Morgunblaðið - 27.07.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.07.1955, Blaðsíða 1
16 sáður f^tWÉlft^íli U. árgangur 167. tbl. — Miðvikudagur 27. júlí 1955 PrentsmiSja Morgunblaðsins Ltvarpsræða Eisenhowers: Aukinn skilningur jb/óða í L Kjarnorkustyrjöld má einna helzt líkja við sjálfsmorð - vegna þeirrar gereyðileggingar, er fylgir í kjölfar hennar, sagði Eisenhower Washington, 26. júlí. NÚ að lokinni Genfarráðstefnunni ríkir aukinn skilningur þjóða í milli, sagði Eisenhower Bandaríkjaforseti í ræðu, er hann flutti i sjónvarp og útvarp í gær um Genfarráðstefnuna og þann árangur, er þar hefði náðst. + Öllum þjóðum er nú ljóst, að kjarnorkustyrjöld mætti einna helzt líkja við sjálfsmorð — í slíkri styrjöld myndu þjóðirnar skapa hvor annarri gereyðileggingu. Það er nú einnig lýðum ljóst, sagði forsetinn, að leiðtogar þjóðanna geta ræðzt við án þess að áróðri og ógnunum sé blandað inn í viðræðurnar. Auk þeirra formlegu fund- I Forsetinn sagði, að ekki dygði arhalda, er fóru fram í Genf, að fjalla um þau miklu vanda- ITLL llli ræddust leiðtogarnir einnig við á lokuðum fundum. Á þessum lokuðu fundum — og ekki sízt á fundum með full- trúum Ráðstjórnarríkjanna — gerðum við okkur far um að sýna fullkomna einlægni til að draga úr þeirri tortryggni, er búið haf a um sig í samskiptum þessara tveggja landa, sagði Eisenhower. Skýrði forsetinn svo frá, að þeir Dulles hefðu rætt við ráðamenn í Kreml um A-Evrópulöndin, er lægju á áhrifasvæði Rússa og þann vanda, er heimsveldisstefna kommúnismans kæmi vestræn um löndum í. „Við gerðum fulla grein fyrir, hverjar væru skoðanir Bandaríkjanna á þessum vandamálum". Malenkov styttur um helming í alfræði- '¦ orðabókinni Stokkhólmi. INÝJUSTU útgáfu hinnar opinberu rússnesku al- fræðiorðabókar hefur greinin, er fjallaði um fyrrverandi for- sætisráðherra Malenkov verið stytt um helming. Ekkert er h e 1 d u r minnzt þar á þau miklu s t ö r f, e r Malenkov hafi leyst af hendi í þágu rússnesku þjóðarinnar í heimsstyrj öldinni síð- ari. Aðeins fyrri hluti þessarar al- fræðiorða- b ó k ar er kominn út. í fyrri útgáfunni voru ým- íss konar áhrifamikil lýsing- árorð notuð um Malenkov, en þau hafa nú öll verið felld niður. Aðeins einu lýsingar- órði hefur verið bætt við í þessa grein. í fyrri útgáfunni stóð, að Malenkov sé sonur embættismanns — í nýrri út- gáfunni er þessu breytt í minni háttar embættismanns. 'Malenkov — 1sonur minni háttar em- bættismanns mál, er nú steðja að heiminum, með hangandi hendi, sjást yrði fyrir bæði í samningaumleitun- um og framkvæmd þeirra sam- þykkta, er gerðar væru „Við höf- um ekki efni á því að vera hirðu- lausir .... og við verðum jafn- framt að vera vongóðir og trúa á réttmæti þess máistaðar, er við berjumst fyrir". Ekki hefði verið hægt að vænta þess, að á einni viku tækist leið- togum þjóðanna að leysa þau miklu vandamál, er verið hefðu til umræðu — þó að viðræðurnar hefðu verið vinsamlegar og jafn- vel árangursríkar. Bilið, sem að- skildi löndin í austri og vestri væri jafh breitt og djúp það, er stæði milli einstaklingsfrelsis og þeirrar þjóðfélagsstefnu, er mið- aði að því að gera hvern einstak- an þegn ríkisins undirgefinn því. • • • Ræddi forsetinn því næst nokkru nánar þau vandamál, er voru til umræðu á