Morgunblaðið - 28.07.1955, Síða 10

Morgunblaðið - 28.07.1955, Síða 10
10 MORGUH BL 4ÐIB Fimmtudagur 28. júlí 1955 Stúlka óskast til frammistöðustarfa nú þegar. Uppl. frá klukkan 2—6. Veitmgastofan Adlon Aðalstræti 8 : Róðskona Dugleg stúlka óskast sem ráðskona á iiótel — Ekki nauðsynlegt að byrja strax. — Húsnæði iylgir. — Til- boðum sé skilað til Mbl. merkt: „Ráðskona — 181“. fyriv 10. ágúst. íbnðarhús — Eyrarbnkki Til sölu er íbúðarhús á Eyrarbákka. í húsinu er 3 herbergi og eldhús ásamt sérbyggðu þvottahúsi og geymslu. Rafmagn, vatnsleiðsla, skolpfrárennsii og raf- magnskynt miðstöð. Afgirt góð lóð ásamt matjurta- görðiun. — Uppl. í síma 82032. Vonir glersknrðnrmenn geta fengið góða framtiðaratvinnu. — Uppl. um aldur og fyrri störf sendist afgr. Mbl. fyrir 3. ágúst, auðkennt: „Glerskurður — 177“. Sknttskrn o§ útsvorsskró leflavíknrbæjar liggja frammi í járnvörudeild Kaupfélagsins við Vatns- nestorg, frá miðvikudegi 27. júlí til miðvikudags 10. ágúst, að báðum dögum meðtöldum. — Kærufrestur er tvær vikur og þurfa kærur að vera komnar til skrif- stofu bæjarins í síðasta lagi kl. 24 miðvikudaginn 10. ágúsf næstkomandi. Skattanefnd Keflavíkur. Niðurjöfnunarnefnd Keflavíkur. Flugvélar Flugfélagsins á Egilsstaðaflugvelli. Sólfaxi, fyrsta fjögra- hreyfla-flugvélin, sem þar hefur lent er hægra megin á myndinni. illilandaflugvélin Sól- faxi lenli að EgiLsstöðum Sæmilepr vargflugvöllur fyrir sfórar flupélar FÖGURRA hreyfla flugv.él'. lenti í fyrsta skipti á Egilsstaðaflug- velli s.l. föstudag, og var þa® „Sólfaxi“ Flugfélags íslands. — Flugstjóri var Jóhannes R. Snorrason; og aðstoðarflugmaður Magnús Guðbrandsson. Farið var frá Reykjavík kl. 16.15 í dumbungsveðri og lent á Egilsstöðum í glampandi sólskini og steikjandi hita eftir rösklega klukkutíma flug. Úfsvör í Keflavík lækka um 5% Irá KEFLAVÍK, 27. júlí: — Lokið hefur verið niðurjöfnun útsvara í Keflavík og var útsvarsskrám lögð fram í dag. Lagt var á 14073 einstaklinga og 64 fyrirtæki sam- tals 7.594.295,00. Þau fyrirtæki sem bera hæztu útsvör eru Kaupfélag Suðumesja, með 104.635,00 kr., Fiskiðjan s.f. 97.855,00, og Hraðfrystihús Kefla víkur 82,500,00 kr. Hæstu útsvör einstaklinga bera Jóhann Ellemp 46.525,00, Björn Sigurðsson 21.265,00 og Karl G. Magnússon, 18.850,00. Utsvarsstiginn var lækkaður frá því í fyrra um 5%. Persónufrá- drag hækkað úr 450 kr. í 700 kr. Séu útsvör greidd að fullu innan ákveðins tíma, eru gefin allt að 9—12% afsláttur af upphæðinni. — Ingvar. GÓÐAR MÓTTÖKUR Á EGILSSTÖÐTJM Á Egilsstaðaflugvelli mættir til að fagna komu faxa“ þeir Agnar Kofoed-Han- sen, flugmálastjóri, Sveinn Jóns- son, bóndi á Egilsstöðum, Stefán Einarsson, afgreiðslumaður F. í. á Egilsstöðum og Thulin Johan- sen, umboðsmaður F. í. á Reyð- arfirði. hefur Flugfélag íslands haldið uppi flugferðum til Egilsstaða, voru1 og í sumar hefur verið flogið „Sól- ‘ þangað alla virka daga. Nýi flugvöllurinn á Egilsstöð- um, sem tekinn var í notkun fyrir þremur árum, er nú 1500 m. langur og 50 m. breiður. Er hann talinn af kunnáttumönnum mjög sæmilegur varaflugvöllur Sveinn bóndi Jónsson fyrir millilandaflugvélar, en | ferð „Sólfaxa" í fyrradag var ji „ riSm_____ aðallega farin til þess að kanna allar aðstæður þar að lútandi. — Með því að geta notað Egils- staðaflugvöll sem varaflugvöll fyrir millilandaflugvélar í fram- tiðinni skapast aukið öryggi fyr- ir allt flug milli íslands og ann- arra landa. — Meðal farþega í fyrstu ferð „Sólfaxa“ til Egilsstaða voru ýmsir af forráðamönnum flug- málastjórnarinnar og fulltrúar frá Flugféiagi fslands. — Ráðgert var að senda „Gullfaxa" með 60 farþega til Egilsstaða síðdegis í gær, og var um helmingur far- þeganna á vegum ferðaskrifstof- ] unnar Orlofs. Dýrtíð LONDON — Verð á stáli hækk- aði í Bretlandi um einn shilling í sterlingspundinu s. 1 mánudag. Vitað var strax eftir að kola- verðið hækkaði að stálverðið