Morgunblaðið - 28.07.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.07.1955, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 28. júlí 1955 MORGVNBLAÐIÐ !7 1 Dr. Benjamín Eiráksson: j* Skrif Jéns Arnasonar Hvergi eru tiltölulega eins margír hestar og á Islandi, segir í Biliedblaðs-greminni. Góð landkynning í Billedbladet myn&ir og g gre-in EINS OG áður hefur verið sagt frá í fréttum, komu hingað fyrir hálfum mánuði fréttamaður og ljósmyndari frá danska viku- blaðinu, Billedbladet. — Það voru þeir Helge Steincke, blaðamaður, Og Olaf Kjelstrup, ljósmyndari. — Þeir félagar komu hingað á , vegum Flugfélags íslands og dvöldust hér vikutíma. — Ferðuðust þeir víða um landið, m. a. til Grímseyjar, og tóku mikinn fjölda Ijósmynda. GÓÐ LANDKFNNING I selt. Af auglýsingun þessari er Árangurinn af ferðalagi þeirra mynd af íslenzkri blómarós og er nú kominn í ijós. — í síðasta neðan við hana stendur: Sjáið og' Billedblaði, sem út kom í gær, iesið um fsland i Billedbladet. eru sex síður helgaðar Íslandi. Þar eru margar myndir frá ýms- um stöðum á landinu, s. s. Gríms- ®y, Akureyri, Þingvöllum, Rvík, Geysi og víðar. Auk þess eru mokkrar myndir af íslenzkum stúlkum í blaðinu, og er sú land- kynning ekki af verri endanum — enda virðast þeir félagar hafa haft mikinn áhuga á íslenzku kvenfólki! Myndirnar í Billedblaðinu eru flestar ágætar, og er þarna um að ræða góðan skerf til íslenzkr- ar landkynningar. ÍSLANDS-AUGLÝSING Þess má loks geta, að íslands- greinin er hvarvetna auglýst að- algrein blaðsins, enda þótt for- síðumyndin sé af „de tre dejlige prinsesser". — Billedblaðið hefur nefnilega látið prenta sérstaka auglýsingu til að vekja athygli á Islandsgreininni og er hún sett upp, alls staðar þar sem blaðið er Höfðu áhuga á íslenzku kven- fólki! — Þessa mynd tók danski ljósmyndarinn af Itúnu Brynj- ólfsdóttur. Ivísýnt, hvort Ingi R. kerast í úrslit í heirasmeistaramóti unglinga ISÍDUSTU viku hófst hcimsmeistaramót unglinga í skák í Ant- werpen og tekur einn íslendingur þátt í mótinu, íngi K. Jó- hannsson, sem aðeins er 18 ára. — Keppendur eru 24 og tefia í þremur riðlum. — Þeir eru: i A-riðill 1. Deiseach, írland 2. Jörgensen, Danm. 3. Purdy, Ástralía 4. Somers, Belgía 5. Hállström, Finnl. 6. Klages, V-Þýzkal. 7. Van Osterom Holl. 8. Spasskí, Sovétr. B-riðill Johannessen, Noreg. Muller, Frakkland Schweber, Argentína Portisch, Ungverjal. Donía, Saar Ingi R. Jóh., ísland Tringov, Búlgaría Lloyd, Bretland C-riffill Philippe, Luxemburg Van Hoorne, Belgía Keller, Sviss Mednis, Bandarikin Farré, Spánn Cirric, Júgóslavía Kreppenhofer, Austr. Brodén, Svíþjóð LANDBÚNAB ARLANIN Það, sem einkum virðist angra Jón er það, að hann hafi ekki engið þakkir fyrir annað land- oúnaðarlánið, sem tekið var hjá Alþjóðabankanum. Þar sem hér a‘r um að ræða liðna tíð og af- greidd mál skal ég fara nokkrum jrðum um þessar lántökur og að- iraganda þeirra. Sumarið 1950 var verzlunará- itandið mjög slæmt, skortur á .nörgum helztu nauðsynjum. — Gjaldeyrisaðstaðan var erfið. En pannig var samt ástatt, að stór- .