Morgunblaðið - 29.07.1955, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.07.1955, Blaðsíða 11
f Föstudagur 29. júlí 1955 MORGUNBLAÐIÐ 11 ' Sr. GiaStar Oiafsson að Kvennabrekku SÉRA ÓLAFUR ÓLAFSSON, fyrrverandi sóknarprestur að Kvennabrekku í Dölum var jarð settur við hlið foreldra sinna og systur að Stóra-Núpi 23. júní, 63 ára að aldri. Ekki vannst tími til að koma þessum línum á prent fyrir jarðarförina. Það er ekki ætlun min að rita venjuleg eftirmæli eftir Ólaf vin minn, heldur mun ég rifja upp nokkrar endurminningar frá okk ar löngu og góðu kynnum, og mun nota þá tóntegund, sem við höfðum tamið okkur okkar í milli. Kynni okkar hófust á háskóla- árunum. Auðvitað hafði ég þekkt Ólaf í sjón áður, því að við vor- um samtíða í Menntaskólanum, og ekki var hægt að dvelja í sömu borg og sá maður, án þess að taka eftir honum. Þannig var hann. Við mættumst í Lækjargötu og Ólafur bauð mér upp til sín; hann bjó í litlu, en vistlegu herbergi uppi undir þaki hjá Guðmundi Gamalíelssyni. ' „Láttu nú fara vel um þig“, sagði Ólafur og hreiðraði mig niður á dívan, lagði ábreiðu ofan á mig og hagræddi sjálfur svæfli undir höfðinu á mér. Svona hafði enginn vikið að mér síðan ég var barn. Einhvern veginn töfraði Ólafur fram kaffi, tók kringlur upp úr kofforti og bar með kaff- inu. Þetta voru fyrstu kaffiboll- arnir af mörgum, sem ég drakk hjá honum síðar meir. Við ræddum nokkuð saman og frá þeirri stundu var Ólafur minn fast fjötraður í hugskoti mínu á sterkum bás, því að mikið rúm þurfti hann hvar, sem hann kom. Mér hafði opnast innsýn í það vorviðri, sem ríkti í sálu Ólafs. Þessi sálarveðrátta entist honum til dauðadags. Að vísu skyggði oft yfir síðustu árin, en alltaf gat gleði hans orðið mikil og svo björt eins og við hugsum okkur íslenzka vorið þegar við bíðum eftir því í dimmu vetrarins. Ég minnist margra samveru- Stunda vestur á prestssetrinu hans í Dölum og austur í Geld- ingaholti, bernskustöðvum hans, en á báðum þessum stöðum naut ég oft ástúðar Ólafs og framúr- Skarandi gestrisni húsráðenda Margar voru samverustundirnar hér í bænum fyrr og síðar. Ég minnist ferðalaga: Gilsfjörður, Bjarkarlundur, Skógar í Þorska- firði. Ferð um Haukadalsskarð og Hrútafjörð undir töfrum bjartrar sumarsólar. Tjaldbúskapur við Haukadalsvötn. Ferð að Kirkju- bæjarklaustri, þar sem forfaðir Ólafs, séra Jón Steingrímsson, Stöðvaði hraunflóðið. — í þeirri ferð sýndi Ólafur, sem reyndar oft endranær, að hann réði yfir nokkru af ræðukrafti frænda síns, enda þótt engin eldsumbrot væru á ferð. Er ég nú rek sundur þessar minningar eins og gamalt klæði þá er það allt skrautofið gleði frá enda til enda, og alla leiðina er Ólafur rauði þráður- jnn. Ólafur var hrókur alls fagnað- ar hvar sem hann kom, sífullur af græskulausri glettni, venjulega blandaðri dálítilli sjálfhæðni, hann var óvenjulega orðfrjór enda eru mörg tilsvör hans og orðaleikir ógleymanleg. Lang- minnugur var hann og kunni vel að segja frá, enda skorti aldrei umræðuefni þar sem hann var. Oft dáðist ég að því er við vorum saman hversu létt og eðlilega hann tók hvern sem var tali. Vegna hreinskilni Ólafs og ein- lægni í tali hætti ýmsum sem þekktu hann lítið við að álíta hann einfaldan, og hugðust hafa hann að