Morgunblaðið - 27.07.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.07.1955, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 27 júlí 1955 MORGUNBLAÐIÐ 7 1 Dr. Benjamín Eiriksson: A Skrif Jóns Arnasonar JÓN ÁRNASON, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, er kominn á efri ár og á að baki sér á ýmsan hátt merkan starfsdag. Hann er einn af Jþeim mönnum sem hafa unnið að .því að færa út- flutningsverzlunina á íslenzkar hendur. Hefir hann unnið það þarfa starf — að vísu á annarra vegum — að sélja landbúnaðar- afurðir erlendis. Fyrir þetta starf sitt í þágu landbúnaðarins á Jón mikla viðurkenningu skilið, enda hlotið hana. En það er að sjá af nýlegum skriíum hans að honum finnist mikið vanta á að störf hans séu metin að verðleikum. Það er einkum hlutverk hans í peningamálunum, sem honum finnst vanmetið. Af skrifum hans er ljóst, að hann vili gjarna láta líta svo út að í þeim málum hafi hann einnig gegnt miklu og far- sælu hlutverki. En í því máli er hægt að gefa Jórii orðið um Jón. Lögin um Landsbanka íslands voru sett fyrir rúmum aldarfjórð ungi. Með þeim var stigið það ó- heillaspor að endiureisa íslands bankafyrirkomulagið í Lands- bankanum. Jón Árnason var for maður bankaráðsins nema fyrsta árið, þangað til hann varð banka- stjóri 1946, en hann lét af því starfi á síðastliðnu ári. Ýmsar tillögur um breytta skipan pen- ingamálanna liafa komið fram þetta timabil, enda gerir 1. gr. Landsbankalaganna ráð fyrir að horfið yrði síðar að fullum að- skilnaði sparisjóðsdeildar og seðlabankans. Jón Árnason hef- ir á umliðnum árum aldrei mátt heyra nefnt að neitt væri athuga vert, eða við neinu væri hróflað. Þrátt fyrir útlánaflóð og dýr- tíð, höftin á atvinnulífinu, geng islækkanir og stórfelldar verð- lagsbreytingar hefir Jón ekki vilj að taka í mól umbætur á skipan peningamálanna. Rétt áður en Jón lét af störf- um sem bankastjóri brá svo und- arlega við, að hann birti grein í Vísi um nauðsyn breytinga á meðferð peningamálanna (hinn 23. október 1953). í grein sinni í Vísi sagði Jón m. a.: „Verði ekki einhver meiri- háttar breyting á meðferð pen- ingamálanna, er hætt við að þess verði ekki langt að bíða, að var- anleg lækkun peninga komi til fríunkvæmda". Hann segir að peningamál þjóðarinnar séu í „bráðri hættu“. Kunnuga hlýtur að hafa rekið í rogastanz þegar þeir lásu þessa kröfu Jóns um að meðferð peningamálanna verði breytt. Þó segist hann ekki ætla að gera tilraur, til að benda á leiðir, „sem leitt gætu til um- bóta á öngþveiti peningamál- anna“. Enginn gerðist til að taka opin- berlega undir þessi skrif — eða skriftir — Jóns. Honum var ekki anzað. En eftir þessi skrif datt víst engum í hug að Jón færi að skrifa í kvörtunartón um vari- mat hlutverks síns í peningamál unum. Það var með þessa grein í hug, að ég las grein hans í Morg unblaðinu hinn 17. maí s.l. Þar vék hann enn að peningamálun- um. Ég gerði síðan athugasemd- ir við sagnaritun Jóns, sem hefðu getað orðið inngangur að frek- I ari skrifum um peningamálin. — Jón hefir síðan svarað í Tímanum ! hinn 8. þ.m., en þótt leitt sé frá að segja, þá forðast hann mál- ' efnalegar umræður eins og heit an eldinn. Óhjákvæmilegt er samt að ég leiðrétti nokkrar mis- sagnir og rangfærslur, sem eru í greininni og virðast helzt staía af vanstillingu höfundarins. MÁL í AFGREIÐSLD Jón segir í skrifum sínum að Magnús Sigurðsson hafi lítt hald- ið starfi sínu á lofti (erlendar lántökur) án þess þó að taka