Morgunblaðið - 27.07.1955, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.07.1955, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 27 júlí 1955 MORGUNBLAÐIÐ 11 Helgi Kjartansson sextugur H ELGI KJARTANSSON bóndi hreppi átti sextugsafmæli á mið- vikudaginn var, 20. þ. m. Á þriðjudagskvöldið hringdi kunningi okkar Helga til mín, og spurði mig hvort það kæmi ekki afmælisgrein um hann í Morgun- blaðinu eða einhverju öðru blaði. „Hvernig á ég að vita það?“ svaraði ég. „Það er skömm að því, ef sextugsafmælis hans verð- ur ekki minnzt í blöðunum,“ sagði hann, „þú þekkir Helga vel, og hann er skógræktarmað- ur, en þú liggur á liði þínu, ef þú ekki skrifar um hann góða afmælisgrein. Þú veizt, að hann á það skilið “ Mér varð svarafátt, en sagði eitthvað á þá leið, að mér fynd- ist Helgi eiga skilið að fá að eiga Sitt sextugsafmæli svona nokkurn veginn í friði, og ef hann ætti að fá góða afmælisgrein. yrði einhver mér pennaliprari maður að sk"ifa hana. Auk þess væri algjörlega útilokað, að slík grein sem hann talaði um gæti komið á afmæli Helga, því að það væri sjálfsagt þegar langt komið að prenta öll blöð, sem ættu að koma út á morgun. „Það gerir ekkert til, þó hún komi þá ekki fyrr en hinn daginn," sagði kunn ingi okkar Helga. En eftir sam- talið varð mér einhvem veginn ekki rótt fyrr en ég tók mér penna í hönd. ★ ★ ★ Helgi Kjartansson er fæddur að Hvammi í Dölum 20. júlí 1895. Foreldrar hans voru síra Kjartan Helgason Magnússonar bónda í Birtingaholti og frú Sigríður Jó- hannesdóttir sýslumanns Guð- mundssonar í Hjarðarholti í Staf- holtstungum. Þegar Helgi var á 10. ári, var síra Kjartani veitt Hrunapresta- kall, og man ég það fyrst eftir Helga, er ég var drengur, ný- kominn í sveitina um vorið, til frændfólks míns í Hrunamanna- hreppi, að ungi prestssonurinn lék á orgelið í kirkjunni við messu. Var þetta öllum í sókn- inni mikið undrunar- og aðdáun- arefni, og ekki sízt okkur börn- Unum, sem vorum á svipuðu reki og ungi organistinn. Þau léku á orgelið til skiptis við messur, Helgi og Elín systir hans, sem er lítið eitt eldri en hann. Og ennþá lifir þessi saga í Hrunasókn: Roskinn bóndi í sókn inni var við kirkju skömmu eft- ir að síra Kjartan kom að Hruna. Hann settist utan til í kirkjunni og hlýddi á messu og söng og orgelspil. En var þetta sem hon- um sýndist og heyrðist? Var kom ið sjálfspilandi orgel í Hruna- kirkju? Drenghnokkinn, sem sat við orgelið var ekki hærri í loft- inu en svo, að kirlrjugesturinn, sem sat utan til í kirkjunni, sá engan organistann. Eða kannske hefur hann ekki áttað sig á því, að litli glókollurinn, sem hann sá á hnakkann á í innstu bekkja- röð væri organistinn. Helgi er ennþá organisti í Hrunasókn og Tungufellssókn. Hann óx og varð hár maður og gerfilegur, en enn- þá er hann lítt fyrir það gefinn að láta mikið á sér bera. Á unga aldri stundaði Helgi Kjaríansson búfræðinám við bændaskólann á Hvanneyri, og nokkrum árum síðar hélt hann til Noregs og réðist til starfa á bóndabýli á Jaðri og dvaldist þar um eins árs skeið. Slíkt var ekki óalgengt á þeim árum, og var það vissulega hvorttveggja í senn góð hugvekja og góður skóli fyr- ir íslenzk bændaefni, því að á Jaðri var mikið unnið að nýrækt við mjög erfið skilyrði. Þar þurfti, auk sjálfrar jarðvinnsl- unnar, að fjarlægja mjög mikið af smáu og stóru grjóti og ræsa fram. Að lokinni dvölinni á Jaðri fór Helgi víðar um Noreg, og dvaldist m. a. nokkra mánuði í Þrændalögum. Eftir heimkomuna frá Noregi tók Helgi við bústjórn á heimili föður síns í Hruna, en