skotspæni í samkvæm- um. En engan vissi ég ríða feit- um hesti úr slíkum förum, því að Ólafur var hverjum manni fljótari til svars og breytti þá með sínu ríkulega hugmynda- flugi og orðlíkingum á samri Mimtingarorð Smávegis frá Noregi stundu andstæðingi sínum í hvers þess kvikindislíki, sem innblást- urinn bauð honum. Það hefi ég séð skjótust endaskipti, nema ef vera skyldi eitt sinn við bað í árhyl, er vinur Ólafs hugðist kaf- færa hann, en var stungið á kaf sjálfum eins og hvolpi, því að Ólafur var rammur að afli eins og hann hafði vöxt til, og vel íþróttum búinn á yngri árum. Ólafur var í senn auðmjúkt barn og stórbokki. Á ferðalögum gat hann verið svo ráðríkur að nærri stappaði harðstjórn. Var honum þá eiginlegt að stjórna og staðsetja samferðafólkið eins og góður taflmaður raðar peðum á borði. En drengskapur hans og allt látæði var þannig að engum gat sárnað; enda tók hann því vel þótt svarað væri í sama tón. Mikið yndi hafði Ólafur af gam- anvísum, og kastaði þeim oft fram sjálfur og kvatti félagana til slíkrar ljóðasmíði. Eftirfarandi vísur, sem til urðu með aðstoð hans sjálfs viff slík tækifæri bera með sér þann anda er jafnan ríkti á þeim ferðalögum, sem ég hefi á minnst. Voldugur hann var á ferð. valið hafði málalið. Á sér bar hann andans sverð og eðalmannsins skjöldvið hlið. Mikill að vexti, meiri í fasi mestur á flesta aðra lund. Kerskinn við konur, hændur að glasi. Hér skal nú látið kyrrt um stund. Ólafur var enginn miðlungs- né hófsmaður á neinn hátt. Veit- ull var hann á mat og drykk svo að af bar og hann veitti vinum sínum hug sinn allan, og vænti sér einnig stærri vináttu frá þeirra hendi en algengt er. Gott var að koma til Ólafs á glaðri stundu, á augabragði gat hann breytt litlum neista í stórt bál. Og enn betra var þó að koma til hans þreyttur og dapur. Þá var hann bæði faðir, móðir og bezti bróðir. Lítið þekkti ég prestinn Ólaf Ólafsson, en ræðumaður var hann góður, og hafi hann ekki verið hinn fæddi sálusorgari þá trúi ég vart að slíkir séu til. Það var gott að tala við Ólaf á kyrr- um stundum um ráðgátu lífsins; hann talaði þar af mikilli hugsun og mannviti. Ólafur þráði fegurð og gleði. Ilann hafði valið sér göfugt lífs- starf og gekk út í lífið með faðm- inn fullan góðleiks, reiðubúinn að strá honum yfir meðbræður sína til að fegra lífið í kringum sig. En mannlífið er ekki mjúkur leir, og slíkar aðgerðir eru erfiðári en ungur bjartsæismaður hyggur. Þessvegna urðu vonbrigðin mörg. Og þó fundum við, sem kynnt- umst honum bezt, að hann var mikill gleðigjafi. Á unga aldri mun Ólafur hafa tekið veiki, sem lamaði athafna- þrek hans, og skildi eftir minni- máttarkennd, sem hann barðist Frh. á bls. 12. ÞAÐ ER VIÐA FROST EN Á FRÓNI VORIÐ VAR kalt í Noregi ekki síður en hér. — Bóndi á Röros segir svo frá: „í dag er 12. júní,er ennþá mik- ill hluti af túninu undir snjó, og tjarnir og vötn eru ennþá ísi lögð. Ég er rétt aðeins byrjaður að vinna á milli snjóskaflanna. — Sumir bændur eru farnir að beita ánum á túnin, en hjá flest- um standa þær ennþá inni á fullri gjöf“. En þess er að geta að Röros- sveitin er í um 600 metra hæð yfir sjó, og það hefur löngum verið sagt um sveitina þá að þar væri 9 mánaða vetur og auk þess kuldatíð