Genfar- fundinum. í fyrstu áleit banda ríska sendinefndin, að mögu- legt yrði að ræða og leysa sam einingu Þýzkalands og örygg- ismál Evrópu hvort um sig, en það kom greinilega í ljós, að þessi deilumál verður að f jalla um samtímis, þar sem Frh. af bls. 9. Bandaríkjameim ræða við kínverska kommúnista F Washington, 26. júlí. ORMÓSUMÁLIN verða ekki á dagskrá í viðræðum þeim, er hefjast milli sendiherra Bandaríkjanna og Rauða Kína n.k. mánudag í Genf. Dulles utanríkisráðherra skýrði utanríkismála- nefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings frá þessu í gær. Aðallega verður til Umræðu heimsending bandarískra borgara, sem hafðir eru í haldi í Kína — en þeir munu vera rúmlega 50. Eisenhower: Neistinn, er tendrað- ur var í Genf, getur orðið að björtu Ijósi. Churchill ánægður meðárangurGenfar- ráðsfefnunnar LONDON — Sir Winston Churc- hill, sem í fyrsta skipti fyrir fimm árum gerði það að tillögu sinni, að æðstu menn fjórveld- anna kæmu saman til fundar til að binda endi á „kalda stríðið", hefir látið í ljósi ánægju sína yfir því, að jákvæður árangur hafi náðst á Genfar-ráðstefn- unni. Churchill vildi samt ekki spá neinu um þann árangur, er vænta mætti af áframhaldandi viðræðum utanríkisráðherranna í Genf í haust. Líklegt þykir, að Eden forsætisráðherra gefi brezka þinginu færi á að ræða árangur ráðstefnunnar áður en sumarleyfi þingmanna ganga í garð n. k. fimmtudag, og búast menn almennt við því, að Churc- hill láti þá til sín heyra. Austurríki tullvalda VlNARBORG, 26. júlí: — Á morgun munu Austurríkismenn fagna fullu sjálfstæði, er friðar- samningarnir við Ráðstjórnarrík- in og Vesturveldin þrjú ganga í gildi. Er þetta í fyrsta skipti síð- an Þjóðverjar hernámu landið ár- ið 1938, að Austurríki telst full- valda ríki. Gengið verður endan- lega frá gögnum friðarsamning- anna í Moskvu í fyrramálið. Her- námsstjórar Breta, Bandaríkja- manna, Frakka og Rússa koma saman til fundar í síðasta skipti á morgun, og dregnir verða niður fánar hernámsveldanna á bygg- ingu þeirri, er hernámsstjórarnir hafa haft aðsetur sitt í í Vínar- borg. EKKI STJÓRNMALA- ' SAMBAND Sérstakir ambasadorar verða sendir til Genfar til að taka þátt í viðræðum þessum, enda hafa löndin ekki stjórnmálasamband sín á milli, eins og kunnugt er. — Aðalfulltrúi Bandaríkjamanna verður A. Johnson, sendiherra BANDARÍKJAMENN í HALDI HJÁ KÍNVERJUM Kommúnistar í Kína hafa, eins og kunnugt er, haldið bandarísk- um borgurum í haldi, og hefir það orðið mikið misklíðarefni milli landanna. Þá dveljast einnig kínverskir stúdentar í Banda- ríkjunum, sem komast ekki heim vegna samgönguleysis milli landanna. VIÐURKENNA EKKI RAUBA-KÍNA Bandaríkjamenn hafa lýst því yfir, að þeir viðurkenni alls ekki kínversku stjórnina, þótt þeir taki þátt í þessum beinu samningsviðræðum við kínverska kommúnista. NÝJU DELHI, 26. júlí: — Mikil flóð, er orsakast af rökum Mon- súnvindum, ógna stórum svæðum í Norður-Indlandi. Talið er, að flóðið hafi þegar náð til um 4000 þorpa á þessu svæði. 