Morgunblaðið - 28.07.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.07.1955, Blaðsíða 16
Veðurúflii í dag: S-A kaldi, rigning. Ptrpnnlblte^ilr 168. tbl. Fimmtudagur 28. júlí 1955 Rannsóknir í Grænlandi Sjá samtal á bla'ðsíðu 9. STðRAR SfLDARVOÐUR ÚT \\ MELRAKKASLÉTTU ir hætlur síidarlei) og stundar síldveiiar Æa Raufarhöfn 27. júlí. MJÖG góð síldveiði hefur verið frá því snemma í morgun norður af Melrakkasléttu. ,011 skip sem þar voru hafa fengið mjög góðan afla, og eru mörg þeirra á leið til lands með mikinn afla og sum með fullfermi...... Svo mikið síldarmagn hefur^" jiú borizt að landi í Raufarhöfn, að ekki er unnt að taka við meiri síld til söltunar í sviptan, og verða því skipin að fara til vest- wr hafna, og eins til Þórshafnar «g Vopnafjarðar. Talsverðu síld- armagni verður einnig að landa iil bræðslu. ÆGIR KOMINN Á SÍLDVEIÐAR í dag sá síldarleitarflugvélin margar stórar síldartorfur í uppi vöðu á víðéttumiklu svæði út af D- -D Síðustu fréffir 24 þúsund tunnur á land RAUFARHÖFN í gærkvöldi: — l'infin tcljandi veiði eftir kl. 1. VitaS um veiði þessara skipa: Gylfi 200, Sigurfari 400, Kári Sölmundarson 800, Flosi 500, Víðir annar 200, Páll Pálsson 400, Goðaborg 450, Fjarðar- klettur 900, Garðar 600, Erling ur þriðji 400, Erlingur fimmti 600, Fiskaklettur 500, Valþór 400, Hilmir 300, GuSbjörg Hf. 600, Mímir 400, Helga 300, Fagriklettur 400, Bára 350, Þráinn 800, Björg EskifirSi 350, Mummi 500, Hvanney 600, Sjöstjarnan 250. Til Siglu fjarSar og á hafnir á vestur- svæSinu hafa margir fariS, því Raufarhöfn gelur ekki tekið viS meiru í salt. M.a. þessir: VíSir EskifirSi 1200 tunnur, Akraborg 900, Baldur VE 500, Jón Finnsson 650, Grundfirð- ingur 600, Helgi Helgason 500, Þórunn 500, Hafrenningur 500, Jörundur 800, Arsæll SigurSs- son 500, VörSur 600, Völu- steinn 500, Hafbjörg 550, Ásgeir 600, Kári VE 500, AuS- björn 600, Stígandi 900, Frigg 500, Snæfell 500. D- -D Melrakkasléttu. Veður hefur verið gott og eru skip af öðrum ^í-ldveiðisvæðum nú á leið á þennan stað. Leitarskipið Ægir, er nú hætt síldarleit í svipinn og er hann farinn að veiða síld með ttinum skipunum. —Einar. ÁGÆTIS VEIÐI Á HÚSAVÍK Frá Húsavík var símað, að salt- að hefði verið í gærkveldi úr þessum skipum: Steinunni görnlu «00 tunnur, Von Th 800, Hag- barði 800, Smára Th. 400, Pétri Jónssyni 350, Guðfinni 250 og Björgvin, Dalvík 400 tunnur. éLAFSFJÖRDUR Þessi skip lönduðu á Ólafsfirði: Kristján 350, Sævaldur 350, Stíg- andi 900, Haukur 700 og Egill 450. Byrjað var að salta kl. 7 í gær- kvöldi og var saltað í alla nótt. NEW YORK — Kunnur amerísk- tir myndasmiður, Cyrus B. Fair- child, sagði í dag, að ameríski flgherinn myndi geta tekið loft- myndir af öllu landsvæði Sovét- ríkjanna á einu ári. Til þess þyrfti 34 könnunarflugvélar, af gerðinni RB-47. , sýnir muni fundna á öskuhaugunsam í BYRJUN næsta mánaðar mun Pétur Hoffmann Salomonsson opna sýningu í Listamannaskál- anum á ýmsum munum, sem hann hefur fundið á öskuhaugun- um hér í Reykjavík undanfarin ár. Er hér um að ræða talsvert á áttunda hundrað muni, svo sem silfurskeiðar