Magnús heitinn sér til fyrirmynd ar. Sannleikurinn er sá, að starí Fyrri hluli ið er þannig vaxið, áð það er úti lokað að hægt sé „áð halda því á lofti“. Jón segist í greininrri ekk ert hafa séð um lántöKumál ríkis- stjórnarinnar nú i blöðunum, né tekizt að afla sér áreiðaniegra frétta annars staðar. Flest eru þessi mál að xneira eða rninna leyti trúnaðarmál ríkisstjórnar- innar. Þetta veit Jón ósköp vei. Ég hefi á undanförnum árum tek- ið þegjandi við alls konar aðkasti í blöðunum, bæði rangfærslum á skoðunum mínum og eins alröng- rim frásögnum um gang mála, — og verð að gera svo enn, Það fylg ir því að vera embættismaður á íslandi. Jón segir skakkt frá ferðalögum mínum á síðastliðnu ári, og að engin lán hafi verið tekin, nema Alþjóðabankalánin. £jon geiur í skyn »ð Landsbank- inn hafi annast lántökur til 1954, er hann lét af störfum, en Fram- kvæmdabankinn var stofnaður í febrúar 1953). Annars veit ég ekki, hvort lántökur erlendis á að túlka sem lof eða last, þegar Jón á í hlut. Hann er yfirleitt á móti þeim, enda svartsýnn þegar efna hagslegar framfarir þjóðarinnar eru annars vegar Með grein sinni er Jón að fiska eftir blaða- skrifum um afgreiðslu og gang þessara mála, skrifum sem hann veit allra manna bezt að eru úti- lokuð. Það er furðulegt að maður í stöðu Jóns skuli láta líta svo út að hann sé algjörlega fáfróð- ur um gang þessara mála, þrátt fyrir skýrslur og aðrar upplýs- ingar, sem honum berast. Út af seinustu viðræðunum við Alþjóðabankann skal ég þó bæta því við, að að þeim loknum gaf ég, eins cg venja er til, skýrslu um ferðina til hæstv. fjármála- ráðherra. Skýrslunni til hans lýk ur með þessum orðum: „Áður en ég fór frá Washing- ton gekk ég á fund Jóns Árna- sonar. Skýrði ég honum frá við- ræðunum við bankann. Bað hann að fá skriflegt það sem ég hefði sagt (við hann) og lofaði ég að senda honum afrit af væntanlegri skýrslu um viðræðumar". Jón var þá nýkominn til Was- hington, sem fulltrúi Norðurland anna í bankaráðinu Siður er að láta fulltrúa íslands fylgjast með því sem gerizt. En samningar fara fram við bankastjórann og starfsmenn hans, ekki bankaráð- ið. I Ég gerði svo útdrátt úr skýrsl- I unni, þar sem sagt var frá við- ræðunum, ag sendi Jóni. Nú geta merin borið þettá saman víð fyrir spurnir og skrif Jóris í Tímann. Um þessa hegðuri Jóns eru til mörg orð á islenzku, en fá prent- hæf. STARF MAGNÚSAR SIGURÐSSONAR Þótt ég verði að vera fáorður um störf mín, vil ég ékki láta hjá liða að leiðrétta rangar staðhæf- ingar Jóns um skoðanir mínar. Ég hefi aldrei reynt að gera lítið úr lántökum Magnúsar heit- ins Sigurðssonar. Ég er Jóni al- veg sammála um það, að banka- sambönd þau i Bretlandi, sem Magnús heitinri Sígurðssón stofu aði tií fyrir íslands hönd, hafa verið mikilvæg og Íslandi hag- kvæm, og séu svo enn. En ég hefi margsinnis bent á hina vanræktu þætti peningamálanna innan- lands. Betri skipan þeirra mála myndi auka lánstraust þjóðarinn- ar en ekki minnka. Sú skipan, sem nú er, er þannig, að naumast verður við neitt ráðið beri eitt- hvað íit af. Enda sýnir grein Jóns í Vísi, að hann er loksins kominn á þá skcðun, að umbóta í meðferð peningamálanna sé þörf. AFSTABA MÍN TIL LANBSBANKANS Þá er Jón með fullyrðingar um það, að ég beri í brjósti „rótgróna en órökstudda óvild til Lands- bankans", og hafi „róið að því öllum árum að fá bankann lagð- an niður." Allt er þetta rangt- Ég var formaður þeirrar nefnd ar, sem samdi lögin um stofnim