Morgunblaðið - 26.07.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.07.1955, Blaðsíða 16
Veðurúflif í dag: S-A kaldi, rigning. 166. tbl. — Þriðjudagur 26. júlí 1955 Rafmagnsmál í Skaftafellssýslu. Sjá blaðsíðu 8. Steypuvinna hafin aftur í Rvik Sandurinn var sýrður — Tjón lítið VIÐ rannsókn sína á gölluðu steypunni, sem notuð var til bygginga hér í bæ í fyrri viku, komst Atvinnudeildin að því, að skemmd- Arnar hafi stafað af lífrænum óhreinindum í steypunni. Gætti þar ymissa moldarsýra og var það sandurinn úr sandnáminu, sem ♦eynzt hafði súr. Þar sem komizt hefur verið fyrir málið er öll steypa aftur hafin hér í Reykjavík. <1ÆT1R VÍÐA Atvinnudeildin skýrði blaðinu írá þessu í gær. Hefur hún rann- sakað mörg sýnishorn og komst að þeirri niðurstöðu. Moldarsýra þessi er allalgeng og hefur slíkra skemmda m. a. gætt nokkuð víða um land. WÁ HÚS Byggingarfulltrúi bæjarins hef ur tjáð blaðinu, að skemmdanna haíi fyrst orðið vart, er steypt var 19. þ. m. í 17 húsum með steypu frá Steypistöðinni við Ell- iðaárvog. Ekki komu þó skemmd- irnar fram í öllum húsunum 17. Sem betur fór var þó nær ekkert af gölluðu steypunni not- að í járnbent hús, svo minnu varðaði fyrir vikið. Eftir að or- sakirnar komu í ljós og vitað var frá hvaða gryfju hinn sýrði sand- ur kom var þegar öll steypu- vinna aftur leyfð og hófst hún á laugardaginn. LÍTIÐ TJÓN Ekki er um nema 6—8 hús að ræða og misskilningur er, sem sum dagblöðin hafa haldið fram að „brjóta verði niður veggi“ af þessum ástæðum. Varð því ekk ert stórtjón af skemmdunum. Framvegis mun enginn sandur eða möl verða seld til byggingar nota í Reykjavík, nema með fylgi vottorð um athugun á eðli bygg- ingarefnisins frá Atvinnudeild Háskólans. Mun þannig verða komið í veg fyrir að þessi saga endurtaki sig. Unglingar slasast á rakstrarvélum Liggja 1 sJúkrahúsi á Húsavík Húsavík, 25. júlí. ISÍÐUSTU viku urðu tvö slys með þeim hætti að unglingar, sem stjórnuðu rakstrarvélum dregnum af hestum féllu af þeim og meiddust. Fyrra slysið varð á Tunguvöllum á Tjörnesi eg með þeim hætti að hestur fældist fyrir rakstrarvél. Sunnudaginn 24. júlí var afhjúp- aður á Bólu minnisvarði er Skag- firðingafélagið á Akureyri hefur gefið til minningar um 80. ártíð Bólu-Hjálmars. Varðinn er skáldaharpa á allháum stöpli. Lágmynd af skáldinu á stöplinum, sem stendur fast við þjóðveginn og er ráðgert að minningarlund- ur verði umhverfis varðann. Land undir lundinn hefur bónd- inn á Bólu, Valdimar Guðmunds- son og sonur hans Guðmundur gefið. Sigurður Sigurðsson sýslumað- ur Skagfirðinga tók á móti gjöf- inni og þakkaði hana. BEINBROTNAÐI Ung stúlka, Hulda Jóhannes- dóttir, sem stjórnaði vélinni, féll af henni en lenti þó ekki fyrir tönnum vélarinnar, heldur mun hún hafa fallið niður og orðið undir öðru hjólinu. Viðbeins- brotnaði hún og marðist mikið á öxl og víðar. Var hún flutt á «júkrahúsið á Húsavík. MÖRG SÁR Hitt slysið var að Einbúa í Bárðardal. Þorsteinn Jónsson, 11 