é vantaði til ýmissa nauðsyn- ægra framkvæmda. Innlent fjár- magn vantaði, innlend „financer- ing“ myndi því dýrtíðarmynd- andi, og útilokuð. Kom þá fram tillaga, þó ekki frá Jóni, að leit- að yrði til Alþjóðabankans, þar á meðal um lán til landbúnaðar- framkvæmda. Málið var síðan borið undir Jón, bar sem hann var fulltrúi íslands í yfirstjórn bankans. En hann taldi að Al- þjóðabankinn myndi ekki lána nema dollara. ísland hafði á þeim árum mik- inn greiðsluhalla við dollarasvæð ið, og engar likur á því að ástand ið myndi breytast það mikið, að treystandi væri að hægt yrði í framtíðinni að greiða miklar skuldir í' dollurum. Menn álitu því að ekki væri rétt að taka lán í dollurum, önnur en hin mjög svo hagstæðú Marshall-lán. Síðan var leitað til bankans, en hann byrjaði á því að senda hingað menn til þess að athuga hér ástandið í efnahagsmálunum og skoða allar aðstæður. Áður en lankinn lánar viLI hann ganga r skugga um það, að lántaki geri jað sem hægt sé að ætlast til af ionum til þess að leysa sín eigin jfnahagsvandamál, að fram- :væmdirnar séu skynsamlegar, >g að hann muni geta endurgreitt ánið. Lánið fékkst ekki fyrr en í árinu 1951. Eysteinn Jónsson jármálaráðherra fór til Washing on þá um haustið til þess að emja um og taka lánið, og vor- im við Jón með honum. Aðdrag- mdinn var því á annað ár. í þessu sambandi vil ég nota ækifærið til þess að gera nokkru íánar grein fyrir skoðunum mín- im varðandi þá hugmynd, að .eita erlendis eftir lánsfé til land- búnaðarframkvæinda. Það kom fyrir að menn færðu í tal við mig, að slík hugmynd væri fáráð- lingsleg. Landsbankinn hafði annast lántökur erlendis í þrjá- tíu ár (eins og Jón segir), og aldrei hefi ég heyrt þesa getið, að Jón hafi beitt sér fyrir því að reynt yrði að taka lán til land- búnaðarframkvæmda í Bretlandi, eða nokkurs staðar. Það varð því vart nokkurs skilningsleysis og vantrúar. Menn, sem vilja leggja áherzlu á framkvæmdir í landbúnaði, íæra aðallega þrenns konar rök: Þjóðhagsleg, menningarleg og þjóðernisleg. Þegar á að fara að ræða við erlenda aðila um láns- fé til framkvæmdanna, kemur naumast annað til greina en hin þjóðhagslegu rök. Ég hefi lengi haft áhuga á þessari hlið máls- ins. Þótt floiri sjónarmið kæmu til greina, þá er ég samt sammála þeim sem álíta að efnahagslegar framfarir þjóðarinnar eigi sem mest að beinast að bættri af- Síðari grefn komu, þ. e. hærra tekjustigi (ni- veau), einkum eins og til hagar þessi árin. Þegar riýbýli er sett á laggirnar við hliðina á búandi bónda, þá batna hans lifskjör ekki. Hafi aftur á móti nýi bónd- inn verið atvinnulaus batna kjör hans. Þegar sett er á stofn nýtt fyrirtæki, sem er jafn arðmikið og þau sem fyrir eru, þá batna lífskjör (afkoma) þjóðarinnar ekki við það. Þjóðartekjurnar vaxa að vísu, en aðeins í hlutfalli við aukningu hinna vinnandi. Hinn vinnandi maður ber ekki meira úr býtum en áður, en vinn- andi mönnum fjölgar Þjóðarbúið stækkar, en afköst miðað við