Morgunblaðið - 28.07.1955, Page 1

Morgunblaðið - 28.07.1955, Page 1
U. árgangnr 168. tbl. — Fimmtudagur 28. júlí 1955 PrentsmiSja Morgunblaðsins Bulganin, Krutschev fara til Englands Síðan (e.t.v.) til USA London og Washington 27. júlí: ÐULGANIN forsætisráð- j herra Rússa, og Kruts- chev leiðtogi kommúnista- j flokks Rússa koma í opin- ; bera heimsókn til London næsta vor. Sir Anthony Ed- j en skýrði brezka þinginu frá þessu í dag. Tíðindum þessum hefir verið fagnað jafnt í Eng- landi, sem og í Frakklandi, en þar hefir Faure forsætis- ráðherra látið í veðri vaka að rússnesku ráðherrarnir kunni einnig að koma til Parísar. í Washington hefir Eisenhow- er forseti verið spurður að því, hvort rússnesku ráðherrarnir ætli einnig að koma vestur um haf. Forsetinn gaf í skyn að um þenna möguleika hefði verið rætt í Genf, en engar „formleg- ar“ ákvarðanir teknar. BETRA LOFTSLAG Bæði Eisenhower forseti og Eden forsætisráðherra viku að á- hrifum Genfarfundarins í dag. — Eden sagði í brezka þinginu að loftslagið í heiminum væri betra nú en áður. Hann kvað hafa á- unnizt að stríðshættan væri nú minni en áður. Helzta óleysta vandamálið væri sameining Þýzkalands. Eisenhower sagði í Washington að ekki væri hægt að tala um upphaf nýrra tíma í Evrópu, en hjtt væri hægt að segja að hafin væri viðleitni í þessa átt. Eisenhower benti á þá breyt- ingu frá því sem áður var, að ekki hefði heyrzt eitt einasta eitrað svar eða illmælgi um ein- staklinga eða þjóðir á heillar viku fundi í Genf. KÍNA í ræðu sinni í brezka þing- inu í dag, sagði Eden forsæt- isráðherra, að stríðshættan væri meiri í Asíu heldur en í Evrópu. Eisenhower forseti sagði í dag, að rædd yrði á sendiherrafund- inum í Genf í næstu viku, er þeir koma þar saman sendiherra Bandaríkjanna í Prag og sendi- herra Kína-kommúnista í Bern, mál er varða ameríska fanga í Kína og kínverska borgara í Bandaríkjunum. Ekki er gert ráð fyrir að For- mósu-málið verði rætt á þeim fundi. En Eisenhower taidi ekki óhugsandi að svo gæti farið að Chou En Lai og John Foster Dulles myndu hittast síðar til þess að ræða önnur ágreinings- mál Kínverja og Bandaríkja- manna. Aðalvandinn á slíkum viðræð- um er afstaða Bandaríkjastjórn- ar til Formósustjórnarinnar. — Eisenhower sagði í dag, að Banda ríkjamenn myndu ekki snið- ganga skyldur sínar gagnvart For mósustjórninni í viðræðunum í Genf. ' KOTIO Á 58 MANNA FLUCVÉL YFIR BÚLGARÍU Sama vandamálið — önnur orsök STÓR forsíðufyrirsögn á danska blaðinu „Dagens Ny- heder“, síðastliðinn sunnudag, er á þessa leið: SÓLIN ORÐIN VERSTI ÓVINUR BÓNDANS Regn innan viku ef bjarga á uppskerunni. Kornið þroskast of ört og gefur of Iítið brauð. Og í greininni er talað um að fólkið á steingötunum (það sem ekki er í sumarleyfi) sendi til himins heita bæn um þótt ekki væri nema eins dags dumbungsveður. Sums staðar í Danmörku hefur sólin skinið látlaust í heilan mánuð. „Við verðum að fá nokkra sólarlausa daga,“ segja danskir bændur, „þá verðum við ánægðir." Adenauer setur skilyrði BONN 27. júlí. — von Brentano, utanríkisráðherra hjóðverja sagði við blaðamenn í dag að dr. Adenauer myndi ekki setja nein fyrirfram skilyrði, ef hann færi til Moskvu, en á svari sov- étstjórnarinnar við síðustu orð- sendingu Bonnstjórnarinnar ylti það, hvort dr. Adenauer færi yf- irleitt til Moskvu. Sjálfur dvelur dr. Adenauer enn í sumarleyfi í Sviss. Von Brentano