ára drengur, var að vinna með rakstrarvél. Þegar hann var að setja greiðuna niður, heyrðist eitthvað skrölt í vélinni. Við það tók hesturinn snöggt viðbragð og drengur- inn féll fram af vélinni fyrir tennur vélarinnar. Þannig dró hesturinn drenginn fastan í tönnunum nokkurn spöl, þar tli faðir hans gat stöðvað hest- inn. Drengurinn fékk mörg sár á þak og fætur og höfuð, en þó ekki í andlitið. Sárin voru mörg það stór að sauma varð þau saman. Drengurinn liggur nú á Sjúkra- húsinu hér og líður vel eftir at- vikum. Fjölsótl héraSsmó! Sjálf* sfæðismanna í Skagafirði HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna í Skagafirði var haldið í sam- komuhúsinu Bifröst á Sauðárkróki s.l. sunnudag. Mótið var vel sótt úr mörgum hreppum sýslunnar. Séra Gunnar Gíslason að Glaumbæ setti mótið með ræðu og stjórnaði því. Aðrir ræðu- menn Voru: Ingólfur Jónsson, við skiptamálaráðherra, og Páll Kolka, héraðslæknir. Ræddu þeir um stjórnmálaviðhorfið al- mennt og var máli þeirra mjög vel tekið. SKEMMTIATRIÐI Leikararnir Klemens Jónsson og Valur Gíslason skemmtu með leíkþætti og Jóhann Konráðsson, Akureyri, söng einsöng. Undir- leik annaðist Áskell Jónsson. Um kvöldið var dansað. Fór mótið fram af mikilli prýði og var öllum er að því stóðu til sóma. Heimdallarferð um verzl.mannahelgina HEIMDALLUR, Félag ungra Sjálfstæðismanna, hyggur á ferð til Akureyrar og í Vaglaskóg um verzlunarmannahelgina. — Verður lagt af stað frá Vonarstræti 4 klukkan 8,30 á föstudagskvöld og ekið um nóttina til Akureyrar. Undanfarin ár hafa slíkar ferð- ir verið farnar til Akureyrar um þessar helgar á vegum Heimdall- ar og orðið mjög vinsælar. Væntanlegir þátttakendur eru vinsamlegast beðnir að tryggja sér far í tíma og hafa í því efni eamband við skrifstofu félagsins, Vonarstræti 4, milli klukkan 5 og 7 í dag og á morgun. NYJU DELI, 25. júlí — Nehru sagði í dag, að það væri skoðun sín, að enn væri ekki kominn tími í GÆRKVÖLDI var dregið í bíl- happdrætti ÍSÍ og kom upp núm- erið 26588. — Handhafi miðans getur gefið sig fram í skrifstofu ÍSÍ, Amttnannsstíg 1 og sótt hina glæsilegu Chevrolett-bifreið — (1955). Stormur á miðimum í «rær i j J flotinn suður í hafi sn< D JAKT var en sunnan stormur á síldarmiðunum fyrir D Norðurlandi í gær og hefur aðeins frétzt af tveimur skipum, sem fengu síld. Bárust í gærkvöldi fréttir frá Siglu« firði af því að Fanney hefði fengið 300 tunnur, Sigurður 60, bæði við Kolbeinsey. í gær lágu flest skipin í vari fyri? storminum við Grímsey RÚSSARSUNNARLEGA Rússneski veiðiflotinn er sagður dreifður yfir 200 sjó- milna svæði norðan við Fær- eyjar og undir íslandi, en ekkert rússneskt skip hefur sézt á veiðisvæði herpinótar- skipanna. Bregða þau með því venju fyrri sumra. 