og gaffla, hringa, nælur o. m fl. þess háttar. Er hér um talsverð verðmæti að ræða og er það ætlun Péturs að skila þessum munum til þeirra, er tilkall gera til þeirra, gegn hæfilegum fundarlaunum. Hluti af veitingasalnum á neðstu hæð hótelsins. Sjá frétt um nýtt hótel í Borgarnesi á bls. 2. Iinkunim orðHin stór .dlamannahrc! Pðifar frá Mranesi rekas! á 3 minka vi§ Urriðaá Akranesi, 27. júlí. GÆRKVÖLDI rákust þrír unglingspiltar frá Akranesi á þrjá minka við Urriðaá í Skilamannahreppi. Tókst þeim að drepa einn minkinn, en hinir sluppu undan. í NýH heffi al Fjár- málafíðlndism [ NÝTT hefti af Fjármálatíðíndurd, tímariti Landsbanka Islands, er nýkomið út. Er það 2. hefti þessa árgangs. Ritstjórinn, dr. Jóhannes Nor-i dal, ritar þar forystugrein er nefnist Ný viðhorf, og Þórhallur Ásgeirson greinina Efnahagsað- stoðin 1948—1953. Þá eru greinar um störf Alþingis, fréttaþættir um utanríkisviðskipti og gjaldeyr-* isaðstöðu, vetrarvertíð. kjara- samninga, gengi, peningamarkað og töflur um útflutning, viðskipti, vísitölur, innlán og útlán o. fl. Tvæi* aðal»ötur ag ar LeikhCis Heiindallar NÚ fer senn að líða að því, að skipt verði um leikrit hjá Leik- húsi Heimdallar. Óskabarn örlag- anna, eftir Bernard Shaw hefur nú verið sýnt 9 sinnum við ágæta aðsókn og einróma lof þeirra er séð hafa. Er nú aðeins eftir ein sýning á þessu leikriti fyrir verzlunarmannahelgina, en í byrjun ágúst hefjast sýningar á næsta viðfangsefni. VORU VH> SILUNGSVEIDAR Piltarnir höfðu verið skamma stund við veiðina, er þeir fengu um annað að hugsa. Heyrðu þeir skyndilega þrusk og fótatak rétt hjá sér, og er þeir litu við sáu þeir þrjá minka skjótast eftir ár- bakkanum. drApu einn Réðust piltarnir þegar til at- lögu við minkana með grjót og smáspýtur að vopnum. Tókst þeim fljótlega að drepa einn minkinn. Fóru þeir þegar að þeim næsta, en hann smaug úr greipum þeirra og renndi sér í ál í ánni. Þriðji minkurinn slapp einnig undan út í móa. MINKAPLÁGAN f SKILAMANNAHREPPI Bóndinn á Arkarlæk, Guð- mundur Bjarnason, hefur skýrt svo frá, að minkaplágan í Skila- mannahreppi væri orðin talsvert mögnuð. Ekki væri þó vitað til þess að þeir legðust á lömb, enn sem komið væri. Væru þeir bún- ir að eyða allri silungsveiði í öllum lækjum og ám hreppsins nema Urriðaá, enda væri silungs- klak í Eiðsvatni. HAFA EYÐILAGT ÆÐARVARPIÐ Einnig væri minkurinn búinn að gjöreyðileggja æðarvarpið í hólmum Leirárvoga, nema í Leir- árey, sem er stærst þeirra. Sagði Guðmundur, að t. d. í hólminum sem tilheyrir Arkarlæk, hefðu orpið 50 æðarkollur áður fyrr, en í vor hefðu aðeins tvær setið þar á hreiðrum. MINKSINS VART UNDANFARIN ÁR Kvað hann minks hafa orðið vart af og til undanfarin ár, en hann væri nú alltaf- að ágerast. Drap hann til dæmis tvo minka fyrir tveimur árum úti í varp- hólma sínum og í fyrra aðra tvo í stórgrýttri fjöru neðan við bæ- inn. — Oddur. Á FUNDI bæjarráðs nú nýlega var samþykkt heimild til handa bæjarverkfræðingi um fram- kvæmdir við gatnagerð á eftirtöld um stöðum. Lækjargata, milli Bankastrætis og Hverfisgötu. Skúlagata, milli Rauðarárstíg8 og