Morgunblaðið - 26.07.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.07.1955, Blaðsíða 14
? 14 MORGVNBLAÐID Þriðjudagur 26. júlí 1955 ] HERRA ALVÍSS EFTIR W. S. MAUCHAM Framhaldssagan 3 Við höfðum aðeins óljósa vitn- eskju um það, að hann væri á förum til Japan, í einhverjum verzlunarerindum. Hann horfði í kringum sig, sigri hrósandi á svipinn. „í>eir munu aldrei geta búið til perlur, sem sérfræðingur á horði við mig, villist á og álítur dýrgrip". Hann benti á festi, sem frú Ramsey bar um hálsinn. „Trúið mér, frú Ramsey, er ég fullyrði að þessi festi muni aldrei verða minna virði, en hún nú er“. Frú Ramsey, sem ávallt. var hæversku sinni samkvæm, roðn- aði og renndi festinni inn undir hálsmál kjólsins, en hr. Ramc- ey laut fram á borðið. — Hann leit til okkar og bros flökti um varir hans. „Það eru dýrmætar perlur, sem frú Ramsey ber um hálsinn, eða haldið þér það ekki, hr. Kelada?" „Ég veitti því strax athygli“, svaraði Kelada, „og ég sagði við sjálfan mig, eitthvað á þessa leið: Það veit sá sem allt veit, að þess ar perlur eru ekta og ósvdknar“. „Að sjálfsögðu keypti ég þær ekki sjálfur, en ég hefði gaman af að vita, hversu mikils virði þér álitið þær“. „O, svona lauslega ágizkað, ná- lægt fimmtán þúsund dollara virði, mun óhætt að fullyrða, að hafi þær verið keyptar á Fifth Avenue, skyldi mig ekkert furða, þótt þrjátíu þúsund dollarar hefðu verið greiddir fyrir þær“. Ramsey brosti kuldalega. „Þér verðið þá undrandi, er þér heyrið sannleikann, hr. Kelada. Frú Ramsey keypti nefnilega þessa periufesti í lítilli sérverzl- un, daginn áður en við fórum frá New York. Hún kostaði þá ná- kvæmlega átján dollara". Hr. Kelada roðnaði í framan. „Perlurnar eru ekki aðeins ekta, heldur eru þær jafnframt hinar alfegurstu, sem ég hef nokkru sinni séð“. „Eigum við þá að veðja? Eg segi að perlurnar séu eftirlíkmg- ar og legg hundrað dollara að veði“. „Eg tek boðinu", svaraði hr. Kelada rólegur og brosandi. „Ó, Elmer! Þú getur ekki verið alveg viss um þetta“, sagði frú Ramsey. Hún brosti veikt og rödd hennar var lág og biðjandi. „Get ég ekki? Ef ég fæ jafn auðvelt tækifæri og þetta, til að afla mér peninga, væri ég aumi asninn, ef ég léti það ónotað ganga mér úr greipum“. „En hvernig verður þetta sann- að?“ spurði hún. „Hér eru aðeins fyrir hendi mín orð gegn orðum hr. Kelada“. „Leyfið mér að líta á festina og «f hún er eftirlíking, mun ég þeg- ar í stað segja ykkur það' Ég hef áreiðanlega efni á því að tapa hundrað dollurum", sagði hr. Kelada. „Taktu hana af þér, góða mín Og leyfðu þessum herramanni að skoða hana, eins vel og eins lengi og hann kærir sig um“. Frú Ramsey hikaði nokkra stund og greip höndum um sylgju festarinnar. „Ég get ekki gert það“, sagði hún. „Herra Kelada verður að láta sér orð mín nægja til stað- festingar11. Mig fór að gruna, að eitthvað illt væri í vændum, en ég vissi ekki, hvað ég átti að segja og þagði því áfram. Ramsey spratt á fætur: „Ég skal losa hana af þér, góða mín, ef þú getur ekki opnað lás- inn“. Hann rétti hr. Kelada festina, en hann tók stækkunargler úr vasa sínum og rannsakaði hana nákvæmlega, í gegnum það. — Sigrihrósandi bros færðist yfir fíngert og dökkt andlitið. Hann rétti hr. Ramsey festina aftur og var rétt kominn að því að liúka upp munni sínum, er honum ' skyndilega varð litið á frú Rams- ey og orðin dóu á vörum hans. 1 Andlit hennar var náfölt, eins og hún væri að yfirliði komin, og hún starði á hann opnum, ótta slegnum augum, sem virtust full I af örvæntingarfullri bæn. Þau endurspegluðu svo greinilega það, sem inni fyrir bjó, að mig t furðaði á því, að eiginmaður henn ar skyldi ekki þegar gruna hið sama. I Hr Kelada þagði opnum rnunni. ' Hann eldroðnaði í framan og stríðið, sem nú fór fram í huga hans, varð greinilega séð í svipn- um. ' „Ég hef á röngu að standa", sagði hann. „Þetta er mjög ná- kvæm eftirlíking, en strax er ég skoðaði perlurnar, í gegnum stækkunarglerið, sá