fyr- irhöfn aukast ekki. Fyrirtæki, sem sett er á stofn til þess að framleiða vöru á sama verði og 1 hún hefir áður verið keypt á 1 frá útlöndum, bætir því ekki af- komuna beinlínis. Hins vegar ger ir slíkt atvinnulífið fjölbreyttara, og því traustara. Það sem fyrst og fremst bætir lífskjör þjóðarinnar eru aukin afköst í þeim framleiðslugrein- um, sem við þegar stundum. Sá bati kemur sem lægra vöruverð eða hærra kaupgjaid og tekjur. Stór hluti tekna alls almenn- ings — bænda 'jafnt sem annarra — er varið til að afla matvæla, og er meirihluti þeirra innlend framleiðsla. Þegar til lengdar lætur verður verkamaður í sveit að bera svipað úr býtum og aðr- ir verkamenn í atvinnulífinu. — Sé mikill munur — á annan hvorn veginn— þá verður óhjá- kvæmilega tilflutningur fólks milli atvinnugreina. Menn sækja þangað sem tekjurnar eru meiri. Verðlag landbúnaðarafurða hlýt- ur því í höfuðatriðum að fara eft- ir afköstum verkamannsins, sem þær framleiðir (eins og verðiag á öllum vörum). Athugun sú á efnahagsmálunum, sem ég gerði að ósk ríkisstjórnarinnar 1949, ásamt nokkrum ferðalögum um Jandið, sannfærðu mig um það, að möguleikar væru á geysimik- illi aukningu afkasta i landbún- aðinum. Mér leizt hann í miklu ójafnvægi, og að framleiðsluein- ingin væri alltof Iítil miðað við hinar náttúrlegu og tæknilegu aðstæður. Mér var einnig ljóst að til þess að framkvæma umbæt- urnar þyrfti mikið fjármagn, og að fjármagn þannig varið myndi gefa þjóðinni allri öruggan arð um alla fyrirsjáanlega framtíð, og batnandi lífskjör meðan af- köstin væru að vaxa. Mönnum kann. að þykja þetta einföld ályktun, en það er nú svo. Margir vilja nota fé það, sem þjóðin hefir til ráðstöfunar á hverjum tíma, í ýmislegt annað. Sem dæmi má nefna stóriðjuna. En fé sem fer til þess að reisa þannig mannvirki verður ekki á sama tíma notað til þess að standa undir framkvæmdum á búum búandi bænda. Þegar einu sinni hafði tekizt að fá Alþjóðabankann til þess að lána til landbúnaðarfram- kvæmda á íslandi, var að sjálf- sögðu auðveldara að ræða við hann um frekari lán í sama skvni, því framkvæmdirnar halda á- fram. í grein Jóns kemur það al- veg skýrt fram, að fyrra landbún LAUK MEB JAFNTEFLI | í A-riðli eru Spasskí og Purdy kunnastir, en Klages virðist einn ig mjög góður, að minnsta kosti vann hann Spaaskí, sem almennt j mun talinn sigurvænlegastur. —I Hættulegustu keppinautar Inga j í B-riðli munu vera Schweber,! Tringov og Portisch. Skák Inga við Schweber varð all viðburðarík, Ingi sneri á andstæðinginn í byrj- uninni, lagði síðan út i peðs- fórn, sem gafst ekki vel,! Schweber virtist vera að ná yfirhöndinni, en þá náði Ingi sókn á Icóngsarmi, var líklega kominn í vinningsstöðu, en fann ekki beztu leiðina, svo að skákimii lauk með jafntefii. í C-riðli eru sennilega Júgóslafinn, Bandaríkjamað- urimi og Svissleudingurinn skæðastir. Mednis er talinn 20. í röðinni bandarískra tafl- meistara í afrekaskrá Chess Review. Frámh. á bla 12 Seámomyndir — Sími 5572 — Heimamyndir annast allar