Höfðatúns. Vitastígur, milli Bergþórugötu og Skólavörðustorgs. Hringbraut, milli Bræðraborgar stígs og Framnesvegar. Brávallagata, vestari álma. Ennfremur heimiluð malbikun á Reynimel og að lagt skuli bráða- birgðamalbikslag á Langholtsveg frá Sunnutorgi og á Reykjanesi braut frá Miklatorgi. D- "D KR-Valur 1:1 1 GÆRKVÖLDI kepptu Valur og KR í íslandsmótinu. Jafntefli varð 1:1, eftir 1:0 í hálfleik Val í vil. D- —D SmjörEíki og kaifí lækktsr í v®rS£ Fjdrðungsmdt SjáUstæðismannii q Austurlandi verður haldið í Eg- ilsstaðaskdgi um næstu helgi Ræöumenn: Bjarni Benedikfsson ráðherra og Áiexandir Jóhannesson prófessor FJÓRÐUNGSMÓT Sjálfstæðismanna á Austurlandi verður haldið í skemmtistað Sjálfstæðismanna í Egilsstaðaskógi um næstu helgi. Mótið hefst kl. 2 e. h. á sunnu- dag. Ræður flytja þeir: Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra og Alexander Jóhannesson, pró- fessor. Leikararnir: Haraldur Á. Sig- urðsson, Ævar Kvaran og Karl Guðmundsson, skemmta með leikþáttum og upplestri. Þá verð- ur fimleikasýning. — Fimleika- flokkur undir stjórn Björns Jóns- sonar, Seyðisfirði, sýnir. Einnig mun Lúðrasveit Neskaupstaðar leika. Dansað verður bæði á laugar- dags og sunnudagskvöld og leik- ur danshljómsveit Neskaupstaðar fyrir dansinum. Fjórðungsmót Sjálfstæðismanna á Austurlandi eru mjög vinsæl af Austfirðingum, enda jafnan sérstaklega vel til þeirra vandað. Hafa þau jafnan verið mjög fjöl- sótt og er ekki vafi á því að eins verður að þessu sinni. ¦ SMJÖRLÍKI og kaffi hafa enn lækkað almikið í verði. Er í báð- um þessum vörutegundum um verðlækkun á heimsmarkaðn* um að ræða. Hráefni til smjörlíkis hefur IsakkaS og sömuleiðia hefur kaffi lækkað mjög á heimsmarkaðnum, þó að þeirrar lækki unar gæti ekki til fulls hér, þar sem verði var haldið niðri, þegas verðið var hæst. Samkvæmt tilkynningu frá verðlagsskrifstofunni, lækkar verð á smjörlíki í dag í heildsölu um 37 aura kg. og í smásölu um 40 aura. Er þetta önnur lækk- unin á þremur mánuðum. Var kg. af smjörlíki í smásöluverði fyrst 6.00 kr., síðan kr. 5.60 og lækkar nú niður í kr. 5.20. — Samtímis þessum lækkunum mun það tíðkast hér sem erlendis að gæði smjörlíkisins fara vaxandi. Um kaffi er það að segja að það lækkaði í fyrradag um nærri 3 kr. hvert kg. Kostar kaffipakk- inn nú kr. 10.00, en kostaði áður kr. 10.75 og þar áður yfir kr. 11.00. Maðnrinit kom- inn f ram GUÐMUNDUR Marteinsson, mað ur sá, sem lýst var eftir af lög- reglunni í fyrradag er nú kominn fram. Hafði hann verið á báti vestur á landi og gaf sig fram í gær í Ólafsvík. Ekkert hafði til Guðmundar spurzt í hálfan mán- uð og voru menn farnir að óttast um afdrif hans. 1 SVESKJUR LÆKKA — APPELSÍNUR HÆKKA Fyrir riokkru lækkaði kg. aj sveskjum úr kr. 17.00 í kr. 15.00. En fjarri er því að allar vöruteg- undir lækki, því að á sama tíma hafa appfelsínur hækkað úr kr. 8,30 kg. í um kr. 13.00. Allt ei þetta vegna sveiflna á heims* markaðnum. I BETKIAVÍK ! * !! ! F O 1 1 m m ¦1 é ^ A ! A»«S5EFGH S T O K K H ö L M U X 30. Ieibur Stokkhólms: Bg2xb7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.