í 3 mánuði. En þarna þrífst þó búskapur. Margir bændur stunda námugröft I með búskapnum, en all-margir 1 búa búum sínum án þess að styðj ast við aðra atvinnu. JARNNAMAN TIRPITZ J Allir kannast við þýzka orr- ustuskipið Tirpitz sem í stríðinu loks bar „beinin“ í Tromseyjar- sundi í Norður-Noregi. | Síðustu 7 árin hefur verið unn- ið að því að rífa skipið. Að stað- j aldri hafa um 40 menn unnið að því og enn er talið að það muni ] vera árs starf fyrir þá að ná öllu t sem nýtilegt er úr flakinu. Alls er búið að hirða þarna um 40.000 smálestir af stáli, járni, vélahlutum og öðru verðmæti. Fyrsti Skerpiplógurinn var smíðaður úr stáli úr Tirpitz. KVERNELANDS-ÝTAN Kvernelands-verksmiðjan hef- ur 2—3 undanfarin ár sent á markaðinn nýja gerð af traktor- ýtum sem eru þannig gerðar, að auk þess sem heyinu er ýtt sam- an með ýtunni er einnig hægt l að aka því í garð á henni, án þess ‘ að nota vagn, eða ökutæki, ann- að en traktorinn. Tæki þessi hafa náð afarmiklum vinsældum í Noregi, og verksmiðjan selur þau einnig til Sviþjóðar, Dan- merkur, Hollands og jafnvel til i Nýja-Sjálands. Er eftirspurnin eftir Kvernelands-ýtunni langt- um meiri heldur en verksmiðjan getur fullnægt. Fyrsta Kvernelands-ýtan, sem kom hingað til lands, var keypt að Sámsstöðum 1953. Hún hefur því verið reynd í 2 sumur. — í fyrra var breytt um tinda á ýt- j unni, og enn er ekki hægt að segja greinilega um hve víðtækt nothæfni hennar er hér á landi. í sumar verða reyndar hér 9—10 ■ ýtur af nýjustu gerð og fæst þá • vafalaust úr því skorið hvort þær ■ koma að fullum notum hér eins og í Noregi, eða hvort þess ger- ist þörf að útbúa þær á sérstakan hátt til nota hér á landi. Það er vel tilvinnandi, því að eigi fæ ég betur séð en að tækni sú sem hér er um að ræða, við að flytja hey í garð, eigi mjög vel við vora staðhætti og aðstöðu hjá fjölda bænda, þar sem ekki er löng leið af velli og heim í garð. Ýtan get- ur þá sparað annan vélakost, en er einföld og ódýr að gerð. NYR KILPLOGUR Bóndi í Norður-Noregi hefur fundið upp nýja gerð af kílplógi, sem ég tel mjög athyglisverða. Enn er ekki farið að smíða plóg þennan nema til reynslu, í Nor- egi, en mikil nauðsyn er að hann verði líka reyndur hér á landi, eins fljótt og auðið er Framræsla með lokuðum ræs- um er svo mikið vandamál við alla nýrækt á mýrlendi, að vér megum einskis láta ófreistað til þess að nýta ný vinnubrögð á því sviði. — Á. G. E. g. BEZT AB AVGLtSA ± I HORGVNBLAÐINV Pétur Hoffmann Salomonsson með hluta af „fjársjóðum“ þeim, er hann hefur fundið á öskuhaugunum í Reykjavík undanfarin 7 ár. Munirnir verða til sýnis í Listamannaskálanum í næstu viku. (Ljósm. H. Teitsson). „Það krefst þrekmikilla karl- menna oð leita í öskukaugunum" segir Pétur Hoffmann. Hann heldur sýningu á fundn- um munum í Listamannaskálanum í næstu viku PÉTUR Hoffman Salómonsson fór með ljósmyndara blaðsins , niður í geymsluhólfaherbergi J Búnaðarbankans í gærmorgun. Þar lauk hann upp tveimur geymsluhólfum, tók út úr þeim tvo úttroðna pappakassa og hellti úr þeim á skrifborð í herberginu og var það fjársjóður: gafflar, skeiðar, hnífar, teskeiðar, köku- gafflar, kökuspaðar, armbönd, brjóstnælur, manséttuhnappar, þurrkuhringar o.m.fl. allt úr skín andi silfri. — Og