimilis á íslandi. GLÆSTAR VONIR Já, rafmagnið kemur. Um það þurfum við ekki að efast. Á siæstu árum verður þessi dásam- lega orka leidd inn á hvert í rafvirkjunum á sveitabýlum * I héraði þeirra eru fugir vatnsafisstöðva heita Seljaland og Dalshöfði.i Þeir standa vestast undir hlíðum Hverfisfjallanna ofan við Eld- j hraunið, sem rann fram farveg Hverfisfljóts í Skaftáreldi. Þetta1 eru góðar jarðir og lífvænlegar. í Á þeim býr myndar- og fram-1 taksfólk. Á Dalshöfða búa hjón- in Þorvarður Kristófersson og Pálína Stefánsdóttir með börnum sinum tveimur uppkomnum. Á1 Seljalandi búa fjögur systkini, I börn Páls Bjarnasonar og Mál- j fríðar Þórarinsdóttur, sem lengi bjuggu á Seljaiandi eftir síðustu aldamót og eignuðust 15 börn. STIFLAN Rúmlega hálfan km. inni í gljúfri fellur Selá fram af lágum stuðlabergsstalli og myndar fal- legan hvítan foss milli klettarað- anna. Á fossbrúninni var stífla byggð í ána, 2,5 m á hæð og 5 m á lengd þar sem vatnið fellur yfir hana. Er hún hol innan, úr járnbentri steinsteypu, einkar traust og vönduð að öllum frágangi. Sitt hvoru megin við stífluna eru steyptir einfaldir veggir upp að klettunum báðum megin. Eru þeir alls um 5 m langir. Mikil Stíflan í gljúfrinu Pípan liggur niður gilið. byggt ból á landinu, til að lýsa i Báðar þessar fjölskyldur hafa upp hvern krók og kima, til að J búið vel í haginn fyrir sig á býl- skapa vaxandi vellíðan og léttari um sínum. Túnin eru í góðri störf hjá þessari framsæknu og|rækt, bílvegur heim í hlað, sími stórhuga þjóð, sem um svo mörg J vatnsleiðsla o. s. frv., og nú hafa skammdegi hefur orðið að þreyja nýlega verið byggð íbúðarhús á daga sína í „dimmum nætur- skugga“. Við enga framkvæmd bindur fólkið í hinum dreifðu byggðum landsins jafiti miklar vonir eins og virkjanimar og þær ráðstáfanir aðrar sem nú eru gerðar til áð tryggja því raf- magnið á næstu árum ÞRJÁR LEIÐIR Rafmagnsþörf byggðanna verð ur fullnægt á þrennan hátt: ■ 1. Með virkjun stórra fallvatna þaðan sem orkunni er dreift til þúsunda heimila. 2. Með smá-vatnsaflsstöðvum fyrir einn eða örfáa bæi. 3. Með dieselstöðvum stórum eða smáum, þar sem ekki er um að ræða fossa til virkjunar. Hér í þessari grein skal aðeins sagt frá einni stöð, sem tilheyrir 2. fl. Skal hér í stórum dráttum rakin byggingarsaga lítillar stöðv ar, sem fullnægir raforkuþörf tveggja afskekktra sveitabæja á Suðurlandi. Hún getur verið ágætt dæmi um þessa tegund rafvirkjunar og hún á margar systur víða um land, ekki sízt í Skafafellssýslum. Á ÚTBÆJUM Svokallaðir „Útbæir" í Fljóts- hverfi í Vestur-Skaftafellssýslu báðum bæjunum i stað gamalla torfbæja, sem að vísu standa báð- ir ennbá eins og til minningar um liðna tíma. ERFIÐ SKILYRDI Staðhættir til rafvirkjunar fyr ir þessa bæi voru ekki aðgengi- legir. Eini möguleikinn var í Selá — smá á sem rennur milli bæjanna, oftast vatnslítil en get- ur þó vaxið drjúgum í leysing- um og vatnavöxtum. En áin rennur eftir djúpu gili, sem hún hefur skorið niður í heiðarbrún- ina, svo að illkleift virtist að ná falli fyrir rafstöð. En þetta hef- ur tekist snilldarlega, og nú er þarna komin góð og kraftmikil rafstöð, sem vel fullnægir að öll- um jafnaði raforkuþörf beggja heimilanna. Sigfús H. Vigfússon bóndi og rafvirki á Geirlandi tók virkjun- ina að sér. Má það fyrst og fremst þakka útsjón og atorku þessa kunna dugnaðarmanns, ásamt miklum og ötulum vinnukrafti frá báðum heimilunum hve vel hefur tekist um framkværhd þessa erfiðá verks. Verkið stóð yfir í rúmlega tvö ár, 1952—’54 og er nú s. a. s. að íullu lokið, enda stöðin tekin í notkun fyrir rúmlega ári síðan. vinna var í stíflunni, því að efni til hennar var frekar torsótt og aðstaða að mörgu leyti erfið. PÍPAN Frá stíflunni liggur