Framkvæmdabankans. — Sam- kvæmt tillögu okkar fékk I.unds- bankinn einn mann af fimm í bankaráð Framkvæmdabankans. Fyrir slíku fyrirkomulagi er ekk ert fordæmi á íslandi, og getur þetta varla talizt vottur um „rótgróna óvild“. Ég hefi aldrei lagt til að Landsbankinn yrði lagður niður, heldur að Seðla- bankinn verðj gerður að sérstök- um þjóðbanlra og að yfirvaldi peningamáianna. Jón er ærið drjúgur yfir því að þetta muni ekki ná fram að ganga (þrátt fyr- ir Vísisgreinina). En hvað sem því líður, þó er það víst að vanda málin eru og verða áleitin. Mjólkurfaú Hóamanna minnist 25 ára afmælis síns mei veyleeju faofi Um 3 faúsund geslír sótfu samk@nr::na Seljatungu, 25. júlí. SÍÐASTL. laugardag minntust félagsmenn Mjólkurbús Flóa- manna 25 ára starfsafmælis Mjólkurbúsins, með útisamkomw á eignarlóð sinni við Mjóíkurbúið á Selfossi. Hafði mikill og veg- legur undirbúniögur farið fram fyrir hátíðahöldín. Var hátíða- svæðið allt fánum prýtt og skreyting öll smekklega gerð. IIM 3 ÞÚS. MANNS SAMAN- KGMEN Á HÁTÍÐINNI Upp úr hádegi á laúgardaginn tók fólk að streyma að samkoimi- staðnum og um kl. 2, er hátíðin skyldi hefjast, var geysilegur mannfjöldi þarna samankominn. Voru það fyrst og fremst bændur á félagssvæðinu pg fjölskyldur þeirra, starfsfólk Mjólkurbúsins og íjöldinn allur af ibúum Sel- fossþorps. Er gizkað á, að þama hafi verið um 3 þúsundir gesta samankomnir er flest var. FJÖLBREYTT DÁGSKRÁ Sigurgrímur Jónsson, bóndi að Holti í Stokkseyrarhreppi, setti mótið með stuttri ræðu og bauð gesti velkomna. Að þvi búnu lék Lúðrasveit Reykjavíkur lag. Þá flutti Egill Thorarensen, formað- Ur Mjólkurbússtjórnar ávarp. — Minntist hann þar upphafs og undirbúnings stofnunar Mjólkur- bús Flóamanna, þróun þess gegn um árin og viðhorf þess í dag, Þá söng Guðmundur Jónsson, óperusöngvari, með aðstoð Fritz Weisshappels. Síðan flutti Stein- grimur Steinþórsson, landbúnað- arráðherra, ræðu, Þessu næst söng blandaður kór undir stjórn Sigurðar Ágústssonar í Birtinga- holti, en síðan flutti séra Svein- björn Högnason á Breiðabólsstað ræðu. Þá söng Karlakór Biskups- tungna úfndir stjórn Þorsteins Sigurðssonar á Vatnsleysu. LANGT AÐ KOMINN GESTUR Að þessu loknu flutti ávarp fyrsti mjólkurbússtjóri Flóabús- ins, en það var Jörgensen, og hafði honum verið boðið á há- tíðina frá Danmörku, þar sem hann nú er búsettur. Síðastur Iræðumanna var núverandi mjólk urbússtjóri, Gretar Simonarson. : Skýi'ði hann í stuttu máli frá gangi hinna risuvoxnu bygginga- framkvæmda er nú standa yfir hjá Mjólkurbúinu. R YGGING AFRAM K VÆMDIR SKODABAR | Þá var sýrid íslenzk glíma und- ír stjórn Sigurðar Greipssonar en að því loknu fór fram reipch'átt- ur milli bænda og starfsmanna Mjólkurbúsins. Sigruðu bændur eftir stutt en hörð átök. Er hér var komið, var dagskrá á enda, utan þess að dans átti að hefjast kl. 8 um kvöldið. Var nú sam- komugestum öllum boðið að þiggja veitingar er framreiddar voru í einni af nýbyggingu bús- ins, svo og að skoða bygginga- framkvæmdir. Veitt vár af mik- illi rausn og höfðingsskap. ÖLLUM ABILUM TIL SÓMA Um kvöldið hófst dansinn á geysistórum palli á hátíðasvæð- inu. En brátt varð fólk að yfir- gefa danspallinn vegna rigning- ar sem ágerðist með kvöldinu. Var eftir það dansað í nýbvgg- ingu hússins af miklu fjöri fram til kl. 2 e. m. Lauk svo þessari glæsilegu af- mælishátíð, er var ölium er að henni stóðu til mikils sóma, með því að ailir viðstaddir sungu ís- land ögrum skorið. Mun eigi