vorið 1930 Stofnaði hann nýbýli í Grafar-í Helgi Kjartansson landareign skammt frá Litlu- Laxá, reisti þar myndarlegt íbúð- arhús og peningshús og hlöðu, og skýrði býlið Hvamm. Bærinn stendur hátt og þurrt, niðri undir rótum svokallaðra sýslunefnd, í stjórn Skógræktar- félags Árnesinga, og vafalaust gegnir hann og hefur gegnt mörgum fleiri trúnaðarstörfum, sem mér er ekki kunnugt um. Helgi Kjartansson er kvæntur Elínu Guðjónsdóttur Helgasonar, fyrrv. bónda í Gröf í Hruna- mannahreppi. Er heimili þeirra hjóna með miklum myndarbrag, og umgengni öll, bæði úti og inni til fyrirmyndar. Þrjú mannvænleg börn eiga þau hjónin, öll uppkomin. Eru tvö þeirra heima, Jóhannes og Guðrún, en yngri bróðirinn, Kjartan, er við búnaðarnám í Noregi. Eru börnin öll mjög vel samhent foreldrum sínum um allt sem lýtur að velferð heim- ilisins. ★ ★ ★ Mjög var gestkvæmt í Hvammi á sextugsafmæli húsbóndans, . bæði af sveitungum hans og öðr um vinum hans og frændum, komnum lengra að. Við það tæki- færi barst hjónunum vegleg gjöf. vönduð stofuhúsgögn, frá öllum . Högnastaða- . sóknarbörnum Hruna- og Tungu- asa moti suðaustri. Er utsym fellssóknar) 0g önnur afmælisgjöf gott til austurs og suðurs. Litla- fr£ sveitungum Helga, málverk, Laxa er til mikillar pryði, þar sem hún rennur í stórum bugð- um skammt fyrir neðan bæinn, og svo er rétt steinsnar niður að i frá' því>“aðTað' hefðTekÍkl Héraðsmót UIVIS Snæ- fells og Hnappadalssýslu mun berast honum, eftir að ros- anum linnir. Oddviti sveitarinn- ar, sem var meðal veizlugesta, Hverahólmanum. Enn staðarlegt heim að líta af veginum handan við Litlu-Laxá. Síra Kjartan lét af prestskap þetta vor, og fluttust foreldrar Helga með honum að Hvammi, og dvöldust hjá honum það sem eftir var ævi þeirra. í Hvammslandi er mikill jarð- hiti og mun Helgi hafa haft auga- stað á honum, er hann valdi „landnóm“ sitt, því að jarðhit- ann hefur hann virkjað óspart. Er hann notaður til matarsuðu, híbýlahitunar og garðræktar. — Heima við bæinn er litið gróður- hús, næstum jafngamalt bæn- um, og seinna reisti Helgi í félagi við nágranna sinn og lærisvein í garðræktinni, Einar í Garði, stórt gróðurhús skammt fyrir neðan bæinn, en Garður er garð- ræktarnýbýli úr Hvammslandi, miklu yngra en Hvammur. Garðræktin mun mega teljast aðalstarf Hvammsbóndans. Auk gróðurhúsanna eru þar miklir garðar, bæði á yljuðu landi og köldu, þar sem ræktað er alls konar grænmeti. En Helgi hefur jafnframt stöðugt lagt stund á túnrækt, og eru nú orðin stór tún í Hvammi, og allstórt kúabú: Þá er ekki sízt merkilegt skóg- ræktarstarf Helga í Hvammi. — Skömmu eftir að hann reisti ný- býli sitt, girti hann dálítinn blett í brekkunni fyrir ofan bæinn og setti þar niður trjágróður, sem hann tók með sér frá Hruna. Nokkru seinna girti hann brekk- una alla ofan við bæinn, upp á brekkubrún, og er svæðið sem girt er á að gizka einn ha. Svæði þetta er nú að verða alsett trjá- gróðri, sumt aðeins litlar plönt- ur ennþá, en hæstu trén á þriðju mannhæð. Þarna er skjól fyrir norðan- og norðvestanátt, en í landnyrð- ingi, sem oft er þrálátur, er jafn- an harður strengur meðfram ásn- um, og opið fyrir austanátt, sunn- anátt og útsynningi. En það er skemmst frá að segja, að þrátt fyrir takmarkað skjól vex þarna allur trjágróður, birki, reynivið- ur, greni og fura, sérstaklega vel, og er til mikillar prýði. Mestallt birkið sem gróðursett hefur verið í brekkunni seinni árin er alið upp af fræi í Hvammi og það er svo beinvaxið og vöxtu legt að undrun sætir. Þá má geta þess, að í Hvammi hefur