60 SKIP FENGU SÍLD Aðfaranótt sunnudags og þann dag fengu um 60 skip síld á allstóru svæði austarlega. Flest þeirra héldu með aflann til Rauf- arhafnar í salt. Þessi skip lönduðu þar á sunnu dag: Stella 500 tunnum, Reynir 300, Græðir 300, Björg, Eski- firði 190, Mímir 200, Hafrenning- ur 800, Aðalbjörg 400, Guðbjörg Gk. 50, Víðir, Eskifirði 350, Goða- borg 130, Sigurfari 350, Fiska- I klettur 150, Kári 300, Erlingur 350, Guðmundur Þórðarson 300, Von Th. 350, Víðir 2., Garði 70, Björgvin 400, Haukur 1. 250, Helga 200, Fram 200, Baldur 200, Snæfell 200, Aðalbjörg Nk. 60, Aðalbjörg Gk 100, Guðbjörg Vk 70, Hilmir 70, Þráinn 80, Hag- barður 50, Hafdís 80, Sæfari 90, Hvanney 80. SÖLTUNIN Á SIGLUFIRÐI I OG HÚSAVÍK Á Siglufirði hafði verið saltað alls á hádegi á laugardag f 31.115 tunnur og var hæsta sölt- unarstöðin þar Pólstjarnan með rúmar 4.000 tunnur. Á Húsavík var saltað á sunnudaginn úr þessum skip- um: Fjarðarklettur 450 tunnur, Smári Th. 420 tunnur. — All9 hafa þá verið saltaðar á Húsa- vík 8000 tunnur. Akureyringar einráðir í golfíþróttinni Átfu íslandsmeistarann og fjóra bezfu Akureyri, 25. júlí: IGÆR lauk hér golfmóti ís- lands. Islandsmeistari varð Hermann Ingimarsson með 323 höggum. Annar í meistara- flokki varð Sigtryggur Júlíus- son með 329 höggum, þriðji Jakob Gislason með 340 liögg- um, fjórði Jón Egilsson með 342 höggum, allir frá Akur- Mokaffl við Veslur- Grænland BÆJARTOGARAR Akraness hafa fengið mokafla af karfa við Vestur Grænland. Togarinn Akurey kom hingað um hadegi á laugardaginn með 295 lestir, en Bjarni Ólafsson er væntan- legur hingað á miðvikudaginn og hafði hann fengið fullfermi við Vestur Grænland á tveimur sólarhringum. —- Oddur. Mynd þessi er úr leikritinu Óskabarn örlaganna eftir Bernard Shaw, sem sýnt verður í Leikhúsi Heimdallar i kvöld. Sýnir myndin leik- arana Lárus Pálsson og Guðbjörgu Þorbjarnardóttur í hlutverkum Napóleons og dömunnar. Nú fer hver að verða síðastur að sjá þetta tii að leiðtogar stórveldanna skemmtilega og margumtalaða leikrit, þar sem einungis fjórar sýn- ræddu um Asíumál. , ingar eru eftir. eyri, fimmti Ólafur Bjarká Ragnai'sson úr Reykjavík nieð 349 höggum. Alls luku 14 keppni í meist- araflokki. ! 17 KEPPENDUR 1 1 fyrsta flokki sigraði Edwald Berndsen úr Reykjavik með 355 höggum. Annar varð Þorvaldur Ásgeirsson, Reykjavík með 371’ höggi, 3. og 4. urðu jafnir Siguw björn Bjarnason og Ágúst ÓlafíH son báðir frá Akureyri á 373 högg um, fimmti Jóhann G. Guðmunds- son með 391 höggi. Alls luku 17! keppni í 1. flokki. ( Veður var gott, hlýtt en helduí hvasst til þess nð geta talizt hag- stætt til golfleiks. i 1 AKUREYRINGAR SIGURSÆLIR ’ Bæjarkeppni milli Akureyraí annarsvegar og Vestmannaeyjai og Reykjavíkur, sem háð var S föstudaginn lauk með sigri Akur- eyringa, 13,5 stig á móti 4.5. öld- ungakeppnina sigraði Jakob Gísla son án forgjafar á 83 höggum, em með forgjöf Stefán Árnason á 79 höggum. i Þessu golfmóti lauk með matar- veizlu á Hótel KEA í gærkvöldi. Voru þar verðlaun afhent. --------------------1 RETKJAVÍX A 8 S s * F G & I ié JAl AS3DIF60 J STÖISBÓLMUB ) 29. leikur Stokkhólms Rb5—a7 J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.