ofmælt að þetta sé með myndarlegri hófum, sem efnt hefur verið til austan fjalls og ekki önnur farið betur fram. Mótaðisí samkoman öll af ein- lægum samhug féJagsmanna. ■— Gunnar. Thomas Mann Landssamband blandaðra kóra efnir fil verðlaunasam- keppni um sengiöi LANDSSAMBAND blandaðra færustu menn á þessu sviði hér kóra hefur ákveðið að efna til á landi. samkeppni um frumsamin lög sem gerð séu og raddsett fyrir biand- aða kóra. Verða veitt þrenn verð- laun. Á síðasta ársþingi Landssam- bands blandaðra kóra var sam- þykkt að efna til verðlaunasam- keppni um frumsamin lög, sem gerð séu fyrir blandaða kóra. 1 reglum fyrir keppni þessa segir að höfundar réði sjálfir gerð sönglaganna og geti valið sér texta að vild. Lögin mega ekki hafa birzt á prenti áður né flutt opinberlega. LRK áskilur sér fyrsta útgáfu- rétt af þeim söngverkum, sem verðlaun hlióta. Sönwverkunum skal skila til ritara LBK, Stein- dórs Björnssonar, Sölfhólsvötu 10, Rvík, fyrir 1. jan. 1956. Ekki hefur enn verið skipað I dóm- nefnd en dómarar munu verða 777er£'t# tS&n Framh. af bls, Z HUGLEIKIB VD9FANGSEFNI Af smásögum Manns mun Tonió Kröger (1903) vera þekkt- ust, og er sú saga til í íslenzkri þýðingu. Þar tekur höfundurinn á viðfangsefni, sem honum er mjög hugleikið, stöðu listamanns ins í lífinu og þjóðfélaginu. Af öðrum kunnustu verkum Manns má nefna Der Zaukerberg, Lotte in Weimar, Joseph und seine Briider og Doktor Faustus. Mann hlaut Nóbelsverðlaunin 1929. VÍSAÐ ÍJR LANDI Árið 1933 var Mann vísað úr landi af stjórnmálaástæðum. -— Áttá hann eftir það heima i Sviss um tíma, en fluttist síðan til Bandaríkjanna og átti þar heima, þar til hann fluttist til Evrópu aftur og settist að í Sviss — eins og annar mikilhæfasti höfundur' á þýzka tungu Hermann Hesse. Á styrjaldarárunum hélt Mann fyrirlestra í útvarp og varaði Þjóðverja við nazismanum og bar á þá allþungar sakir. Var hann all hvassyrtur, svo að Þjóð- verjar tóku honum heldur fálega er hann kom fyrst til Evrópu að stríðinu loknu. En nú hefir jafn- ast yfir það, og er þess skemmst að minnast er hann var kosinn heiðursborgari i fæðingarborg sinni í fyrra, og má segja, að hann sé almennt viðurkenndur sem mesti núlifandi rithöfundnr á þýzka tungu, en þannig titlar hann sig sjálíur. DMASAGA sú, sem hér birtist i »3 blaðinu, Friedemann litli, er líks efnis og Tonió Kröger að því levti, að hún fjallar um átök í sálarlífi manns, sem reynir að bæta sér bað upp í heimi listar- innar, sem lifið neitar honum um, en bíður ósigur. Þýðandi framhaldssögunnar er Sverrir Haraldsson cand. theol. Næturferðir frá Stykkishólmi STYKKISHÓLMI, 25. júlí — S.l. laugardag kom hingað í bæinn nýr áætlunarvagn, sem Bifreiða- stöð Stykkishólms hefir fengið til ferða miili Revkjavíkur og Stykkishólms. Er þetta diesel- vagn af Mercedes-Benz gerð og sæti fyrir 32 farþega en hægt er að hafa sæti fyrir 39 farþega með þvi að setja lausa stóla milli sæta og er sérstakur útbúnaður f>Tir það. Vagn þessi er hinn vandaðasti í alla staði og búinn öllum hugsanlegum tækjum, loft- ræsting góð og allur öryggisút- búnaður. Reyndist hann vel i þessari fyrstu ferð" sinni. Bifreiða stöðin hefir á þessu ári tekið upp þann sið, að ferðir héðan á fimmtudögum eru farnar kl. 12 á miðnætti, strax eftir komu m.b. Baidurs frá Brjánslæk og þykir hagræði vestanfólki, að burfa sem minnst að stanza á leiðinni. Mun þessi vagn annast h^ssar íerðir. — Á.L.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.