verið alið upp töluvert af trjáplöntum, aðallega birki, sem miðlað hefur verið víðsvegar um sveitina. Brekkan í Hvammi, svo og ungi skógarlundurinn við Álfaskeið benda til þess, að í uppsveitum Árnessýslu séu mjög góð skilyrði til skógræktar. Ýmis opinber störf hafa hlað- izt á Helga í Hvammi. Hann er hreppsnefnd, skólanefnd og getað orðið tilbúið fyrir afmælið, sökum langvarandi sólarleysis, og töldu víst bæði afmælisbarn- ið og veizlugestir það fullgilda afsökun. Að öðru leyti setti hið óhagstæða tíðarfar engan svip á afmælisveizluna. Gestir og heima fólk skemmta sér við söng og hljóðfæraslátt og samræður fram á nótt. ★ ★ ★ Helgi Kjartansson er gjörhug- ull maður og grandvar. Auk þess hefur hann góða kýmnigáfu, og er mjög skemmtilegur í góðum vinahópi, og ágætur ferðafélagi er hann. Á sá er þetta ritar góðar endurminningar um ferðalög með Helga, bæði lestaferðir (með vagnalestir) frá unglingsárunum, og trypparekstra og aðra ógleym anlega útreiðartúra frá seinni ár- um. Ekki er ég óhræddur um, að Helgi reiðist mér fyrir að vera að rausa um sig í blöðunum, en verst þykir mér ef það verður til þess að ég fái aldrei að koma á hestbak hjá honum oftar. Guðmundur Marteinsson. Eru í A.-Þýzhðlandi BERLÍN, 25. júlí — Krusjeff og Bulganin eru nú staddir í Aust- ur-Þýzkalandi í opinberri heim- sókn. Munu þeir einnig ræða við kommúnistaleiðtogana þar um framtíð Þýzkalands. Sjúkoff og Gromyko komu við í Austur-Berlín á leið sinni aust- ur til Rússlands. Þeir höfðu að- eins tveggja stunda viðdvöl þar og héldu þegar heim til Moskvu. HERAÐSMOT Ungmennasam- bands Snæfellsness og Hnappa- dalssýslu var háð í Stykkishólmi 10. júlí s.l. Hófst það kl. 2 með guðsþjónustu í Stykkishólms- kirkju. Til leiks mættu keppendur úr 8 félögum á sambandssvæðinu og varð Umf Snæfell Stykkis- hólmi hæst að stigatölu, eða með 76 stig, en næst varð íþróttafé- lag Miklaholtshrepps með 52 st. Úrslit i einstökum greinum: 100 m hlaup: Karl Torfason, Snæfell 11,8 Karl Ásgrímsson, Í.M. 12,0 Kristófer Jónasson, Tr. 12,0 400 m hlaup: Karl Torfason, Snæfell 62,2 Karl Ásgrímsson, Í.M. 60,6 Ragnar Hallsson, Eldborg 61,2 1500 m hlaup: Daníel Njálsson, Sk.str. 4,52,9 Vilhj. Pétursson, Gr.f. 4,57,3 Sigurður Eiðsson, Í.M. 5,02,0 4x100 m boðhlaup: A-sveit Snæfells 52,0 Hástökk: Kristófer Jónasson, Tr. 1,70 Jón Pétursson, Snæfell 1,65 Ágúst Ásgrímsson, Í.M. 1,60 Langstökk: Kristófer Jónasson, Tr. 6,35 Halldór Ásgrímsson, Í.M. 6,15 Jón Pétursson, Snæfell 6,14 Þrístökk: Jón Pétursson, Snæfell 13,36 Halldór Ásgrímsson, Í.M. 12,96 Kristján Torfason, Snæfell 12,68 Stangarstökk: Brynjar Jensson, Snæfell 3,10 Karl Torfason, Snæfell 2,95 Daníel Njálsson, Sk.str. 2,80 Kúluvarp: Ágúst Ásgrímsson, f.M. 13,58 Einar Kristjónss., Staðars. 12,68 Karl Ásgrímsson, Í.M. 11,46- Kringlukast: Jón Pétursson, Snæfell 37,40 Ágúst Ásgrímsson, Í.M. 36,43 Einar Kristjánss., Staðars. 33,46 Spjótkast: Einar Kristjánss., Staðarsv. 49,21 Hildimundur Björnsson. Sn. 44,80 Bjarni Alexandersson, í. M. Glíma Ágúst Ásgrímsson, Í.M. 8 Halldór Ásgrímsson, Í.M. 6 Karl Ásgrímsson, Í.M. 4 80 m hlaup kvenna: Guðbjörg Lárentsínusd. Sn. 11.5 Elísabet Hallsdóttir, Eldb. 12,0 Guðrún Hallsdóttir, Eldb. 12,0 Langstökk kvenna: Svala ívarsdóttir, Snæfell 3,96 Lovísa Sigurðardóttir, Snæf. 3,87 Sigrún Eiðsdóttir, Í.M. 3,65 Hástökk kvenna: Lovísa Sigurðardóttir, Sn. 1,22 Svala ívarsdóttir, Snæfell 1,17 Sigrún Eiðsdóttir, Í.M. 1,07 4x100 m boðhlaup kvenna: A sveit Snæfells 64,6 Veður var milt en gekk á með skúrum seinni part dagsins. Fór mótið