myndi hækka. Hækkað kolaverð og stálverð mun hafa í för með sér verð- hækkun í öllum véla og áhalda- iðnaði í landinu. Þannig heldur verðskrúfan áfram. Eisenhower hrósað LONDON 27. júlí. — Jafnvel Richard Crossman, fylgismaður Bevans, hrósaði í brezka þinginu í dag frammistöðu Eisenhowers í Genf. Morrison, fuiltrúi verka- mannaflokksins, gagnrýndi Mac- Millan, utanríkisráðherra fyrir að segja við heimkomuna að styrjaldir væri nú úr sögunni. Morrison sagði að hér myndi ráð- herrann því miður hafa ofmælt. Áhöfnin á Sólfaxa á Egilsstaða- flugvelli talið frá vinstri: Ás- mundur Daníelsson, Magnús Guðbrandsson, Jóhannes Snorra- son, Kitty Johansen og Júlíus Jóhannesson. hafði boð inni fyrir áhöfn og far- þega „Sólfaxa“ og var veitt af miklum rausnarskap. — Bauð Sveinn flugvélina velkcmna og fagnaði þeirri öru þróun, sem orðið hefur hin síðari ár í flug- málum okkar og þá um leið í flugsamgöngum við Austurland með tilkomu hins nýja flugvall- ar á Egilsstöðum. Þakkaði hann Flugfélagi íslands fyrir þann mikla þátt, sem það hefur átt í að byggja upp flugsamgöngur við Austfirðingafjórðung. Að lok- um árnaði Sveinn Flugfélagi ís- lands og íslenzkum flugmálum allra heilla. Þá tóku einnig til máls Agnar Kofoed-Hansen og Jóhannes Snorrason. SAGA FLUGVALLARINS Fyrsta flugvélin lenti á Egils- stoðum í ágúst 1938 og stjórnaði henni Agnar Kofoed-Hansen, en með honum var Bergur G. Gísla- son. Var það lítil tveggja manna flugvél. Örn Ó. Johnson fór í fyrsta farþegaflugið þangað 1939, en farþeginn var Sveinn bóndi á Egilsstöðum. Sigurður Jónsson var ennfremur einn af þeim fyrstu til að fljúga þangað og lenti fjögurra farþega Waco flug- vél frá Flugfélagi íslands árið 1940 á 400 m. langri braut, semt þar hafði verið gerð. Síðan 1940 Sfuff fréttahréf trá Fœreygum: Mússar loka markaði Þórshöfn í Færeyjum 26. júlí. EKKERT útlit er fyrir síldarsölu til Sovétríkjanna frá Færeyjum í ár. Hefur Hákon Djurhuus, sem er í landsstjórn Færeyinga, upplýst þetta, eftir að hann hafði rætt við fulltrúa rússnesku utan- ríkisverzlunarinnar við sendiráðið í Kaupmannahöfn. Fékk hann það svar, að Rússar hefðu þegar fulinægt þörfum s.num fyrir salt- síld í Noregi og íslandi. Kemur þessi tilkynning Rússa um svo skyndilegt niðurfall viðskipta sér mjög bagalega fyrir Færeyinga. Höfðu þeir reiknað með að geta haldið áfram sömu viðskiptunum við Rússa. sýnir þetta atvik, að menn ættu ekki að treysta um of á markað í Rússlandi. ★ Færeyingar fækka síldarskipum Rússneskur síldveiðifloti sveimar nú við Færeyjar eins og undanfarin ár. En um síldveið- arnar við ísland og Færeyjar að öðru leyti er það að segja, að jafnt Færeyingar sem Norðmenn og Svíar munu hafa verulega færri skip til síldveiða nú en í fyrra. W Metafli við Grænland Margir færeyskir togarar og önnur veiðiskip eru nú við Græn iand. Togarinn Fiskanes, sem áð- ur hét Boston Fury kom af veið- um frá Grænlandi og hafði aflað 1.000 smálestir eftir tveggja og hálfs mánaðar útivist. Er þetta metafli. Var fiskinum landað að mestu leyti i Grænlandi. ★ Leikl’st í blóma Ráðgert er að reisa nýtt leik- hús í Þórshöfn, sem á að heita Siónleikahúsið Erna Sigurleifs- dóttir,, leikkona, sem hér er bú- sett, leiðbeinir nú við sviðsetn- ingur á revýu, sem leikin verður í Gamla sjónleikahúsinu um Ólafsvökuna í lok júlí. ^ Flugsamgöngur við ísland Mikill áhugi er vakn- aður í Færeyjum um þess- ar mundir fyrir flugsam- göngum til íslands. Stend- ur þannig á þessu, að á Vogeyju, sem er vestasta eyja Færeyja er allstór steyptur flugvöllur, sem Englendingar byggðu á stríðsárunum. Raddir eru rnn það meðal Færeyinga að leita til íslenzkra aðila um að teknar verði upp reglubundnar áætlunar- ferðir milli Færeyja og ís- lands. — S’íkt myndi mjög auka samskipti og kynnl íslendinga og Færeyinga og þykir báðum þessum frændþjóðum slíkt nauð- synlegt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.