15 féllu og 50 særð- usf í óeirðum í Meknes Meknes, 26. júlí. GRANDVAL, hinn nýskipaði landstjöri Frakka í Marokkó, hefir ákveðið að fresta för sinni um nýlenduna vegna þeirra óeirða, er urðu í Meknés, er hann heimsótti borgina í gær. Næsti viðkomustaður hans átti að verða Fés, en hann sneri þegar aftur til Rabat í dag. Skömmu áður hafði landstjór- inn sótt heim Marakesh og Casablanca. Heimsókn hans olli þar einnig blóðugum óeirðum, og margir biðu bana. í óeirðunum í Meknes biðu 15 bana og 50 Marokkó-búar særðust Um 10 þús. manna fóru í kröfugöngu um götur borgarinnar. Heimtuðu þeir, að Ben Yusef soldán, er Frakkar sendu í útlegð fyrir tveim árum, fengi að snúa aftur heim og yrði áfram þjóðhöfð- ingi landsins. Krúsjeff lét lítið yfir ér í Genf A ÐALRiTARI rússneska komm J\ únistaflokksins, Nikita Krú- sjeff, lét lítið til sín heyra á fundum Genfar-ráðstefnunnar, og sagt er, að Bulganin forsætisráð- herra hafi eingöngu leitað ráða hjá utanríkisráðherranum Molo- tov en aldrei hjá Krúsjeff. A. m. k. var það svo meðan á sjálf- um fundarhöldunum stóð. Til þessa hafa menn álitið, að Krúsjeff væri sá, er héldi stjórn- artaumunum í hendi sér að tjaldabaki í Kreml, en ef draga á ályktanir af hegðun ráðamanna í Kreml, hlýtur niðurstaðan að verða sú, að það sé hinn snyrti- legi, vel klæddi og borgaralegi — þrátt fyrir marskálkstitilinn — Nikolaj Bulganin, er mestu ræður þar í bili. Þeir virðast hafa skipt á hlutverkum. - • —- Er Bulgsnin og Krúsjeff sóttu Tító heim í maímánuði í Belgrad, var það Krúsjeff, sem lét mest til sín taka, en Bulganin var mjög hlédrægur. í Genf er það Bulganin, sem leikur aðalhlut- verkið, o% allt bendir til þess, að Krúsjeff hafi beinlínis feng- ið skipun um að hafa sig hægan. í hvert skipti, sem sendinefnd Ráðstjórnarinnar fór eða kom til Þjóðabandalagshallarinnar, gekk Krjúseff nokkrum skrefum á eft- ir Bulganin. Er þeir óku í sömu bifreið sat Krjúseff venjulega í framsætinu hjá bifreiðastjóran- um. -•- Það hefir komið greinlega í Bulganin lél mikið til sín taka í f yrsta skipti, síðan hann tók við embætti forsætisráðherra Ijós, að Krúsjeff hefir reynzt erfitt að láta svo lítið yfir sér, og hefir hann notað tækifærið til að láta ljós sitt skína í sam- kvæmunum að fundarhöldunum loknum. Krúsjeff — hrókur alls fagnaðar í veizlunum. Hann lagði sig fram við að ganga úr skugga um, að allir gestirnir hefðu verið kynntir hvor öðrum. Honum tókst oft- ast að vera hrókur alls fagn- aðar. Og fulltrúar Vesturveld- anna voru yfirleitt sammála um, að hann væri á sinn hátt aðlað- andi maður. Franski utanríkisráðherrann Pinay skýrir svo frá, að í veizlu þeirri, sem franska sendinefndin hélt sendimönnum Ráðstjórnar- innar fyrsta kvöldið, hafði Krjúsjeff beinlínis „haft einok- un" á samræðunum. í samkvæm- um, sem síðar voru haldin reynd ist hann líka mjög ræðinn, en hafði samt slegið nokkuð af — rétt eins og Bulganin hefði sagt honum að gæta tungu sinnar. - •- En athyglisverðast er samt I framkomu Rússanna, að þeir hafa ekki beitt fyrir sig slagorðum Marx eða Lenins. Jafnvel Molo- tov, sem á sínum tíma kom mörg- um fulltrúum S. Þ. til að sofna af leiðindum með þ.ví að nota sömu steinrunnu slagorðin, hef- ir samið sig mjög að háttum vestrænna fulltrúa í ræðum sín- um í Genf Og síðast en ekki sízt mun Genfar-fundarins verða minzt í sögunni sem þeirrar stórvelda- ráðstefnu þar sem Rússar virt- ust hafa uppgötvað, hversu mikil vægt það er að hafa gott sam- starf við fréttamenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.