allt þetta hef ég fundið á öskuhaugunum, sagði Pétur. Þetta kemur í Ijós í haugunum þegar hafrót er, þá glampar á það og athafnasamir menn hirða þetta til handargagns. Annars er þetta starf ekki heiglum hent, að ösla þarna í 12 vindstiga norðan- garði, 14 stiga frosti, brimi og ágjöf eftir því. Tvo vesalinga sá ég leggja á flótta undan veðrinu í vetur og voru til að sjá eins og lafhræddar hænur! Nei þetta er erfið vinna og krefst þrekmikilla karlmenna. Þar er lítið að fá cf ekki gerir hafrót. — Hér á borðinu liggur aðeins hluti af öllu því, sem ég hef hirt s.l. 7 ár á haugunum, hélt hann áfram. Svo hef ég safnað og hirt fleiri hundruð lestir af járni, blýi, kopar og þessháttar. En ég fann í haust, að ég má ekki ofbjóða mér svona öllu lengur. Lét því járnið eiga sig. Sótti um einkaleyfi á haugunum til bæjarstjórnar, en fékk synjun. Ég skil ekki hvers- vegna þeir vilja ekki veita mér það, — harðduglegum athafna- manni. Svo tók Pétur Hoffmann sam- an silfrið og setti í kassana aftur. Þegar hann kvaddi mig sagði hann: — Þú getur ef þú villt farið uppá Laugaveg á verkstæðið hans Guðlaugs heitins þar sem þeir eru að fægja silfrið mitt, og þar geturðu fengið að taka mynd- ! ir af nokkrum „hrúgum“ til við- bótar og það af fögrum silfur- ' munum, lagsmaður. IMorrænir prestar ætla að fjölmenna í Skálhoit Ræff um það á sænskum prestafundi í SVENSKA DAGBLADET á þriðjudaginn var sagt frá því að þessa dagana stæði yfir íundur sænskra presta í Sigtúnaskólan- um. Hófst hann um síðustu helgi. Segir frá því að biskupinn Thor- stein Ysander hafi sett fund þennan, er hafi það verkefni m. a. að undirbúa almenna norræna kirkjuhátíð er halda skal að Skálholti á sumri komanda. Þessi almenni undirbúningsfundur er haldinn í Lindköbing og á að 1 standa yfir til fimmtudags. Er búizt við að 18 fulltrúar frá Sví- þjóð komi til Skálholtshátíðar- innar næsta ár, en fulltrúi ís- lands á fundinum í Lindköbing er sr. Jakob lónsson. í fyrstu ræðu sinni talaði Ysander biskup m. a um almenna stöðu presta innan þjóðfélagsins, en aðaltillaga hans í kirkjunnar málefnum var sú að norrænar þjóðir kærr.u á innbyrðis presta- skiptum til þess að aukin kynn- ingarstarfsemi þeirra í skóla- og menningarmálum geti orðið þeim að haldi í prestsþjónustunni. ( Hið sænska blað gerir í stuttu máli grein fyrir tildrögum að því að norrænir prestar efni til fund- ar hér á landi einmitt árið 1956, því að á því ári séu einmitt liðin. 900 ár frá því biskupsstóll var stofnaður í Skálholti. Búizt er við, að svo margir norrænir prestar komi á presta- stefnuna í Skálholti, að fundar- menn telji sér nauðsynlegt að útvega sérstakt skip til að flytja ferðamennina hingað Sr. Jakob Jónsson hefur rætt við fundar- menn um málefni hinnar íslenzku kirkju og hvernig högum henn- ar er háttað, en meðal þeirra ræðuefna, sem borið hafa á góma er aístaða almennings á Norður- löndum t.il kvenpresta Þeir sem telja óviðfeldið að konur gegni prestsembættum vilja þó að þær beiti sér í félagsmálum innan. kírkjunnar. r i/Jf r m s pairekst! PATREKSFIRÐI, 28. júlí: — í gær birti lítilsháttar til í lofti hér. Hefur stöðugt hvassviðri og rign ing haldist hér i mánuð. — KarL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.