sagði að ef dr. Adenauer færi til Moskvu, þá myndi hann ræða við Sovétríkin það mál, sem væri efst í huga þeirra, þ.e. sameiningu Þýzka- lands. Ókyrrð í flokki dr. Adenauers Bonn, 27. júlí. SAMNINGAR til undirbúnings viðræðum dr. Adenauers við fulltrúa Sovétríkjanna í Moskvu í byrjun sept. n. k., standa þessar vikurnar yfir milli von Malzens, sendiherra Þjóðverja í París og rússneska sendiherrans Sergei A. Vinograðovs. í sambandi við þessa samn- inga er ástæða til þess að vekja athygli á þrennu: • Á meðan á Genfar-fundinum stóð gaf blaðamannadeild kristi- lega demókrataflokksins — flokks dr. Adenauers — út yfir- lýsingu, þar sem sagt var afdrátt- arlaust að Vestur-Þjóðverjar muni taka upp beina samninga við Sovétríkin um sameiningu Þýzkalands ef stórveldin afgreiði ekki Þýzkalandsmálið á fundin- um. Fulltrúi þýzku stjórnarinn- ar mótmælti þegar í stað þessari yfirlýsingu og sagði að dr. Aden- auer myndi aldrei semja við Rússa nema í samráði við Vest- urveldin. En greinilegt er að ókyrrð er í flokki dr. Adenauers. • Krutschev, hinn rússneski, notaði tækifærið á meðan hann var staddur í Austur-Berlín eft- ir Genfar-fundinn •— en þangað fór hann til þess að ögra Vestur- Þjóðverjum — til þess að segja Framh. á bla. U „Slílum þessari samkundu.. Hvernig Austurríki varð frjálst VÍNARBORG, 27. júlí — „Ég legg til að við leysum upp þessa samkundu" — með þessum orð- um lauk fulltrúi Frakka máli sínu á fundi Eftirlitsnefndar bandamanna í Vínarborg í dag. Með þessum orðum lauk tíu ára hernámi Austurríkis. Fyrir utan höllina, þar sem hernámsnefndin hefir haft að- setur sitt drógu hermenn niður fána hernámsveldanna fjögurra, Bandaríkjamanna, Breta, Frakka og Sovétríkjanna. Að hún var dreginn rauð hvítur fáni Aust- urríkismanna. Julíus Raab hélt útvarpsræðu og fagnaði frelsinu. Síðustu erlendu hermennirnir verða horfnir frá Austurríki inn- an 90 daga Fyrir austurríska þinginu ligg- ur lagafrumvarp í tveim liðum, þar sem 1) lýst er yfir ævarandi hlutleysi Austurríkis og þeirri ákvörðun austurrísku þjóðarinn- ar að verja þetta hlutleysi með öllum þeim tækjum, sem hún hefir yfir að ráða og ennfremur er því lýst yfir að þjóðin muni upp frá þessu ekki taka þátt í hernaðarbandalögum né leyfa herstöðvar í landi sínu og 2) ákveðið er að rikisstjórnin skuli sjá um framkvæmd þessara laga. Austurríki fær fastan her, og hefir verið ákveðið að þjálfun- artími hans skuli vera níu mánuðir. Krulschey GENF: — Nikolai A. Bulganin, forsætisráðherra Sovétríkjanna, gekk fyrstur út úr Þjóðabanda- lagshöllinni og var fyrstur rúss- nesku samninganefndarmann- anna til þess að koma að bíl þeirra, er þeir fóru frá Genf s.l. laugardag. Hann ætlaði að fara að stíga inn i bílinn, en áttaði sig og vék til hliðar. Fram hjá honum gekk Krutschev og steig inn í bílinn. Þrátt fyrir titil Bylganins er almennt álitið að Krutschev sé æðsti foringi Sovétríkjanna. — 1 (Skv, New York Times). „Faftir" Sameinuðu þjóðanna látinn Flugvélin nauðlendir — síðan þögn Aþena 27. júlí. STÓR Constellation flugvél frá ísrael, sem var á leiðinni frá London til Tel Aviv með um 50 farþega og 7 manna áhöfn — flugstjórinn er brezkur — varð að nauðlenda í Búlgaríu skammt frá grísku landamærunum í morgun, eftir að heyrzt hafði frá henni neyðarkall á þá leið, að skotið væri á hana úr búlgörskum loftvarnabyssum. Engin tilkynning hafði verið birt í Búlgaríu um