myndátökur í heimahúsum, barnamyndir, fjölskyldumyndir, afmæli.smyndii’, hóp- myndir. — Hringið i síma 5572 og pantið yður tíma. HEIMAMYNDIR aðarlánið var tekið án hans frum kvæðis eða málafylgju. Síðara lánið tók Framkvæmdabankinn, Fyrir þessu síðara landbúnaðar- láni segist Jón hafa fengið „vil- yrði“. Það er erfitt að gera sér grein fyrir því í hverju hið persónu- lega framlag Jóns hafi verið. — Ríkisstjórnin hefir tekið ákvarð- anir um forgöngu (piroritet) landbúnaðarins að lánsfénu. Fjár málaráðherrann ákveður hvert skref, sem tekið er, þegar ríkið tekur lán. Og þegar seinna lánið var tekið, þá var hann formaður bankaráðs F’ramkvæmdabankans. Þá hefir Alþjóðabankinrt einnig sent hingað hóp af sérfræðingum af ýmsu tagi. Fjöldi íslenzkra manna hefir og unnið að mál- unum. Samningarnir hafa alls ekki verið í höndum Jóns. Ég hefi áð- ur minnst á það, hvaða atriða Al- þjóðabankinn muni taka mest tillit til, en það er hin þjóðhags- lega hlið málsins. En er það ef til vill svo, að Alþjóðabankinn. treysti því sérstaklega að Jón muni sjá um endurgreiðsluna? Jón er kominn undir sjötugt og hefir látið af bankastjórn. Lánin eru til 22 ára. Þá er það eftir, hvort banka- stjóri Alþjóðabankans gefi Jóni. „vilyrði“ (eða segi eitthvað við hann á ehsku, sem Jón telur sig geta túlkað sem „vilyrði" löngu seinna í skammargrein úti á ís- landi), sem eins konar persónu- legan greiða við sig. (Yfirleitt reynir Jón að láta líta svo út, að eriendar iántökur fyrir ríkið séu eitthvert einkafyrirtæki trún aðarmanna ríkisstjórnarinnar, sem er barnaleg hugmynd). í Alþjóðabankanum eru um 50 riki. Maðurinn, sem gegnir því ábyrgðarmikia trúnaðarstarfi að stjórna þessari stofnun, hann ætti þá að láta stjórnast af per- sónulegum dutlungum, t. d. ó- mótstæðilegri hriíningu af töfr- um Jóns. Ég tel þetta Iráleita hugmynd. Öfsarok í He!ga- íellsnsit STYKKISHÓLMI. 25 iúlí — Eins og áður hefir verið sagt frá í fréttum hefir verið hér sam- felld óþurrkatíð og oft sunnan hvassviðri og þvi erfitt um sjó- sókn og heyskap. S.l. fimmtudags nótt var hér um slóðir. sunnan ofviðri og í Helgafellssveit var afspyrnurok. Vegavinnuflokkur Björns Hildimundarsonar var að vinnu hjá Svegsá í Helgafells- sveit og gat ekki hafst við í tjöld- um, en átti fullt í fangi með að bjarga þeim. Eldunarhús var rétt fokið og urðu þeir að festa því við jarðýtu sem þar var, annars hefði engin leið verið að bjarga því. Er þetta með sterkustu rok- um, sem koma hér um slóðir — Á. H. Fcrðafélk með Es|u :v. STYKKISHÓLMI, 25. júlí — M.s. Esja kom hér á hádegi á laugar- dag með skemmtiíerðafólk úr Reykjavík og viðar. Veður var mjög óhagstætt, rigning allan tímann, sem hún stóð hér við, en hún for aftur á hádegi á sunnu- dag. Gat því ferðafólkið ekki notið ferðaiinnar sem skyldi. Þó for hópur inn um eyjar, inn í Klakkeyjar. Dansleikur var í samkomuhúsinu í Stykkishólmi laugardagskvöldið og var hanr* fjölsóttur ofi’ fór hann hið bezta fram. — Á.Jii.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.