aðrennslis- pípan niður eftir gilinu. Er hún úr tré 12 t. víð efst en ekki nema 11 t. þegar neðar dregur. Mikl- um erfiðleikum var það bundið að koma pípunni fvrir í gilinu. Sums staðar liggur hún utan í hnarbröttum. hamraveggjum, við gil og skorninga þurfti að hlaða undir hana mannhæðaháa veggi, sprengja þurfti klettanef og brík- ur til að koma henni fyrir o. s. frv. Og þegar pípan loks var kom in á sinn stað, var hlaðinn utan um hana 1—2 m þykkur garður úr mýrarsniddu. Er allur frá- gangur á verki þessu aðdáanlega vandaður. UPP ÚR GILINU Um það bil 230 metrum neðan við stífluna liggur pípan upp úr gilinu. Er þar snarbratt og hæðar mismunurinn frá gilbotni og upp á brún 10—12 m. Er yfirborð vatnsins við stífluna jafnhátt gil- brúninni, þar sem pípan kemur upp, svo að fallið er nóg til að þrýsta vatninu upp á gljúfur- barminn. Þaðan liggur svo píp- an beina leið niður í stöðvarhús- ið, sem stendur í brekkufætinum, þar sem Selá kemur fram úr gljúfrinu. Er vegalengdin um 300 m frá gilbarminum og niður í stöðvarhús og fallhæðin 38 m. Stöðvarhúsið er allstór bygging úr steinsteypu. Vatnsvél og rafall var hvoru teggja keypt notað frá Noregi og hefur reynzt vel. NÓG RAFMAGN Rafallinn á að geta framleitt 20 kw, en aldrei hefur þurft að nota það afl allt, þar sem ekki eru nema tveir bæir um stöðina eins og fyrr er sagt. Að öllum jafn aði er nóg vatn í Selá til að fram- leiða nóg rafmagn til ljósa, suðu og hitunar handa báðum heim- ilunum. Þó bregður út af því í miklum frostum og löngum þurrkum, eins og t d. s.l. vetur, enda þraut þá rafnmagn hér á flestum bæjum og sumar stöðvar urðu óstarfhæfar með öllu svo vikum skipti. Bilun hefur engin orðið enn. Má segja að mann- virki þetta hafi staðið sig prýði- lega í alla staði, enda hver hluti þess vandaður og traustur, eins og frásögn þessi á að bera með sér. RAFMAGN Á 64 BÆJUM AF 70 Hér í tveimur austustu hrepp- um Vestur-Skaftafellssýslu eru fjórar sveitir — Fljótshverfi, Brunasandur, Síða, Landbrot — með um 70 heimilum. Á öllum þessum heimilum, nema 6, er nú rafmagn frá vatnsfallsstöðvum. Samt hafa virkjunarskilyrði á mörgum þessum bæjum verið á- kaflega erfið, og víða þar sem maður fer um sveitir landsins, sýnast langtum betri skilyrði vera látin ónotuð. Hvernig stend- ur á þessu? Svarið liggur í augum uppi: Skaftfellingar hafa óhikað lagf út í þá erfiðleika að virkja fall- vötn sín og hafa með því öðlast þá leikni og æfingu á þessu sviði, sem hefur gert þá að hreinustu snillingum, svo að þeir hafa allt- af færzt meira í fang og byggt hverja virkjunina annarri betri, eins og hér hefur verið reynt að lýsa. Hinir skaftfellsku rafvirkj- ar hafa hér unnið ómetanlegt brautryðjendastarf og þess er að vænta að fleiri héruð en Skaftár- þing eigi eftir að njóta góðs af starfi þeirra í ríkara mæli held- ur en hingað til, því að hver foss í landinu talar við þjóðina með þessum orðum Stephans G.: „Mig langar hins, eins lengi og fjallið stendur að lyfta byrði er þúsund gætu ei reist og hvíla allar oftaks lúnar hendur á örmum mér, er fá ei særzt né þreytzt". G. Br. Afbragðstið í Mývatnssveit 1 MÝVATNSSVEIT er nú búið að alhirða á langflestum bæjum eftir fyrri slátt. Þar hefir verið afbragðs góð tið síðustu vikurn- ar, hinn bezti þurrkur alla daga svo menn hafa komið öllum heyj- um auðveldlega í hús. Mikill ferða mannastraumur hefir verið um Mývatnssveit undanfarnar vikur, og meiri en dæmi eru til oftast áður. Hafa bæði gistihúsin i sveit- inni verið yfirfull. Mjög mikið hefir borið á hettu- máf í sveitinni undanfarið og mun hann gera nokkurn usla í varp- löndum, bæði eggjum og ungum. Hleðslan undir pípunni sést glöggt. Séð fram eftir Selárgijúfri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.