ég vitanlega, að þær voru ekki ekta. Ég býst við, að þær séu um átján dollara virði“. j Hann tók upp veski sitt og rétti hr. Ramsey hundrað dollara seðil, án þess að mæla orð. 1 „Þetta getur e. t. v. kennt yður að vera ekki alltaf jafn sannfærð ur um alla skapaða hluti, vinur minn“, sagði Ramsey ertnislega. Ég sá að hönd hr. Kelada titr- aði. Sagan barst um allt skipið, eins og sögur eru vanar að berast út, og um kvöldið átti hr. Kelada í vök að verjast gegn stríðni og aðhlátri samferðafólksins. Allir virtust fagna því, að hr. Alviss skyldi verða að játa villu sína. En frú Ramsey fór snemma til rekkju, þungt haldin af slæm- um höfuðverk. Næsta morgun fór ég á fætur og byrjaði að raka mig. Hr. Kel- ada lá á bekknum sínum og reykti vindling. Skyndilega heyrðist eitthvað skrapandi hljóð við dyrnar og ég sá, að umslagi var ýtt undir hurðina, inn á klefa gólfið. Ég opnaði dyrnar og horfði út, en þar var enginn mað- ur sýnilegur. Ég tók bréfið upp og sá að áritun þess var til Kelada og nafnið var skrifað með prentstöfum. Ég rétti honum umslagið. „Frá hverjum ætli þetta sé?“ hann opnaði umslagið: „Ó, það er þá svona!“ Úr umslaginu tók hann, ekki bréf, heldur hundrað dollara seðil. Hann leit til mín og roðnaði ennþá einu sinni. Síðan reif hann umslagið í smátt og rétti mér sneplana: „Viljið þér henda þessu út um kýraugað fyrir mig?“ Ég gerði það sem hann bað mig um og leit svo brosandi á hann. „Enginn hefur gaman af því, að láta aðra álíta sig einhvern vesal- ings fávita", sagði hann. „Voru þá perlurnar ekta, eftir allt saman?“ „Ef ég ætti litla og dásamlega konu, þá mundi ég ekki láta hana dvelja eina í New York, heilt ár á meðan ég væri sjálfur suður á Kúbu“, sagði hann. A þessari stundu fann ég ekki til hinnar fyrri óbeitar minnar á hr. Kelada. Hann teygði sig eftír peninga- veskinu og tróð, með gætni, seðl- inum niður í það. Sögulok. Eftirlœti allrcr fjölskyldunnar — Nýkomið í næstu verzlun — h. mmmm & co. h.f. Hafnarhvoll — Sími 1228 Læknar segja að hin milda PALMOLIVE sápa fegri hörund yðar á 14 dögmn gerið aðeins þetta 1. Þvoið andlit yðar með Palmolive sápu 2. Núið froðunni um andlit yðar í 1 mín. 3. Skolið andlitið. Gerið þetta reglu- lega í þrjá daga. Palmolive inniheldur enga dýrafeiti Framleidd í Englandi • Hreinust, endingarbezi Gerir hörund yðar yngra og mýkra Aðeins bezta jurtafeiti er í POLMOLIVE sápu Aðalumboð: O. Johnson & Kaaber h.f. DEPILL LITLI „Gott kvöld,“ sagði Depill eins kurteislega og hann gat. „Hver ert þú?“ sagði stóri svarti kisi og var reiður yfir að vera truflaður í miðju lagi. . ; „Ég heiti Depill og á heima hjá Lóu og Óla, en ég rata ekki heim og get fengið kvef því mér er svo kalt á fótum.“ „Einmitt það,“ svaraði svarti kisi. „Ég heiti Snoddas í höfuðið á frægum manni, það er mjög fínt. Ég er líka heldri I köttur. Líttu á hvað ég hef um hálsinn, það er ól, sem fóstra mín keypti handa mér í Kaupmannahöfn og á ólinni er silfur- skjöldur." 'I „Hvað er skrifað á skjöldinn?“ spurði Depill ósköp feim- inn við svona heldri kött. „Heimilisfang mitt og þess vegna kemst ég alltaf til skila þótt ég villist að heiman,“ sagði Snoddas reigingslega og gekk fram og til baka í garðinum með rófuna beint upp í loftið. Og svo hélt hann áfram að syngja: Ég er fínn og fallegur. í leikfiminni liðugur. Ég er hetja ha ha ha. Og hræðist ekkert tra la la. „Vuff, vuff, þetta kalla ég nú að vera montinn, ha ha ha,“ heyrðist einhver kalla með ljótri röddu og stór hundur kom hlaupandi. Tungan í honum lafði niður á brjóst, og hann hafði stórar beittar tennur í munninum. „Vuff vuff.“ t „Þetta er hundurinn Neró. Hlauptu og flýttu þér, því hann getur bitið okkur,“ hrópaði Snoddas og var nú skjálfandi af hræðslu. t — Bezt oð auglýsa í Morgunblaðinu — Blandað grænmeti Rauðrófur Giænar baunir NIÐURSUÐUVOR.UR, Heildsölubirgðir J.& ynfol óóon & J(.u varavi ; ■*u

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.