vel fram. Um kvöldið var dansleikur í samkomuhúsi bæjar- ins. Fjölmenni sótti héraðsmótið víðsvegar úr sýslunni. — Á. H. Byggingaframhvæmdir í Ólafs- vík með mesta móti í somor 6 sbúðarhús í sirJðum og vlðgerð á brimbrjófnum ÓLAFSVÍK, 21. júlí: — Tíðarfar hefur verið afarslæmt undanfar- ið. Stöðugar rigningar og rok. Hefur tíð þessi haldizt nú á ann- an mánuð. Hey standa undir stórskemmdum. Sáralítið hefur verið hirt í hlöður og eiga menn því mest allt sitt hey á túnum í göltum eða jafnvel flatt. Síðast- liðna nótt var hér aftakaveður með rigningu og roki. GÓÐUR AFLI Nokkrir bátar hafa stundað rek netjaveiðar héðan og hefur afli verið allgóður. Voru bátarnir með úr síðasta róðri um 100 tunn- ur, úr að meðaltali 35 netum hver. Fjórir bátar eru á síldveiðum með hringnætur fyrir Norður- landi. Fyrir skömmu var keyptur hingað nýr bátur, og er það 9. báturinn hér í Ólafsvík. Var það Bjarni Ólafsson, 36 lesta frá Ný$9 heilsuhæli Nátlúrulæknlngafélags íslands í Hveragerði SÍÐASTLIÐINN sunnudag tók Náttúrulækningafélag íslands til starfa í nýjum húsakynnum í Hveragerði. Er það heilsuhæli sem félagið hefur sjálft látið reisa og verið hefur í byggingu undan- farin tvö ár, en byrjað var á hælinu haustið 1953. Keflavík. Er hinn nýi eigandi hans Halldór Jónsson útgerðar- maður í Ólafsvík. MIKLAR BYGGINGA- FRAMKVÆMDIR Byggingaframkvæmdir eru með mesta móti hér í sumar, en talsverð ekla hefur verið á fag- mönnum til framkvæmdanna. Sex íbúðarhús eru nú í smíðum og einnig er verið að Ijúka við byggingu hraðfrystihúss kaup- félagsins Dagsbrúnar hér. Þá cr einnig verið að endurbæta hrað- frystihús ólafsvíkur og fiskverk- unarstöðina Hrói h.f. BRIMBRJÓTURINN LENGDUR Unnið er að því að lengja norð- urgarð Ólafsvíkurhafnar og er þegar búið að lengja garðinn um 13 metra. í undirbúningi er að lengja hann um 11 metra til við- bótar og verður þá garðurinn allur 24 metrar að lengd. 14 manna vinnuflokkur starfar við verk þetta. — Einar. RÚMAR 28 GESTI Náttúrulækningafélagið hefur um nokkurra ára skeið rekið heilsuhæli í Hveragerði en ekki fyrr í sínum eigin húsakynnum. Hælið er að vísu ekki fullbyggt ennþá, aðeins fyrsta áfanganum lokið. Rúmar það 28 gesti auk starfsfólks. Meðal annara salar- kynna má nefna borðsal fyrir 100 manns, setustofu o. fl. SEINNI ÁFANGINN Sú álma byggingarinnar, sem fullgerð er, er 260 ferm að flatar- máli. Er ákveðið að byggja aðra álmu jafnstóra þeirri sem lokið er og verður í henni leikfimis- salur, sundlaug og borðtennissal- ur. Lard hælisins er 20 hektarar og liggur það austanvert við Hveragerðisþorp beggja megin Varmár. ÓKEYPIS TJALDSTÆÐI Þar sem heilsuhælið er nú þeg- ar fullskipað fram í ágústmánuð, en fjöldi fólks á biðlista, hefur félagið ákveðið að gefa fólki kost á ókeypis tjaldstæðum í landi sínu svo og útvegun her- bergja úti í þorpinu fyrir þá sem óska að fá heilsukost hjá hælinu Ákveðið er að reka hælið allt árið. Læknir hælisins er Jónas Kristjánsson. Óhags!æð heyskap- HÖFN í HORNAFIRÐI, 25. júlL — í Hornafirði hófst heyskapur snemma í mánuðinum. Hefur heyjatíð verið óhagstæð og frem- ur lítið náðst inn af heyjum. — Hins vegar hefur tekizt að ná þeim saman svo ekki liggur mik- ið undir skemmdum ennþá. Grasvöxtur er víða orðinn mjög mikill, jafnvel um of, enda hefur slátturinn mjög tafizt vegna óþurrka. Fyrir nokkrum dögum braut Hólmsá á Mýrum skarð í varnar- garðinn og flæðir hún nú austur Mýrarnar og fellur um HoltagiL Mun talsvert af engjum vera 1 hættu vegna árinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.