þenna atburð, síðast þegar fréttist í kvöld. Sumar fregnir herma að grísk- ir landamæraverðir hafi séð flug- vélina hrapa í ljósum logum skammt innan búlgörsku landa- mæranna og að stundu síðar hafi borið þarna að marga sjúkra- vagna. AÆTLUNARFLUGVEL Flugvélin var á áætlunarflugi og hafði komið við í Vínarborg. Skömmu eftir að hún var farin frá Vínarborg barst frá henni neyðarkall (S.O.S.) og var hún þá yfir landamærum Búlgaríu og Grikklands. Flugvöllurinn í Istanbul, en þar var næsti áfangastaður flugvélarinnar, tel- ur sig hafa heyrt flugstjórann biðja um hjálp „þar eð skothríð dyndi umhverfis vélina frá loft- varnabyssum“. Kvaðst flugvélin ætla að reýna að nauðlenda í landamærabænum Utsirinavo. í FALLHLÍF Grískir hermenn, segjast hafa séð brennandi flugvél hrapa inn- an búlgörsku landamæranna kl. rúmlega sjö í morgun, og telja sig hafa séð tvo menn stökkva úr vélinni með fallhlíf, en fall- hlíf annars þeirra logaði. Sendinefnd frá ísrael er lögð af stað til Búlgaríu til þess að rannsaka þetta mál. Washington. FYRRUM utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Cordell Hull andaðist í sjúkrahúsi flotans hér á sunnudaginn, 83. ára að aldri. Cordell Hull var utanríkisráð- herra í stjórn Franklins D. Roosevelts á árunum 1933—1944. Enginn maður hafði fyrr verið eins lengi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Cordell Hull var utanríkisráð- herra Bandarikjanna er Japanar réðust á Pearl Harbour og hafði þá staðið í samningum við japanska sendimenn í Washing- ton um nokkurra vikna skeið. Eftir að árásin var gerð las ráð- herrann Japönunum pistilinn og varð frægui fyrir. Cordell Hull var einn af þeim mönnum, sem mestan þátt áttu í mótun Sameinuðu þjóðanna. En er stofnskrá þeirra var sam- þykkt í San Francisco árið 1945, var Cordell Hull fyrir tæpu ári búinn að biðjast lausnar frá embætti, vegna heilsubrests. í upphafi stofnfundar S. Þ. sendu helztu menn fundarins — Anthony Eden, V. M Molotoff og Stettinius. (sem þá hafði skömmu áður tekið við embætti utanríkis- ráðherra í Bandaríkjunum) — kveðjuskeyti til C. Húll, þar sem segir m. a. Vér þurfum varla að taka það fram að fjarvera þess manns frá San Francisco, sem farið er að líta á um allan heim, sem föður Sameinuðu þjóðanna er mjög tilfinnanleg og gætir hennar stöðugt ekki aðeins meðal vor heldur einnig meðal hinna mörgu vina vorra frá öðrum þjóðum, sem hér eiga fulltrúa. Þýzkur her í lýð- ræðislepm búningi Bonn, 27. júlí. IDAG, miðvikudag, kom saman í Bonn 38 manna nefnd (þar af 2 konur), sem á að úrskurða um siðferðilega og pólitíska hæfni liðsforingja í hinum nýja þýzka her. Lögin um herinn, sem skipaður verður sex þúsund mönnum, voru endanlega sam- þykkt í lok síðustu viku. Þessir sex þúsund hermenn verða kjarn inn í væntanlegum 500 þús. manna her Vestur-Þjóðverja. Einkennisbúningar hins nýja hers verða mjög frábrugðnir bún ingum gamla þýzka hersins — verða miklu lýðræðislegri, eins og sagt er. í stað hins stífa kraga, kemur opið hálsmál, og í stað hnéhárra stígvéla, skór á ame- ríska hermannavísu. — Yfirleitt þykja búningar mjög sniðnir eft- ir búningum ameríska hersins. — Búningurinn verður grár (var áður grænleitur) nema búningur sjóliða, hann verður áfram flota blár. Á tízkumáli heitir hinn nýi búningur A-línan (Adenauer), gamli búningurinn H-línan (Hitler).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.